Neytendablaðið - 01.12.2003, Side 15
Erfðabreytt bygg
- örugg framleiðsla verðmætra lífefna.
I síðasta tölublaði Neytendablaðsins
birtist neikvæð grein um fyrirhugaða
starfsemi fyrirtækisins ORF Líftækni en
fyrirtækið er að þróa aðferð sem mun
gera framleiðslu á verðmætum lífefnum
í erfðabreyttu byggi mögulega. Ef áætl-
anir ganga eftir mun starfsemin leiða til
verulegrar atvinnuuppbyggingar á íslandi
og jafnframt stuðla að lækkun lyfjaverðs
íheiminum, íslenskum ogerlendum neyt-
endum til hagsbóta. í kjölfar birtingarinn-
ar var fulltrúum Neytendasamtakanna
boðið að kynna sér starfsemi ORF Líf-
tækni frá fyrstu hendi. Neytendasamtök-
in þekktust boðið og á löngum fundi áttu
sér stað gagnlegar umræður, þar sem
leiðréttur var misskilningur sem fram
kom í téðum greinaskrifum Neytenda-
blaðsins um ORF Líftækni. í kjölfar þessa
fundar var ritnefnd Neytendablaðsins
ásátt um að gefa ORF færi á að útskýra
sína hlið fyrir lesendum blaðsins.
Það er mikilvægt að átta sig á því að
ORF áformar ekki að framleiða bygg til
almennrar dreifingar sem erfðabreytt
matvæli eða fóður. Þess í stað hyggst
fyrirtækið rækta erfðabreytt bygg á
afmörkuðum svæðum til próteinfram-
leiðslu. Sum próteinanna hafa lyfjavirkni
en önnur henta til iðnaðar, rannsókna
eða annara nota.
í greininni var mikið gert úr þeirri áhættu
sem ræktun lyfjaplantna myndi hafa í för
með sér þar sem þær myndu sleppa út í
umhverfið, dreifa sér og frjóvga skyldar
tegundir illgresis, spilla annarri uppskeru
og menga fæðukeðju mannsins.
- Hér finnst okkur hjá ORF Líftækni
sérlega ómaklega að okkur vegið, þar
sem kjarninn f allri starfsemi ORF frá
upphafi hefur verið áherslan á að hindra
dreifingu út í umhverfið og í aðra upp-
skeru, að koma í veg fyrir frjóvgun við
skyldar tegundir í umhverfi og náttúru
landsins og þar með útiloka að lyfja-
plöntur rötuðu í fæðukeðju mannsins.
Þess vegna var byggplantan valin. Hún
er sjálffrjóvga og frjóvgun byggsins hef-
ur átt sér stað áður en blómin opna sig.
Sama á við um allt annað bygg sem er í
ræktun í öðrum tilgangi. Þess má geta að
öryggismörk fyrir fjarlægð „lyfjabyggs"
frá öðru byggi í nýútgefnum reglum í
Bandaríkjunum eru 15 metrar. Það er
hreinlega ekki í eðli byggs að víxlfrjóvg-
ast. Byggið lifir auk þess ekki af utan
ræktunarreita, hvað þá að það dreifi sér
út í íslenska náttúru þó það hafi haft tæki-
færi til þess frá landnámsöld s.b.r. bleiku
akrana hans Gunnars á Hlíðarenda. Enn
fremur má nefna að engar plöntur í flóru
íslands eru nægilega skyldar bygginu til
þess að víxlfrjóvgun við þær geti átt sér
stað. Einmitt út frá umhverfis- og öryggis-
sjónarmiðum er byggið alveg kjörið til líf-
efnaframleiðslu. Ræktun á vegum ORF
er því ekki slepping í þeirri merkingu að
hún sé óafturkræf; hún er bundin ræktun-
arreit og ræktunartíma og hægt að Ijúka
henni hvenær sem er. Það fer vel við
ímynd landsins um tæknivædda þjóð í
hreinu og óspilltu landi, að hafa svo
einstakt öryggi innbyggt í sjálfbæra
lífefnaframleiðslu. Reyndar hefur
ábyrg afstaða ORF til starfsemi sinn-
ar vakið athygli utan landsteinanna
og viljum við fullyrða að sú athygli
hafi ekki spillt ímynd landsins,
þvert á móti. íslenskur land-
búnaður er blessunarlega laus
við notkun eiturefna í þeim
mæli sem þekkist allt í kring
um okkur og byggið því einstak-
lega hreint og ómengað hráefni
til lyfjaframleiðslu.
Það er beinlínis hagur fyrirtæk-
isins að sjá til þess að
blöndun við aðra upp-
skeru geti ekki átt sér stað.
Liður í því er að
aðgreina ræktun
og tækjakost á
vegum ORF frá
annarri rækt-
un og tækjakosti
sem notaður er til
uppskeru á fóðurkorni.
Þessar aðgerðir eru hluti af
gæðastjórnun sem er forsenda fyrir
lyfjaframleiðslu á vegum fyrirtækisins.
í fyrrnefndri grein er rætt er um eitur-
virkni próteina og avidín tekið sem
dæmi. Það getur varla talist gott dæmi
þar sem avidín er náttúrulegt prótein í
eggjum. Svo „eitrað" var það prótein.
Hvað varðar meinta „uppsöfnun" erfða-
breyttra efna er rétt að benda á að ólíkt
þrávirkum efnum hlaðast prótein ekki
upp í náttúrunni. Þau eru brotin niður
í frumeindir sínar af lífverunum sjálfum,
í meltingarvegi afætna og við rotnun. í
raun er niðurbrot próteina eitt af vand-
kvæðunum við framleiðslu próteina. í
tilviki ORF brotna framleiðslupróteinin
niður við spírun fræsins.
Allir 11 starfsmenn ORF Líftækni hafna
því alfarið að ORF sé byggt á skammsýni
og að starfsemi þess eigi að banna. Þvert
á móti vænta starfsmenn og aðstand-
endur ORF þess nú að eftir
að hafa kynnt sér málið,
hljóti Neytendasamtökin
að fagna þeirri ábyrgu um-
hverfis- og öryggisvitund
sem fyrirtækið hefur haft
að leiðarljósi.
Hvort erfðabreytt bygg er
lausnarorðið fyrir íslensk-
an landbúnað verður
tíminn að leiða í Ijós en
af ofantöldu má Ijóst vera
að ræktun þess getur farið
fram í sátt og samlyndi
við hvaðeina annað sem
gert er í íslenskum land-
búnaði.
Það er mikilvægt að um-
ræða í samfélaginu fari fram
með ábyrgum og upplýstum
hætti. Samræðuformið er lykil-
þáttur í ábyrgri starfsemi
óháðra félagasamtaka
eins og Neytendasam-
takanna. Um leið og að-
standendur ORF Líftækni
harma þær órökstuddu
fullyrðingar um fyrirtækið
sem fram komu í umræddri
grein fögnum við heimsókn
Neytendasamtakanna til ORF og
þeim samræðum sem þá áttu sér stað.
Ennfremur virðum við vilja samtakanna
til að hlusta og leiðrétta ef menn hafa
farið of geist í málflutningi sínum og eru
þau meiri af fyrir bragðið.
Starísmenn ORF Líftækni
NEYTENDABLAÐIO 4.TBL 2003 15