Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.2000, Blaðsíða 10

Neytendablaðið - 01.04.2000, Blaðsíða 10
Myndbandstæki notuð E-300 spóla í hæga- gangi má koma á hana 10 klst. af efni. VHS eða S-VHS? Mestu tíðindin á myndbands- tækjamarkaðnum eru kannski verðlækkanirnar á Super- VHS tækjum. Þau komu á markaðinn fyrir um að bil áratug en hafa víða að jafnaði lækkað um helming í verði á síðustu tveimur árum. Á sama tíma hafa gæði „venjulegra“ tækja aukist mjög og sam- kvæmt tækniprófunum er gæðabilið milli gerðanna sí- fellt að minnka. S-VHS-tækin eru sögð bjóða upp á yfirburða mynd- gæði og möguleika á því að tengjast myndbandstökuvél- um svo unnt sé að „klippa“ böndin og snyrta. 1 könnun- um breska neytendablaðsins Which? reyndust myndgæðin í S-VHS tækinu JVC HR- S6600 (sem fæst hjá Elko og Faco á tæpar 40 ús. kr.) ekk- ert betri en í mörgum venju- legum VHS-tækjum. Og dæmi voru um S-VHS-tæki sem skiluðu aðeins miðlungs hljómgæðum. Dýr S-VHS- tæki eru þó enn mun betri vara en VHS-tæki. Athugið samt að S-VHS-spólur (sem nær eingöngu er hægt að nota í S-VHS-tækjum) eru um þrisvar sinnum dýrari en VHS-spólur. Orkusóun Algengt er að myndbandstæki séu látin standa í viðbragðs- stöðu (stand-by) klukkustund- um saman. Þá er slökkt á myndlampanum en tækið tek- ur áfram til sín rafmagn. Sum ný tæki eru með sérstakan nýtingarbúnað sem minnkar orkusóunina sem af þessu stafar. Tækninýjungar Ýmsar nýjungar í nýrri tækj- um geta komið notendum að góðu gagni. Efnisyfirlit (Tape library system): Sífellt fjölgar þeim gerðum myndbandstækja sem geta skráð og sýnt efnisyfirlit yfir það sem er tekið upp á bandið, t.d. rás (sjónvarps- stöð), dag- og tímasetningu á upptökunum. Þessi kerfi eru þó misjafnlega fullkomin. Sums staðar þarf að stinga spólunni í tækið til að kalla fram efnisyfirlitið en á aðrar er hægt að festa sérstaka miða sem brugðið er upp að tækinu og fyrir geisla (eins og fyrir strikamerkingu í verslun) og birtist þá yfirlitið á skjánum. Sum slík myndbandstæki geta geymt upplýsingar um efni á allt að 200 myndbands- spólum í senn en önnur bara á einni spólu í einu. Og sum krefjast ess að hraðspólað sé í Könnun International Consumer Research & Testing Einkunnir eru gefnar á kvarðanum Myncj. Þægindi í 1 -5 þar sem 1 er lakast og 5 best gaeói Hljómgæði notkun Vörumerki________ Einómatæki (mono) Panasomc Mynd- Þægindi í Orku- gæði Hljómgæði notkun notkun Heildar- Vægi 45% Vægi 25% Vægi 25% Vægi 5% einkunn ® Neytendablaóið / International Consumer Research & Testing Könnun þýska neytendablaösins test, 2/2000 Vörumerki Gerð JVC HR-3 768 (VHS) JVC HR-S 7600 (S-VHS) Myndgæði, vægi 50% 3 4 Hljómgæói, vægi 20% 4 4 Þægindi í notkun, vægi 25% 4 3 Orkunotkun vægi 5% 4 3 Heildar- einkunn 4 4 10 NEYTENDABLAÐIÐ - apríl 2000

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.