Bændablaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 10
10 Bœndablaðið Þriðjudagur 25. nóvember 1997 í heimsókn hjá Stephanie Lohmann og Kristni Ásmundssyni í Höfða í Grytubakkahreppi við Eyjafjörð Fullkominn búnaður skilar sér I bætlri vinnuaðstöðu og betri afurðum „Við hófum að endurbyggja og stækka fjósið fyrir sjö árum og mjaltabásinn er liður í þeim framkvæmdum,“ segir Kristinn Ásmundsson, bóndi í Höfða í Höfðahverfi, en fyrir um ári festu þau kaup á fullkomnum tölvustýrðum mjaltabás og byggðu yfir hann við fjós sitt. „Básinn sparar fyrst og fremst vinnu en hann eykur einnig þægindi og á auk þess að geta tryggt meiri gæði í framleiðslunni." Hagkvæmara að endurbyggja gamla fjósið „Við tímdum ekki að afleggja gamla fjósið þegar við þurftum á auknu plássi að halda. Þess vegna var ákveðið að breyta því og byggja við það. Það gaf okkur möguleika á að vinna þetta í áföngum og nú á ég eftir að endur- byggja básafjósið. Auk þess að geta dreift þessu á lengri tíma þá tel ég að heildarkostnaðurinn verði minna heldur en ef við hefðum byggt allt upp frá grunni." Tveir súrheystumar höfðu verið byggðir í Höfða á sjöunda áratugnum og vom þeir endurbættir jafnhliða fjósbyggingunni. Losunarbúnaði var meðal annars komið fyrir í þeim sem Kristinn segir hafa gefist mjög vel þar sem auðvelt sé að ná fóðrinu úr þeim. I Höfða er einnig hlaða með súgþurrkun en Kristinn kveðst aðeins hafa nýtt sér rúllu- tæknina að takmörkuðu leyti. Tek kerfið í notkun í áföngum Talið berst aftur að mjaltabásn- um og tölvukerfinu sem stýrir honum. Kristinn segir að auk vinnuhagræðingar sé unnt að við- hafa meira hreinlæti við mjaltimar en áður auk margvíslegra upp- lýsinga sem kerfið veiti. Kristinn sýnir tíðindamanni útprentun þar sem meðal annars koma fram ná- kvæmar upplýsingar um beiðsli, sæðingar, nautsnúmer og burð en það er aðeins lítill hluti af því upp- lýsingakerfi sem tölvuforritið inni- heldur. Kristinn segist enn ekki nota nema hluta af þeim mögu- leikum sem tölvuforritið bjóði upp á en stór hluti þess er fóðurforrit sem ákvarðar fóðurgjöf út frá for- sendum sem afurðir kúnna gefa til kynna. „Þetta kerfi er hægt að taka í notkun í áföngum þótt ég sé ekki farin að notfæra mér alla mögu- leika þess þá tel ég kostina þegar vera ótvíræða. Auk þess að stýra sjálfum mjöltunum þá stýrir tölvu- búnaðurinn aðkomu að básnum. Hann sér um að opna og loka hliðum þegar lokið hefur verið við að mjólka hverja kú og nær þannig til aílra þátta mjaltanna. Það er hægt að stilla búnaðinn þannig að mjaltamaðurinn þurfi einungis að setja spenahylkin á júgrin.“ Krist- inn kveðst ekki vita til þess að annar mjaltabás með svo altækum tölvustýribúnaði sé í notkun hér á landi þótt fleiri bændur hafi verið að taka tölvustýrða mjaltabása í notkun. Kýrnar tóku þessu misjafnlega „Kýmar tóku þessu misjafn- lega,“ segir Kristinn þegar hann var spurður um hvemig gengið hafi að venja þær við nýja siði. „Sumar vom fljótar að komast upp á lag með að fara í gegnum básinn en öðrum reyndist erfitt að venjast nýjum aðstæðum. Nokkrar vöndust þessu aldrei og því varð ég að skipta kúm út af þeim ástæð- um. íslensku kýmar em misjafnar að skapferli og er það þáttur sem ég tel að ekki hafi verið hugað nægilega vel að í ræktunarstarfmu. Eftir því sem tækni eykst í íjósun- um er nauðsynlegt að kýmar verði fljótar að komast upp á lag með hvemig þær eiga að hegða sér. Ef gripir eiga við erfitt skapferli að stríða þá er erfiðara að venja þá og tekst stundum ekki eins og ég komst að raun um þegar ég fór að venja kýmar við mjaltabásinn. Eg held að þetta sé ekkert síður mikil- vægur þáttur heldur en að auka afurðagetuna. Með meðfærilegum gripum er auðveldara að koma aukinni hagræðingu við í hirðingunni sem síðan getur leitt til betri afurða „ Aukinn tæknibúnaður til að ná fram vinnusparnaði Kristinn segir fjármagns- kostnað vegna mjaltabássins eðli- lega nokkuð háan en hann eigi að skila sér til baka í vinnuspamaði og að einhverju leyti í betri afurð- um. „Ég geri ráð fyrir að hann borgi sig upp á um áratug en annars er erfitt að reikna það ná- kvæmlega út því það koma svo margir þættir inn í það dæmi. Kristinn hóf búskap í Höfða í félagi við föður sinn árið 1986 en tók alfarið við rekstri búsins ásamt konu sinni fyrir tveimur árum. Greiðslumark þeirra er til framleiðslu 167 þúsund lítra mjólkur á ári og eru þau með á bilinu 40 til 45 mjólkandi kýr í fjósi. Þau eru einnig með talsvert af geldneytum og segir Kristinn um 100 hausa vera í fjósinu auk þess sem þau eigi á bilinu 70 tii 80 ær. Kristinn segir sauðfjárbúskapinn hafa verið að dragast saman að undanförnu. Kindurnar séu orðnar meira til gamans en að um eiginlega atvinnustarfsemi sé að ræða. Þá má geta þess að nokkurt æðarvarp er í Höfða og segir Kristinn það heldur hafa vaxið að undanförnu þótt nokkur munur sé á dúntekjunni á milli ára. Síðastliðið sumar hafi verið fremur lélegt miðað við undanfarin ár en erfitt að segja til um hvað valdi. Sú skoðun hafi þó komið fram að grútarmengun, er varð í Eyjafirði, hafi drepið eitthvað af fugli og stofninn ekki búinn að ná fyrri stærð en erfitt se að fullyrða slíkt. Þama er ekki eingöngu um fjár- magnskostnað að ræða heldur koma ýmsir þættir þar á móti sem erfitt er að meta til fjár. Vinnu- spamaðurinn er umtalsverður auk þess sem nýjar vinnuaðferðir fara mun betur með þá sem vinna við mjaltimar. Einkum fer þessi að- staða betur með bakið og hnén. Því verður að gera ráð fyrir að vinnu- þrek manna haldist lengur ef ekkert óvænt bjátar á.“ Kristinn segir að bændur reyni að hagræða og auka tæknibúnað í því skyni að ná vinnuspamaði fram. Víða séu bændumir sjálfir nánast eina vinnuaflið á meðal- stómm búum og eigi því þann kost einan að taka sem fullkomnasta tækni í þjónustu sína. Tækni sem í mörgum tilvikum sé of dýr þegar hún er borin saman við fram- leiðslumöguleika og afkomu og hann bendir á rúllutæknina sem dæmi um slíkt. „Raunvemlega er rúllutæknin of dýr heyskaparaðferð þótt flestir bændur hafi tekið hana í notkun til þess að spara vinnu og í mörgum tilvikum húsakost. Margir eiga ekki kost á öðm en koma sér upp tækjum til rúlluheyskapar og kem- ur fleira en eitt til. Ég nefndi að margir bændur væru nánast eini vinnukrafturinn á búunum og þeir eiga því erfitt með að sinna hey- skap með eldri vinnuaðferðum sem byggjast á meiri útiþurrkun. Þegar búin stækka vex fóður- öflunin og nægilegt hlöðupláss er ekki fyrir hendi. Margir hafa því fremur kosið að leysa þann vanda með rúlluvæðingunni en að leggja í hlöðubyggingar. Þá er ótalinn einn vandi, sem margir bændur búa við, en það er eins fasa rafmagn. Þessi aðstaða gerir þeim erfiðara fyrir með súgþurrkanir og annan búnað þar sem nota þarf raf- mótora. Mótorar fyrir eins fasa raf- magn em mun dýrari en fyrir þriggja fasa auk þess sem erfitt er orðið að fá þá. Þetta setur bændum ákveðnar skorður við að nýta raf- magnið og getur valdið því að þeir verða stundum að velja dýrari kosti. Kosti á borð við rúllu- væðinguna í stað öflugrar súg- þurrkunar." Kristinn segir vem- legan kostnað felast í því að leiða þriggja fasa rafmagn heim á marga sveitabæi en hann þurfi þó ekki að vera óviðráðanlegar ef miðað er við byggingar og kaup á dýmm tækjum. „Það er um þriggja kíló- metra vegalengd hingað heim frá aðalraflínunni til Grenivíkur og talið er að það muni kosta um þrjár milljónir laóna að leggja þriggja fasa línu þá leið. Það em fjórir notendur á þessari leið er gætu nýtt sér slíka framkvæmd. Mér finnst það vera verkefni fyrir Bændasam- tökin og Rafmagnsveitumar að finna leiðir til þess að koma þriggja fasa rafmagni á sem flesta sveitabæi því það er um mikið hagsmunamál fyrir bændur að ræða.“ Aðlaga þarf áburðarnotkun Kristinn segir að huga verði að fleiru en byggingum og tækni- búnaði til þess að ná fram bestum afurðum og mestri hagkvæmni. Fóðuröflunin skipti einnig miklu máli. Bændur séu famir að horfa meira til heimafenginnar fóður- öflunar og því aukið grænfóður- rækt til muna auk þess sem fleiri og fleiri þreifi nú fyrir sér með ræktun koms til gripaeldis. „Við höfum til dæmis breytt beitarskipulaginu og skiptum land- inu meira á milli ræktunar og beitar en áður. Þetta hefur gefið góða raun en það sem mér finnst vanta er að bændur hugi betur að mismunandi áburðarþörf eftir því hver landnýtingin á að vera. Það em of mikil kalí efni í fóðrinu og bændur þurfa að huga meira að því hvort ekki sé rétt að nota kalí snauðan áburð á tún sem ætluð em til beitar.“ Kristinn kveðst hafa velt því fyrir sér hvort ekki kunni að vera feilar í því kerfi sem sem bændur styðjist við þegar um áburðar- notkun er að ræða, hvort hlutfall kalís sé ekki of hátt miðað við brennisteinshlutfallið. „Mér finnst skorta tengingu á milli sjónarmiða ráðunauta og dýralækna í þessum efnum og að niðurstöður rann- sókna þurfi að komast betur til skila til hins almenna bónda.“ Nútíma búskapur byggist á hagkvæmni og gæðum Kristinn segir að nútíma bú- skapur byggist á þeirri hagkvæmni og þeim gæðum sem unnt er að ná. „Við emm ekki að binda okkur við lífsstíl. Við emm að stunda framleiðslu og atvinnurekstur sem aðeins lítur almennum lögmálum um atvinnustarfsemi. Gæði fram- leiðslunnar hljóta að verða í fyrir- rúmi og hagkvæmnin nær til allra þátta búrekstursins. Hún nær til gripanna sjálfra. Hún nær til fóður- öflunarinnar og hún nær til þeirrar vinnu sem unnin er á búinu. Þar koma tæknimálin og tækjakaup inn í myndina. Með nýjustu tækni geta bændur mætt vaxandi vinnu- aflsþörf á búunum en þar verður einnig að fara með allri gát. Engu að síður tel ég fullkominn búnað í fjósum skila sér í betri vinnuað- stöðu, betri nýtingu vinnuafls og síðast en ekki síst í betri afurðum." Kristinn Ásmundsson og Stephani Lohmann í Höfða ásamt eldri syni sínum. Yngri sonurinn var sofandi þegar tíðindamann bar að garði._

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.