Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.2000, Blaðsíða 14

Neytendablaðið - 01.04.2000, Blaðsíða 14
Farsímar Erfðabreytt matvæli á útleiö í Evrópu Nú eru síðustu vörurnar sem opinberlega eru erfðabreyttar horfnar úr hill- um verslana í Danmörku. Erfðabreytt matvæli eru á undanhaldi um alla Evrópu. Líftæknifyrirtækin læddust hljóðlega inn á markaðinn með þessar vörur og erfða- breytt matvæli áttu að verða hluti af daglegu lífi Evrópu- manna - rétt eins og hafði gerst í Ameríku. En stórfyrir- tækin gleymdu að reikna með neytendum. „Það skiptir engu hversu hátt neytendur hrópa og kalla. Staðreyndin er sú að á næst- unni verður sívaxandi magn erfðabreyttra matvæla á vegi þeirra þar sem þeir þræða sig milli hillnanna í dönskum verslunum," sagði danska blaðið Politiken nokkrum dögum eftir að erfðabreyttum afurðum var fyrst skipað upp í Danmörku haustið 1996. Hin erfðabreytta framtíðarsýn Líftæknisamsteypan Mon- santo stóð fyrir þeim innflutn- ingi. Fyrirtækið hefur einkar beinskeytta og einarða stefnu að því er varðar erfðabreyt- ingar á matjurtum: Það á að V r leggjá niður tímafreka og ómarkvissa ræktun óbreyttra jurta. 1 þeirra stað eiga að koma erfðabreyttar jurtir sem gefa af sér staðlaðar afurðir, eru lausar við sjúkdóma, eru sem minnst háðar umhverfinu og rotna ekki við geymslu. Þegar tekið var að flytja erfðabreytt matvæli á Evrópu- markað var mikilvægur hluti áætlunarinnar að skapa bland- aðan markað. Það átti að vera óraunhæft og í raun ómögu- legt að greina í sundur gamal- dags og náttúrulegar sojaaf- urðir og hinar nýju erfða- breyttu. Þannig var farið að í Bandaríkjunum og þar höfðu flestir látið sér nægja að yppta öxlum. Neytendur þar tóku tilvist þessarar nýju tækni eins og hverjum öðrum sjálf- sögðum hlut sem ekki yrði breytt. Líftæknirisamir sóttu hratt fram og liður í sókninni var gríðarleg aukning í fram- leiðslu erfðabreyttra matvæla. Bændum í Bandaríkjunum og Kanada var lofað gulli og grænum skógum ef þeir skiptu yfir í erfðabreyttar plöntur. Tugþúsundum saman tóku bændur að rækta erfðabreyttar plöntur, en margir notuðu þó áfram náttúrulegar plöntur við hlið hinna nýju. Fáum árum síðar kom fram ný röksemd gegn því að merkja sérstak- lega afurðir erfðabreyttra plantna: Ekki var lengur nein vissa fyrir því að afurðir nátt- úmlegu plantnanna væru „hreinar“. Vindurinn hafði að sjálfsögðu séð um að bera frækom milli akranna. Andstaða í Evrópu Fyrstu genagræddu plönturnar höfðu þann mikla kost að þola vel þau eiturefni sem notuð eru til að eyða illgresi. Síðar tókst einnig að skapa þeim þol gegn skaðvænlegum skor- dýrum. Nú er unnt að drepa blaðlýs með sérstöku eitur- geni og útrýma þannig nátt- úrulegum óvini jurtarinnar. Með geni úr íshafsfiskum má skapa tómata og kartöflur sem þola næturfrost. Og menn sjá fram á að unnt verði að rækta jurtir fjarri eðlilegum heimaslóðum. I framtíðinni má ef til vill sjá bananaplantekrur í Skandin- avíu. Nú em vísindamenn meira að segja famir að leita leiða til að gera plöntur óháð- ar vatni og sólskini. Það var árin 1997-98 sem andstaðan gegn erfðabreyttum matvælum tók að krauma í Evrópu. Risafyrirtækin, svo sem Monsanto, Novartis og Pioneer, tóku hættumerkin þó ckki mjög alvarlega. Þess í stað héldu þau áfram dýrum ímyndarherferðum í fjölmiðl- um, þar sem erfðabreytt mat- væli vom sett fram í hvít- þvegnum litum og beinlínis gert lítið úr gagnrýnendum. Fjórar hrollvekjumyndir Talsmenn hinnar erfðabreyttu framleiðslu hafa verið kok- hraustir á opinberum vett- vangi. I raun og vem hafa ráðamenn fyrirtækjanna þó alltaf óttast að ákveðnar af- leiðingar erfðabreytinganna gætu lagt þennan iðnað í rúst. Áhyggjuefnum þeirra má skipta í femt: • Að erfðabreytt matvæli hafi áhrif á mannslíkamann og dragi úr mótstöðuafli gegn til dæmis ofnæmi eða eitr- unum. • Að erfðabreyttar jurtir breiðist út í náttúrunni og breyti hinu eðlilega jafn- vægi lífríkisins. • Að erfðabreyttu jurtirnar taki stökkbrcytingum þannig að ekki verði unnt að hafa hemil á þeim, eða orsaki stökkbreytingar teg- unda sem af þeim sökum verði óviðráðanlegar, til Þegar starfsmenn eins öfl- ugasta genagræðslufyrir- tækis heims, bandarísku samsteypunnar Monsanto, snæða hádegisverð í höf- uðstöðvum enska dótturfé- lagsins er öruggt að engar erfðabreyttar afurðir eru í malnum. Maturinn kemur nefnilega frá Granada Food Services, en það fyr- irtæki ábyrgist viðskipta- vinum sínum að í fram- Sannleikskorn leiðsluvörum þess sé ekki að finna svo mikið sem eitt gramm af erfðabreytt- um soja- eða maísafurð- um. • Samkvæmt „óformlegu" samkomulagi sem gengið var frá skömmu fyrir síð- ustu jól mega hin fjöl- mörgu fyrirtæki sem út- vega mat til Evrópuþings- ins eða reka þar matstofur eða veitingahús ekki hafa á boðstólum fæðu sem inniheldur erfðabreyttar afurðir. „Þótt við föllumst á að erfðabreytt matvæli séu hættulaus og geti orðið líf- ríkinu til góðs er iðnaður- inn að tapa stríðinu við neytcndur“ (úr skýrslu Deutsche Bank til Ijárfesta árið 1999). 14 NEYTENDABLAÐIÐ - apríl 2000

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.