Bændablaðið - 08.04.1997, Page 9

Bændablaðið - 08.04.1997, Page 9
Þriðjudagur 8. apríl 1997 Bœndablaðið 9 Andrés Jóhannesson, yfirkjötmatsmaður Kjötmadð er aðeins einn þáttur aí mörgum Samkvæmt íslenskri reglugerð um slátrun, mat og meðferð sláturafurða ber að framkvæma mjög ítarlegt mat á gæðum alls kjöts við slátrun. Allt til þessa hefur þurft að styðjast að nokkrum hluta við sjónmat þegar gæðamat hefur farið fram og hlýtur slíkt mat ætíð að vera einstaklings- bundið og ekki nægilega nákvæmt. Til að bregðast við auknum kröfum um ítarlegar mælingar á sam- setningu kjöts hefur Andrés Jó- hannesson, yfirkjötsmaður, hannað búnað til þykktarmælingar fitu á skrokkum sláturdýra. Búnaðurinn mælir fitu holds frá yfirborði að beini og er í aðalatriðum gerður úr mæli- hluta, haldara og skrásetningar- einingu. Mælitækið verður með raf- eindabúaði sem tengja má við tölvu sem skráir niðurstöður mælinga jafn- óðum og þær fara fram. Þótt ná- kvæmt mat á kjötafurðum sé ein af undirstöðum framleiðslumála þarf að huga að mörgu fleiru þegar um slátrun, og frágang afurða er að ræða. í tilefni af tilkomu hins nýja mælis ræddi Andrés kjötmálin nokkuð við Bændablaðið. Á undanfömum árum hafa komið fram ýmis tæki og búnaður til þess að auðvelda fitumælingar á kjöti. Norðmenn hafa lengi notað sérsmíðað áhald er líkist hnífi þar sem búið er að snúa 90° upp á fremsta hluta hnífsblaðsins. Enda blaðsins er stungið á milli. riQa, snúið um 90° og dregið til baka að innra borði rifbeinsins og er þá unnt að lesa holdþykktina af mælikvarðanum. Þessi mæliaðferð þykir hins vegar ekki nægilega nákvæm auk þess sem hún veldur nokkrum skemmdum á kjötinu. Einnig má geta tækis sem Gunnar Malmfors, einn helsti sérfræð- ingur Svía á sviði kjötrannsókna, vinnur að. Hið nýja mælitæki Andrésar Jó- hannessonar er annað mælitækið sem hann hannar því um nokkurra ára bil hefur verið í notkun mælir sem einnig er frá hans hendi. Að sögn Andrésar hefur þessi mælir reynst vel en ekki verið nægilega hraðvirkur og ekki unnt að tengja hann við tölvu til sjálfvirkrar skráningar á niðurstöðum. Nýjar kjötmats- reglur næsta haust Nú vinnur starfshópur á vegum Land- samtaka sauðljárbænda og Landsamtaka sláturleyfishafa að því að móta nýjar og samræmdar reglur við kjötmat með hlið- sjón af reglum Evrópusambandsins sem áformað er að taki gildi á næsta hausti. Andrés Jóhannesson segir að með þeim verði veruleg breyting á matinu. Kjöt- matskerfi Evrópusambandsins byggist á tvöföldu mati þar sem annars vegar sé byggt á vaxtarlagi og holdfyllingu en hins vegar á fitustigi kjötsins. Kjötmatið bygg- ist síðan algerlega á faglegum forsendum og verður að öllu leyti óháð verðlagningu einstakra flokka. Verður að lengja sláturtímann Andrés segir að meðferð á nautgripa- og svínakjöti hafi breyst verulega til batnaðar á undanförnum árum en því miður hafi minni breytingar orðið á með- ferð kindakjötsins. SauðQárslátrunin sé föst í gömlum hefðum sem sem erfitt sé að fá menn til að breyta. Vegna þess að slátra þurfi féinu á mjög skömmum tíma gefist ekki nægilegt tóm til þess að ganga frá kjötinu á viðeigandi hátt. Það sé að mestu leyti geymt í heilum skrokkum og taki því meira pláss í geymslum en annars þyrfti að vera. Andrés segir vel mögulegt að lengja sláturtíma sauðfjár. Menn megi ekki binda sig við ákveðna gangnadaga sem ekki megi breyta. Hin skamma slátur- tíð leiði af sér ákveðinn vertíðarbrag sem komi niður á vinnubrögðum og í raun allri hugsun um hvað sé verið að gera. Handlanga þarf kjötið í geymslur Til að auðvelda geymsluvandamálið segir Andrés að reynt hafi verið að stykkja kindakjötið og koma því fyrir í 400 til 500 kílóa kössum. Hann vitnar meðal annars í Fjölrit RALA nr. 142 frá árinu 1990 þar sem sagt er frá áhrifum til- raunar sem gerð var með brytjun á dilka- kjöti í sláturtíð haustið 1989 þegar brytjuð voru allt að 500 tonn af lambakjöti í Bændablaðsmynd/ÁÞ Andrés Jóhannesson þremur sláturhúsum. í dag er þessi aðferð notuð að hluta við slátrun hjá Afurða- sölunni í Borgarnesi. Tilraunin var gerð undir eftirliti RALA og í niðurstöðum hennar kemur fram að erfitt sé að fást við þessa vinnu við núverandi aðstæður í sláturhúsunum í sláturtíð. Til að unnt verði að brytja kjötið þurfi að fækka þeim lömbum sem slátrað er á hverjum degi. Þær breytingar sem gera þyrfti á slátur- húsum þurfi góðan undirbúning og kosti nokkurra ljármuni. Því væri eðlilegt að sérhæfa ákveðin hús til þess að stunda brytjun í sláturtíð einkum þar sem geymsluvandræðin eru mest. Andrés segir niðurstöður þessarar rannsóknar lofa góðu að öðru leyti en því að aðstöðu skorti. Víða hátti þannig til að handlanga þurfi kjötskrokka í geymslu og því verði að nýta starfskraft, sem annars gæti farið í að brytja kjöt, til þeirra verka. Kjötmatsmálin aðeins einn þáttur Andrés segir sveitafólk lengi hafa verið uppistöðuna í vinnu við sauðíjár- slátrunina en vegna þess að fólki fækki stöðugt í sveitum verði sífellt erfiðar að manna sláturhúsin á haustin. Því verði að treysta á óvant fólk í meira mæli sem eðlilega leiði af sér minni afköst. Andrés segir að slátrun sé í raun fag en á meðan staðið sé að sauðíjárslátruninni með núverandi hætti verði erfiðleikum bundið að fá fagfólk til þessara starfa. Takmarka verði fjölda sláturgripa á dag við það sem unnt sé að ganga frá. Frágangurinn sé ekki síður mikilvægur en slátrunin og ekki hægt að ætlast til að hann sé unninn af óvönu fólki. Andrés kveðst þeirrar skoð- unar að vinnuaðferðir við sölu sauðfjár- afurða hafi ekki verið bændum hagstæðar. Bændur hafi ekki fengið nægilega til- finningu fyrir markaðinum og það komi bæði þeim sjálfum og afurðastöðvunum í koll. Því þurfi að vinna að breyttu um- hverfi. Lengja verði sláturtíðina. Huga verði að betri frágangi og meiri full- vinnslu afurða. Kjötmatsmálin séu vissu- lega mikilvæg en aðeins eitt atriði af mörgum sem huga verði að. Skipulegga þarf sláturtímann betur Andrés Jóhannesson segir mikilvægt að skipuleggja sláturtímann sem best og nauðsynlegt að bændur viti með góðum fyrirvara, helst einu ári, hvenær þeir geti fengið pláss í sláturhúsi. Mikilvægt sé að fá dilkana til slátrunar á þeim tíma sem kjötið sé verðmætast. Andrés segir að veðrátta hafi hingað til ráðið of miklu um hvernær bændur vilji slátra. Dæmi séu um að sláturhús hafi ekki fengið fé á meðan tíð hafi verið góð en um leið og veður hafi versnað hafi allir viljað koma - jafnvel sama daginn. Hver maður hljóti að sjá að slíkt skipulag geti ekki gengið. Því verði að huga að þessum þáttum jafnhliða því sem unnið verði að lengingu slátur- tíðarinnar. Slíkt sé í þágu markaðarins og þar með einnig í þágu bænda. mmsmB nwLmmi .g“' Verð á rúlluplasti frá okkur hefur aldrei verið hagstæðara en eínmitt um þessar mundir. Gerið hagkvæm innkaup og hafið samband við okkur eða umboðsmenn okkar um land allt. VELAVERf Lágmúla 7, 108 Reykjavík Simi: 588 2600, fax: 588 2601 ''s. Vegna hagstæðra samninga við Bonar Polythene Fílms, einn stærsta og þekktasta framleiðanda á rúllubaggaplasti, getum við boðið eftirfarandi: Silotite hvítt plast 500 mm x 1 800 m kr. 3.670 án vsk hver rúlla Silotite hvítt plast 750 mm x 1500 m kr. 4.600 án vsk hver rúlla Þessi verð gilda aðeins fyrir pantanir sem gerðar eru fyrir 1 O apríl nk. NIIEK TÆKIFÆKI Tll M EEM HMSTÆBINNKKBP!

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.