Foringinn - 01.01.1963, Qupperneq 5

Foringinn - 01.01.1963, Qupperneq 5
Spor í rétta átt Á undanförnum árum hefur oft verið rætt um það í stjórn RÍS, að þörf væri á sérstöku málgagni fyrir íslen/ka skátaforingja. Liggja til þess ýmsar ástæður og sú veigamest: að Skátablaðið getur ekki sérhæft efni sitt og verður því að birta greinar, sögur, þætti og skátafræði fyrir alla aldursflokka skátahreyfingarinnar. Undirritaður hefur á síðast- liðnum tveimur árum gert nokkrar tilraunir til jaess að fá skátafélög utan Reykjavíkur til þess að annast útgáfu foringjablaðs, en án árang- urs. Nú hafa þau ánægjulegu tíðindi gerzt, að Gihvell-hringurinn hefur boðizt lil þess að sjá um útgáfu „Foringjans". Vil ég leggja áherzlu á, að stjórn BÍS metur mikils J^etta framtak og sjálfboðastarf Gilwell-skáta. Það er von mín, að skátaforingjar leggi sinn skerf fram til þess, að þetta nýja iöringjablað eigi sér langa lífdaga, — kaupi FORINGJANN og útbreiði — og umfram allt færi sér í nyt greinar, upplýsingar og hag- nýta fræðslu, sem birtist í blaðinu. Reykjavík í des. 1902. A rn björn Kristinsson, útgáfustjóri. en hinar héldu nú ekki, því að þær voru vissar um, að þarna byggi vofa útilegumannsins, og þær hefðu ekkert að gera í klærnar á honum. Innan við dyrnar héngu stór grýlukerti, all ófrýnileg, og bak við þau var algert myrkur og þögn . . .“ „. . . Komum við nú að læk einum og hugðumst fá okkur vatn að drekka til þess að renna niður súkkulaðinu. „Bara einn sopa,“ rausaði Böggý alveg eins og hún ætti lækinn! En við skeytt- um því engu og drukkum eins og okk- ur lysti og tókum einnig með okkur stóran, stóran klaka og átum hann á leiðinni. En Böggý var alltaf að skamma okkur fyrir það. Svo fór Böggý að rýna í landabréfið, og virtist henni sem við værum komnar að Eld- borg. En fljótlega snerist henni þó hugur, því að Eldborg var mikið lengra í burtu. Við tókum okkur stutta hvíld, en þegar við vorum komnar langt í burtu frá hvíldarstaðnum, uppgötvaði Lydia, að hún væri búin að týna myndavélinni, sem mamma hennar hafði fengið í fermingargjöf. . ..“ FORINGINN 5

x

Foringinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.