Bændablaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 16
16 Bœndablaðið Þriðjudagur 25. nóvember 1997 Frá Framleiðsluráði Umsjón: Erna Bjarnu ióttir Bipgðir ai khidakjl hafa ekki verifi jaia liflar á pessurn úrsh'me um árabil sammngur um Birgðir kindakjöts í lok ágúst (við síðustu verðlagsáramót) námu alls 675,6 tonnum. Þar af var óráðstafað umsýslukjöt umreiknað í DIA samtals 73,6 tonn. Birgðir af kindakjöti í landinu hafa ekki verið jafn litlar á þessum árstíma um árabil og undirstrika þá gjörbreyttu stöðu sem upp er komin eftir að nýr samningur um sauðfjárræktina tók gildi. Vorið 1995 stefndi við óbreytt- ar aðstæður í um 13% flatan niður- skurð á greiðslumarki, sem hefði leitt til umtalsverðs tekjusam- dráttar hjá sauðfjárbændum. Fjár- framlag ríkisins til að leysa við- varandi birgðavandamál forðaði að svo færi. Aukið greiðslumark hjá einstökum framleiðendum, hækk- að gæruverð og hækkandi útflutn- ingsverð hafa síðan leitt til þess að hagnaður fyrir laun eigenda á sauðfjárbúum hækkaði um 11% milli áranna 1995 og 1996, sam- kvæmt niðurstöðum úr uppgjöri búreikninga frá 77 sauðfjárbúum, hjá Hagþjónustu landbúnaðarins. Allt útlit er fyrir að þessi þróun haldi áfram á árinu 1997. Má þar til nefna lækkun á verðskerðingar- gjaldi á verð til framleiðenda úr 8% í 3%, lækkun á útflutningshlut- falli fyrir dilkakjöt úr 19% í 13% og hækkað verð á dilkakjöti, bæði innanlandsverð og á útflutnings- mörkuðum. Samkvæmt verslunarskýrslum Hagstofu Islands var fob verð fyrir fryst lambakjöt í 1/1 og Vi skrokkum að meðaltali 147 kr./kg allt árið í fyrra. Fyrstu 8 mánuði ársins 1997 var það hins vegar kr 224 á kg. Síðustu sex mánuði ársins 1996 var meðalverð á frystu dilka- kjöti í 1/1 og lA skrokkum í ESB löndum án Belgíu, auk Japans, Færeyja og Noregs kr. 195 pr. kg en var á sömu mörkuðum kr. 226 pr. kg. frystu sex mánuði ársins 1997. Verðmæti bú- vöruframleiðsl- unnar 1996, samkvæmt verð- mætaáætlun Framleiðsluráðs landbúnaðarins, í þúsundum króna. Afuröir nautgripa Afurðir sauöfjár Afuröir hrossa Afurðir svína Afuröir alifugla Garöávextir og gróöurhúsaafuröir Hlunnindi Feröaþjónusta Loödýraafuröir Fiskeldi Samtals 6.366.371 3.523.753 727.436 867.296 1.176.647 907.593 896.281 651.930 475.053 1.474.380 17.066.741 37,3% 20.7% 4,3% 5.1% 6.9% 5,3% 3,8% 2,9% 8,6% Verðfall á svínakji í nágrannalöndunum? f danska blaðinu „Lands- bladet“ þann 11. nóvember sl. er haft eftir Kjeld Johannesen framkvæmdastjóra danska sláturhúsarisans „Danish Crown“ að vænta megi minnst 20% verðfalls á svínakjöti á árinu 1998. Reyndar telji flestir starfsbræðra hans í Evrópu að verðlækkunin geti orðið allt að 30%. Einnig er búist við verð- lækkunum á alþjóðamarkaði. Verðlækkunin kemur eftir einkar hagstætt árferði fyrir danska svínakjöts- framleiðendur sem hafa notið hærra afurðaverðs á árinu, sem nemur einni krónu á kíló, en búist var við í byrjun þessa árs. (http://www.lantbruk.com) Agendn 2000 I sumar birti Evrópusambandið verkefnaskrá sína (Agenda 2000) þar sem settar eru fram fastmótaðar tillögur sem miða að því að endurmóta hina sameiginlegu landbúnaðarstefnu þess og búa hana undir næstu öld. í kafla um markmiðssetn- ingu fyrir sameiginlegu land- búnaðarstefnuna er að finna viðhorf sem hljóta að teljast áhugaverð í ljósi umræðu um markmiðssetningu og framtíð íslensks landbúnaðar. Þar segir meðal annars að verðlag sé aðeins ein hlið á samkeppnishæfni. Fæðuöryggi og gæði matvæla eru að minnsta kosti jafn mikilvæg. Það er grundvallarskylda að tryggja neytendum innan og utan sambandsins fæðuöryggi, og það verður að hafa algeran forgang í sameinginlegu land- búnaðarstefnunni. Þá segir enn fremur að það að tryggja þokkaleg lífskjör fyrir land- búnaðarsamfélagið og stuðla að stöðugleika í tekjum bænda verði áfram lykilmarkmið. Æ mikilvægara verður einnig að fella umhverfissjónarmið inn í sameiginlegu landbúnaðar- stefnuna, og efla það hlutverk sem bændur geta gegnt og eiga að gegna við umsjón náttúru- auðlinda og varðveislu land- gæða. Annað mikilvægt fram- tíðarmarkmið er síðan að skapa bændum og fjölskyldum þeirra möguleika á viðbótartekjum eða öðrum tekjustofnum innan bús eða utan, þar sem atvinnu- tækifærum við landbúnað fer fækkandi. Fyrir áhugasama „vef-fara“ er enska textann að fínna á eftirfarandi netföngum: Netfangið fyrir Agenda 2000 (full text) er: http://europa.eu.int/en/comm/dg06/ag20 00/text/text_en.htm „Summary“ er að fínna á: http://europa.eu.int/en/comm/dg06/ag2000 /sum/sum_en.htm Háafurðabúskapur og umhverfisvandamál framtfðarinnar í evrópskum landbúnaði Háafurðabúskapur (intensive agriculture) er hugtak sem byggt er á tilfinningu og í huga flestra er þessi búskapur af hinu illa en hjarðbúskapur eða sjálfþurftarbúskapur (extensive agriculture) af hinu góða. En hvað er þá háafurðun (intensification)? Það er að hámarka þyngdaraukningu framleiöslueiningar (grips/gripa) innan afmarkaös svæðis. Þannig getur einnig verið um að ræða fjölgun gripa í stfu, í byggingu, í beitarhólfi, á bæ, í sýslu eða landi. En um háafurðun getur einnig verið að ræða þegar gripur er látinn þyngjast meira en áður innan afmarkaðs svæðis. Ef t.d. grísir eru látnir þyngjast í 100 kg í stað 90 kg innan sömu stfu samsvarar það fjölgun um einn grís séu þeir tíu. Kostir og ókostlr háafurðabúskapar Það verður að Ifta á málin frá fleiri en einni hlið. Um þessar mundir gera spár ráð fyrir að mannfólkinu fjölgi um 81 milljón á ári eða 154 einstaklinga á mínútu. Þetta leiöir af sér minna landrými til landbúnaðar og fleiri munna sem þarf að ala. Það er ekki bara aö dýr þurfi ákveðið rými til að þrífast eins og best verður á kosið. Heldur á það við um öll hjarðdýr að það þarf ákveðinn fjölda þeirra á ákveðnu svæði sömuleiðis. Þegar farið er yfir þau mörk í fjölda gripa á flatarmálseiningu sem eðlileg eru fara vandamálin að gera vart við sig. Aukin hætta á sýkingu, andlegt ástand gripa versnar og álag á varnar- og ónæmiskerfi vex. Þetta getur svo leitt til aukinnar tíðni sjúkdóma og dauðsfalla og einnig getur dregið úr vexti, mjólkurframleiðslu og fóðurnýtingu. Utandyra eru vandamálin vegna of mikilla þrengsla svipuð. Þó geta sjúkdómar verið af ólíkum toga eins og sjúkdómar af völdum snýkjudýra og næringarefnaskorts. Einnig eru dýr sem alin eru utandyra berskjölduð gagnvart veðurfari og rándýrum og dýrum sem geta boriö með sér smit (reyndar á þetta við um hjarðbúskap líka). Það má því Ijóst vera að háafurðabúskapur hefur sína kosti og galla. En það er vandséð að hægt verði að anna næringarþörf jarðarbúa án háafurðabúskaþar. Hvað vilja neytendur? Hafa neytendur áhyggjur af háafurðabú- skap í kjötframleiðslu? Ef litið er til neyslu- breytinga undanfarin ár þá er svarið nei. Neysluaukning í kjúklingakjöti og svínakjöti segir allt sem segja þarf en þessar greinar bera flest einkenni háafurðabúskapar. Neytandinn virðist því setja önnur atriði í for- gang eins og t.d. verð. Vandamál framtíðarinnar Hvaða vandamál eru líkleg til að skapast í framtíðinni? Hvert eðli þeirra verður er erfitt að segja. En þó má geta sér til um að sjúkdómar tengdir ónæmiskerfi verði algengari þegar fram í sækir. Einnig má gera ráð fyrir vandamálum sprottnum af næringarskorti sem og efna- skiptasjúkdómum og eitrunaráhrifum sem annað hvort eru bein eða óbein afleiðing af mengun frá umhverfinu. Það er næsta víst að upp munu koma vandmál sem tengjast yfir- álagi á gripi í háafurðabúskap þegar mannfjöldi á jörðinni nær 6.500 billjónum eftir u.þ.b. 50 ár. Endurvinnsla er af hinu góöa en getur þegar henni er beitt viö búskap og með afurðum hans í miklum mæli verið skaðleg, beint og óbeint. Stærsta ógnin sem blasir við evrópskum landbúnaði í dag er losun mykju frá háafuröabúskap (verksmiðjubúskap) og saurs úr skólpi frá þéttbýlissvæðum. Bráðlega taka gildi reglur hjá ESB sem eiga að draga úr mengun frá bæði mönnum og dýrum. Eins og margir vita er mykja orðin takmarkandi þáttur svínaræktar í Hollandi og hafa verið settar reglur á atvinnugreinina þess vegna. Innan ESB eru nú hafnar umræður um kvóta á svínaræktina til þess að ná mengunarmálum atvinnugreinarinnar undir stjórn. Hverjar eru afleiðingarnar? Mykja er góður áburður fyrir jarðveg en sé hún borin á í of miklum mæli getur það valdið mengun og jafnvel orsakað sjúkdóma. Þetta á sérstaklega við um iðrasjúkdóma en einnig aðrar sýkingar eins og Gin- og klaufa- veiki, miltisbrand, snýkils-bronkítis o.s.frv. Sauri frá mönnum hefur verið dreift sums staðar í Evrópu á landbúnaðarsvæði í litlu magni, mörg undanfarin ár án sérstakra vandamála. Fylgja þarf fullnægjandi öryggisráðstöfunum við geymslutíma saurs fyrir dreifingu á nytjaland og tíma sem þarf að líða áður en það er nytjað eftir dreifingu. Ef þetta er ekki gert er hætta á að verið sé að dreifa mörgum sjúkdómum og sjúkdómsvöldum eins og salmonellu, berklum, kólígerlasýkingum o.fl. Þar að auki getur saur innihaldið mikið af þungmálmum. Ekki eru þekkt langtímaáhrif af þungmálmum undir skilgreindum mengunarmörkum eða hættumörkum í nytjuðu landi á búfé. Kenningar eru um að áhrifin gætu verið hæg og leitt til steinefnaskorts og efnaskiptavandamála en einnig haft bein eða óbein áhrif á ónæmiskerfi sem leiðir til minni mótstöðu gegn sjúkdómum. Síðan 1991 hefurverið í gildi reglugerð innan ESB sem kveður á um að á árinu 1998 skuli losa 25% af saur úr skólpi Evrópubúa með öðrum hætti en að dæla honum í sjóinn. Endanlegt markmið er að hætta losun saurs á haf út vegna mengunar og vistkerfisbreytinga sem það getur haft í för með sér. (Það á sérstaklega við þar sem skólpi er dælt út á grunnsævi en lítil eða engin hætta er á ferðum sé skólpi dælt út á djúpsævi). Mestar líkur eru á að saurnum úr skólpinu verði dreift á landbúnaðarland því aðrar lausnir eins og t.d. landfylling og brennsla eru einfaldlega of dýrar. Verði sú raunin verða það evrópskir bændur sem munu súpa seyðið af þessum gjörning fari eitthvað úrskeiðis. Það þarf ekki annað en t.d. aö einhverjar af stóru verslunarkeðjunum í Evrópu ákveði að hætta að kaupa land- búnaðarafurðir frá svæðum þar sem skólpi er dreift. Eða að sett verði lög eða reglu- gerðir sem lækkuðu leyfileg mörk þungmálma í jarðvegi./Lauslega þýtt og staðfært./ÓHE. Enska hugtakið „intensive agricuiture" á sér enga góða hiðstæðu í íslensku máli en talað hefur verið um hámarks afurðastefnu, verksmiðjubúskap, þrengslabúskap og styrkbúskap. Orðið styrkbúskapur er ekki nógu lýsandi. Þrengslabúskapur gefur heldur neikvæða mynd af hugtakinu. Verksmiðjubúskapur er i eðli sínu „intensive“ en lýsir þó frekar stæröargráðu framleiðslueiningar. Hámarks afurðastefna er nærri lagi en gefur þó ekki alveg rétta mynd, í raun er það þannig að í nær öllum nútímabúskap er reynt að ná sem mestum afurðum per grip. Eftir að hafa rætt við málfræðing hjá íslenskri málstöð var ákveðið að kalla „intensive agriculture“ háafurðabúskap og stigmögnun hans eða „intensification“ háafurðun. Það skal tekið fram að sá sem annaðist snörun þessa er engan veginn ánægður með þessa lausn og lýsir hér með eftir betri þýðingu á hugtakinu. Gallinn er sá að í„intensive“ búskap er oft farið að mörkum þess sem telja má eðlilegt eða náttúrulegt en ekkert af ofangreindu íslensku orðanna nær að góma þetta atriði.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.