Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2001, Qupperneq 23

Neytendablaðið - 01.12.2001, Qupperneq 23
Landbúnaðarmál ljóst að þessar afurðir mundu lækka enn meira í verði enda ekki vanþörf á þar sem verð á kjúklingum er fjórfalt hærra en í nágrannalöndum okkar. Svínakjöt sem hefur lækkað verulega í verði á síðustu árum mundi jafnframt halda áfram að lækka. Þessar verk- smiðjuvörur eru erlendis stór hluti af fæðu almennra neyt- enda og það eru engin rök fyrir því að þær séu hér mun- aðarvara sem aðeins er á borðum neytenda á stórhátíð- um og tyllidögum. Reynslan af frjálsum inn- flutningi á áburði hefur sýnt að kostnaður vegna áburðar- kaupa bænda hefur lækkað talsvert á umliðnum árum. í fyrsta sinn í nokkur ár hafa bændur orðið vitni að lækkun á áburði í stað árvissra hækk- ana þegar ríkiseinokunarfyrir- tæki sat eitt að markaðnum. Samræmt verð Við skoðun á verði á kjam- fóðurblöndum kom í ljós að fóðurfyrirtækin em jafnvel færari en olíufélögin í því að samræma verð sitt. Þar munar einungis nokkmm aurum, sem sennilega liggur í aðeins breytilegri efnasamsetningu. Það er skoðun sérfróðra manna sem Neytendablaðið hefur rætt við að út frá sjúk- dómahættu sé ekkert hættu- legra að flytja inn tilbúnar fóðurblöndur sem em hita- meðhöndlaðar en hráefni í fóðurblöndur, enda hafa er- lendar fóðurblöndur verið fluttar inn hingað til lands á umliðnum árum. Hjá embætti yfirdýralæknis fengust þær upplýsingar að ekki mætti flytja inn kjarnfóðurblöndur sem innhalda afurðir fugla og húsdýra. Engin af þeim fóður- blöndum sem við könnuðum verð á erlendis innihélt slík hráefni. Kaupfélögin á Aust- urlandi hafa flutt inn kjarn- fóður fyrir kýr og þrátt fyrir verndartollinn eru þessar blöndur samkeppnisfærar í verði. Þetta verður varla skýrt nema með tvennu. í fyrsta lagi er flutningskostnaður frá Danmörku til Austurlands lægri en til suðvesturhornsins. í öðru lagi með háum flutn- ingskostnaði frá Reykjavík og austur yfir heiðar. Astæður þess að ekki hefur verið gripið til þess ráðs að afnema þennan rangláta toll em eflaust margar. Ein af þeim er vafalaust sú að sam- keppnisstaða kindakjöts mundi versna þar sem þetta gæti leitt til þess að hlutdeild svína- og kjúklingakjöts ykist. Það yrði í raun sama staða og annars staðar í heiminum, en í nágrannalöndum okkar er hlutdeild lambakjöts aðeins brot af neyslu okkar Islend- inga. í raun má segja að hér sé enn eitt dæmi um að byggðastefnu sé beitt í gegn- um buddu neytenda sem þurfa að borga hærra verð en þekk- ist annars staðar. Ef það er vilji ríkisins að halda uppi byggðastefnu í landinu þá skal hún greidd með beinum framlögum úr rxkissjóði en ekki úr vasa neytandans. Samkeppnishömlur allsráðandi í raun skipti ákvörðun Sam- keppnisráðs um samruna Fóð- urblöndunnar og Mjólkurfé- lagsins engu fyrir hag neyt- enda. Samkeppni á markaðn- um er engin og einsýnt er að samband fyrirtækjanna tveggja er ekki ólíkt og hjá ol- íufélögunum, nema hvað samstarfið er eflaust auðveld- ara þar sem fyrirtækin eru í sömu götu og við stjómvölinn hjá þessum tveim fyrirtækjum em feðgar. Einnig má nefna að eig- endur fyrirtækjanna og stjóm- endur eru margir úr hópi ali- fugla- og svínabænda þar sem fækkun búa hefur verið mikil og búin em flest í eigu sömu aðila. Sem dæmi má nefna að Kristinn Gylfi Jónsson, stjómarformaður Mjólkurfé- lags Reykjavíkur, er jafnframt í forsvari fyrir eitt stærsta svínabú landsins á Brautar- holti á Kjalamesi. Eigendur Brautarholtsbúsins eiga einnig Ali-svínabúið á Vatns- leysu, Nesbúið sem er einn stærsti eggjaframleiðandi landsins og 50% hlut í kjúklingabúinu Móum á Kjal- arnesi. Kristinn Gylfi er jafn- framt formaður Svínaræktar- félags íslands og stjómarmað- ur í Félagi kjúklingaframleið- enda. Hringurinn er því afar þröngur. Nú eru svínakjötsframleið- endur aðeins um þrjátíu í landinu en voru um 100 fyrir nokkrum árum. Þeim á sjálf- sagt eftir að fækka áfram á næstu árum. Myndin af bónda sem býr á sinni jörð og yrkir hana í sveita síns andlitis á því ekki við um svínabændur. Hér er um að ræða nútíma- verksmiðjur sem byggja að stærstum hluta á erlendum að- föngum. Þetta er þó engan veginn sagt í neikvæðum skilningi, enda er svína- og alifuglaframleiðsla þannig að eðlilegt er að þar nýtist stærð- arhagkvæmni. í raun má segja að alifugla- og svínaframleiðendur lifi í skjóli hinna hefðbundnu bú- greina og án samkeppni er- lendis frá, með ofurtollum sem lagðar eru á innfluttar vörur. Aðumefndur 30% toll- ur á tilbúnar fóðurblöndur er síðan notaður til koma í veg fyrir að innlend fóðurfyrir- tæki þurfi að búa við sam- keppni. Allt leiðir þetta til að neytendur þurfa að greiða miklu hærra verð fyrir þessar vömr en ella. Einnig má færa rök fyrir því að þetta leiði einnig til þess að önnur mat- væli verði dýrari en ella, enda matvæli í innbyrðis sam- keppni á markaðnum. Það er eðlileg krafa neytenda að samkeppnishömlur verði upp- rættar og að óeðlileg skatt- lagning á matvæli verði af- numin. Það er til að mynda eðlileg krafa að budda um það bil 280 þúsund neytenda verði tekin fram yfir vemdun örfárra starfa í fóðuriðnaði sem flest em á hafnarbakkan- um í Reykjavík. NEYTENDABLAÐIÐ - desember 2001 23

x

Neytendablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.