Bændablaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 14
14 Bœndablaðið Þriðjudagur 25. nóvember 1997 Niðurstöður búreikninga 1996 FRAMLEGfl EFTIR VETRAR- FÓORAÐA KIND VEX Auknar Prfesflngar nema hjii blDnduOum búum bar sem þær dragast saman Bændablaðinu hefur borist skýrsla Hagþjónustu land- búnaðarins um niðurstöður búreikninga 1996. Þar er er greint frá niðurstöðum Hag- þjónustu landbúnaðarins úr uppgjöri 436 búreikninga fyrir árið 1996 sem bárust víðs veg- ar að af landinu. „Búin í upp- gjörinu hafa um 22,7% af heild- argreiðslumarki í mjólk á landinu og um 13,8% heildar- greiðslumarks í kindakjöti og ætti því að gefa nokkuð góða vísbendingu um afkomuna í búgreinunum. Hér á eftir er stiklað á stóru um afkomuna í íslenskum landbúnaði eins og hún birtist í uppgjörinu ásamt því að benda á ýmsa þætti sem þar koma fram. Megin áhersla er lögð á hefðbundnar búgrein- ar og takmarkast umræðan við þann fjölda búa og þá bú- greinaflokkun sem stuðst er við,“ segir í ágripi að Niður- stöðu búreikninga 1996. „Alls eru 210 bú flokkuð sem kúabú og hafa þau að meðaltali 573,1 ærgilda greiðslumark. Hagn- aður fyrir laun eigenda nemur að jafnaði 1.391 þúsund kr., eða 20,9% af heildartekjum." í uppgjörinu fyrir árið 1996 eru 118 sauðfjárbú og var greiðslumark þeirra er að meðaltali 278,4 ærgildi. Bústærðin er umreiknuð í ærgildi og það notað sem viðmiðunar- grundvöllur þó tengsl greiðslu- marks og framleiðslu hafi verðið mikið til rofin ffá og með 1. janúar 1996. Hagnaður fyrir laun eigenda er að jafnaði 646 þúsund kr., eða 22,1 % af heildartekjum. Þegar litið er á samanburð sömu búa árin 1995 og 1996 þá hefur hlutfall hagnaðar fyrir laun eigenda af heildartekjum lækkað að jafnaði hjá kúabúum og búum með kýr og annað en hækkað á sauð- fjárbúum og öðrum búum sem skil- grein eru í uppgjörinu. Þessi samanburður er sýndur nánar í meðfylgjandi töflu. Hlutfall heild- arskulda af heildartekjum hjá sömu búum árin 1995 og 1996 hefur hækkað áberandi mest á búum með kýr og annað, eða úr 112% í 127% og kúabúum úr 93% í 100% á meðan það hefur aðeins vaxið úr 84% í 85% á sauðfjárbúum og 60% í 62% á blönduðum búum. Þá hækkar framlegð eftir vetrarfóðraða kind á öllum flokkum búa milli áranna 1995 og 1996. Hins vegar fer framlegð eftir mjólk- urkú að meðaltali lækkandi hjá blönduðum búum og búum með kýr og annað en vaxandi á kúa- búum í samanburði sömu reikn- ingsbúa milli áranna 1995 og 1996. „Fjárfestingar fara almennt vaxandi í samanburði sömu reikn- ingsbúa á árunum 1995 til 1996 að undanskildum blönduðum búum þar sem fjárfesting dregst saman. Athyglisvert er að sjá hvað fjár- festingar í byggingarframkvæmd- um eru orðnar fyrirferðarmiklar á árinu 1996 hjá búum með loðdýr og annað og hjá búum með ferða- þjónustu og annað.“ Breytilegur kostnaður á hektara við heyöflun er mestur á kúabúum en fer almennt lækkandi hjá öllum búgerðum eftir því sem stærð túna vex. Breytilegur kostnaður á fóður- einingu lækkar hins vegar með vax- andi uppskeru á hektara. Dreifing búreikninganna eftir landshlutum er nokkuð ójöfn eins og fram kemur í flokkun þeirra eftir kjördæmum. Flestir búreikningar bárust úr Norðurlandskjördæmi eystra eða, eða 134 talsins. Þar voru búin einnig stærst og nam greiðslu- mark þeirra að meðaltali 561,9 ærgildum. Þar af voru 428,9 ærgildi í mjólkurframleiðslu og 133 ærgildi í kindakjöti. Hagnaður fyrir laun eigenda var að meðaltali einnig mestur í þessu sama kjördæmi, eða 1.412 þúsund kr. sem gerir 22,8% af heildartekjum. Tafla 5.1 Rekstraryfirlit 1995 og 1996; samanburður sömu búa Fjárhæðir I þúsundum króna Meðaltal Kúabú Sauðfjárbú Blönduð bú 1995 1996 1995 1996 1995 1996 1995 1996 Fjöldi reikninga 273 273 160 160 77 77 20 20 Fjöldi mjólkurkúa 16,3 16,7 25,3 25,8 0.3 0,2 12,7 12,9 Fjöldi vetrarfóöraðra kinda 135,2 124,9 50,5 42,2 283,6 268,8 224,9 213,1 Magn heys f FE 81.556 107.068 97.168 123.539 54.574 80.302 81.869 108.068 Fjöldi lamba til nyfja 173,1 160,6 54,2 47,8 381,8 357,5 297,8 293,7 Stærð túna, ha 37,7 37,1 42,4 40,9 30,0 30,2 36,2 39,2 Mánaðarverk 21,4 20,5 24,2 23,3 16,5 15,0 22,7 23,0 Greiðslumark, ærgildi 444,3 469,1 546,9 564,0 265,3 273,7 452,6 471,3 -þar af mjólk 326,7 338,9 509,6 528,8 0,0 0,0 254,1 263,2 -þar af kindakjöt 117,6 120,2 36,4 35,1 265,3 273,7 198,5 208,1 Búgreinatekjur 4.743 4.992 5.916 6.210 2.514 2.665 4.698 5.067 Breytllegur kostnaður 1.897 1.952 2.400 2.452 910 949 1.782 1.899 Framlegð 2.846 3.040 3.517 3.758 1.605 1.717 2.916 3.168 Hálffastur kostnaður 1.006 1.032 1.192 1.245 645 637 939 966 Afskriftlr 769 939 984 1.211 390 450 647 746' Fjármagnsliðir 242 232 307 284 146 156 148 164 Aðrar tekjur 298 285 336 295 182 199 200 207 HagnJ(tap) f. laun eigenda 1.126 1.121 1.370 1.313 606 673 1.382 1.499 Hagn./(tap) 0-búgreina 28 21 9 -2 42 47 27 4 í tilefni útkomu bókarinnar og til að minnast þess að á árinu hefði Gunnar Guðbjartsson orðið áttrœður, buðu Bœndasamtök íslands nánustu aðstandendum hans, nokkrum fyrrverandi samstarfsmönnum og þeim sem að bókinni unnu til mótttöku. Á myndinni eru þau afbörnum Gunnars og Ásthildar sem þarna gátu mœtt ásamt Ásthildi og formanni BÍ. Talið frá vinstri: Guðbjartur Gunnarsson, Hallgerður Gunnarsdóttir, Áshildur Teitsdóttir, Ari Teitsson, Þorbjörg Gunnarsdóttir og Teitur Gunnarsson. Bókin um Gunnar Guðbjartsson komin út r Sauðfjárræktin á Suðurlandi Þættir úr sögu fjárræktarinnar á 20. öldinni -i Á þessu hausti mun Búnaðarsamband Suðurlands gefa út bók eftir Hjalta Gestsson fyrrverandi ráðunaut um sögu fjárræktarinnar á Suðurlandi á þessari öld. Bókin er hin veglegasta og er um 200 síður með 85 myndum. Hún tekur nokkuð mið af þeim miklu sviptingum sem áttu sér stað kringum fjárskiptin 1951-1954. Af efnisþáttum bókarinnar má nefna: -Ræktunarsagan fyrir fjárskipti -Fjárskiptin 1951-1954 -Eðli og eiginleikar nýju fjárstofnanna -Ræktunarstarfið eftir fjárskiptin -Stofnun Sauðfjársæðingarstöðvarinnar -Barátta við sauöfjársjúkdóma -Beitarþol og gildi afrétta Að lokum eru mjög fróðlegir ferðaþættir frá fjárkaupunum. Bókin fæst hjá Búnaðarsambandi Suðurlands á sérstöku áskriftarverði kr. 2.500.- m.vsk. Hægt er að panta bókina í síma 482-1611 eða senda meðfylgjandi pöntunarseðil til Búnaðarsambands Suðurlands, Austurvegi 1,800 Selfoss. Bókin fæst einnig hjá Bændasamtökum íslands og búnaðarsamböndum um land allt. Sigurgeir Þorgeirsson segir eftir yfirlestur á handriti: „Ég las handritið mér til ánægju og mikils fróðleiks. Kaflarnir um fjárskiptin og nýju fjárstofnana eru mjög dýrmætir, þar sem lýst er einhverjum erfiðasta en jafnframt einum merkasta kafla í sögu sauðfjárræktar á öldinni.” Páll Lýðsson segir um bókina: „Ég tel að Hjalta hafi tekist að gera gott yfirlitsrit og aðgengilegt um sauðfjárræktarstarf sitt fyrir sunnlenskan landbúnað. Ég tel þetta vandað rit, sem áhugamenn munu oft síðar taka til lestrar, bæði af fræðslulöngun og eins til að byggja upp framtíðina, á þegar þekktum gildum.“ Júlíus J. Daníelsson segir um bókina: „Hjalti Gestsson hefur unnið mikið og gott verk við að setja saman þetta rit, því hvorttveggja er, að hann hefur allra núlifandi manna mesta þekkingu á þróun sauðfjárræktar á Suðurlandi síðustu hálfa öldina og einnig hitt, hve ritmálið streymir honum leikandi létt úr penna." Undirritaður/undirrituð óskar eftir eintaki af "Sauðfjárræktinni á Suðurlandi" á áskriftarverði Nafn Heimili og póstfang

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.