Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 9

Neytendablaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 9
undirmeðvitundar. Þetta gæti líka verið plötuumslag með írsku nýaldarsöngkon- unni Enyu. Hér stillir Ijósmyndarinn upp í anda hinna bresku pre-rafaelíta. Þar er dauðinn oftar en ekki sýndur í róman- tísku Ijósi. Þessi mynd er einhverskonar sambland af verkum Dante Cabriels Ros- etti og hinnar frægu myndar John Everett Millais af Ófelíu eftir sjálfsmorðið á reki innan um vatnaliljurnar. Nema hvað að hér hefur verið bitið í epli og ekki alveg Ijóst hvort hér sé um dásvefn að ræða eða raunverulegan dauða. Að bíta í eplið er náttúrulega frægt þema freistingarinn- ar úr Biblíunni. Eplin velta úr töskunni sem verið er selja! Diesel gallabuxur. - Hér er verið að vinna myrkraverk! Já, þarna er á ferðinni tilvísun í B-hryllingsmyndir. Morðinginn bútar niður líkamann. Bútarnir á leið f ofninn. Við nánari skoðun eru þetta þó gínur, örugglega kvenmannsgínur! Hendurnar og fæturnir sem standa upp úr ruslafötunni benda til þess. En tilgang- urinn er greinilega að vekja athygli með atriði úr hryllingsmynd. Hvað það kem- ur gallabuxum við er mér óskiljanlegt. Textinn segir að þeirra vinnufatnaður henti verkafólki, klúbbmeðlimum og öll- um þeim sem þurfi sérkennilega lagaða vasa! Já, einmitt það. Fyrir nokkrum árum var heróínútlitiö „heroin chic" mjög áberandi í tískuþáttum tískublaða og íauglýsingum. Útlitshönnunin var slík aö örgrannar fyrirsætur voru látnar líta út fyrir að vera fíklar og gekk Calvin Klein svo langt aö hann notaði raunverulegan heróínfíkil f auglýsingaherferö 1996. Neytendur voru hvattir til að sniöganga vörur frá Calvin Klein sem og öörum hönnuöum sem notuöu heróínútlitiö íauglýsingaskini. Bill Clinton sá ástæÖu til að taka málið upp og gagnrýndi tískuiðnaöin fyrir aö „glamúrisera" eiturlyfja- neyslu f þeim tilgangi einum aö selja föt. Löngu tímabært samstarf í október s.l. var gerður samningur á milli Samtaka atvinnurekanda í raf-ogtölvuiðn- aði (SART), Neytendasamtakanna, RUV, Norðurljósa, Símans, OgVodafone og söluaðila lagna og tengiefnis. Með samn- ingnum á að tryggja tæknileg gæði fjar- skiptakerfa sem samstarfsaðilarnir standa að og að gætt sé viðskiptalegs rétts samn- ingsaðilanna. Krafa samkomulagsins er að allir samningsaðilar innan (SHF) Samstarf hagsmunaaðila um fjarskiptalagnir starfi eftir „Leiðbeinandi tækniupplýsingum". Meginmarkmiö samkomulagsins tryggir: • Að notandi/kaupandi fái fjarskipta- þjónustuna í hámarksgæðum. • Að tryggja að sjónvarps- og hljóðvarps- stöðvar, rekstraraðilar kapal- og ör- bylgjudreifikerfa, símafyrirtæki og aðrir sem reka fjarskiptadreifikerfi fyrir al- menning séu öruggir um að dagskrá þeirra og merki skili sér með hámarks gæðum. • Að meistarar og verktakar sem taka að sér lagnavinnu og tengingar hafi staðlaðar kröfur um framkvæmd verks- ins og frágang. • Að efnissalar hafi staðlaða viðmiðun- um lágmarksgæði tengiefnis. Skipuð hefur verið nefnd sem hefur það hlutverk að: • Setja vinnureglur varðandi fjarskipta- lagnir, sem aðilar samkomulagsins sam|Dykkja að starfa eftir. • Setja tæknilegar reglur um uppbygg- ingu fjarskiptalagna • Setja reglur um frágang verka. • Setja reglur um meðferð og afgreiðslu kvörtunarmála • Gera samkomulag við rafskoðunarstof- ur varðandi eftirlit, úttektir og skoðanir. • Fjalla um og úrskurða um ágreining sem upp kann að koma milli aðila samkomulagsins. Hér sést nefndin að störfum SART hefur það hlutverk að leysa kvört- unarmál innan SHF. Ef verktaka innan SHF tekst ekki að leysa deilumál sem upp kunna að koma milli hans og not- andans, ber honum að vísa notandanum til SART eða Neytendasamtakanna sem munu leitast við að ná sáttum, e.t.v. með hjálp rafskoðunarstofu. Nái SART eða Neytendasamtökin ekki að leysa málið getur notandinn sent málið til Úrskurðar- nefndar um þjónustu iðnaðarmanna.

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.