Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2001, Side 16

Neytendablaðið - 01.12.2001, Side 16
Hárlitun Kemískir kokteilar Að undanfömu hefur verið rætt mikið um hárlitunarefni í Danmörku og hafa margir ekki sagt farir sínar sléttar eft- ir notkun þessara efna. Ein- kennin eru oftast þannig að eftir nokkra tíma eða daga gerir sviði og kláði vart við sig í hársverðinum, það myndast vætlandi sár, andlitið bólgnar og í slæmum tilfellum bólgnar einnig hálsinn og veldur það köfnunartilfinn- ingu. Margir hafa orðið svo veikir að þeir hafa ekki getað stundað vinnu. Kemískum lit- arefnum í hársnyrtivörum er kennt um en læknar eiga erfitt með að segja nákvæmlega til um hvaða efni það er sem fólkið þolir ekki. Vitum ekki nóg um innihaldið Reiknað er með að ríflega helmingur danskra kvenna liti á sér hárið, og má telja víst að hlutfallið sé ekki lægra hér á landi. Hárlitunarvörur falla undir ESB-reglur um snyrti- vörur sem segja til um hvaða kemísk efni mega vera í hárlit og í hve miklu magni, og • Á síðasta ári leituðu 76 neytendur til danska neytendaráðsins vegna veikinda í kjölfar hárlit- unar. • I hárlit eru efnablöndur sem geta valdið ofnærni og jafnvel haft bráð eit- uráhrif. • Omögulegt er fyrir neyl- endur að átta sig á hvaða kernísk efni eru í hárlit. • Eftirlitsmenn hafa ekki upplýsingar um efnin og framleiðendur upplýsa ekki hvað varan getur verið hættuleg. gilda sömu reglur hér vegna aðildar okkar að Evrópska efnahagssvæðinu. Ekki er vit- að nákvæmlega hve mörg efni um er að ræða, en um þessar mundir er nefnd að fjalla um lista með 57 mismunandi lit- arefnum. En efnin eru fleiri, því samkvæmt könnun á veg- um danska umhverfisráðsins frá árinu 1999 er talið að allt að 300 mismunandi litarefni séu notuð í þessa vöru. Danska neytendablaðið Tœnk-Test ræddi við fólk sem hefur skaðast vegna notkunar á hárlit og kom í ljós að mörgum þeirra fannst þeir ekki fá nægilegar upplýsingar um skaðlega virkni efnanna. Þeim fannst orðið „ofnæmis- viðbrögð“ varla nægilega upplýsandi. Það hefur til dæmis komið í ljós að þegar efnið PPD er notað í aðrar framleiðsluvörur, t.d. máln- ingu, eru reglur um merkingu mun strangari. Séu 5% af PPD í málningu þarf að merkja hana með hauskúpu, sem er alþjóðlegt merki um eitraða framleiðsluvöru. Þess vegna er ekki leyfilegt að selja málningu sem inniheldur PPD í almennum verslunum. Snyrtivöruiðnaðinum er frjálst að nota fjöldann allan af kemískum efnum sem lítið er vitað um. Það er sem sagt ekkert ólöglegt við að nota slík efni í framleiðsluvöru þó að þau geti valdið veikindum. Til dæmis er eitt algengasta efnið, m-amínófenól, leyfilegt í ótakmörkuðu magni þótt það sé á opinberum lista ESB yfir hættuleg efni fyrir heilsu og umhverfi og geti framkallað ofnæmisviðbrögð. Framkvæmdastjóri sam- taka danskra snyrtivörufram- leiðenda (SPT), Kim Michael Christiansen, segist ekki hafa yfirsýn yfir hve mörg kemísk efni eru notuð í hárlitunarvör- ur. Hann viðurkennir að þau Ekki er ósennilegt að margir íslenskir neytendur hafi orð- ið fyrir sömu reynslu og þeir sem hafa haft samband við danska neytendaráðið. Neyt- endabiaðið hveturalla þá sem telja sig hafa orðið fyrir barðinu á þessum efnakok- teilum að hafa samband vlð Neytendasamtökin innihaldi eitthvað af sterkum efnablöndum. Þess vegna verði fólk að fara eftir leiðar- vísum sem fylgi vörunni en því sé greinilega ábótavant. Á umbúðum er oft tekið fram með smáu letri að varan geti framkallað ofnæmisviðbrögð og algengt er að tekið sé fram að nauðsynlegt sé að gera of- næmisprufu áður en varan er notuð. Þeir neytendur sem leituðu til danska neytendaráðsins voru sammála um að þeir hefðu ekki haft hugmynd um að hárlitunin gæti reynst hættuleg. Hárlitur, hárnæring og sjampó standi hlið við hlið í verslunum með þeim upp- lýsingum að þessar vörur geri hárið fallegra, meira glans- andi og heilbrigðara. Hverjum detti því í hug annað en að vörurnar séu skaðlausar? Kim Michael finnst þó ástæðulaust að breyta leiðbeiningum á vörunum eða gera leiðbein- ingarnar sýnilegri. Þá spyr danska neytendablaðið: En er þá ekki hægt að framleiða hárlitunarvörur án efna sem geta framkallað of- næmisviðbrögð? - Við lifum í flókinni ver- öld, segir Kim Michael, þar sem alltaf er hægt að finna eitthvað sem einn þolir ekki þótt öðrum falli það vel. Þetta getur átt við um kartöflur, gulrætur og jarðarber og í þessu tilfelli er það hárlitur. Það eru framfarir á öllum sviðum, einnig í þróun á þess- um framleiðsluvörum með það að leiðarljósi að stemma stigu við svona afleiðingum. í framhaldi af þessum mörgu kvörtunum neytenda um skaða vegna hárlitar hefur danska neytendaráðið ákveðið að höfða mál gegn tilteknum framleiðendum hárlitunar- vöru. Neytendablaðið hyggst fylgjast vandlega með niður- stöðu þessara málaferla. Para-fenylendíamín (PPD) er svart litarefni í mörgum teg- undum hárlitunarefna. Efnið getur haft skaðleg áhrif á heilsu en er leyfilegt samkvæmt ESB-reglum ef það fer ekki yfir 6% í efnablöndunni. Jafnframt skal tekið fram í innihaldslýsingu vörunnar að efnið geti valdið ofnæmisáhrifum. 16 NEYTENDABLAÐIÐ - desember 2001

x

Neytendablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.