Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2001, Page 4

Neytendablaðið - 01.12.2001, Page 4
í stuttu máli Nýtt samkomulag um sjálfskuldarábyrgðir Hinn 1. nóvember í haust tók gildi endurskoðað samkomu- lag um notkun ábyrgða á skuldum einstaklinga. Aðilar að samkomulaginu eru Sam- tök banka og verðbréfafyrir- tækja, Samband íslenskra sparisjóða, Neytendasamtökin og viðskiptaráðherra. Þeir eru sammála um að draga úr vægi einstaklingsábyrgða og vilja að lánveitingar verði miðaðar við greiðslugetu greiðanda og eigin tryggingar hans. I samkomulaginu er hugað sérstaklega að stöðu ábyrgð- armanna og reynt að tryggja að þeir fái allar nauðsynlegar upplýsingar áður en þeir ganga í ábyrgð og sé gert kleift að fylgjast með fram- vindu mála eftir að ábyrgðin hefur verið veitt. • Gert er að meginreglu að fjármálafyrirtækjum sé skylt að greiðslumeta greið- anda áður en lánveiting fer fram, og tryggja á að ábyrgðarmaður geti kynnt sér niðurstöður greiðslu- matsins áður en hann gengst í ábyrgð. Bendi nið- urstaða greiðslumats til þess að greiðandi geti ekki efnt skuldbindingar sínar skal ábyrgðarmaður stað- festa það skriflega óski hann engu að síður eftir því að lán verði veitt. • Stefnt skal að því að ábyrgðarmanni sé tilkynnt um vanskil innan 30 daga. • Fjármálafyrirtæki skal um hver áramót tilkynna ábyrgðarmanni skriflega hvaða kröfum hann er í ábyrgð fyrir, hverjar eftir- stöðvar þeirra eru og hvort um vanskil er að ræða (tek- ur gildi áramótin 2002-2003). Einnig eru í samkomulag- inu tekin af öll tvímæli um það að ábyrgðarmenn á yfir- dráttarlánum og krítarkortum geta sagt upp ábyrgð sinni geri þeir það skriflega. Fjár- hæð ábyrgðar miðast þá við stöðu skuldar við lok upp- sagnardags. Eingöngu þau fjármálafyrirtæki sem aðild eiga að samkomulaginu skuldbinda sig til að fara að ákvæðum þess, en trygginga- félög, sem meðal annars hafa mikil umsvif á bílalánamark- aði, höfnuðu því að taka þátt í þessu samkomulagi. Leigjenda- samtökin opna heimasíðu Leigjendasamtökin hafa nú opnað heimasíðu og er veffangið www.leigsam.is. A síðunni er meðal annars að finna almennar upplýs- ingar um húsaleigumál eins og lög og reglugerðir, eyðublöð fyrir leigusamn- inga, húsaleigubætur, leið- beiningar um gerð leigu- samninga, húsnæðisauglýs- ingar og umræður og at- hugasemdir um húsnæðis- mál. Einnig geta leigjendur lagt þar fram kvartanir og önnur erindi. Á heimasíð- unni er hægt að skrá sig í Leigjendasamtökin, en ekki er tekið félagsgjald. Leigj- endur eru kvattir til að nýta sér þjónustu Leigjendasam- takanna og kynna sér rétt- indi sín. Skrifstofa Leigj- endasamtakanna er á Þver- holti 15, Reykjavík. Síminn er 907 2323 og bréfpóstur 561 3266. Hægt er að senda tölvupóst í heimasíð- una. Skrifstofan er opin alla virka daga 10-16. Grænmeti Á nýloknu landsþingi Nátt- úrulækningafélags Islands voru meðal annars samþykkt- ar þessar ályktanir: Gegn grænmetistollum Náttúrulækningafélag Islands lýsir yfir eindreginni andstöðu sinni við hvers konar tolla á grænmeti. Þeir draga úr neyslu á grænmeti, sem er of lítil hér á landi samkvæmt stöðlum Alþjóða-heilbrigðis- stofnunarinnar. Einkum draga þeir úr neyslu lífrænt ræktaðs grænmetis, sem er dýrt í inn- kaupi og margfaldast í verði vegna háu tollanna. Félagið telur ljóst að grænmetistollar stuðli að lakari heilsu þjóðar- innar og magni sjúkrakostnað hennar. Náttúrulækningafélag íslands telur að tekjumissi af völdum afnáms grænmetis- tolla megi bæta upp með því að leggja tolla á sykur og sykurauka í matvælum. Eru innihaldslýsingar réttar? Náttúrulækningafélag íslands hvetur til að Manneldisráði verði falið og veitt fé til að láta mæla hvort innihaldslýs- ingar á umbúðum matvæla séu sannleikanum samkvæm- ar. Enginn aðili ríkisvaldsins telur sér nú skylt að sinna þessu hlutverki. Félagið hvet- ur til strangra viðurlaga við upplýsingafölsun á umbúðum. Félagið hvetur Neytendasam- tökin til samstarfs um fram- gang þessa máls. Náttúrulækningafélag ís- lands lýsir megnri andúð á hvers konar auglýsingum á miður hollum neysluvörum sem aðallega er beint gegn börnum og unglingum. Þessar auglýsingar hvetja til neyslu á vamingi sem inniheldur mikið af sykri og öðmm óæskileg- um efnum. Þær stangast á við manneldismarkmið þótt þær gefi hollustu í skyn. Neysla þessa vamings getur mótað heilsu bama og unglinga til framtíðar og meðan annars leitt til ólæknandi offitu. Þingið hvetur foreldra og for- ráðamenn bama til að vera á varðbergi gegn þessum hættu- legu auglýsingum. Lífræn ræktun Náttúmlækningafélag íslands harmar tilraunir Bændasam- takanna til að grafa undan þróun lífrænnar ræktunar á ís- landi með áherslu sinni á svo- nefnda „vistvæna“ ræktun, sem gengur mun skemmra og nýtur engrar viðurkenningar á alþjóðamarkaði matvæla. Fé- lagið telur að Bændasamtökin séu með þessu að gefa í skyn að lítilla endurbóta sé þörf á þessu sviði hér á landi. 4 NEYTENDABLAÐIÐ - desember 2001

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.