Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.2000, Blaðsíða 21

Neytendablaðið - 01.04.2000, Blaðsíða 21
Verð- og gæðakönnun Skrúfun og borun Rafhlöðuborvélamar eru sér- staklega hentugar sem raf- skrúfjárn og raunar yfirleitt betri til þess en aflmeiri raf- magnstengdar borvélar. Þær slöppustu geta þó ekki alltaf komið skrúfunum alveg í botn og þarf þá að grípa til skrúfjárns til að ljúka verk- inu. Rétt er að benda á af þessu tilefni að voltatala vél- anna segir ekki endilega til um hversu duglegar þær eru. Hins vegar ráða rafhlöðuvél- arnar að jafnaði lítið við steinsteypu. Allar eða all- flestar borvélar geta snúið bomum í báðar áttir sem ekki síst er heppilegt til að losa skrúfur. Það er mikilvægt að kynna sér snúningshraða borvélarinnar í tómagangi, það er að segja mesta og minnsta hraða borsins þegar hann snýst laus. Mikinn snúningshraða þarf til að bora í mjúk efni en til að geta skrúfað og borað í hörð efni þarf að vera unnt að nota lágan snúningshraða. Af þessum sökum er mikil- vægt að geta stjómað snún- ingshraðanum og flestar gerðir bjóða nú upp á slíkt. Þegar á heildina er litið eru borvélar nú á dögum mjög þægilegar í notkun og þol þeirra og ending reynist líka gott í tækniprófum og notendakönnunum. Bestu kaupin Höggborvélar Dewalt DW 505 KS, sem fæst hér á um 25 þús. kr. hjá Slípivörum og verkfærum, hlýtur alls staðar prýðis um- sagnir. Þýska blaðið test (2/2000) og norska blaðið Forbruker-rapporten (2/2000) töldu bestu kaupin í þessum flokki vera í henni því hún fékk góðar einkunn- ir á öllum sviðum og er með langa rafsnúru. Belgíska neytendablaðið Test-Aan- koop (febr. 2000) taldi hana líka bestu höggborvélina í könnun sinni (ELU SB 13 EKS er sama vélin). En einna bestu kaupin taldi það blað vera í Bosch PSB 570 RE, sem ekki er á markaði hér, en ýmsar líkar henni. Vilji fólk ódýrari vél en góða mælir þýska blaðið test helst með Black & Decker KR 650 CRE sem fæst hér á tæp 11 þús. kr. hjá Metro. I gæðakönnun í danska neytendablaðinu tœnk+test (mars 2000) vom bestu kaupin á danska markaðnum talin vera í höggborvélunum AEG SBE 630, sem fæst hér á um 10.000 kr. og AEG SBE 570 R sem er til á um 7.000 kr., báðar hjá Bræðr- unum Ormsson. Þær eru ódýrar en fá jafn góðar heildareinkunnir og langtum dýrari gerðir. Forbruker-rapporten og test töldu besta borhamarinn vera Bosch PBH 220 RE. Rafhlöðuborvélar Af rafhlöðuborvélum taldi Forbruker-rapporten vera besta Skil 2745 UA, en hún fæst hér hjá Fálkanum á ríf- lega 17 þús. kr. I flokki rafhlöðuborvéla með höggvirkni taldi For- bruker-rapporten að bestu kaupin væru í Bosch GBH 24 RE og borhamrinum Metabo Bh EA 14 S sem hvorugar eru hér á markaði. Verðið á þeim er hátt, næst- um eins og á atvinnumanna- tækjum. Belgíska neytendablaðið Test-Aankoop (feb. 2000) taldi bestu kaupin vera í BoschPSR 12 VES-2 (fæst hér á um 10 þús. kr. hjá Byko), og í Bosch PSR 9,6 VES-2 og Black & Decker KC 9652 CB, en þær síðar- nefndu fundust ekki á mark- aði hér. Blaðið úrskurðaði þessar þrjár bestar: DeWalt DW 954 K2, Makita 6313 DWBE og Hitachi DS 14 DV. Engin þeirra er á mark- aði hér en býsna líka gerðir. Ráöleggingar um borun • Boraðu með háum snún- ingshraða í mjúk efni eins og tré og gifs en með lág- um hraða í steypu og önn- ur hörð efni. Þrýstu ekki of fast á með borvélinni ef þú finnur að hún erfiðar. • Ef efnið er hart eða erfitt getur verið hagkvæmt að bora fyrst í það með bor sem er mjórri en fyrirhug- að gat eða hola. • Ef þú lendir á málmi (steypustyrktarjámi) í steinvegg þá skaltu strax setja málmbor í vélina. Boraðu án höggvirkni gegnum málminn og skiptu síðan yfir í steinbor og högg á ný. • Ef þú þarft að bora í stein- flísar skaltu fyrst festa límband á staðinn þar sem gatið á að vera til að koma í veg fyrir að borinn skriki til og að flísin springi eða flagni. Meira um borvélar á vef NS í Neytendablaðinu 1. tbl. 1999 birtist ítarleg grein um rafhlöðuborvélar með heit- inu „Mikið úrval og verð- munur“ og er meginefni hennar enn í fullu gildi. Greinina má líka lesa á vef- setri Neytendasamtakanna, http://www.ns.is, veljið Neýtendablaðið og síðan ár- gang 1999. ÓHT tók saman. Öryggis- Ending Þægindi mál /þol í notkun 4 5 4 4 5 4 4 5 4 Fjöl- hæfni Leiðar- vísir Rafhlaða 4 4 4 4 4 3 4 á 5 Athugasemdirvið töflur á næstu opnu Uppgefió verð er staógreiósluveró. Minnt er á að greiðslukjör geta verió breytileg. Ef eyða er í reitum fengust ekki viðkomandi upplýsingar. Ef eyða er í töflu fengust ekki viókomandi upplýsingar hjá seljanda. Athugasemdir vió rafhlöóuvélar: Allar vélarnar eru sjálfheróandi bor nema tvær. Meister Craft MAS 120C er meó patrónu með þar til geróum lykli, en Wurth Master 702 320 2 er meó SDS+ patrónu. 1) Tilboðsveró. 2) Kostar 16.159 kr. (-3% staógr.afsl.) í Metro. HLeðsluborvéL með höggi. 3) TiLboðsverð í Brynju, kostar 16.900 krónur i Byko og 22.100 krónur hjá Sindra. 4) Á þessu verði hjá Bræðrunum Ormsson, kostar 30.306 krónur í Ellingsen. 5) Vasaljós (9,6 volt) og bitasett fylgir meó. 6) VasaLjós (12 voLt) og bitasett fylgir meó. Kæling á mótor. 7) Meó 15 herslustillingar. Sex skrúfbitar og 1 skrúfbitakúpling fylgja. Ending á rafhlöðu: Skrúfun á 600 skrúfum í mjúkan vió. 8) Meó höggi. 9) Með vélinni fylgja SDS+ borar 6,8 og 10 mm og olia á SDS+ kúplinguna. Athugasemdir vió borvélar tengdar við rafmagn. Allar vélarnar nema tvær eru meó stiglausa hraóastilLingu. Metabo 00730 er með sjö hraðastiLLingar en Breaker B 35 með eina. 1) Patróna: a: bor hertur með þar tiL geróum lykli. b: sjáLfheróandi. c: SDS+ 2) TiLboósveró. 3) Læsing á patrónu tiL að auðvelda skiptingu á borum. 4) Á þessu verði i Brynju, kostar 9.900 krónur hjá Sindra. 5) Á þessu verði hjá Þór, kostar 21.600 krónur í Byko 6) Einnig hægt að höggva og meitla.

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.