Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.2000, Blaðsíða 7

Neytendablaðið - 01.04.2000, Blaðsíða 7
I stuttu máli Einnota fatnaður sem hvorki er hægt að þvo né hreinsa Neytendablaðinu hafa borist ábendingar um að víða sé verið að selja fatnað sem er þannig merktur að ekki er hægt að þvo hann almenni- lega. Sérstaklega á þetta við um fataverslanir unga fólksins. Þannig er seldur fatnaður merktur með 30 gráðum, en á svo lágu hitastigi er til dæmis ómögulegt að ná úr fitublettum. Og nú hefur blaðið frétt af dreng sem fann loks jakka við sitt hæfi á um 20 þúsund krónur. Þeg- ar meðferðarmerkingin var síðar skoðuð kom í ljós að hvorki mátti hreinsa jakkann né þvo. Nú tímir drengurinn auðvitað ekki að nota jakkann, enda ekkert hægt að gera ef skftur eða blettir koma í hann. Þetta er svo sannarlega einnota vara. Það er lágmark að verslanir láti greinilega og sann- anlega vita þegar seld er flík með slíkum meinbugum. Raunar má einnig segja að þetta sé gölluð vara, því við- skiptavinur í fataversl- un er ekki að kaupa einnota vöru. Myndavélin brotnaði í farangursgeymslunni „Litljr" inn- flytjendur Nokkuð hefur borið á kvörtunum vegna við- skipta sem neytendur hafa átt við „litla“ innflytjend- ur, einstaklinga sem flytja til landsins nokkur eintök af bifreiðum, snjósleðum, mótorhjólum o.fl. sem annars eru seld hjá umboð- um. Neytendum hefur reynst erfitt að sækja rétt sinn þegar gallar hafa komið upp á þessum vör- um, og þegar um slík við- skipti er að ræða er um- boðunum á engan hátt skylt að aðstoða fólk. Neytendasamtökin vilja því að gefnu tilefni benda á að ársábyrgð, sú lág- marksábyrgð sem er lögtryggð, gildir um þessi viðskipti og benda samtök- in fólki á að vera á varð- bergi og sinna skoðunar- skyldu sinni sem kaup- endur sérstaklega vel. Neytendablaðinu hefur borist svohljóðandi bréf frá óheppnum ferðalangi: „Eg sendi ykkur þetta bréf vegna máls sem ég lenti í ný- verið, til að vara aðra við. Þannig er mál með vexti að ég ferðast mikið og er ég meðal annars með Gull-Visakort og góða heimilistryggingu að ég hélt. Nýlega fór ég til Noregs og hafði með mér stafræna myndavél. Ég tók hana með mér í handfarangur þar sem Er geislaspilar- inn á leið út? í norska blaðinu Lyd & Bilde var nýlega gerð um- fangsmikil könnun á DVD- spilumm. Það hefur verið erfitt að spila góða tónlist á DVD-spilurunum hingað til, en hefur þó verið að skána að undanfömu. Til að bera sam- an geislaspilara og DVD-spil- ara voru tveir geislaspilarar teknir með í samanburðinn. mér hefur alltaf verið sagt að taka brothætta, verðmæta hluti með mér í handfarangur. Ekki vildi þó betur til en svo að vélin brotnaði meðan hún var í far- angursgeymslunni fyrir ofan sætið sem ég sat í, en hörð skjalataska hafði verið sett harkalega inn í handfarangurs- skápinn. Til að gera langa sögu stutta sagði Tryggingamiðstöð- in að ég fengi engar bætur frá Vísa eða í gegnum heimilis- tryggingu mína né heldur frá Niðurstaðan er athyglisverð fyrir tónlistamnnendur: Bestu DVD-spilaramir em næstum eins góðir og þeir geislaspil- arar sem prófaðir vom. DVD- spilarar frá JVC, Philips, Pioneer, Sony, Panasonic, Samsung og Denon komu vel út úr könnuninni. Verð á DVD-spilumnum er á bilinu Flugleiðum þar sem þetta var ekki skráður farangur sem hefði verið afhentur á flugvellinum. Vegna þessa vil ég koma eft- irfarandi skilaboðum til félags- manna í Neytendasamtökunum: Afhendið allan farangur, myndavélar, ferðatölvur eða blómavasa við afgreiðsluborð Flugleiða, annars er hann ekki tryggður fyrir tjóni í flugi, og skiptir þá ekki máli hvort við- komandi telur að hann sé með fullnægjandi tryggingu." 50-170 þúsund íslenskra króna og hefur farið lækk- andi. DVD-spilaramir verða enn áhugaverðari þar sem meiri hjómgæði fást þegar spilararnir fá hljóðinnspilanir á DVD-diskum. Niðurstaðan er að menn geta látið sér duga einn spilara í staðinn fyrir tvo. NEYTENDABLAÐIÐ - apríl 2000 7

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.