Neytendablaðið - 01.12.2001, Qupperneq 12
° International Consumer Research and Testing - Neytendablaðið 2001
Gæðakönnun
Auðvelt er að nota hugbúnaðinn sem fylgir myndavélunum til
að flytja myndirnar í tölvu.
þannig að ljósmyndin sýnir
ekki sama svæði og sást á
skjánum. Einna nákvæmasti
skjárinn reyndist í Nikon
Coolpix 990.
Myndkrkir er skarpari en
skjár en myndin getur hliðrast
meira, allt að einum þriðja.
Einna nákvæmasti kíkirinn í
Canon PowerShot Pro 90IS.
En ekki einu sinni spegil-linsu-
myndavélar sýna 100% réttan
myndskurð gegnum kíkinn.
Flutningshraði
Stafrænar myndir eru fluttar úr
myndavél yfir í tölvu um
leiðslu. Allar myndavélamar í
könnuninni eru með USB-
tengi sem flytur myndir 10
sinnum hraðar en raðtengi af
eldri gerð. Tölvur framleiddar
síðasta 2 1/2 ár em með USB.
Hægt er að setja USB í margar
eldri tölvur ef þær em ekki
með eldri stýrikerfi en Wind-
ows 95 OSR 2. Einnig er unnt
að hraða flutningi mynda með
sérstökum millitengjum. Öll-
um vélunum fylgir hugbúnaður
til að flytja myndimar á milli
og einfalt er að setja hann upp.
JPEG og TIFF
Yfirleitt vista stafrænar vélar
myndirnar á þjöppuðu JPEG-
formi til að spara pláss á
minniskortum. Þetta form
geta tölvur notað hvort sem
þær em með Windows- eða
Macintosh-stýrikerfi. JPEG-
formið hefur þann galla að
þjöppunin kemur niður á
myndgæðum. A myndavélum
frá Sony, Nikon, Olympus og
Hewlett-Packard er líka hægt
að vista myndimar á TIFF-
formi sem tryggir hámarks-
myndgæði en þá tekur hver
mynd meira pláss og færri
komast því á diskana en með
JPEG-þjöppun.
Ein leiðin til að spara pláss
á minniskortum er sú að
minnka upplausnina í mynda-
vélinni áður en mynd er tekin.
Þetta er t.d. gert ef aðeins á að
nota myndina litla, t.d. á vef-
síðu, í tölvupósti eða verð-
lista. Unnt er að stilla upp-
lausnina í öllum myndavélun-
um í könnuninni.
Oft fylgja stafrænum
myndavélum einföld mynd-
vinnsluforrit sem duga mörg-
um til algengustu verka.
Búnaðurog stillingar
• Margar stafrænar mynda-
vélar geta tekið upp stutt
myndskeið, frá 10 sekúnd-
um upp í 2-3 mínútur.
Myndgæðin eru lítil og alls
ekki sambærileg við það
sem fæst með myndband-
stökuvél. Margar geta líka
tekið stutt hljóðskeið með
hverri mynd.
• Algengast er að stafrænar
myndavélar hafi 3 x brun-
linsu, sem merkir að að-
dráttarlinsan stækkar
myndefnið þrefalt miðað
við það sem sést í víðlins-
unni. Sumar eru aðeins með
2 x brun en aðrar allt að 10
x brun.
• Yfirleitt nægir að láta
myndavélina stilla sig sjálf-
virkt, sérstaklega utanhúss,
en til að fá góðar myndir er
oft nauðsynlegt að hand-
stilla. Það er reyndar auð-
velt því unnt er að sjá fyrir-
fram á skjánum áhrif allra
stillinga. Oft þarf að stilla
ljósmagn og liti innanhúss
ef leifturljós er ekki notað,
sérstök litastilling er fyrir
flúrljós (blágrænt ljós),
önnur fyrir „venjulegar“
Gæóakönnun ICRT á stafrænum myndavéLum Einkunnir eru gefnar á kvarðanum 0,1-5 þar sem 0,1 er lakast og 5 best. Raðað er eftir heildareinkunn, best er efst, lökust neðst
Myndavél Megadílar HeiLdar- einkunn Umsögn Myndgæði 45% Leiftur- Ijós - 5% Kíkir 5% Skjár 10% Þægindi í notkun - 25% Ending raf- hlöðu - 10% E
Nikon Coolpix 990 3,34 3,5 Góð 4,0 2,0 3,0 5,0 4,0 5,0
Canon Powershot Pro 90 IS 2,58 3,4 Góð 3,3 2,6 4,1 4,2 3,4 3,4
Canon PowerShot G1 3,34 3,3 3,2 2,4 2,3 4,0 3,3 4,4
Fujifilm FinePix 4900 Zoom 2,40 3,3 3,1 2,8 3,6 ro 3,2 4,0
Sony DSC-S70 3,34 3,3 4,0 3,0 4,0 4,0 4,0
Nikon Coolpix 880 3,34 3,2 Góð 4,0 3,3 2,3
Sony Cybershot DSC-Pl 3,30 3,2 Góð 3,2 0,9 3,6 3,5 3,4
Olympus Camedia C-3040 Zoom 3,34 3,1 Góð 3,2 3,9 3,0 3,3
Casio 3QV - 3000EX/Ir 3,34 3,0 Viðunandi 3,0 3,0 3,0 3,0 5,0
Fujifilm FinePix 4700 Zoom 2,40 3,0 Viðunandi 3,0 2,0 4,0 4,0 4,0
Canon Digital IXUS 2,11 2,9 Viðunandi 3,0 3,0 3,0 4,0 3,0 3,0
Ricoh RDC-7 3,34 2,9 Vióunandi 4,0 3,0 3,0 4,0 4,0 2,0
Canon PowerShot S20 3,34 2,8 Viðunandi 3,0 3,0 3,0 4,0 4,0 2,0
Kodak DC4800 3,30 2,8 Viðunandi 3,0 4,0 3,0 4,0 4,0 3,0
Flewlett-Packard PhotoSmart 912 2,24 2,5 Viðunandi 2,6 2,4 3,8 3,5 2,6 0,1
*) Verð í jan.-apríl 2001. Miðað vió gengi þýsks marks i lok nóv. 2001.
12
NEYTENDABLAÐIÐ - desember 2001