Bændablaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 15

Bændablaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 25.nóvember 1997 Bændablaðið 15 JARÐIR TIL SOLU I MANITOBA I KANADA Bújarðir til mjólkurframleiðslu, holdanautaræktar, svínaræktar og kornræktar. Sem dæmi má nefna: Jörð með 200 þúsund lítra mjólkurkvóta fæst á 20 milljónir ísl.kr. 364 hektara jörð með holdanautarækt, ásamt 100 gripum fæst á 14 milljónir ísl.kr. 259 hektara kornræktarbýli, ásamt vélbúnaði fæst á 15 milljónir ísl.kr. Sendið 20 kanadíska dollara eða 10 sterlingspund og fáið sent 2'/z tíma myndband eða hafið samband við: Bob Schinkel, Homelife Riverbend Realty Box 1328, Steinbach Manitoba ROA 2AO, CANADA Símar 001 -204-326-4567 og 001 -204-326-8696 Símbréf 001-204-326-2429 Tölvupóstfang schinkel@mts.net Intemet http://www.mts.netT schinkel eða hafið samband innanlands við: Sebastan Becker í síma/símbréf 486-8878 eftir kl. 20:00. Fundarboð Aðalfundur Félags gulrófnabænda verður haldinn þriðjudaginn 2. desember nk. kl. 14:00 að Hlíðarenda á Hvolsvelli. Fundarefnl 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Sigurgelr Ólafsson starfsmaður Rala mun fjalla um varnir gegn kálflugunni og kynna tilraunaniðurstöður. 3. Önnur mál. Eins og kunnugt er hefur mlkið tjón orðið vegna skemmda af völdum kálmaðksins sérstaklega á síðastliðnu sumri. Mikilvægt er að fá vitneskju um hverníg best verður brugðist við þessum mikla vanda. Félagsmenn eru hvattir til að mæta, því að áframhaldandi rannsóknir þarf að sníða að þörfum og reynslu félagsmanna. Stjórnin Sumarslátrun sauðfjár Nokkrir Mur eru luigar byrjaöir afi hleypa til áona KORNBÆNDUR NÝJUNG FRÁ TP FÓÐRI Höfum hafið framleiðslu á nýrri ' próteinblöndu til nota með byggi. Blandan inniheldur vítamín og steinefni fyrir kýr. BYGGBÆTIR FYRIR KÝR Eftir íblöndun er fóðurgildi pr. kg.: FE 1,03 Hráprótein 20,3% Eigum örfáa kornvalsara til á lager. ÍTP FÓÐUR Skrifstofa: Lynghálsi 9 sími 587 9191 fax 587 9195 Fóðurafgreiðsla: Köllunarklettsvegi 4 sími 588 9191 . Umboðsmaður: Ólafur Eggertsson, Þorvaldseyri Skagfirsk skemmtiljóð Bjartii Stefán Konráðsson frá FrostaslÖðum suftuiði Bjami Stefán Konráðsson frá Frostastöðum hefur safnað saman ljóðum á fimmta tug hagyrðinga sem allir eiga það sameiginlegt að vera skagfirskrar ættar eða helg- aðir því héraði með langri búsetu í Skagafirði. Meðal þeirra sem taka til máls í bókinni má nefna Andrés H. Val- berg, hjónin Kristbjörgu og Axel, Harald frá Kambi, séra Hjálmar alþingismann, Jón Drangeyjaijarl, Jón Ingvar frá Hafsteinsstöðum, Kristján frá Brúarlandi, Pálma Runólfsson, séra Sigurð H. Guð- mundsson, Sigurjón bónda á Dýr- finnustöðum og Þorleif frá Frosta- stöðum. Skagfirsku söngsveitina ber á góma og heimsótt eru hag- yrðingamót á Hótel íslandi og í Ketilási. I bókinni má meðal annars finna þessa gullvægu vísu eftir hinn snjalla hagyrðing Sigurð bónda í Kringlumýri en hann var spurður um álit á Baldri nokkrum Hermannssyni: Skýru Ijósi Baldur brá, á bakgrunn eigin feðra og líklega mun hann enda á œttarmóti neðra. Ahugasamir geta orðið sér úti um Skagfirsk skemmtiljóð með því að hringja í Bjama Stefán Konráðsson í síma 554 0620 og 554 1890. Þarftu að auglýsa? Bændablaðið berst öllum bændum! Auglýsingasíminn er 563 0300 HAUGHÚS FYRIR SVÍNA- & KÚABÚ Mykjugeymar í kúabú Mykjugeymar í svínabú Mykjudælur Mykjuþeytarar Flórsköfur (keðjudrifnar) Þökámykjugeyma. Vélaval - Varmahlíð HF Sími: 453 8888 Fax: 453 8828 Sofffa Siguröardóttir, Nelstastððum, Vlllingaholtahreppl. Sláturtíð. Þetta orð hefur táknað vissan árstíma og jafnvel verið nefnt í tengslum við alls óskylda hluti sem borið hefur upp á sama tíma. Nú gæti þetta farið að breytast, því sauðfjárslátrun stendur nú sums staðar ffá júlí og fram til jóla. Höfti - Þríhymingur hf boðar að hefja sumarslátrun á Suðurlandi strax í byijun júní á næsta ári og hef- ur sent verðlista til bænda. Þar kem- ur fram að aðeins verður greitt yfir- verð fyrir þau lömb sem ná flokkunum DIA, Dl* og DIB. Nauðsynlegt er, segir í bréfi Hafnar, að h'fþungi lamba sé ekki minni en 32 kg. Kjöthlutfall lamba er hærra á sumrin og má því reikna með að þetta séu um 13 kg fallþungi. Slátur- félag Suðurlands reiknar með að hefja sumarslátrun í lok júh' og hefur ekki gefið út verðskrá sína ennþá. Markaðsráð kindakjöts greiðir álag frá 1. júh' til loka ágúst, lækk- andi vikulega frá 1200 niður í 200 kr. á dilk og er það greitt fyrir ofan- greinda flokka og DIC líka. Höfn hefur farið fram á að greidd verði uppbót á kjöt í júnf líka og þó svör séu ekki komin um það, er reiknað með því í meðfýlgjandi töflu. Allt kjöt sem til fellur utan haustsláturtíðar á að selja ferskt. Það er jafriffamt undanþegið útflutnings- skyldu. Grundvallarverð fyrir kom- andi sláturtíð er 237,32 kr/kg. Ekki hggur fyrir hvert hlutfall eða verð fyrir útflutningsskylduna verður, en reiknað með 13% og 200 kr/kg. Kílóverð á haustsláturtíð verður þá 232 kr/kg að teknu tilliti til út- flutningsskyldu. Þeir sem hafa sent lömb í sumarslátrun, hafa valið úr stærri lömbin og því ekki verið mikill munur á fallþunga yfir allan sláturtímann. Eins þarf að vanda vel til fóðrunar lambanna ef þau eiga að bæta við sig svo einhveiju nemi ffarn eftir vetrinum. Hér er samt reiknað með minnstum fallþunga í júní og vaxandi fram í desember. Taflan sýnir ekki eðhlega breytingu á fallþunga (of h'till) miðað við einn og sama dilkinn, en er talin koma nær líklegum meðal fallþunga ef menn fara af ráði að notfæra sér lengri sláturtíma. Mönnum er eindregið bent á að hafa fyrirvara á um túlkun prósentu- reiknings. Það verður alltaf að hafa í huga af hveiju er verið að reikna þær prósentur. Verðið er samansett af kílóverði frá afurðastöð og fastri uppbót á dilk án tillits til þunga hans. Því verður kílóverð dilks á sama tíma svolítið mismunandi eftir því hvað hann er þungur. Því er það að þegar reiknað er hvað muni miklu á verði á ýmsum tímum miðað við haustsláturtíð, þarf að skoða hvaða forsendur eru gefnar um fallþunga. Ef menn tíndu til lömb til slátrunar jafhóðum og þau ná 14,1 kg fall- þunga (meðalfallþunga), þá væru þeir að fá um 90% meira fyrir dilk af þeirri þyngd í byijun júm' og 20% meira í desember, heldur en á haust- slátuitíðinni. Ef menn reikna með 12,8 kg þungum dilk snemma í júm' og eðlilegri þyngdaraukningu lambs fram að jólum, þá væru menn að fá um 47% meira í júníbyijun og 27% meira í desember, heldur en í haust- sláturtíðinni. I öllum tilvikum er verðið lægst á haustsláturtíð. Kíló- verð í fyrstu viku september er það lítið hærra en í sláturtíðinni að þyng- daraukning vegur þar meira. Það eina sem getur mælt með sláfrun þá, er staðgreiðslan. Loks er áréttað að það fæst engin yfirborgun eða markaðsráðs- uppbót fýrir dilka sem falla í kjöt- mati í lægri flokka. Kjötið sem til féll í sumar og eins það sem nú er að koma í vetur, fer allt ferskt á markað. Sumt af því fer beint í neytendapakkningar og annað í vinnslu hjá afurða- stöðvunum og svo fer hluti af því í útflutning. Bæði Höfh og SS eru með kjötvinnslu og geta selt ferskt kjöt frá gæðah'num sínum á góðu verði. Það munar miklu að vinna með ferskt kjöt eða uppþýtt og gæðin eru ekki þau sömu heldur. Sláturhús SS á Selfossi er með ESB-leyfi og getur því selt lamba- kjöt á Evrópumarkað. Þeir senda nú kjöt vikulega til Danmerkur og fá 330-350 kr/kg íyrir kjöt í heilum skrokkum. Telst það gott verð miðað við kjötverð í Evrópu. Einnig eru þeir byijaðir að selja kjöt til Itah'u. Kjötið sem fer á Evrópumarkað er af frekar smáum skrokkum, oft um 12 kg. Kjötið er gaspakkað í svokallaðar lofitskiptar umbúðir. Pökkunarkostnaður þess er því nokkuð hár og flutningskostnaður líka. Samt eru SS-menn bjartsýnir á að útflutningurinn muni bera sig. Gerir SS sér góðar vonir um vaxandi stöðu á kjötmarkaði í Evrópu og segjast sjá fram á mikla aukningu á næsta ári. Höfh-Þríhymingur horfir hins vegar til lengri sláturtíma og innan- landsmarkaðar. Næsta sumar verður öll sauðfjárslátrun þeirra komin í Þykkvabæ. Þeir vilja fá sem jafnasta dreifingu sláturíjár inn yfir lengri tíma og koma því sem mest jafnóðum inn á markað ófrosnu. Með þessu vænta þeir þess að fá betri nýtingu á bæði húsum og mannskap. Nokkrir bændur á Suðurlandi eru þegar byijaðir að hleypa til ánna og hyggjast koma með ferskt lambakjöt inn á markað snemma í sumar. Lambakjötsverð Dags.98 Kg.verB Fallþungi Uppbót Heildarv. Mismunur 2/6 - 5/6 360 12,8 1200 5808 77% 22/6 - 26/6 330 12,9 1200 5457 66% 6/7-10/7 310 13 1200 5230 60% 20/7 - 24/7 300 13,1 1000 4930 50% 4/8 - 7/8 280 13,3 800 4524 38% 24/8 - 28/8 255 13,6 200 3668 12% 31/8 - 4/9 245 13,9 0 3406 4% 7/9-30/10 232 14,1 0 3278 0% 2/11-6/11 250 14,3 0 3575 9% 16/11-20/11 260 14,5 0 3770 15% 7/12-11/12 280 14,8 0 4144 26% Meðfylgjandi tafla sýnir nokkur dæmi og er kílóverð gefið upp af Höln - Þríhyrningi hf., fyrir kjötflokk D1A.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.