Neytendablaðið - 01.10.2004, Side 12
Áfengisgjald á íslandi er með því hæsta
sem gerist í Evrópu eins og sjá má á
fylgjandi súluritum. Áfengisgjaldið
er skattur sem rennur í ríkissjóð og
ákvarðast af alkóhólmagni vökvans -
því sterkara sem áfengið er, því hærri
er skatturinn.
Áfengisgjaldið sem lagt er á vodkaflösku
nemur um 80% af verðinu og af bjór
og léttvíni rennur um 65% af verðinu
lil ríkisins. Samtök ferðaþjónustunnar
hafa gagnrýnt áfengisgjaldið enda er
samkeppni um erlenda ferðamenn mikil
og er hátt áfengisverð oft það sem vekur
mesta athygli ferðamanna á Islandi. Við
Islendingar erum vön þessu háa verði
þótt við séum ekki öll sátt við það, enda
áfengisgjald á Islandi
berum við okkur saman við önnur lönd
í þessum málum eins og öðrum. Áfeng-
isgjöld á léttvín og bjór geta verið mörg
hundruð prósentum hærri hér en í öðr-
um Evrópulöndum.
Rökin gegn því að lækka áfengisgjöldin
eru m.a. þau að ríkissjóður missir spón
úr aski sínum og skv. fjárlögum 2004 var
gert ráð fyrir 7 milljörðum króna í ríkis-
kassann af áfengisgjaldi. Önnur rök eru
að drykkja landsmanna myndi aukast,
það þýðir að áfengisgjaldið er notað sem
forvörn gegn drykkjusýki. Margar rann-
sóknir sýna þó að hófleg léttvínsdrykkja
er góð fyrir heilsuna. Hins vegar vitum
við ekki hvað gerist ef gjöldin lækka og
hvort það myndi leiða til meiri léttvíns-
drykkju með góðum mat eða aukinnar
drykkju meðtilheyrandi samfélagsvanda-
málum. Þó er ekkert sem bendir til þess
að hærra áfengisgjald dragi úr drykkju
þeirra sem eiga við áfengisvandamál að
stríða, enda vandamálið flóknara en það
þó meira álag á budduna sé sjálfsagt ekki
til bóta. Ekki er heldur vitað hvað land-
inn drekkur mikið af heimabruggi eða
smygli og hvort sú neysla myndi minnka
með lægra áfengisgjaldi. Það er ekki ein-
falt mál að ná niðurstöðu um hátt eða
lágt áfengisgjald því það er ekki einungis
mál neytenda eða ferðafrömuða, heldur
einnig félagslegs eðlis og ekki síst heil-
brigðismál.
\
12 NEYTENDABLAÐIÐ 3.TBL. 2004