Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.2000, Blaðsíða 16

Neytendablaðið - 01.04.2000, Blaðsíða 16
Maturinn Ofnæmisvaldar í matvælum: „Ég bara veit það ekki“ Þetta er svar sem búast má við þegar afgreiðslufólk er spurt um innihald í tilbúnum eða hálftilbúnum réttum Ég bara veit það ekki. Þetta kemur í poka utan úr bæ og það stendur ckkert á hon- um.„ Þetta svar' nokkurn veginn orðrétt" fékk móðir barns með mjólkursykuróþol í matvöruverslun þegar hún spurði eftir efnainnihaldi í til- búnum fiskrétti í sósu.. Og svarið er fjarri því að vera einsdæmi. Reglur um inni- haldslýsingar matvæla eru vissulega til. Þegar um er að ræða unnar vörur sem fram- leiðandinn pakkar inn er þeim meira að segja ágætlega fram- fylgt, eftir því sem næst verð- ur komist. Öðru máli gegnir um tilbúinn eða hálftilbúinn mat sem seldur er í stykkjatali eða eftir vigt í matvöruversl- unum eða bakaríum. Og þess eru dæmi að reynt sé að plata fólk með villandi vöruheitum. >Við heimsóttum vinafólk mitt á bolludaginn og þar hafði verið keyptur brúsi með >jurtarjóma„ svo að barnið gæti fengið að smakka rjóma- bollu,,, segir móðirin sem vitnað var til hér að ofan. >Ég skoðaði samt innihaldslýsing- una og þá kom í ljós að í þessu var bæði mjólkursykur og undanrennuduft. Mér er spum: Hvers konar >jurta„- rjómi er það sem inniheldur mjólkurafurðir?,, Þeir sem haldnir em ofnæmi eða óþoli gagnvart einhverjum þeim efnum sem notuð em í mat- væli' eða eiga börn sem svo er ástatt fyrir, eins og í þessu tilviki' geta ekki leyft sér að kaupa áhyggjulaust það sem þeim líst best á eins við hin gerum að jafnaði. Allar inni- haldslýsingar þarf að skoða nákvæmlega og þegar svo háttar til að innihaldslýsingar eru ekki fyrir hendi þarf að spyrjast fyrir. Þá eru svör ekki alltaf á reiðum höndum. I bakaríum er oft til sérstök mappa með innihaldslýsing- um á þeim brauðum og bakst- ursvömm sem seldar eru. Það er þó alltítt að í þessar möpp- ur vanti blöð, til dæms um nýja vöm, eða að blöð hafi týnst, og afgreiðslufólk hefur þessar upplýsingar sjaldnast á hraðbergi. Viðskiptavinir sem ganga eftir því að fá inni- haldsupplýsingar um ómerkta vöm verða oft að sætta sig við ófagurt augnaráð, bæði frá afgreiðslufólki og þeim sem bíða eftir afgreiðslu, enda getur þetta orðið æði tímafrekt. Alvarlegar afleiðingar Það er ekkert hégómamál fyr- ir ofnæmissjúklinga að iáta ofan í sig mat sem veldur of- næmiskasti. Ofnæmi er vissu- lega margs konar og misjafn- lega mikið en hastarleg bráðaofnæmisköst geta í und- antekningartilvikum dregið sjúklinginn til dauða. Sá sem haldinn er bráðaofnæmi gegn einhverjum þeim efnum sem koma fyrir í matvælum verð- ur alvarlega veikur ef hann neytir slrkra matvæla af mis- gáningi. Ofnæmi er mun algengara en margir halda. Sigurveig Sigurðardóttir ofnæmislæknir telur að um 20% Islendinga séu haldnir einhvers konar of- næmi, og að þar af muni um 2% þjóðarinnar hafa ofnæmi eða óþol gagnvart efnum sem er að finna í matvælum. Þetta svarar til þess að um 5.500 ís- lendingar séu haldnir einhvers konar matarofnæmi eða óþoli. Umtalsverður munur er á of- næmi og óþoli. Oþol veldur einkum óþægindum ' sem vissulega getur verið nógu slæmt' en einkennin verða yfirleitt ekki mjög alvarleg og afar sjaldan lífshættuleg. Bráð ofnæmisviðbrögð eru mun al- varlegri og geta valdið lífs- hættu ef ekki er rétt brugðist við. Einkenni geta verið afar margvísleg; magaverkir og niðurgangur eru algeng ein- kenni óþols en ofnæmisvið- brögð geta auk þess komið fram sem útbrot, öndunarerf- iðleikar og jafnvel meðvit- undarleysi. Öndunarerfiðleik- ar og hjartsláttartruflanir af völdum bráðra ofnæmisvið- bragða geta dregið fólk til dauða. Ekki farið að reglum Af þessu má sjá að það er hreint ekki út í hött að samfé- lagið setji ákveðnar reglur um merkingar og innihaldslýsing- ar matvæla, beinlínis í þeim tilgangi að fólk sem haldið er óþoli eða ofnæmi geti gengið úr skugga um hollustuna. Og slíkar reglur eru til. Þeim er hins vegar ekki nægilega vel framfylgt. Að hluta til hefur eftiriit ekki verið nægjanlega gott' en við getum þó ekki einvörðungu skellt skuldinni á undirmannaðar eftirlits- stofnanir, heldur ber þeim sem selja matvæli að sjálf- sögðu að fara eftir þeim regl- um sem settar eru. Og á því er mikill misbrestur. Reglur um merkingu á matvælum er að finna í reglu- gerð sem hægt er að nálgast hjá Hollustuvernd ríkisins, eða einfaldlega á netinu á slóðinni www.hollver.is. Reglurnar virðast einkum þjóna tvíþættum tilgangi. Annars vegar er þeim aug- ljóslega ætlað að auðvelda al- mennum neytendum að gera sér grein fyrir því hvaða efni þeir setja ofan í sig, hins veg- ar er í þessum reglum einmitt að finna ákvæði sem sérstak- lega er ætlað að vemda þá sem haldnir eru óþoli eða of- NEYTENDASTARF ER ÍALLRA ÞÁGU A. Karlsson hf. Blómaval v/Sigtún Danfoss hf. Feróaskrifstofa Reykjavíkur Akureyrarbær Bón- og þvottastöðin ehf., Domus 's Pizza Fjarhitun hf. Alp bílaleiga, Sóltúni 3 Efnaverksmiðjan Sjöfn, Fjárfestingabanki Skemmuvegi 20 Bónus-verslanirnar Akureyri atvinnulífsins hf. Áfengis• og tóbaksverslun Brúnás-innréttingar, Eimskip hf. Fossberg/íselco ehf. ríkisins Ármúla 17 Einar Farestveit & Co. hf. Freyja, sælgætisgerð Bifreiðastööin Hreyfill Bræðurnir Ormsson hf. Endurvinnslan hf. Friórik A. Jónsson ehf. Bílabúð Benna ehf. Bílaleiga Flugleiða Hertz Björninn ehf. Bændasamtök íslands, Bændahöllinni v/Hagatorg Ceres hf., Nýbýlavegi 12, Kópavogi Europay ísland Ferðaskrifstofa íslands - Úrval Útsýn íslenskir aðalverktakar 16 NEYTENDABLAÐIÐ - apríl 2000

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.