Bændablaðið - 30.03.1999, Blaðsíða 5

Bændablaðið - 30.03.1999, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 30. mars 1999 BÆNDABLAÐIÐ 5 ClflflS flðftl 1 1 1 1 Hópurinn fyrir utan CLAAS verksmiðjuna í Metz í Frakklandi. HátiO ot í heim - með Ingvarl Nelgasynl M. Þann 24. febrúar sl. héldu 68 manns áleiðis til Frakklands í fylgd með forsvarsmönnum Ingvars Helgasonar hf. sem stóð að ferðinni „Hátíð út í heim 1999“. Flogið var til Amsterdam og þaðan ekið til fyrsta áfangastaðar sem var Metz í Frakklandi. Morguninn eftir var haldið í skoðunarferð í CLAAS heyvinnuvélaverksmiðjumar. Eftir að hafa hlýtt á stuttan fyrirlestur um CLAAS-fyrirtækið, vorum við leidd um framleiðslusahna. I verksmiðjunni í Metz er framleiddur sá þáttur CLAAS sem snýr að baggatækninni þ.e. Rollant 250 (ný rúllubindivél), Variant 180 fastkjamavélar, Quadrant 1150 stórbaggavélar að ógleymdu flaggskipinu; CLAAS 2200 stór- baggavélinni. Það vakti athygli hve mikið af framleiðslunni fer fram í sjálf- virkum vélum, t.d. var ein og sama vélin að renna, fræsa og bora hluti, allt í senn. CLAAS hefur fjárfest mikið á undanfömum ámm, t.d. í nýjum málningarklefa en öll framleiðsla fer í gegnum tvö málningarstig þ.e. annars vegar herslu og hins- vegar málningu sem gefur endan- legan lit. Þá er gæðaeftirlit mjög strangt og fer enginn hlutur frá þeim án þess að fara í gegnum strangt gæðaeftirlit. T.d. sáum við hvert einasta kefli í rúlluvélamar teknið, mælt upp og athugað hvort öxullinn væri réttur. Þeir hlutir sem CLAAS kaupir inn í fram- leiðsluna frá öðrum framleiðend- um eru keypt jafnóðum þannig að aðeins eru u.þ.b. vikubirgðir til staðar hverju sinni. Einnig er framleiðslunni dreift jafnt yfir allt árið þannig að ekki þurfi að segja upp fólki þó að markaðurinn liggi niðri. Einnig þegar vetur ríkir í Evrópu og ekki hægt að prófa vélamar eru nokkrar þeirra sendar til landa eins og Nýja-Sjálands og Astralíu þar sem er hásumar á sama tíma. Við enda hverrar framleiðslulínu er hver vél tekin og athugað hvort að hún sé tilbúinn í sölu til bænda. Hver rúlluvél er látin ganga á fullum snúning í 1-1 Vi klst. og hver stórbaggavél í 2-2 Vi klst. áður en hún fær afhendingarleyfi. Þar sem myndatökur vom ekki leyfðar í verksmiðjunni, er því miður ekki hægt að birta myndir þaðan. Að lokum vil ég þakka CLAAS mönnum kærlega fyrir mótttökumar. Eiríkur Helgason. Varahlutir í dráttarvélar Dreifarakeðjur og hnallar Heyvinnuvélatindar, sláttuhnífar og festingar Öryggishlífar og varahlutir í drifsköft Freyrflytur nýja þekkingu - undirstöðu framfara! Ert þú áskrifandi? Olafur Benediktsson, Miðhópi, Húnaþing vestra. Astæða þess að ég sest við tölv- una og kem þessu á blað er grein í 1. tbl. Bændablaðsins árið 1999 eftir Aðalstein Jónsson, formann Félags sauðfjárbænda um plötu- merkingu sauðfjár. Ég tel það alveg nauðsynlegt að bændur merki allt sitt fé bæði vegna út- breiðslu sjúkdóma og ekki síður að ætlum við að búa með sauðfé hér á landi þá verðum við að bæta byggingu fjárins og auka afurðir. Til þess að það sé hægt þarf hver framleiðandi að vita nákvæmlega hvað hver einstaklingur gefur af sér og það kostar skýrsluhald sem þýðir að hom og/eða plötumerkja þarf hvern einstakling. I lok greinar Aðalsteins em sauðfjárbændur beðnir að virða reglur um litarmerkingar. Ég bý í Húnaþingi vestra í vamarhólfi nr. 17 sem heitir Húnahólf og á að nota brúnan lit. Árið 1993 varð ég að skera allt mitt fé vegna gmns um riðusmit líkt og margir aðrir hér um slóðir. Þegar ég tók fé aftur keypti ég kollótt lömb vestan úr Steingríms- ftrði og var mér gert skylt eins og öllum öðmm er fá nýjan stofn að setja löggilt lituð plötumerki í bæði eym. Notaði ég merki frá Akureyri fyrst í stað en þau fóm fljótt að týna tölunni. Var þá ákveðið að fá aðra tegund í þeirri von að það myndi duga betur. Hafði ég samband við alla þá aðila er ég vissi að seldu fjármerki og nóg var til og allir vildu selja en er liturinn var nefndur þá var sagt því miður ekki brúnt. Einn söluaðili sagði þó að hugsanlega væri hægt að útvega brún merki ef ég pantaði 5000 stk. Síðastliðinn vetur fór svo einn innflutningsaðili að bjóða merki og viti menn líka brún. Pantaði ég plötur og setti í tvo árganga í apríl sl., vom það rúmlega 100 kindur. í lok janúar vom 15% af ánum þannig að að merkið var horfið eða brotið þannig að ekki er hægt að vita hvaða kind er hvað.... Sem betur fer em þær ekki að- keyptar og þannig með mínu marki. Nú í haust sem leið komu hér fyrir í aðalréttum nokkrar kollóttar kindur sem vom plötu- lausar, með göt í báðum eyrum og mörkin vom til á fjárskiptasvæð- um en engin gat sannað að hafa keypt þær þannig að þær vom lagðar inn hjá þeim sem seldu þær lömb. Hvort einhvers staðar heimafyrir hafi komið plötulaus kind veit enginn. Einfalt er að setja plötumar í þannig að tæplega verða afföllin skýrð með því. Er mér kunnugt um að nágrannar mínir eiga við sama vandamál að stríða. Einnig veit ég að til em merki sem hafa dugað mjög vel, en ekki virðist einhverra hluta vegna vera hægt að útvega hvaða lit sem er. Vera má að einhverjir aðilar geti útvegað brún litarmerki sem samþykkt em, en ég veit ekki af. Þá mættu þeir gjaman auglýsa það í Bændablaðinu. Að lokum vil ég benda á að það er varla hægt að ætlast til þess að bændur plötumerki fé sitt og virði jafnframt litamerkingar ef plötumar sem til em endast ekki árið.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.