Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.2000, Blaðsíða 19

Neytendablaðið - 01.04.2000, Blaðsíða 19
Farsímar Handfrjáls búnaður þrefaldar geislunina Splunkuný bresk könnun hefur nú leitt í ljós að hand- frjáls búnaður þrefaldar þá geislun sem mannslíkaminn - ekki síst heilinn - verður fyrir af völdum GSM-símanna. Astæðan er sú að leiðslan og heymaitólið sem stungið er í eyrað verkar sem eins konar „loftnet“ og leiðir geislunina. I augum þeirra sem vilja lögleiða notkun handfijálsa búnaðarins í bílum - en um það er einmitt fjallað í grein- inni hér til vinstri - hljóta nið- urstöður þessarar rannsóknar að vera nokkurt áfall. 1 því sambandi má þó benda á að raddstýrður búnaður, sem nefndur er í þeirr grein, veldur að lrkindum ekki aukinni geisl- un, enda koma þar engar leiðslur eða „loftnet“ við sögu. Farsímar valda geislun Um það er í sjálfu sér ekki deilt að farsímar valda geislun. Um hitt eru menn aftur á móti ósammála hvort þessi geislun sé hættuleg. Öfugt við þá geisl- un sem stafar af geislavirkum efnum er útvarpsbylgjugeislun farsímanna „ójónuð“. Þar eru sem sagt engar rafhlaðnar jónir eða fareindir á ferð. Engu að síður getur ójónuð geislun verið hættuleg. Mikil ójónuð geislun getur valdið hækkun líkamshita sem aftur leiðir af sér álag á hjartað og getur einnig valdið höfuðverk, svima og ógleði. Farsímageisl- unin er vissulega langt undir þessum hitunarmörkum en þó hallast margir að því að hún geti engu að síður verið hættu- leg. I því efni hefur raunar fátt sannast og það þarf ekki að koma á óvart að framleiðendur farsíma séu á þeirri skoðun að sönnunarbyrðin hvíli á gagn- rýnendum. Sem dæmi um rannsóknir á þessu sviði má nefna sænska könnun meðal sjúklinga með krabbamein í heila. Þessi könnun leiddi í ljós að meiri líkur voru til að æxlið myndaðist þeim megin í höfði farsímanotenda þar sem síman- um var að jafnaði haldið. Aftur á móti reyndust farsímanotend- umir ekki hlutfallslega líklegri til að fá krabbamein í heila en aðrir. Sem sagt: Afar óljósar niðurstöður. Þreföld geislun Breska neytendatímaritið Which? lét rannsaka tvær gerð- ir af handfrjálsum búnaði, báð- ar algengar á breskum mark- aði, þar sem fjöldi fólks kaupir slíkan búnað einmitt í þeim til- gangi að draga úr geislunar- hættunni frá farsímanum. Hlíf- ar sem notaðar eru með GSM- símum í sama tilgangi voru einnig rannsakaðar. Hlífamar reyndust gagnslausar en hand- frjálsi búnaðurinn fékk þó enn verri útreið í niðurstöðunum. Hann reyndist nefnilega bein- línis leiða geislunina inn í höf- uð farsímanotandans og í höfði tilraunabrúðunnar mældist þre- föld sú geislun sem barst þang- að inn þegar farsímanum var haldið upp að eyranu. Graeme Jacobs, ritstjóri Which?, hafði þetta að segja um niðurstöðumar: Þeir sem hafa áhyggjur af geislun frá farsímum ættu ekki að treysta á handfrjálsan búnað. Þær tvær gerðir sem við reyndum þre- falda þá geislun sem heilinn verður fyrir, þótt við vitum að vísu enn ekki með vissu hvort þessi geislun er skaðleg. Hvað símhlífamar varðar þá reyndust þær hlífar sem við skoðuðum alveg gagnslausar. Sá sem er að velta fyrir sér að kaupa slíka hlíf ætti að finna sér eitthvað annað að gera við peningana. Ahyggjur af hverju? Það em einkum breskar og ástralskar rannsóknir sem upp- mnalega urðu tilefni þess að margt fólk hefur áhyggjur af geislun frá farsímum og sendi- stöðvum farsímakerflsins. Nið- urstöður þessara rannsókna bentu til að fólk sem bjó í nánd við útvarps- og sjónvarpssenda ætti fremur á hættu að fá blóð- krabba en aðir. En um þessar rannsóknir gildir þó hið sama og það sem fyrr var nefnt um rannsóknir á geislunarhættu GSM-síma, að niðurstöðumar taka ekki af öll tvímæli. Rann- sóknir sem síðar hafa verið gerðar hafa sumar bent til að ekkert samband sé þama á milli. Rannsóknum á þessu sviði er haldið áfram. Vonandi kem- ur að því fremur íyrr en síðar að þær skili óyggjandi niður- stöðum á annan hvom veginn. Þangað til ríkir óhjákvæmilega óvissa um það hvort farsíma- notkun sé yfirleitt hættuleg og ef svo er - hversu hættuleg. En á meðan ekkert verður fullyrt í þessu efni gera far- símanotendur að líkindum rétt í því að láta heilann í sér njóta vafans og stilla notkun farsím- ans í hóf. Og hvað sem hætt- unni líður er hitt víst að þeir sem það gera munu sjá muninn þegar þeir skoða í pyngjuna. Sendi- og móttökustöðvar fyrir GSM-síma ná yfir mismunandi stór svæði, allt niður í hundrað metra radíus sums staðar í borgum og upp í fimm km í dreifbýli. Hæðir í landslagi, byggingar og jafnvel tré geta skyggt á geislann. GSM-síminn er bæði sendi- og móttökutæki. Sendirinn sendir reglulega frá sér útvarpsbylgur til sendistöðvarinnar, hvort heldur verið er að tala í sím- ann þá stundina eða ekki, og gefur stöðinni til kynna í hvaða átt hann er staddur. Móttökutækið í símanum tekur við boðum frá sendi- stöðinni, svo sem þegar hringt er í símann. Það eru útvarpsbyigjumar sem sím- inn sendir frá sér, fast við höfuð notandans - á því sem kalla mætti násvæði - sem eru ábyrgar fyrir áhrif- um á heilsuna - ef þau áhrif eru einhver. Frá sjónarhóli notandans eru útvarpsbylgj- urnar frá stöðinni á fjar- svæði. Stöðin hefur reyndar sitt eigið násvæði en sjald- gæft er að fólk komi nægi- lega nálægt til að lenda inni á því. NEYTENDABLAÐIÐ - apríl 2000 19

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.