Foringinn - 01.01.1963, Page 9

Foringinn - 01.01.1963, Page 9
á þeirra vegum næsta sumar og er íslenzkum skátum boðið að senda þátttak- endur á hvert þeirra, sem áhugi kann að vera fyrir. Þeir, sem hafa áhuga, geta fengið nánari upplýsingar hjá skrifstofu B.Í.S. Þátttöku þarf að tilkynna fyrir 1. apríl. 12 umsóknir bárust á sínum tíma um boð bandarísku kvcnskátanna um að senda tvær stúlkur á dróttskátaaldri til Bandaríkjanna næsta sumar. Hafa þessar tvær stúlkur verið valdar, og eru það þær Guðrún Kristinsdóttir, Kvenskátafélagi Eeykjavíkur og Guðrún Arnadóttir, Kvenskátafélaginu Valkyrjan, Akureyri. Ef einhver skátasveit eða dróttskátasveit hefur áhuga á að eignast brezka vinasveit, sem kemur í heimsókn til Islands næsta sumar, þá látið vita strax til skrifstofu B.Í.S. DRÓTTSKÁTAR Frh. frá bls. 3: Þá hefst starfið sjálft. Hver nefnd vinnur að undirbúningi þeirra liða, sem færa má undir hennar starfssvið. Síðan framkvæmir öll sveitin hvern lið áætlunarinnar, hvort sem það er útilega, heimsókn í sjúkrahús eða jazz- hljómleikar. Dróttskátarnir læra að vinna saman í nefndunum, en fullorðinn foringi (yf- ir 21 árs) er yfir sveitinni. í hverri nefnd starfa ráðgjafar, sem eru annað- hvort rekkar, svannar, foreldri eða einhver maður eða kona, sem stendur utan við hreyfinguna, en hefur þekk- ingu, reynslu og áhuga á viðkomandi verkefni. Þetta starfsfyrirkomulag er mjög gott að mörgu leyti. Það kennir drótt- skátunum að taka ákvarðanir, gera áætlanir og vinna eftir þeim. Það kennir þeim að taka tillit hver til ann- ars, og síðast en ekki s'zt skapar þetta kerfi kjarna, sem síðar verður uppi- staða skátahreyfingarinnar. Þaðan munu koma dugandi foringjar, svann- ar og rekkar. Ó. P. HVAÐ ÆTLI FORELDRARNIR SEGI? Frh. frá bls. 6: að hafa eitthvert hlutverk á fundin- um! 5. Sem síðasta lið vil ég svo nefna, að foringinn getur farið heim til for- eldranna og rætt við þá og mælzt til, að þeir komi á fundinn. Slíkt per- sónulegt samband er mikils virði og hefur víðíækari áhrif en annars nást á einum fundi. Ef þið notið nú öll þessi ráð, þegar þið boðið næsta fund, þá trúi ég varla öðru en sæmilega verði mætt hjá ykk- ur! I þeirri von mun ég ræða við ykk- ur nánar um uppbyggingu og tilgang foreldrafundanna í næsta blaði, ef rúmið leyfir. I. Á. FORINGINN 9

x

Foringinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.