Neytendablaðið - 01.12.2001, Qupperneq 20
Maturinn
Hollustukarfan - hagnýtar
ráðleggingar frá Manneldisráði
Hvað þurfum við að borða til að fá ráð-
lagðan dagskammt af öllum næringarefn-
um? Hvemig lítur matseðillinn út ef öll-
um ráðleggingum um fitu og sykur,
prótein og trefjar, vítamín og steinefni er
fullnægt út í ystu æsar? Hollustukörfu
Manneldisráðs er ætlað að útskýra málið!
Hingað til hafa næringarráðleggingar
aðallega sagt til um neyslu næringarefna
frekar en um hvað fólk geti sett ofan í sig
af hollum mat. En hvemig fáum við 30%
orku úr fitu og hvaða matur gefur okkur
15 mg af jámi? Það verður að segjast
eins og er að það hefur nánast þurft próf í
næringarfræði til að geta skilið til hlítar
manneldismarkmið og ráðleggingar um
mataræði sem aðallega felast í romsu af
tölum, milligrömmum eða alþjóðaeining-
um af efnum og efnasamböndum. Nú
hefur Manneldisráð einfaldað málið og
sett saman og birt hollustukörfu sem er
nokkurs konar útfærsla á ráðlögðum dag-
skömmtum og manneldismarkmiðum.
Maturinn í körfunni veitir um 2000 kcal
á dag að jafnaði og hefur þá eiginleika að
fullnægja öllum kröfum og ráðlegging-
um um hollustu og næringarlega sam-
setningu.
Hvað kostar hollustan?
Það sem öðrum þræði vakti fyrir Mann-
eldisráði við gerð hollustukörfunnar var
að geta metið kostnað heimilanna við að
velja holla fæðu og bera hann saman við
kostnað meðaljónsins. Hátt verð á ýms-
um hollustuvörum hefur verið mjög til
umræðu undanfarið, og því fékk Mann-
eldisráð ASÍ til liðs við sig til að gera ný-
stárlega verðkönnun, könnun sem hafði
það að markmiði að bera saman verð
hollustukörfunnar og meðalkörfunnar.
Könnunin fór fram þann 15. október
og var gerð í átta stærstu matvöruverslun-
um á höfuðborgarsvæðinu sem samtals
hafa 94% markaðshlutdeild á svæðinu.
Reiknað var vegið meðalverð af hverri
vöru í samræmi við markaðshlutdeild og
ævinlega valin ódýrasta tegund vöru í öll-
um verslunum. í hvorugri körfunni voru
nein tilbúin matvæli, krydd, kaffi, te eða
áfengir drykkir en samtals voru 132 al-
gengar vörutegundir í körfunum. Ekki var
gert ráð fyrir að neinn matur færi til spill-
is eða væri hent, heldur kannaður kostn-
aður á 2000 kcal fæði á dag í 28 daga.
Það er mikilvægt að fólk geri sér grein
fyrir því að hér er um algjört lágmarks-
verð að ræða á báðum körfum, því gera
verður ráð fyrir að flestir kaupi einhver
tilbúin matvæli af og til og eins má búast
við því að ekki nýtist öll matvæli til fulln-
ustu. Báðar körfumar vom með þessum
sömu formerkjum en meðalkarfan var
valin þannig að hún endurspeglar meðal-
neyslu samkvæmt könnunum Manneldis-
ráðs og upplýsingum um sölu og framboð
matvæla.
Hollustan er ódýrari
-þrátt fyrirallt
Mörgum að óvörum reyndist holl-
ustukarfan ódýrari, jafnvel þótt þar væri
tvöfalt magn af grænmeti og einnig
meira af ávöxtum, ávaxtasafa, fiski,
baunum, brauði og öðrum kornvörum,
borið saman við meðalkörfuna. Astæðan
var sú að á móti sparaðist önnur vara,
sem hefur ekki síður áhrif á matarútgjöld
heimilanna. Þar skipti hvað mestu máli
heldur minni kjötskammtur í holl-
ustukörfunni, en kjöt er almennt mjög
dýr matvara og hefur meiri áhrif á matar-
útgjöld en flest önnur vara. Einnig var
minna af sykruðum unnum mjólkurvör-
um, sem eru yfirleitt mun dýrari en hlið-
stæðar ósykraðar vörur, og síðast en ekki
síst var miklu minna af kökum, snakki,
gosdrykkjum og sætindum. Gosdrykkir,
kex og sælgæti geta að vísu verið ódýr
saðning, en brauð, ávextir, morgunkorn
og mjólk eru greinilega mun ódýrari!
Grænmeti kostar
72 krónur á dag
Eins kemur berlega fram að grænmeti
hefur ekki þau sligandi áhrif á útgjöld
heimilanna sem margir virðast halda. I
könnuninni reyndist grænmetiskostnað-
urinn vera 36 kr. á mann á dag í meðal-
körfu en 72 krónur í hollustukörf-
unni. Gert var ráð fyrir blöndu af
öllu algengu grænmeti og að
neyslan væri 200 grömm á dag
sem er í samræmi við ráðlegging-
ar Manneldisráðs. Tekið skal
fram að til að geta borðað tvö
hundruð grömm af grænmeti þarf
yfirleitt að kaupa heldur meira,
þar sem stönglar, hýði og ystu
blöð teljast ekki æt og var sá
kostnaður innifalinn í 72 krónun-
um. Þótt 72 krónur sé ef til vill
ekki há upphæð, og spurning
hversu mikið hægt er að kaupa af
annarri matvöru fyrir þessa sömu
fjárhæð, þá safnast þegar saman
kemur. Þannig reyndist grænmeti
eitt og sér kosta um 8 þúsund
krónur á mánuði fyrir fjögurra
manna fjölskyldu sem borðar
HOLLUSTUKARFA
500 g at ávöxtum, grænmeti
og kartöflum á dag.
u.þ.b. 2000 kcal/dag
Fiskur tvisvar til þrisvar i viku.
2-3 mjölkurskammtar á dag.
5 brauðsneiöar á dag.
Magn allra bætietna, fitu, próteina,
sykurs og trefjaefna I samræmi viö
manneldismarkmið og ráðleggingar.
MEÐALKARFA
u.þ.b. 2000 kcal/dag
Meðalneysla samkvæmt könnunum
Manneldisráðs og tæðutramboðl.
20
NEYTENDABLAÐIÐ - desember 2001