Bændablaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 17

Bændablaðið - 25.11.1997, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 25.nóvember 1997 Bœndablaðið 17 Smáauglýsingar Til sölu Óskaö eftir Til sölu 20 þúsund lítra greiðslumark í mjólk. Tilboðum sé skilað á skrif- stofu búnaðarsamtaka Vesturiands í Borgamesi. Kaupum æðardún, gott verð. Atlandic Trading, Víkurbraut 13, 230 Keflavík, sími: 421 2200, fax: 421 2227, farsími: 896 0365. Til sölu MF165, árg. 1970, með ámoksturstækjum. Einnig Lada Sport, árg. 1986, þarfnast lag- færingar. Upplýsingar í síma 452 4494 (Magnús). Skata, skata. Til sölu kæst og söltuð stórskata. Einnig þurrkaður salt- fiskur. Pantið tímanlega, takmarkað magn. Sendum um allt land. Uppl. í símum 421 4710 og 897 9543. Til sölu Perkins 4236 og Toyota 2,2 dísel vélar. Einnig varahlutir í Subaru '80-'91, Tercel, L-200, Land Rover og ýmsa fleiri bíla. Uppl. í síma 453 8845. Til sölu IH-444 dráttarvél árg.77'. Uppl. í síma 456 8230. Til sölu kelfdar og nýlega bomar kvígur. Uppl. í síma 487 8548. Til sölu vörubílsgrind, pallur getur fylgt. Tvær Ijósavélar; Petter 7,5 kW og Lister 4 kW. Einnig fjögur aftur- dekk á Ford 500, á 38" felgum. Uppl. í síma 456 4201. Til sölu Land Rover árg.'72 með bilaða vél. Tveir dekkjagangar fylgja og fleiri varahlutir. Selst í pörtum eða í heilu lagi. Einnig lítil kerra og Bamford rakstrarvél, Fella 165 sláttuvél, súgþurrkunarblásari og Scout traveller árg.'78, lítilsháttar bilaður. Á sama stað óskast Nissan 3,3 disel vél. Uppl. (síma 452 7124. Til sölu Zetor 5011 árg. '81. Bilaður gírkassi og jeppakerra. Á sama stað óskast dráttarvél á verðbilinu 250- 300 þúsund kr. Uppl. í síma 487 6585. Til sölu Benz 1113 árg.'68, Claas 435 heybindivél árg.'88, Egeberg baggavagn, H-22 súgþurrkunar- blásari og 13 hö rafmótor 440 V, 1 fasa. Uppl. í síma 438 1257. Til sölu Lada Samara 1500, árg.'91, 5 dyra, ekinn 76.þús. km. Skoðaður '98. Uppl. í s. 557 9161 eftir kl. 20. Til sölu Krone 125 rúllubindivél. Uppl. í síma 453 8258 eftir kl. 21. Til sölu Landsberg heyhleðsluvagn 36m3. Verð 600 þús. kr. Uppl. í síma 451 2977. Til sölu nokkur vel ættuð hross, t.d. hryssur á tamningaaldri undan Hrafni 802, Otri 1050, Asa 1122 og Svarti frá Unalæk. Einnig bleikbles- ótt hestfolald unan Hljómi frá Brún. Uppl. í síma 453 8002. Til sölu Daf 65, 210, ATI, árg.'94 sem er flutningabíll með vörulyftu, ekinn 144 þús. Góður bfll. Vantar kerru með einum öxli, með eða án bodís, 3 - 6,5 tonna burðargeta. Uppl. í símum: 451 3216, 853 6340 og 854 9950. Strengjasteypubitar til sölu. 3 stk. 55x24x1180. Uppl. ísíma421 1661. Til sölu Fiat 80-90 árg.'91 með Álö 540 tækjum, notuð 2.700 stundir. Góð vél. Rúllubaggagreip fylgir. Uppl. í síma 482 4022. Til sölu hreinræktaðir Border-Collie hvolpar undan vel ættuðum for- eldrum. Einnig til sölu nokkur tamin hross. Upplýsingar gefur Þórarinn Pétursson, Laufási, sími 463 3106 á daginn, og 463 3263 á kvöldin. Fyrir minkabú óskast búr, vatns- lagnir, finnskir eða danskir kassar og fóðursíló. Uppl. í síma 486 6047. Óska eftir 5 - 6 hö rafmótor, 1 fasa. Uppl. í síma 486 3363 eftir kl. 20. Óska eftir heyhleðsluvagni fjölhnífa, 30 - 36 m3. Uppl. í síma 462 6295. Atvinna Ráðskona óskast á aldrinum 25 - 40 ára til starfa á austfirsku sveita- heimili. Starfið felst jafnt í heimilis- störfum sem gripahirðingu (blandað bú). Bam er ekki fyrirstaða. Uppl. í síma 899 5730 eftir kl. 20, Sveinn. Starfskraftur óskast í sveit á Vestur- landi. Um framtfðarstarf gæti verið að ræða. Reynsla af landbúnaðar- störfum æskileg. Möguleiki að ráða hjón eða par. Uppl. í síma 435 1288. Námskeið nm Lotus Ms fypip Páðunauta Dagana 2. og 3. desember nk. verður haldið námskeið í Bænda- skólanum á Hvanneyri um Lotus Notes hópvinnukerfið. Námskeið- ið er ætlað starfsfólki búnaðar- sambanda. Aðalleiðbeinandi verð- ur Jón B Lorange, forstöðumaður tölvudeildar BÍ, en einnig heldur Jón Viðar Jónmundsson, búfjár- ræktarráðunautur BÍ, og Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri BI, erindi þar sem þeir fjalla um notkunargildi kerfisins í sínum störfum. Þá fjallar Maríanna H Helgadóttir um handbók land- búnaðarins, sem er ein af mörgum upplýsingalindum í Notes-kerfinu. Um skipulagningu námskeiðsins sér Haukur Gunnarsson, endur- menntunarstjóri á Hvanneyri. Þátt- takendafjöldi verður takmarkaður. SwiEeam- Qster CLIPMASTER Stórgripaklippur SHEARMASTER Fjárklippur Barkaklippur Brýnsluvélar, úrval kamba og annars búnaðar, HSW Ferro- Matic búfjársprautur með sjálfvirkri skömmtun. Einnig dælur fyrir ormalyf og varahlutir í vörubíla. Vélahlutir hf. Vesturvör 24, Kópavogi Sími 554 6005 Fax 554 5500 Þjónusta Uppstoppun! Tek til uppstoppunar dýr og fugla. Kristján Stefánsson frá Gilhaga, Laugavegi 13, 560 Varma- hlíð, sími 453 8131 og 452 8154. Gefins Fisknótarhringir seljast fyrir lítið en fiskeldisnætur fást gefins. Uppl. í síma 562 9010 Smáauglýsingasíminn er 563 0300. Næsta blað kemur út þriðjudaginn 9. desember - og er það síðasta blað fyrir jól. Smá- auglýsingar í það blað þurfa að berast sem fyrst. Ili! RALA-erindi. Þann 11. desember flytur Grétar Guðbergsson erindi sem hann nefnir Jarðvegssaga af Norðurlandi. Erindið verður í fundarsal Rala á Keldnaholti kl. 10 fyrir hádegi. Aðalfundur Félags gulrófnabænda verður haldinn þriðjudaginn 2. desember nk. kl. 14:00 að Hlíðarenda á Hvolsvelli. Sigurgeir Ólafsson starfsmaður Rala kemur á fundinn og fjallar um varnir gegn kálflugunni og kynnir tilraunaniðurstöður. Sjá nánar auglýsingu í blaðinu. Tilkynningar í dagbók óskast sendar blaðinu ekki síðar en á hádegi fimmtudag fyrir útkomu blaðsins. Faxið er 552 3855 og netfang ath@bi.bondí.is Bændablaðið kemur næst út 9. desember Stærri auglýsingar þurfa að hafa borist fyrir kl. fimm, 2. desember. Tekið er á móti smáaug- lýsingum til kl. 12 á hádegi 4. desember. Enn um nýsjálenska púningsmenn Fyrir hönd nýsjálensku rún- ingsmannanna, sem ég undirrituð hef umboð fyrir, langar mig að koma á framfæri þakklæti til bænda, fyrir þær góðu móttökur, sem þeir hafa fengið alls staðar á landinu. Við hörmum það að þetta fyrsta ár sjáum við okkur ekki fært að anna öllum þeim óskum sem borist hafa. í haust munu þeir aðallega sinna Suðurlandi austur að Mark- arfljóti. Af gefnu tilefni vildum við gjaman benda á að afköst þeirra mundu aukast verulega ef nágrannabændur mundu sameinast um rúningsdaga, því mikill óþarfa tími fer í akstur milli staða, auk þess sem hin viðamikla sótt- hreinsun sem þeir stunda milli staða, tekur einnig sinn tíma. Við viljum einnig benda á að tæki þau, sem þeir nota hér á landi og vinnuföt voru flutt inn ný og ónotuð. Undirrituð þvær vinnuföt þeirra á hverjum degi eftir rúningu. Af gefnu tilefni vil ég einnig taka það fram að ég er íslensk. Inga Holdö, sími 482- 1471 Er falinn fjársjódur á heimilinu? Á mörgum heimilum má finna ,Jalinn fjársjóð“; útgjaldaliði sem má lœkka. Þetta veitir svigrúm til að lœkka skuldir, byrja reglulegan sparnað og vera á grœnni grein í Búnaðarbankanum. (^) BÚNAÐARBANKINN - Traustur banki gnun HEIMILISLÍNAN - Eirifaldarjjúrmálin

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.