Bændablaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 8
8 Bændablaðið Þriðjudagur 25. nóvember 1997 Umræður í Þingborg. Framhald afbls. 7. erfðaefni. Hann sagðist hafa setið í nefnd sem fjallaði um málið og hefði komist að þessari niðurstöðu eftir vandlega íhugun. En það var meðferð málsins eftir að niður- stöður í skoðanakönnuninni liggur fyrir sem Hrafnkell fjallaði aðal- lega um í ræðu sinni. „Ég er þeirrar skoðunar að það sé verið að spyija kúabændur til þess að taka mark á niðurstöðunni. Sjálfur vil ég að farið verði eftir vilja meirihlutans í þessu máli en þátttaka - a.m.k. á þessum fundi - bendir til að niðurstaðan verði marktæk." Geir Ágústsson fjallaði um félagsmál kúabænda og hvatti til þess að allir kúabændur landsins væru í LK. Geir efaðist um að stærri kýr þýddu minni vinnu fyrir íslenska bændur. „Ef við náum ekki viðunandi árangri með kýmar okkar þá skal ég ekki hafa neitt á móti leið eins og Jón Viðar hefur verið að lýsa en ég vil láta reyna á það fyrst hvort við náum ekki fullum afurðum eftir okkar kýr.“ Geir lauk máli sínu með þessari vísu: Blendingsþrótt við bráðum sjáum, bœndur grœða allt um Frón. Norsku, stóru nautin fáu, nú er gaman Viðar Jón. Jón Viðar Jónmundsson sagði varðandi jafnt aðgengi bænda að erfðaefninu að slíkt gengi ekki. Þá sagði Jón Viðar að ekki mætti vanækja ræktunarstarf í íslenska kúastofninum þó svo innflutningur yrði hafinn á erfðaefni. Jón Viðar sagði ekíci hægt að yfirfæra beint norskar meðaltals- tölur og bera saman við íslenskan landbúnað. „Þess vegna þurfum við að prófa og fá svör við því hvemig þessir gripir reynast við íslenskar aðstæður." Jón Viðar sagði að fundarmenn yrðu að hafa í huga að nefndin hefði einfaldlega verið að skila því starfi sem hún hefði verið skipuð til að gera. „Við höfum reynt að vinna þetta af bestu samvisku og bent á einn möguleika. Síðan verða bændur sjálfir að vega og meta hvort þeir vilji nota þetta. Sjálfur er ég ekki svo bjartsýnn að halda að þó til þessa innflutnings kæmi mundi hagur íslenskra kúabænda batna stórlega. Ég held að veruleikinn sé því miður miklu harðari en það og menn verða að leggja mat á hvemig best sé að bregðast við framtíðinni. Við höfum bent á eina leið sem kúabændur verða að velta fyrir sér því það em þeir sem hljóta í lokin að taka afleiðingun- um - hver svo sem ákvörðunin verður. Hvort þetta skref muni dæma menn úr samkeppni eða hvort það hjálpi er hlutur sem ég þori ekki að fullyrða. Það er ykkar að vega og meta,“ sagði Jón Viðar. KORN VALSAR einfasa og þriggjafasa íiilli Vélaval - Varmahlíð HF Sími: 453 8888 Fax: 453 8828 Dunlop Radial Mud Rover jeppadekk Dunlop Radial Rover RV Eigum fyrirliggjandi Dunlop jeppadekk frá Ameríku. Stærðir frá 205/75R15 til 35X1250R15 VÉLAR* ÞJSNUSTAhf Jámhálsi 2, Reykjavík, sími 587-6500, fax 567 4274 Útibú á Akureyri, sími 461 4040, Óseyri 1 a Snrnrkoma ESB áætlar að 31 milljón hekt- arar af ræktuðu landi verði fýrir áhrifum af súrri úrkomu. Þetta er um 230 falt allt ræktað land hér á landi. Áætlanir em uppi um að draga úr þessum skaðvaldi og að einunigs 4,5 milljón hektarar verði fyrir súm regni árið 2010. Gunnar á Hjarðarfelli IXfllBI m ’iwmm* ts *5i aassgati Mwmmmi m mmmm® I* Ii®i ✓ Ahugaverð bók fyrir alla sem láta sig íslenskan landbúnað varða Endurminningaþættir Gunnar Guðbjartssonar Áhrifarík saga jarðar og fólks á síðustu öld og framan af þessari Fróðleg og glögg lýsing á búskaparháttum og búnaðarframförum og félagsstörfum á fyrrihluta aldarinnar í minningu góðs granna Frásögn Erlendar Halldórssonar í Dal af félagsmálamanninum og bóndanum Gunnari á Hjarðarfelli Stéttarsamband bænda og störf Gunnars Guðbjartssonar Stofnsaga og starfssaga Stéttarsambandins er rekin ítarlegar en áður hefur verið gert Rakin eru óvenju fjölbreytt og umfangsmikil trúnaðarstörf Gunnars Guðbjartssonar í þágu íslenskra bænda Jólagjöf til allra íslenskra bœnda! Útgefandi: Bændasamtök íslands, Bændahöll við Hagatorg. Bókin er fáanleg í póstkröfu hjá BÍ og kostar kr. 4.100.OO (Póstkröfukostnaður innifalinn). Pöntunarsími 563 0300. Internetió og fjarnám Internei býður Itlki í sveitum ný og áöur óþekkt tækifæri • seglr Drffa HjartanriútHr, búnrii og varaþingmaOur Mikil umræða fer fram þessa daga um þróun byggðar og þá staðreynd að fólksflutningar af landsbyggðinni til höfuðborg- arsvæðisins eru meiri en góðu hófi gegnir. En fyrstu níu mánuði ársins fluttu 1.500 fleiri utan af landi á höfuðborgar- svæðið en af höfuðborgar- svæðinu út á land. Byggðamál og byggðaþróun eru málefni allrar þjóðarinnar og það skiptir okkur öll máli hvernig sú þróun verður í framtíðinni. Eitt er víst að næg atvinna dugar ekki til að halda fólki á landsbyggðinni. Fólk gerir kröfur um fjölbreytt félagsstarf og blómlegt menningarlíf. „Fjölbreytt og traust atvinnulíf og skilningur á gildi menntunar er mjög mikilvægur þáttur í byggða- málum, mikilvægi endur- menntunar og fullorðinsfræðslu verður seint ofmetið," sagði Drífa Hjartardóttir bóndi á Keldum og varaþingmaður Sjálfstæðisflokks- ins. „Að eiga þess kost að geta haldið áfram að bæta við sig menntun og fróðleik þótt við- komandi sé kominn af hefð- bundnum skólaaldri er ómetanlegt. Einn er sá miðill sem ég tel að geti komið okkur dreifbýlisfólkinu að gagni og það er Intemetið, þessi nýi miðill býður ný og áður óþekkt tækifæri, tækifæri til að afla okkur upplýsinga og þekkingar sem getur nýst okkur jafnt í land- búnaðar- störfum sem öðrum störfum. Sí- menntun og endur- menntun eru nauð- synleg til að geta j)rífa Hjartardóttir. bmgðist við nýjum og breyttum aðstæðum í síbreyti- legu samfélagi." Drífa sagði að á lands- byggðinni væri mikill áhugi fyrir fjarkennslu. „Þeir eru fjölmargir sem búa úti á landi sem ekki hafa haft tækifæri til að fara í fram- haldsnám en þrá ekkert heitar en að geta haldið áfram námi, en geta ekki sótt skóla vegna fjarlægðar og tíma sem fer í ferðir á milli staða. Fjamám er óháð tíma og rúmi, nemandinn situr við tölvu og hefur aðgang að upplýsingum þegar honum hentar. Éjamám er ein mesta jöfhun til náms fyrir þá sem ekki eiga heimangengt til skólagöngu og möguleikamir em nær ótæmandi." Drífa sagði að menn yrðu að hafa í huga að til þess að nýta sér kosti þessarar tækni þyrfti tiltekna grunnþekkingu en til þess að geta aflað sér þeirrar þekkingar þyrfti fólk að eiga aðgang að tölvu og módemi og að vera með intemet- tengingu. „Ég sé fyrir mér að sveitarfélögin geti komi upp tölvu- vemm í samstarfi við skólana og bókasöfnin, þannig að íbúar sveit- arfélaganna hafi aðgang að marg- miðlunartölvum, hafi þeir ekki annan aðgang að tölvum. Menntun og þekking er undirstaða framfara og er í raun lykill að fram- tíðarbúsetu á landsbyggðinni, þar sem nausynlegt er að takast á við breyttar aðstæður og nýta sér þá möguleika sem felast í breyttu um- hverfi," sagði Drífa Hjartardóttir.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.