Bændablaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 3

Bændablaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 25.nóvember 1997 Bœndablaðið 3 Göng undir Breiðholtsbraut í Reykjavík. He'r hafa hagsmunir gangandi og ríðandi verið hafðir að leiðarljósi.... ....en he'r hefur Vegagerð ríkisins heldur betur fúskað því þessi göng geta alls ekki talist boðleg hestamönnum. Hestamannafélagið Dreyri á Akranesi hefur lýst yfir mikilli óánœgju með göngin sem Vegagerð ríkisins setti niður á reiðleið hestamanna við Lönguása. Ekki var haft samband við hestamenn um framkvœmdina. Hœðin á rörinu er 2.70 m en á sínum tíma fengu hestamenn þœr upplýsingar að hceðin yrði 3.20 m. >yAf öryggisástœðum og með hliðsjón af vaxandi notkun þessarar leiðar fyrir ríðandi og gangandi umferð, munum við ekki sœtta okkur við þá úrlausn sem Vegagerðin œtlar okkur. Hún er engan veginn í takt við tímann og er í raun og veru móðgun við þá fjölmörgu Akurnesinga sem stunda útivist,“ segir í bréfi sem Ragnheiður Þorgrímsdóttir formaður Dreyra segir í bréfi til Landssambands hestamannafélaga. Mjólkurbændur Bgið fé mjðlMsenda lœkkaði um rttsk 20% frá 1992 lil 1996 Meðalskuldir mjólkurbænda hafa aukist stórlega á liðnum árum en samkvæmt athugun- um Hagþjónustu landbúnað- arins hafa þær hækkað á verð- lagi ársins 1996 úr 5,7 millj.kr. í 6,9 millj.kr. eða um 22,1%. Á sama tíma jukust eignir aðeins um 0,4%. Eigið fé þessara búa lækkaði því að meðaltali um 20,8% og var árið 1992 50,5% en 39,8% árið 1996. Afkoma mjólkurfram- leiðenda hefur því verið lakari að meðaltali en stefnt var að með búvöru- samningnum frá 1992. Astæður þessa má að nokkru rekja til kostnaðar við kaup á greiðslumarki (kvóta). Samkvæmt gögn- um Framleiðsluráðs land- búnaðarins hefur greiðslumark sem nemur 15,1 milljónum lítra færst á milli bænda á árunum 1991-1996. Ætla má að til- flutningur þessa greiðslumarks hafi kostað mjólkurframleiðendur tæpa 2 milljarða króna eða að meðaltali um 3-4 krónur á hvem innveginn mjólkurlítra á ári. Mjólkurframleiðendum hefur fækkað vemlega og meðalinnlegg mjólkur á hvem framleiðanda aukist. Árið 1980 vom mjólkur- framleiðendur 2.262. Árið 1996 vom þeir 1.291 og hafði því fækkað um 971 eða um 42,9%. Á sama tímabili jókst meðalinnlegg úr 47.300 í 78.700 lítra eða um 66,4%. Sé þessu tímabili skipt upp fyrir og eftir gildandi búvöm- samning kemur í ljós býsna lík þróun. Þannig er árleg fækkun á landinu öllu fyrra tímabilið 3,8%. Á þessu tímabili jókst meðal- innlegg hvers framleiðanda um 3,7% að meðaltali. Eftir að búvörusamning- urinn tók gildi árið 1992 og til ársins 1996 fækkaði mjólkurinn- leggjendum árlega um 41,3 eða um 3,0% á ári að meðaltali. Á sama tímabili jókst innlegg um 3,0% að meðaltali. Samkvæmt þessum tölum virðist gerð samningsins í sjálfu sér ekki hafa leitt til mark- tækrar breytingar á fjölda inn- leggjenda eða bústærð. Dregið hefur úr útgjöldum nkissjóðs til landbúnaðar. Sam- kvæmt upplýsingum frá Þjóðhags- stofnun féllu framlög ríkisins til landbúnaðarins úr 9,8% af heildar- útgjöldum ríkisins á árinu 1989 í 4,2% á árinu 1996. Bændasamtök íslands og Skíma gera samning um hönnun á vef fslenskur landbúnaOur é Internetinu Bændasamtök íslands, Framleiðsluráð landbúnaðar- ins og Upplýsingaþjónusta landbúnaðarins hafa gengið frá samningi við Skímu hf. um hönnun og uppsetningu á vef fyrir íslenskan land- búnað. Vefurinn íslenskur landbúnaður á Internetinu mun m.a. geyma upplýsingar frá Bændasamtökunum, Framleiðsluráði og Upp- lýsingaþjónustunni og öðrum samtökum sem tengjast ís- lenskum landbúnaði. Meðal þess er talnagagnasafn frá Framleiðsluráði og gagna- grunnurinn Fengur sem hef- ur að geyma ítarlegar upp- iýsingar um íslenska hesta, ættir þeirra og dóma. Vefurinn íslenskur land- búnaður á að verða miðlæg upp- lýsingalind fyrir alla þá fjöl- mörgu aðila sem þurfa á upp- lýsingum að halda um íslenskan landbúnað, samtök sem honum tengjast beint og óbeint. Vefurinn verður hannaður hjá Vefstofu Skímu og vistaður í sér- stökum margmiðlunargagna- grunni. Vefurinn verður þannig úr garði gerður að eigendur gagna geta sjálfir ritstýrt upp- lýsingunum, breytt og bætt við eins og þurfa þykir. Með þessu móti er tryggt að upplýsingar vefsins séu ætíð nýjar og réttar. Samhliða gera aðilar samning um að Skíma annist rekstur Inter- netkerfa Bændasamtakanna. Þjónustusamningurinn felst í því að sett er upp háhraðatölvu- netsamband við Skímu þar sem Intemetkerfi Bændasamtakanna eru rekin á fullkomnum Intemet- kerfum Skímu. Þar með talið er vistun Intemetgagnagmnns sam- takanna á "Informix Universal Server" Skímu. Þar sem aðkoma af Intemetinu er yfir 2 Mbit samband, ef Intemetnotendur em ekki tengdir ísgátt eða Mið- heimum Skímu beint. Um þetta samband verður miðlað allri póst- og Intemetþjónustu. Þess má geta Bændasamtökin sem em einn af fyrstu viðskipta- vinum Skímu, vom frumkvöðlar hérlendis í að nota tölvupóst til þess að miðla upplýsingum milli samtakanna og hagsmunaaðila þeirra. Háhraðasambandið er því eðlileg þróun í aukinni póst- miðlun og sívaxandi notkun Intemetsins. Fremri röð frá vinstri: Sigurgeir Þorgeirsson, framkvœmdastjóri Bœndasamtaka íslands, Dagný Halldórsdóttir, framkvœmdastjóri Skímu hf Álfhildur Ólafsdóttir, forstöðumaður Upplýsingaþjónustu land- búnaðarins. Aftari röðfrá vinstri.: Gísli Kristjánsson, framkvœmdastjóri Framleiðsluráðs landbúnaðarins, Jón Baldur Lorange, forstöðumaður Tölvudeildar Bœndasamtaka íslands, Árni Finnsson, verkefnisstjóri Skímu hf, Guðmundur Hannesson, markaðsstjóri Skímu hf. Mjólkursamlag KEA og veitustofnanir Akureyrarbæjar í samstarfi Gufittramleiösla mjdursam lagsins nýtl fl iipphitinar á hitaveituva&ii bœjarbúa Undanfarin ár hafa Mjólkur- samlag KEA og Veitu- stofnanir Akureyrarbæjar átt í einstöku samstarfi hér á landi þar sem umframorku- geta rafskautsketils Mjólkur- samlagsins hefur verið nýtt til að hita upp vatn sem fer inn á húshitunarkerfi bæjarins. Um þrjú ár eru liðin síðan raf- skautsketillinn var tekinn í notkun hjá Mjólkursamlagi KEA og leysti hann af hólmi tvo gamla olíuknúna gufu- framleiðslukatla. Gufa er notuð til hreinlætis í öllu framleiðsluferlinu í mjólkur- samlaginu og þegar ákveðið var að ráðast í framleiðslu gufu með raforku í stað olíubrennslu var mjög horft til þess að ekki einasta væri þetta hagkvæmt upp á nýtingu raforkunnar heldur væri þetta einnig mikilvægt skref út frá umhverfislegu sjónarmiði. Ákveðið var að hafa rafskauts- ketilinn í stærra lagi og ganga til samstarfs við Hitaveitu Akur- eyrar um nýtingu gufunnar. Þórarinn Sveinsson, mjólkursam- lagsstjóri, segir gufuna koma að tvíþættum notum fyrir veituna. Annars vegar er hún nýtt til að hreinsa súrefni úr heita vatninu sem kemur úr borholum af Gler- árdal en með því er vatnið í raun gert hæft til að fara inn á ofna- kerfi húsa. Á hinn bóginn er vatnið leitt í gegnum sérstakan búnað við hlið rafskautsketilsins þar sem gufan hitar vatnið um um það bil 10 gráður áður því er dælt áfram inn á hitaveitukerfi bæjarbúa. Á þennan hátt má segja að á Akureyri komi mjólk- ursamlagið við sögu í lífi fólks allan sólarhringinn, jafnt í næringunni á daginn sem varmanum á nóttunni! Þórarinn segir reynsluna af samstarfinu hafa verið mjög góða en gömlu olíukatlamir standa enn inn á gólfi og þurfa að vera til- tækir ef til þeirra þarf að grípa. Þórarinn Sveinsson, mjólkursamlagsstjóri KEA, við rafskautsketilinn í samlaginu sem bœði þjónar samlaginu og hitaveitu Akureyringa. Bcendablaðsmynd/Jóhann Ólafur

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.