Bændablaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 25.nóvember 1997
Bændablaðið
9
Haustskoðun búfjáreftirlitsmanna
Haustskoíun ú að vera
lokifi fyrir 1. desember
Öttar Geirsson,
Bændasamtðkum íslands
Nú eiga búfjáreftirlitsmenn
sveitarfélaga að vera komnir á fullt
við að gæta að ásetningi fyrir vetur-
inn. Þeir eiga að hafa lokið haust-
skoðun fyrir 1. desember.
Eins og menn hafa séð eru ný
eyðublöð og nýjar leiðbeiningar
með þeim tekin í notkun nú í haust.
Þau leiðu mistök urðu að nauð-
synleg tafla var ekki með í þeim
leiðbeiningum sem fýrst vom
sendar. Hún var send síðar, en vera
má að hún hafi ekki borist til allra
búfjáreftirlitsmanna og verður því
birt hér, en það er tala um meðal-
þunga þurrefnis í hveijum m3 af
þurrheyi, sem í er 85% þurrefni.
(Sjá töflu).
Eins og við var að búast hafa
ekki allir bændur á takteinum
stærðir jarða sinna og því síður
hvemig beitiland á þeim skiptist
eftir gæðum. Þetta em stærðir sem
allir bændur þurfa að vita og ættu
að gera gangskör að því að verða
sér út um mælingar og mat á þessu.
í þetta sinn er hins vegar vonast til
þess að búfjáreftirlitsmenn skrái
þessar stærðir á skýrsluna hjá þeim
bændum sem geta upplýst þá um
þær eða einhveijar þeirra, en skrái
þær ekki hjá þeim bændum sem
ekki hafa gmn um stærð og gæði
jarða sinna. Hins vegar er ætlast til
að allir bændur hafi hugmynd um
stærð sleginna túna og akra eða
kartöflu- og rófugarða og því er
reiknað með að þær stærðir komi
undantekningarlaust.
Þá hefur komið í ljós að gróf-
fóðurþarfir nautgripa hafa í leið-
beiningunum verið miðaðar við
æskilega notkun gróffóðurs við
mjólkurframleiðslu en ekki lág-
marksþarfir. Gera má ráð fyrir að
lágmarksþarfrr séu 10-15% minni
en æskileg gróffóðurgjöf og því
þurfa menn ekki að hafa áhyggjur
af heyleysi þótt fóðurbirgðir á
forðagæsluskýrslum séu taldar í
mínusi í ár, sem því nemur.
Færsla á A-eyðublaði Þurrhey kg þe í m3
40 laust, kaldverkað 90
41 laust, volgnað 100
42 laust, ornað 110
43 bundið 120
Drög að nýjum skipulags- og byggingarlögum
„Ymis ákvæði til trafala"
Á stjórnarfundi BÍ 19. nóvem-
ber voru til umræðu drög að
nýrri skupulags- og byggingar-
reglugerð. Hún á að taka gildi
um næstu áramót á grundvelli
nýrra skipulags- og byggingar-
laga.
,JSinsýnt þykir að ýmis ákvæði
þessarar reglugerðar verði til trafala
og geti orðið íþyngjandi í búrekstri"
segir Sigurgeir Þorgeirsson fram-
kvæmdastjóri BI en í umsögn hans
segir m.a.:“I drögum að skipulags-
reglugerðinni er það einkum 9.
kaflinn um framkvæmdaleyfi sem
veldur áhyggjum en viss ákvæði þar
geta orðið til trafala í búrekstri og
landnýtingu fúllkomlega að ástæðu-
lausu.
I grein 9.1., 1. mgr. segir: "Allar
framkvœmdir, sem áhrif hafa á um-
hverfið og breyta ásýnd þess skulu
vera í samrœmi við skipulags-
áœtlanir og úrskurð um mat á
umhverfisáhrifum þar sem það á
við. Óheimilt er að hefja slíkar
framkvœmdir sem ekki eru háðar
byggingarleyfi samkvœmt IV kafla
skipulags- og byggingarlaga, fyrr
en að fenginni framkvœmdaleyfi
hlutaðeigandi sveitarstjómar".
Síðan segir: "Ákvœði umfram-
kvœmdaleyfi samkvœmt 1. mgr.
tekur m.a. til skógrœktar, land-
grœðslu, breytingar lands með
jarðvegi, efnistöku..." o.s.frv. “
,Að mati Bændasamtaka ís-
lands verður ekki búandi við lög og
reglur sem leggja þær kvaðir á
bændur og aðra þá sem standa að
jarðabótum, uppgræðslu lands eða
skógrækt, að þurfa í hveiju tilviki
að leita samþykkis sveitarstjómar
fyrir því að rækta tún eða akur,
græða upp flög eða mela eða bijóta
niður og sá í rofabörð. Tilgangurinn
með slfkri kvöð er torskilinn, og
hugmyndaffæðin virðist vera and-
snúin opinberri stefnumörkun í
landbúnaði, gróðurvemdar- og
landgræðslumálum, því að fram hjá
því verður ekki horfit, að svona
afskipti og kvaðir geta virkað
hamlandi á athafnasemi manna og
landbótastörf. Umsóknarferilhnn
verður tímaffekur og leyfisveitingin
kosmaðarsöm, auk þess sem fram-
kvæmdin getur orðið ærið misjöfn í
mismunandi sveitarfélögum.“
Þá fylgir umsókninni greinar-
gerð Magnúsar Sigsteinssonar ráðu-
nautar um drög að byggingarreglu-
gerð, þar sem hann gerir ýmsar
athugasemdir við hana.
Bændaskólinn á Hvanneyri - Námskeið
Lotus Notes tölvunámskeið fyrir ráðunauta,
2. - 3. desember. Aðalkennari Jón Baldur Lorange.
Mjólkurgæði og júgurheilbrigði
Blönduósi 2. - 3. desember. Skráning hjá
Mjólkursamlagi SAH, Blönduósi.
Járningar og hófhirða,
4. - 5. des.. Kennari Sigurður Oddur Ragnarsson
Tamningar í hringgerði
5. - 7. desember. Kennari Ingimar Sveinsson
Upplýsingar og skráning hjá Bændaskólanum
á Hvanneyri sími 437-0000
SJÓÐFÉLAGALÁN
LÁNAREGLUR
1. Lánsupphæð: Stigaeign a.m.k. 3stig
" " 16 "
Tekið er tillit til stigaeignar í öðrum sjóðum (SAL-stig), enda hafi lánsréttur ekki verið
nýttur í viðkomandi sjóði.
2. Lánstími er allt að 20 ár.
3. Gjalddagar eru fjórum sinnum á ári.
4. Lánið er bundið vísitölu neysluverðs.
5. Vextir eru samkvæmt ákvörðun stjórnar sjóðsins. Vextir eru nú 6,5%.
LÁNTÖKUSKILYRÐI
A. Sjóðfélagi skal eiga að baki tveggja ára samfelldar greiðslur í Lífeyrissjóð bænda.
Lágmarksiðgjaldagreiðsla bænda á ári skal jafngilda a.m.k. 0,300 stigum
til þess að fullnægja þessu skilyrði (miðað við árslok 1997). Láti bóndi af búskap, fellur
lánsréttur niður, þegar 12 mánuðir eru liðnir frá síðustu greiðslu. Lánsréttur launþega fellur
niður, er þeir hætta að greiða í sjóðinn. Heimilt er að skipta lánsrétti og taka hluta hans
síðar. Þeir, sem hættu greiðslu vegna töku ellilífeyris eða vegna aldurs, eiga rétt á láni.
Bóndi, sem hættir búskap á aldrinum 60 - 67 ára, skai eiga rétt á láni innan 2ja ára, enda
hafi hann ekki fariö í annað starf er veiti honum lánsrétt í öðrum lífeyrissjóði. Heimilt er að
víkja frá 2ja ára skilyrðinu, ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi.
B. Fjögur ár skulu vera liðin frá síðustu lánveitingu, framreiknaðar eftirstöðvar fyrra láns
dragast frá lánsrétti.
C. Aðeins er lánað gegn fasteignaveði:
1. Jarðeignir: Ekki hvíli meira á viðkomandi jarðeign á undan veðréttinum, að
viðbættri nýrri lánveitingu, en sem nemur 60% af áætluðu söluverði skv.
mati tæknisviðs Stofnlánadeildar landbúnaðarins.
2. íbúðarhúsnæði í þéttbýli: Ekki hvíli meira á viðkomandi íbúðarhúsnæði á
undan veðréttinum, að viðbættri nýrri lánveitingu, en sem nemur 50% af
áætluðu söluverði skv. mati tæknisviðs Stofnlánadeildar landbúnaðarins.
Verðtryggðar veðskuldir eru reiknaðar upp.
D. Lántakanda ber að greiða lántöku-, þinglýsingar- og stimpilgjöld.
Stofnlánadeild landbúnaðarins sór um afgreiðslu og innheimtu lánanna.
Kaupanda eignar, sem er í veði fyrir sjóðfélagaláni, er heimilt að yfirtaka lánið að
fengnu samþykki stjórnar lífeyrissjóðsins, enda skuldbindi kaupandi sig til að yfirtaka
ákvæði skuldabrófsins og að hirða vel um hina veðsettu eign, þannig að hún rýrni
ekki í verði. Nýting lánsréttar er áfram bundin upphaflegum lántakanda og hefur
ekki áhrif á lánsrétt kaupanda.
Lánareglur þessar gilda frá 1. janúar 1998.
1.000.000 kr.
1.200.000 kr.
Allhabo
hliðaropnandi
iðnaðarhurð
Kelley-RT/C
hraðopnandi
plasthurð
RAYNOR
KELLEY • ALLHABO
opna þér
nyjar leiðir
VERKVER
Smiðjuvegi 4B • Kópovogi
"B 567 6620 • Fox 567 6627