Neytendablaðið - 01.12.2003, Side 4
Hvað eru transfitusýrur?
Trnnsfitusýrur er ad finna í ýmsu gódgæti eins
og kleinuhringjum.
Transfitusýrur myndast þegar jurta- eða
fiskiolía er hert að hluta til. Ástæðan fyr-
ir því að þetta er gert er að olía sem er
hert að hluta fær eiginleika hertrar fitu
og þránar síður. Með því að nota þannig
fitu í matvæli eykst m.a. geymsluþolið.
Þessar iðnaðarframleiddu transfitusýrur
fáum við úr tilbúnum matvælum, eins og
kexi, snakki, kökum, súpum og öðrum
þurrvörum.
Transfitusýrur er líka að finna í mjólk-
urfitu og kinda- og nautakjöti en þessi
tegund transfitusýra hefur ekki verið
rannsökuð ítarlega en þó bendir ýmis-
legt til þess að hún sé ekki eins skaðleg
og þær iðnaðarframleiddu, auk þess sem
hún finnst í mun minna mæli í matvæl-
um (2-5% af heildarfitumagni).
Dönsk skýrsla vekur athygli
Árið 1994 má segja að umræða um
skaðsemi transfitusýra hafi byrjað
í Danmörku. Þá kom út skýrsla á
vegum danska Manneldisráðsins (Er-
næringsrádet) sem hét „Transfedtsyres
betydning for sundheden" eða „Áhrif
transfitusýra á heilsu fólks". Niðurstaða
skýrslunnar var nokkuð afdráttarlaus.
Transfitusýrur valda jafnmikilli eða
jafnvel meiri æðakölkun en mettaðar
fitusýrur. Einnig virðist sem hátt hlutfall
transfitusýra í mataræði auki áhættuna á
sykursýki af gerð 2 og ofnæmi.
Skýrslan vakti mikla athygli og var þegar
gripið til aðgerða til að minnka hlutfall
transfitusýra í mat. Takmark danska
Manneldisráðsins var reyndar að fram-
leiddar transfitusýrur hyrfu alveg úr
matvælum og var m.a. gerður samningur
við smjörlíkisframleiðendur í Danmörku
um að þeir minnkuðu verulega magn
transfitusýra í smjörlíki. í framhaldi af því
ráðlagði Manneldisráðið fólki að borða
ekki meira en tvö grömm af transfitu-
sýrum á dag fyrir utan það sem fæst úr
mjólkurvörum og kinda- og nautakjöti.
Þær aðgerðir sem gripið var til urðu til
þess að Danir borða nú mun minna af
transfitusýrum en þeir gerðu fyrir nokkr-
um árum.
Árið 2001 kom út endurbætt útgáfa
af skýrslunni sem staðfesti enn fremur
það sem kom fram í fyrri skýrslunni. Sú
skýrsla vakti ekki síður athygli og fékk
mikla umfjöllun í fjölmiðlum. Skýrslan
var meðal annars rædd á danska þinginu
og í framhaldi voru sett lög í Danmörku
um leyfilegt hámark transfitusýra í matar-
olíum, viðbiti og smjörlíki. Þriðja útgáfa
af skýrslunni kom svo út í ár og er að
finna á www.ernaeringsraadet.dk undir
„rapporter".
í skýrslunni er bent á að færri dauðsföll
af völdum hjartasjúkdóma undanfarin ár
í Danmörku megi e.t.v. rekja til lægra
hlutfalls transfitusýra í fæðunni. Á sama
hátt hefur tíðni dauðsfalla af völdum
hjartasjúkdóma í Austur-Evrópu aukist
á síðustu árum í takt við aukna neyslu
transfitusýra. Skýrsluhöfundar benda þó
á að þessar tilgátur þarfnist nánari rann-
sóknar.
I
Hertar reglur varÖandi merkingar
Framleiðendum ber ekki skylda til að
gefa upp magn transfitusýra í matvæl-
um og því er ómögulegt fyrir neytendur
að sjá á innihaldslýsingu hversu mikið
magnið er. Árið 1996 reyndu Danir að fá
leyfi hjá Framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins til að krefja framleiðendur um
ítarlegri merkingar á transfitusýrum f mat-
vælum. Þeirri ósk var synjað á grundvelli
þess að ekki væri vísindalega sannað í
löndum Evrópu að transfitusýrur væru
skaðlegar heilsu manna. Á síðustu árum
hafa augu stjórnvalda margra ríkja þó í
ríkari mæli beinst að þeim heilsufarslegu
vandamálum sem tengjast transfitusýrum
í mat. Frá og með 1. janúar 2006 ganga
í gildi lög í Bandaríkjunum þar sem
matvælaframleiðendum er gert skylt að
merkja magn transfitusýra í matvælum.
Kanadamenn hafa þegar sett reglur um
merkingar og norsku neytendasamtökin
krefjast þess einnig að norsk yfirvöld
geri úttekt á transfitusýrum í matvælum
á norskum markaði og grípi til aðgerða
sem fyrst.
Staöan á íslandi
Árið 1995 var gerð könnun á neyslu
transfitusýra og tók ísland þátt ásamt 13
öðrum Evrópuþjóðum. íslendingar komu
verst út og var meðalneysla transfitusýra
lang hæst hér á landi eða 5,4 grömm á
dag. Samkvæmt nýlegri landskönnun
sem Manneldisráð íslands framkvæmdi
hefur meðalneyslan minnkað og er nú
3,5 grömm á dag. Til samanburðar má
geta að meðalneyslan í Danmörku er nú
um 1-2 grömm á dag.
Lítið hefur borið á umræðu um transfitu-
sýrur í matvælum hér á landi þrátt fyrir
að hennar sé greinilega þörf. Til að fá
upplýsingar um stöðu mála á íslandi leit-
aði Neytendablaðið til Jóhönnu Eyrúnar
Torfadóttur næringarfræðings hjá Um-
hverfisstofnun, en hún hefur haldið fyrir-
lestur og skrifað grein um transfitusýrur.
Jóhanna Eyrún Torfadóttir
næringarfræðingur starfar
hjá Umhverfisstofnum
N: Er meðalneysla á transfitusýrum á ís-
landi of há?
J: Já, að mínu mati er meðalneysla íslend-
4 NEYTENDABLA0IÐ 4. TBL. 2003