Foringinn - 01.01.1963, Síða 2

Foringinn - 01.01.1963, Síða 2
Frá ritstjóra Nú eru tímamót, nýtt ár rennur upp, og gamla árið kveður. Um ára- mót hugsum við ósjálfrátt til baka til þess, sem liðið er, og reynum að draga fram bæði það, sem fór miður, og einnig það, sem vel fór. Mikils virði er að geta lært af reynslunni, — að komast hjá því að gera sömu vitleysurnar aftur og aftur. Um þessi áramót hefur íslenzkt foringjablað í annað sinn göngu sína. Þörf á sb'ku blaði hefur verið mikil, og ef til vill einna mest nú á síðustu tímum. Nú geta íslenzkir skátar litið björtum augum til framtíðarinnar. Þeir hafa nú haldið veglegt 50 ára afmæli skátahreyfingarinnar á Islandi, og öll líkindi eru tiþ að starfið verði ekki lakara á nýja árinu, Ferða- árinu. Síðasta ár hefur einkennzt af gróskumiklu starfi og nú ganga íslenzkir skátar hnarreistir fram „móti hækkandi sól“. Mikil breyting hefur orðið á skilyrðum íslenzkra skátaforingja til að starfa og afla sér viðunandi menntunar og undirbúnings. En ennþá eru mörg lönd ónumin. Eftir er að skapa skilyrði fyrir menntun ylfinga- og ljósálfaforingja, dróttskátaforingja, rekkaforingja og foringja á ýmiss konar sérstarfssviðum, svo sem starfsemi vanheilla skáta, sjóskáta og fleirum. Þessu blaði er ætlað að leggja fram sinn skerf til þess, að hægt verði í framtíðinni að skapa það skátastarf á íslandi, sem við öll vonum og biðjum, að megi verða. Við störfum fyrir æsku landsins. — Tökum á, leggi hver fram sinn skerf, og þá mun skjótt rísa stór sól á himni íslenzkra skáta, ekki ein- ungis okkur til styrks og sóma, heldur og skátahreyfingunni í heild og stofnanda hennar, Baden-Poweh. FORINGINN

x

Foringinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.