Bændablaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 4
4 Bændablaðið Þriðjudagur 25. nóvember 1997 blaðið LU QC Útgefandi: Bændasamtök Islands Bændahöll við Hagatorg, 127 Reykjavík Sími5630300 Fax á aðalskrifstofu BÍ 562 3058 Fax hjá Bændablaðinu 552 3855 Kennitala 631294-2279 Ritstjóri Áskell Þórisson (ábm.) Beinn sími ritstjóra 563 0375 GSM sími 893 6741 Heimasími ritstjóra 564 1717 Netfang ath@bi.bondi.is Augiýsingastjóri: Eiríkur Helgason Beinn sími augiýsingastjóra: 563 0303 Blaðstjórn: Sigurgeir Þorgeirsson, Hörður Harðarson, Þórólfur Sveinsson. Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Alls fara 6.363 eintök (miðað við 1. október 1997) í dreifingu hjá Pósti og síma. Bændablaðinu er dreift frítt til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 3200 en sjötugir og eldri greiða kr. 1.600. Prentun: Isafoldarprentsmiðja Ritstjórnargrein ISSN 1025-5621 Stétt í vanda Örn Bergsson stjórnarmaður í Bœndasamtökum íslands Fyrir skömmu sendi Byggðastofnun ffá sér tvær skýrslur um þróun og stöðu sauðfjárræktar á íslandi. Það ber að þakka þann áhuga stofnunarinnar á sauðfjárbúskap og byggðaþróun sem endurspeglast í vali þessara verk- efna. Hin tölulega samantekt um afkomu, þróun afurðaverðs og fjölmargra annarra þátta sem fram komu í skýrslum stofnunarinnar er afar gott innlegg í þá umræðu sem hlýtur að eiga sér stað á næstu mánuðum um stöðu og framtíð sauðfjár- ræktarinnar. Sú spuming hlýtur að brenna á forystumönnum bænda og stjómmálamönnum hvort þeir hafi með einhveijum hætti bmgðist því fólki sem nú býr við þær aðstæður að hafa þolað 22,8 % tekjuskerðingu á fimm ámm, aukið skuldsetningu búa sinna í 93% af veltu og gengið á eignir sínar. Það er skylda allra þeirra sem fjalla um málefni þessa fólks að búa þannig um hnúta að sæmandi sé í lok tuttugustu aldar. Sauðfjárræktin þróaðist í því umhverfi sem henni var búið af opinberum aðilum í þá átt að skila bændum lífvænlegri afkomu, en ekki af ásetningi bænda til að misnota opinbert fé til útflutningsuppbóta eða viðlíka ríkisstuðnings með offramleiðslu. Miklum fjármunum hefur verið varið í það sem kallað hefur verið að- lögun sauðfjárframleiðslu að innanlandsmarkaði. Að mestum hluta vom þeir fjármunir notaðir til uppkaupa á framieiðsluheimildum bænda en einnig að nokkm leyti til búháttabreytinga. Staða hinna dreifðu byggða hefði verið enn verri nú hefði þessa stuðnings ekki notið við. Það hefur mikið verið rætt um þær fómir sem vinnandi stéttir þessa lands færðu til að koma á stöðugleika í þjóðarbúskap íslendinga og það er vissulega ástæða til að minnast þess og meta að verðleikum. Nú krefjast stéttarfélögin hlutdeildar í góðærinu og sækja mismiklar kjarbætur sér til handa allt eftir samningsstöðu. Á sama tíma horfir sú stétt sem stærstar fómir færði, fram á dapurlegar staðreyndir um stöðu sína og afkomu. Ef til vill eiga bændur ekki lengur þá málsvara í röðum landsfeðranna sem áður og eflaust mætti forysta bænda vera harðari af sér í kjarbaráttunni en raun ber vitni. Á síðustu misserum hefur afkoma sauðfjárbúa batnað. Að stærstum hluta er sá bati til kominn vegna lækkunnar á álögum sem nýttar vom til markaðssetningar og vömþróunnar en á sér ekki skýringar nema að litlu leyti í hækkandi skilaverði afurða. Vonir sauðfjárbænda um batnandi af- komu em mjög tengdar auknum útflutningi og úrvinnslu afurða. Stuðningur ríkisvaldsins við verkefni á þessu sviði er forsenda fyrir því að árangur náist. Markaðssetning vöm og þjónustu er þess eðlis að oft líður langur tími þar til varan hefur náð þeirri stöðu á markaði að ásættanlegt verð sé í boði. Fagna ber þeim árangri sem náðst hefur í sölu kindakjöts á erlendum mörkuðum en betur má ef duga skal og biðin eftir að úr rætist er erfið. Þetta var mönnum ljóst við gerð þeirra búvömsamninga sem gerðir vom milli ríkis og bænda um sauðfjárframleiðsluna - meðal annars þess vegna vom sem fylgigögn undirritaðar bókanir um ffekari stuðning ríkisins við greinina. Flestar þeirra reyndust ekki pappírsins virði. Bændur em þolinmótt fólk og vanir því að takast á við óblíða náttúm. Þeir hafa staðið af sér harðindi og óáran en bændur em óvanir því að takast á við nútíma pólitfk. íslenska bændastéttin á rætur í umhverfi sem ein- kennist af samhjálp og samvinnu og þess vegna er erfiðara fyrir hana að takast á við breytta tíma. Til þess að standa vörð um kjör sín er brýnt að bændur taki virkari þátt í kjarbaráttunni því einungis þannig mun mönnum miða nokkuð á leið. Hlustað með athygli á fundi Félags hrossabœnda. F.v. Þórir ísólfsson, Lœkjamóti og Ingimar Ingimarsson, Ytra - Skörðugili. Á milli þeirra er Ármann Ólafsson, Litla-Garði. Sameining félaga hrossabænda Gðð samstaða náðist um fyrirkomulag Aðalfundur Félags hrossa- bænda var haldinn 13. nóvember sl. og degi síðar fór samráðsfundur fagráðs í hrossarækt fram. Hrossarækt- endur sameinuðust á fyrr- nefnda fundinum, þegar fram fór formleg sameining Félags hrossabænda og Hrossa- ræktarsambands íslands. Hestamenn hafa því sam- einast á flestum vígstöðvum, en fyrir nokkrum vikum síðan sameinuðust Landssamband hestamannafélaga og Hesta- íþróttasamband Islands, undir merkjum LH. Kosið var um nafn á nýja félagsskapnum og hlaut nafn Félags hrossa- bænda flest atkvæði og verður því notað áfram. í stjóm félagsins vom kjömir: Bergur Pálsson, Hólmahjáleigu, sem formaður til eins árs, Ingimar Ingimarsson, Ytra-Skörðugili og Ármann Ólafsson, Litla-Garði til tveggja ára, Ólafur Einarsson, Torfastöðum og Skjöldur Stefáns- son, Búðardal til þriggja ára. Góð samstaða náðist um fyrir- komulag kynbótadóma og vora til- lögur til fagráðs þess efnis sam- þykktar. í tillögunum kom m.a. fram að dómarar skuli vera þrír og hafa samráð við dómstörf. Þó skal vera heimilt að færri dómarar starfi á sýningum þar sem mjög fá hross em sýnd. Einnig beindi aðal- fundurinn því til fagráðs að sýningum á hryssum með l.verðlaun fyrir afkvæmi yrði hætt, en árlega verði birt tafla í Hrossaræktinni yfir þær hryssur sem náð hafa einkunnastigum til 1. verðlauna eða heiðursverðlauna og eigendum þeirra sent heiðursskjal. Heiðursverðlaunahryssur hafi þó enn sýningarrétt á lands- fjórðungs- og héraðssýningum. Markaðsmál vom einnig rædd ítarlega og lýsti fundurinn yfir ánægju með þau störf er unnin hafa verið í þágu reiðhrossa- verslunarinnar sl. ár. Einnig kom fram að fundarmenn vom ánægðir með störf stjómar er lúta að kjöt- markaðinum, en menn töldu þó brýnt að fleiri sláturhús fengju leyfi til hrossaslátmnar á EB markað. Bergur Pálsson var kjörinn fulltrúi á Búnaðarþing fyrir hönd Fél. hrb. auk þess sem hann, Þórir ísólfsson, Lækjamóti og Kristinn Guðnason, Skarði hlutu flest atkvæði í kosningu þar sem kosið var um tillögur að mönnum í fagráð. Aðalfundurinn var að flestra mati starfssamur og málefnalegur og fundarmenn bjartsýnir á öflugt framtíðarstarf nýrra sameinaðra samtaka. Samráðsfundur fagráðs var svo haldinn 14. nóv. sl., en þar komu saman fulltrúar flestra hagsmuna- aðila í hrossarækt. Flutt vom tvö ffamsöguerindi; Sigríður Bjöms- dóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma á Hólum, flutti ítarlegt erindi um niðurstöður spattrannsóknar og Hulda G. Geirsdóttir, markaðsfull- trúi Fél. hrb. kynnti niðurstöður úr markaðsrannsókn félagsins. Mikl- ar umræður spunnust í kjölfar erindanna og þóttu þau fróðleg á margan hátt. Helstu niðurstöður spattrannsóknarinnar hafa verið kynntar í hestatímaritum nú þegar og niðurstöður markaðskönnunar Fél.hrb. reifaðar hér í Bænda- blaðinu fyrir stuttu síðan. Hrossaræktendur luku svo fundarseríu sinni með því að halda sína árlegu uppskeruhátíð á Hótel Sögu að kvöldi 14. nóv. þar sem menn glöddust yfir góðum árangri í íslenskri hrossarækt á árinu. HSKVERKANDIBESTI HROSSAR/BdANDINN Uppskeruhátíð hestamanna var haldin 14. nóv. sl. í Súlnasal Hótel Sögu. Skemmtunin var að veiyu fjölbreytt blanda af glæsilegum skemmtiatriðum og verðlaunaafhendingum hrossaræktenda og hestamanna. Brynjar Vilmundarson, fiskverkandi í Keflavík, var valinn ræktunarmaður ársins, en hann hlaut flest stig í útreikningi á árangri í hrossarækt á árinu. Brynjar hefur stundað hrossarækt um árabil og síðastliðin ár kennt hross sín við Fet, sem er jörð hans í Rangárvallasýslu. Sigurbjörn Bárðarson var valinn hestaíþróttamaður ársins, en fáir virðast eiga roð við honum þegar að því vali kemur. Landsliðið í hestaíþróttum hlaut viðurkenningu fyrir frábæran árangur á heimsleikunum og Félag hrossabænda heiðraði Einar Eylert Gíslason, Syðra-Skörðugili, fyrir áralangt starf í þágu féiagsins.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.