Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.2000, Page 6

Neytendablaðið - 01.04.2000, Page 6
I stuttu máli Hjá GuðjónÓ fyrsta íslenska prentsmiðjan sem nota má Svaninn á prentverk sitt Siv Fríðleifsdóttir umhverfisráðherra afhendirforsvarsmönnum Hjá GuðjónÓ Svaninn, norrœna umhverfismerkið. Þeir eru frá vinstri Þórleifur V. Friðriksson, Sigurður Þorláksson og Ólafur Stolzenwald. Prentsmiðjan Hjá GuðjónÓ varð fyrst íslenskra prent- smiðja að fá leyfi til að nota Svaninn, norræna umhverfis- merkið, á prentverk sitt, enda fullnægir prentsmiðjan kröf- um merkisins um fjölmarga þætti sem snúa að umhverfis- málum. Eitt íslenskt fyrirtæki hefur áður fengið merkið á framleiðslu sína, Frigg hf. á þvottaefnið Maraþon milt. Strangar kröfur Viðmiðunarreglur fyrir prent- að efni voru samþykktar 1996 og voru það fyrstu reglurnar sem settar voru fyrir verkferli frá upphafi til loka. í hefð- bundinni prentframleiðslu koma mörg mengandi efni við sögu og áhættan á mengun í ferlinu er mikil. Til að geta notað Svaninn eru gerðar strangar kröfur um losun á þungmálmum við filmufram- leiðslu og prentun og um notkun á prentlitum og hreinsiefnum, sem mega hvorki innihalda rokgjörn leysiefni né þungmálma. All- an úrgang sem myndast við framleiðslu prentaðrar vöru þarf að flokka og koma til endurvinnslu eða ábyrgrar förgunar. Prentsmiðjan þarf að halda nákvæmt bókhald yfir alla þætti sem notaðir eru í prentferlinum, svo sem um innkaup hráefnis, orku- og vatnsnotkun og um öll úr- gangsefni, en prentsmiðjunni ber að minnka það hlutfall af úrgangsefnum sem fer til förgunar. Svanurinn skiptir miklu Kaupendur, hvort heldur það eru fyrirtæki eða opinberir að- ilar, gera sífellt meiri kröfur um að vara og þjónusta valdi sem minnstri röskun á um- hverfinu og þær kröfur munu fara vaxandi á næstu árum. Þar gegna viðurkenndar um- hverfismerkingar á borð við Svaninn miklu og vaxandi hlutverki. Umhverfismerki einfalda val kaupenda og leið- beina þeim um hvaða vörur hafa minnst áhrif á umhverf- ið. Þess er vænst að Svanur- inn muni efla samkeppnis- stöðu fyrirtækja sem sýnt hafa þá ábyrgð að afla sér heimild- ar til að nota hann á vörur sín- ar og þjónustu með því að standast þær ströngu kröfur sem fylgja aðild að merkinu. Það kostar mikla vinnu að standast allar þær kröfur sem settar eru fram í viðmiðunar- reglunum um Norræna um- hverfismerkið, en sú vinna ætti að skila sér í sparnaði í innkaupum, orkunotkun o.fl. Þannig ætti verðið á prentaðri vöru sem ber Norræna um- hverfismerkið ekki að verða hærra en á sambærilegri vöru. Þegar litið er til lengri tíma ætti samkeppnisstaða fyrir- tækja með Norræna umhverf- ismerkið að styrkjast, bæði vegna sparnaðar í ýmsum rekstrarþáttum og vegna auk- innar eftirspurnar eftir um- hverfismerktum vörum. Á Norðurlöndum hafa um 360 prentsmiðjur nú leyfi til að nota Norræna umhverfis- merkið og fjölgar þeim um 10-15 í hverju mánuði. Flest- ar eru í Svíþjóð eða um 260. Enn um skipti á geisla-„plötum“ Neytandi skrifar: „Mig langar til að koma á framfæri gagnrýni á plötu- verslanir - svona í framhaldi af grein í síðasta Neytenda- blaði (ath.: í músíkheiminum er sátt um að kalla geisladiska plötur). í minni fjölskyldu hefur tíðkast að gefa plötur í jóla- og afmælisgjafir. Við- kvæðið hefur verið: Það er þá alltaf hægt að skipta þeim. Og það hefur verið gert. Frænd- fólk búsett vítt um land sendir hvert öðru plötur. Ekki hitta aldraðar frænkur alltaf rétt á músíksmekk bama og ung- linga. En það hefur aldrei ver- ið vandamál að skreppa í næstu plötubúð og skipta á plötum með Björk eða Bubba. Fyrr en nú. Um jólin sátu unglingspiltar á heimil- inu uppi með tvær plötur sem ekki var áhugi á að eiga. Far- ið var með plötumar í nokkrar plötuverslanir. Svarið var: „Þessar plötur hafa ekki verið keyptar hér. Við megum bara taka plötur sem hafa verið seldar hér.“ Gilti einu þótt bent væri á að plötumar vom gefnar út af sama fyrirtæki og rak plötubúðina. Áreiðanlcga er þetta löglegt. En hvaða af- leiðingar hefur þessi afstaða? Jú, fjölskyldan verður að semja um að leggja plötugjaf- ir niður og snúa sér frekar að til dæmis bókum. Þeim er hægt að skipta í hvaða bóka- búð sem er.“ 6 NEYTENDABLAÐIÐ - apríl 2000

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.