Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2001, Síða 10

Neytendablaðið - 01.12.2001, Síða 10
Gæðakönnun Stafrænar myndavélar Stafrænu myndavélarnar eru búnar að slá í gegn. Arið 2000 var sala í Þýskalandi á þeim í fyrsta sinn meiri en á 35 mm spegil-linsuvélum (þar sem myndskurður er valinn í gegnum linsuna) og markaðs- hlutdeild þeirra var 45% hvað verðmæti snerti. Meiri velta var í sölu þeirra en samanlagt í sölu á smámynda-, APS- og einnotamyndavélum. Sífellt koma fram ódýrari og betri gerðir. Hér eru birtar niðurstöður í gæðakönnun International Consumer Research and Testing (ICRT) á alls fjórtán stafrænum myndavélagerð- um. Níu þeirra fást hérlendis og fimm vélar eru svipaðar gerðum sem hér fást. Ein- kunnirnar eru byggðar á prófunum á um 70 tæknileg- um þáttum. I markaðskönnun sem birt er á vefnum (www.ns.is) eru fjölmargar upplýsingar um 50 stafrænar myndavélagerðir sem voru hér til sölu í okt,- nóv. Lykilorðið er af27. Samanburðurinn Þegar ákveða skal hvort Ábending Neytendablaðið fjallaði ýtarlega um val og notkun á stafrænum myndavélum í 1. tbl.2001 ábls. 8-10 (Hvers ber að gæta við kaup?). Þær ráðleggingar eru enn í gildi og verða ekki endurteknar hér. Greinin er öllum aðgengi- leg á vef Neytendasam- takanna, www.ns.is (sjá Kannanir - Kannanir opn- ar öllum - Ljósmyndun). kaupa á stafræna myndavél eða hefðbundna filmuvél er oft staldrað við myndgæðin. Það skiptir samt venjulegan notanda litlu máli að 35 mm filmuvélar geta skilað meiri myndgæðum. Venjuleg 35 mm litfilma hefur tíu sinnum hærri upplausn en góð stafræn myndavél með 3,3 megadíla (megapixels) upplausn. En munurinn kemur ekki fram fyrr en myndirnar eru prent- aðar út í meira en 20 x 30 cm stærð (þessi blaðsíða er ná- lægt þeim hlutföllum). Sé stafræna myndin (eða hlutar úr henni) stækkuð enn meira taka litadílarnir að greinast að. Fæstir áhugamenn nota mikið stærri útprentanir en 10 x 15 cm, sem er venjulegasta stærð pappírsmynda, og sjá því engan mun. Þetta byggist að sjálfsögðu á því að pappír- inn, prentarinn og prentupp- lausnin fyrir stafrænu mynd- irnar sé líka í háum gæða- flokki. Það er þó rétt að hafa í huga að ljósmyndapappír sem notaður er í tengslum við filmuframköllun er enn að flestra áliti varanlegri og betri en pappírinn og litimir sem notuð eru til að prenta staf- rænar myndir, en til eru mis- munandi gæðaflokkar af þeim. Kostir og gallar Kostir stafrænu myndavél- anna eru m.a. þessir: • Þær eru yfirleitt litlar, með- færilegar og auðveldar í notkun. Verðflokkar • Þær geta verið hljóðlausar og trufla því ekki umhverf- ið. • Ekki þarf lengur að kaupa filmu (alltaf eru notuð sömu minniskortin) eða fara á framköllunarstað (sé prent- að heima eða myndir bara skoðaðar í tölvunni). • Ekki þarf að hafa áhyggjur af mismunandi ljósnæmum filmum eða réttum litsíum (filterum), allt slíkt er hægt að stilla í vélunum, sem og birtustig og andstæður (kontrast). • Hraðinn er mikill, myndirn- ar er umsvifalaust hægt að skoða á skjá vélarinnar, tölvuskjá eða sjónvarpsskjá (og henda strax misheppn- uðum myndum), prenta út, setja á vefsíðu eða senda í tölvupósti. • Hægt er að lagfæra mynd- irnar með hugbúnaði. • Hægt er að setja mikið magn mynda á ódýra geisladiska og dreifa þeim til vina, kunningja og við- skiptavina. • Rekstrarkostnaður getur verið talsvert minni en „venjulegra" myndavéla fyrir pappírsmyndir og skyggnur. • Hægt er að taka upp stutt hljóð- og myndskeið með sumum vélanna (í lélegri upplausn). Gallar stafrænu myndavél- anna eru m.a. þessir: • Þær eru að jafnaði dýrari í innkaupi en „venjulegar“ filmuvélar. Minniskortin eru líka dýr. • Rafmagnið er fljótt að klár- Verð hérlendis á stafrænum myndavélum í okt.-nóv. 2001 Verðbil 25-40 þús. 45-50 þús. 55-60 þús. 62-70 þús. 72-80 þús. 89-100 þús. 104-110 þús 120-170 þús. FjöLdi gerða 7 8 5 6 4 10 7 8 10 NEYTENDABLAÐIÐ - desember 2001

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.