Bændablaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 25.nóvember 1997 Bændablaðið 7 semi norskra búa. Hún bætti því við að samkvæmt þeim upplýs- ingum sem hún hefði fengið væri kostnaður vegna dýralækna hár. Gyða Björk gerði að umræðuefni gæði mjólkur úr íslenskum kúm og vitnaði í því sambandi í grein í Morgunblaðinu þar sem fram kom að í íslenskri mjólk væru ákjósan- leg efni sem ekki yrðu nýtt ef kýr af norskum stofni yrðu allsráðandi á landinu. Gunnar Sverrisson í Hross- haga sagði að ekki mætti blanda tilfínningum saman við hugsan- lega notkun á útlensku erfðaefni í íslenskar kýr. Gunnar sagði að ef niðurstaða tilraunarinnar leiddi í ljós að notkun erfðaefnisins væri ekki til hagsbóta fyrir bændur þá yrðu menn að treysta því að leitað yrði annarra leiða. „Ég tel betra að við förum í þennan innflutning á skipulegan hátt heldur en að bíða því fyrr eða síðar verða fluttir inn nautgripir - og þá á skipulags- lausan hátt.“ Gunnar sagði að ef bændur væru þeirrar skoðunar að þeir hefðu ekkert með betri kýr að gera, væru búnir að ná fullnægjandi árangri þá væri ekkert við því að segja. „Spumingin er hvort við getum hugsanlega náð þeim árangri á 80 til 100 ámm sem við annars gætum á 10 árum.“ Karl Jónsson, bóndi á Bjargi ræddi um blendingsþrótt og að hann kæmi fram í fyrsta lið. „En mér var kennt í bændaskóla að næsti liður á eftir væri gjaman mjög slakur. Það kæmi þá ekki fram fyrr en 2008 en þá yrði enn erfiðara að losna við gripina ef ekki gengur nógu vel.“ Karl sagði íslenska kúastofninn sérstakan og hann sagðist vona að menn rösuðu ekki um ráð fram. Jón Viðar Jónmundsson fór í pontu og tók fram að þau atriði er snertu félagsleg þætti á borð við framkvæmd funda væm ekki á hans borði. Varðandi nautgripa- ræktamefnd og innflutning erfða- efnis sagði Jón Viðar að það væri misskilningur að nefndin mundi sækja um leyfi til innflutnings. „Nefndinni er aðeins að semja grein- argerðina en aðrir aðilar verða að sækja um innflutninginn. Grein- argerðin á hins vegar að innihalda rökstuðning fyrir innflutningum út ffá ræktunarsjónarmiðum." Jón Viðar sagði að til að draga víðtækar ályktanir þá skorti enn mörg svör sem útilokað væri að fá á annan hátt en þann að gera til- raunir. „Þannig er útilokað að svara mörgum þeim spumingum sem hér hafa verið bomar upp nema við fáum að prófa hlutina.“ Hvað yrði gert ef niðurstöður tilraunarinnar yrðu neikvæðar? Jón Viðar sagði að gert yrði samkomu- lag við þá sem tækju þátt í til- rauninni og að gripir á sKkum búum yrðu ekki þurrkaðir út í einum vettvangi. „Ef þessir gripir væm gjörsamlega kostasnauðir þá mundu þeir hverfa úr stofninum á tiltölulega skömmum tíma.“ Spumingum varðandi sjúk- dóma svaraði Jón Viðar á þann veg að hann bæri fullt traust til dýra- læknayfirvalda að þau mætu hættuna þegar þar að kæmi. Jón Viðar sagði rétt hjá Katrínu að sjúkdómar væm til staðar og að veirusjúkdómar gætu flust með fósturvísum en hann sagði líkumar litlar miðað við flutning á lifandi gripum. Dæmi um flutning sjúkdóma með fósturvísum sagði Jón Viðar afar fá og hann benti á að aðrir en nautgripanefnd mundu meta hættuna og sjá til þess að skilyrði yrðu uppfyllt. „Höfum við ástæðu til að ætla að þessum aðilum sé ekki treystandi til að vinna sitt verk?“ Og Jón Viðar sagði að ef niðurstaða yfirvalda yrði sú að hættan sé of mikil yrði innflutningur aldrei leyfður. Þá vék Jón Viðar að því hvort verið væri að fóma einhverri sérstöðu ís- lenska kúastofnsins. „Við emm ekki að ræða neina útrýmingarher- ferð gagnvart honum,“ sagði Jón Viðar og varðandi ýmislegt sem fram hefur komið í fjölmiðlum að undanfömu um gæði íslenskrar mjólkur umfram mjólk úr útlensk- um kúm sagði Jón Viðar að hér væri um að ræða tilgátur sem eftir væri að rannsaka. Hann tók fram að nefndinni hefði ekki borist neinar athugasemdir frá mjólkur- iðnaðinum. En hver mun meta árangurinn ef tilraunin verður gerð? Jón Viðar sagði að samkvæmt lögum ætti viðkomandi búfjárræktamefnd að setja upp tilraunina og fylgjast með framgangi hennar. „Ef til þess kæmi þá yrði líka mjög mikið byggt á mati þeirra bænda sem mundu reyna gripina." Er hægt að sjá árangur fyrr en í öðmm ættlið? Því svaraði Jón Viðar játandi. Varðandi árangur í íslenska kúastofninum sagði Jón Viðar að vissulega hefði náðst árangur en menn yrðu að gera sér grein fyrir því að hér væri ekki hægt að ná sama árangri og í öðmm löndum. „Ef menn sætta sig við það þá við vinnum á þann veg,“ sagði Jón Viðar og bætti því við að hann teldi ekki hættu á að tilraunin færi úr böndum og hann lagði enn og aftur áherslu á að ef tilraunin gæfi ekki góða raun mundu áhrifin fjara út. Jón Viðar ræddi um kostnaðarliði og sagði Ijóst að einangmnarstöðin í Hrísey yrði rekin áfram. Guðbjörn Arnason, fram- kvæmdastjóri LK sagði að fyrir nokkrum ámm hefðu verið fluttir inn fósturvísar úr Limosine og Aberdeen Angus og að það hefði tekist án nokkurra eftirmála. Varð- andi gagnrýni á skoðanakönnunina sagði Guðbjöm að það hefði verið talið nauðsynlegt að fólk fengi að heyra faglega umfjöllun á fundi sem þeim sam haldinn var í Þing- borg. Guðbjöm sagði ljóst að stuðn- ingur hins opinbera mundi minnka á næstu ámm en innflutningur á mjólkurvömm aukast. „Við emm farin að finna fyrir miklum sam- drætti í sölu á ís og ákveðnum mjólkurafurðum. Handan hafsins bíða stórfyrirtæki eftir að komast inn á íslenska markaðinn,“ sagði Guðbjöm. „Ég er ekki að segja að eina lausnin sé að flytja inn nýtt kúakyn en við verðum að leita allra leiða til að framleiða mjólkur- lítrann fyrir sem lægst verð. Minnumst þess að bændur í ná- grannalöndum okkar eru að fá um 20 krónur fyrir hvem lítra af mjólk.“ Gunnlaugur Skúlason dýra- læknir sagði það sína skoðun að menn hefðu vanrækt að ná fram betra spena- og júgurlagi - og skapferli. Þá sagði Gunnlaugur að ekki mætti vanmeta litadýrð ís- lenskra kúa. Þorsteinn Ólafsson, dýralækn- ir á Selfossi ræddi um lög um inn- flutning á erfðaefni og hættu á sjúkdómum. „Ég efast um,“ sagði Þorsteinn, „að nokkurt land hafi jafn strangar reglur og íslendingar. ... Það er ætíð tekin áhætta þegar innflutningur er leyfður.“ Áhættan sem Þorsteinn nefnir er einkum fólgin í því að íslenskur búpening- ur beri ekki í sér nauðsynleg mót- efni gegn sjúkdómum sem ekki em vandamál í útlöndum en geta valdið miklum usla hér á landi. „Það em sáralitlar líkur á að við fáum bakteríur með fósturvísum en þær geta borist með sæði og mest er hættan ef flutt em inn lif- andi dýr. Hvað varðar fósturvísa þá felst hættan í því að við gemm ekki nógu miklar kröfur til vökvans (sermi) sem umlykur fósturvísana." Þorsteinn spurði því næst hvers vegna ætti að takmarka notkunina við nokkur bú. „Hvers eiga þeir að gjalda sem ekki fá að vera með. Hvers vegna fá ekki allir þeir bændur sem em í skýrsluhaldi að vera með?“ spurði Þorsteinn. Katrín Andrésdóttir lýsti eftir framtíðarsýn kynbótanefndar og íslenskra bænda. „Sjálf hef ég áhuga á lífrænni ræktun og ég held að við eigum í íslenska kúastofnin- um heilmikil verðmæti sem verður hægt að nýta eftir 10-15 ár.““ María Hauksdóttir bóndi í Geirakoti sagði umræðuna ein- kennast of mikið af tilfinningum og að bændur yrðu að treysta þeim aðilum sem um málið fjölluðu að þeir gættu ítmstu varkámi. „Með því að fara í þessa tilraun hélt ég að íslenskir kúabændur ætluðu að gera tilraun til að bæta sinn hag,“ sagði María og benti á að staða kúabænda væri orðin afar slæm. Því yrðu menn að leita allra leiða til að bæta afkomuna. „Við vitum að innflutningur er hafinn á mjólk- urafurðum og hann mun aukast. Það verður gerð sú krafa að verð fyrir íslenskar afurðir verði sambærilegt við það sem tíðkast í nágrannalöndunum," sagði María. Kjartan Georgsson á Ólafs- völlum sagði að kjami málsins væri beinharðir peningar. „Við höfum ekki efni á öðm en að gera þessa tilraun. Auðvitað hefði verið fljótlegast að hefja innflutning eins og svínabændur hafa gert. Svína- bændur hafa sagt mér að þetta væri eina leiðin til að lifa af.“ Kjartan minnti á að búið væri að flytja inn þijú holdanautakyn. „Við höfum ekki snert við því að flytja inn mjólkurkyn sem hefði verið enn brýnna," sagði Kjartan. „Við verð- um að spjara okkur og þetta er lið- ur í því.“ Að lokum sagði Kjartan að ef íslenskir kúabændur byggju áfram við óbreytt ástand - og inn- flutningur flæddi yfir landið - þá yrðu það ekki íslenskir bændur sem útrýmdu íslenskum kúm held- ur mundu þær útrýma íslenskum bændum. Björn Harðarson í Holti spurðist fyrir hvort ekki yrði unnið að kynbótum á íslenskum kúm þó að innflutningur á erfðaefni yrði leyfður. Þá sagði Bjöm að sam- keppni mundi aukast en niður- greiðslur dragast saman. Guðmundur Lárusson á Stekkum - og formaður LK - fjallaði um tilgang skoðana- könnunarinnar og hvemig yrði staðið að málum miðað við niður- stöðu hennar. Hann minnti á að Búnaðarþing og LK hefðu hvatt til að fara þá leið að flytja inn erfða- efni. „Þegar búið er að telja munu stjómimar meta stöðuna en þær hafa ekki tekið neina ákvörðun um hvemig þær muni túlka niðurstöðu skoðanakönnunarinnar. En það er ljóst að skoðanir em skiptar og ef yfirgnæfandi meirihluti kúabænda er á móti því að skoða tilrauna- innflutning munu stjómimar íhuga hvort sú niðurstaða gangi lengra en samþykktir aðalfundar LK og Búnaðarþings.“ Guðmundur fjallaði einnig um þá gagnrýni sem fram kom og fjallaði um þá bændur sem ekki höfðu tök á að koma á kynningar- fundina. „Við emm ekki að útiloka menn. Það er öllum heimilt að koma á þessa fundi og hlýða á málflutninginn,“ sagði Guðmund- ur og sagði að víða hefðu bændur geta valið um tvo fundi og funda- tíma. Hann sagði ólíklegt að bréfleg kosning hefði skilað betri árangri og vitnaði m.a. í því sam- bandi í kannanir sem LK hefði gert á liðnum ámm. Egill Sigurðsson á Bemstöð- um sagði fækkun bænda alvarlegt vandamál. „Hvað er til ráða,“ spurði Egill. „Vinnan á búunum eykst og við náum ekki fram vinnuhagræðingu með núverandi gripum." Egill fjallaði um nýja reglugerð um fmmutölu og sagði hana munu kosta bændur margar vinnustundir. „Ef við getum minnkað vinnuna með því að bæta júgur- og spenagerð þá er mikið fengið." Egill sagði slæmt til af- spumar fyrir kúabændur ef þeir vildu ekki skoða aðgerð sem gæti þýtt umtalsverða hagræðingu á næstu ámm. „Við verðum að leita leiða til að framleiða ódýrari vöm með minni vinnu,“ sagði Egill. Gyða Björk Björnsdóttir spurði hvort hagur íslenskra bænda hefði verið borinn saman við það sem gengur og gerist í nágranna- löndum okkar en hún efaðist um að norskar kýr mundu minnka vinnu íslenskra kúabænda. Hrafnkell Karlsson á Hrauni - og stjómarmaður í BI - sagðist hafa stutt tillögu á Búnaðarþingi um að leyfa tilraunainnflutning á Framhald á nœstu síðu. Þorsteinn Kjartan Sveinn Guðmundur María Egill

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.