Bændablaðið - 30.03.1999, Qupperneq 17
Þriðjudagur 30. mars 1999
BÆNDABLAÐIÐ
17
Athyglisverð tilraun á Hesti
Góðnr vfixlnr Inmba í vetur
Stefán Sch. Thorsteinsson,
tilraunastjóri.
Það gerist æ algengara að
bændur slátri lömbum utan hins
hefðbundna sláturtíma til þess að
mæta vaxandi kröfum markaðarins
um ferskt lambakjöt um lengri
tíma ársins. Sumarslátrun lamba í
júlí og ágúst hefur verið stunduð á
Tilraunabúi Rala á Hesti allt frá
1987 og vetrarslátun, í desember
fyrir jól og á útmánuðum fyrir
páska, af og til s.l. 6 vetur. I
sumarslátrunina hefur yfirleitt
verið fargað vænum lömbum
undan gemlingum og
einlembingum, sem ekki eru í
tilraunum, en í vetrarslátrunina
síðbomum lömbum og lömbum,
sem ýmissa orsaka vegna hafa
ekki þrifist eðlilega yfir sumarið,
en em þó heilbrigð, s.s.
undanvillingum, móðurleysingjum
og lömbum undan stritlum.
Þann 17 mars s.l. var slátrað
hjá
Afurðarsölunni í
Borgamesi 44
slíkum lömbum
frá Hesti, 25
hrútum og 19 gimbmm Við
haustvigtun 23. september vógu
þessi lömb 25 kg á fæti að
meðaltali. Þeim var síðan beitt á
fóðurkál og rýgresi, til 27.
óktóber, er þau vom tekin á
innistöðu. Á grænfóðurbeitinni
bættu lömbin við þunga sinn 9 kg
til jafnaðar og vom því orðin 34 kg
er innistaðan hófst. Á innistöðunni
vom lömbin fóðmð eingöngu á
þurrheyi og það að vild.
Samkvæmt Sigvalda Jónssyni
bústjóra, sem fóðraði lömbin, var
meðalátið um 1 kg á dag á lamb,
enda taðan frábær að gæðum með
0,63 FE í kg að meðaltali. Fyrstu
þrjá vikumar á innistöðunni stóðu
lömbin í stað að heita má, meðan
þau vom að læra átið og venjast
húsvistinni, en eftir 18 nóvember
tóku þau við sér og uxu jafnt og
þétt og áfallalaut til slátmnar 17.
mars og vom þá orðin 43 kg á fæti
að meðaltali og höfðu bætt 18 kg
við þunga sinn frá 23. september
sem svarar til um 100 g vaxtar á
dag. Vaxtarferli þeirra er sýnt á
meðfylgjandi línuriti.
Meðalfallþunginn reyndist
17,92 kg, og vom föllin afar vel
holdfyllt, en alls ekki feit, þar sem
meðalfituþykktin á síðu var aðeins
7,8 mm, sem er lítið miðað við
fallþungann. Gæðamat fallanna
eftir vaxtarlags- og fituflokkum er
sýnt í eftirfarandi töflu:
Gæðamat fallanna
1 2 3 3+ 4 Alls
E 1 1 2
U 13 4 1 1 19
R 1 17 3 1 22
0 1 1
Alls 1 32 7 2 2 44
Hefði þessum lömbum verið
slátrað í haustslátmn, má fastlega
reikna með að þau hafi lagt sig í
hæsta lagi með
um 10 kg
meðalfalli með
lélegri flokkun,
flest farið í O og
P flokka og vart verið boðleg
verslunarvara. Varlega áætlað er
vaxtaraukinn í kjöti á bilinu 9-10
kg sem svarar til 50 - 60 g í
kjötvexti á dag og sem dæmi skal
nefnt að lamb, sem vóg 27 kg á
fæti 23. september lagði sig með
21.5 kg falli. Athyglivert er að
helmingur vaxtaraukans fæst á
kálbeitinni á rúmum mánuði, enda
löngu sannað með tilraunum á
Hesti og víðar, að fóðurkál er
einhver besta grænfóðurtegund,
sem völ er á, þegar bata á lömb til
slátmnar. Ekki síður er athyglivert
hve lömbin dafna vel á
innistöðunni og áætla má að
vöxtur í kjöti liggi á bilinu 35 g til
45 g á dag, sem er gríðarlega
góður vöxtur, þegar tekið er tillit
til þess að lömbin vom fóðmð á
töðu eingöngu.
Sauðfjárrækt
Haust- og vetrarvöxtur lamba sem slátrað var 17. mars 1999
45
feb.
okt.
sept
marz
nov.
Vigtardagar
v
VINMUMÁLA
5TDFIMUIM
Styrkur til atvinnulausra maka félaga í
Tryggingasjóði sjálfstætt starfandi einstaklinga.
Sjóðfélagar Tryggingasjóðs sjálfstætt starfandi einsstakiinga eru bændur,
vörubifreiðastjórar og smábátaeigendur.
Samkvæmt 13. grein reglugerðar Tryggingasjóðs sjálfstætt starfandi einstaklinga er maka
sjóðfélaga heimilt að sækja um styrk til Tryggingasjóðsins sýni hann fram á að styrkurinn muni
nýtast honum við nýsköpun í atvinnurekstri. Skal hann í þessu skyni leggja fram greinargerð
er hafi að geyma nákvæmar upplýsingar um það verkefni sem hann hyggst vinna að ásamt
fjárhagsáætlun.
Styrkur skal nema hámarksbótum samkvæmt 12. gr. laga um Tryggingasjóð sjálfstætt
starfandi einstaklinga og veittur að hámarki í 6 mánuði.
Skilyrði styrkveitingar til maka eru eftirfarandi:
1. Að maki sé atvinnulaus en geti vegna búsetu sinnar ekki sótt vinnu á næsta
atvinnusvæði.
2. Að sjóðfélagi stundi atvinnurekstur þegar maki hans sækir um styrk.
3. Að samanlagðar tekjur sjóðfélaga og maka hafi á síðustu sex mánuðum ekki verið
hærri en sem nemur tvöföldum hámarksbótum að meðaltali. Ef svo er skal afgreiðslu
styrks frestað þar til meðaltekjur fyrir liðinn mánuð verða jafnháar tvöföldum
atvinnuleysisbótum.
4. Að styrkveiting verði ekki talin fela í sér röskun á samkeppnisstöðu.
Stjórn Tryggingasjóðsins tekur ákvarðanir um veitingu styrks. Skal það gert á grundvelli 25.
gr. laga um Tryggingasjóð sjálfstætt starfandi einstaklinga.
Umsóknir um styrki skulu hafa borist skrifstofu Vinnumálastofnunar Hafnarhúsinu
v/Tryggvagötu, 150 Reykjavík fyrir 15. febrúar vegna fyrstu úthlutunar 1. maí vegna annarrar
úthlutunar og fyrir 15. september vegna þriðju úthlutunar.
Stjórn sjóðsins skal hafa eftirlit með því að framkvæmd verkefnis sé í samræmi við forsendur
styrkveitingar og getur hún að eigin frumkvæði óskað eftir nauðsynlegum upplýsingum og
gögnum. Komi í Ijós að framkvæmd verkefnis sé á einhvern hátt ekki í samræmi við forsendur
styrkveitingar er stjórninni heimilt að stöðva greiðslur styrksins.
Innan átta vikna frá því að verkefni lýkur skal styrkhafi senda skrifstofu Vinnumálastofnunar
greinargerð um framkvæmd verkefnisins.
Dreiling nautasæfiis
Sveinbjörn Eyjólfsson, fram- ,
kvæmdastjóri Nautastöðvar Bl.
í Bændablaðinu þann 16.
mars s.l. er grein eftir Ester Guð-
jónsdóttir Sólheimum þar sem
hún fjallar m.a. um dreifingu á
nautasæði. Ester er ekki sú
fyrsta sem minnist á þennan þátt
ræktunarstarfsins, margir hafa
haft samband við mig í síma og
leitað eftir skýringum á því
sama. Öll umræða er af hinu
góða og ekki er betra að byrgja
inni óánægju sem e.t.v. má
feykja burt með ör-
litum útskýringum.
Undirritaður ætlar
að reyna í næstu
tölublöðum
Bændablaðsins að fjalla um
þennan þátt í þeirri von að í
framtíðinni taki bændur enn bet-
ur á móti sínum frjótækni en
hingað til.
Eins og bændur vita eru frjó-
tæknar með þrjá flokka af sæði í
brúsa sínum. í fyrsta lagi eru
þeir með sæði úr reyndum naut-
um, í annan stað sæði úr óreynd-
um nautum og í þriðja lagi sæði
úr holdanautum. Afgreiðsla
þessara flokka til frjótækna er
einnig þrennskonar.
Holdanautasæðið panta þeir
sérstaklega og fá, ef það er til.
Heldur er farið að fækka Gallo-
way nautunum en öll AA og
LIM nautin eru til í nokkrum
mæli. Sá er munur á holdanauta-
sæði og öðru sæði að fyrir hvern
skammt er greitt sérstaklega og
því panta frjótæknar ekki meira
af því en nauðsynlegt er hverju
sinni. Tekið skal fram að sæðið
úr AA og LIM er í eigu einangr-
unarstöðvar Landsambands kúa-
bænda í Hrísey en Galloway
sæðið er í eigu embætti yfirdýra-
læknis.
Vinnuhópur fagráðs í naut-
griparækt velur reynd naut og er
þeim dreift um land allt og þess
gætt að hver frjótæknir hafi sem
flest þeirra. Oft er það ómögu-
legt fyrir frjótækna að vera með
öll reynd naut, það er hreinlega
ekki pláss í brúsanum. Við val
reyndra nauta er farið eftir kyn-
bótamati. Það kynbótamat bygg-
ir að mestu á upplýsingum um
þrjú fyrstu mjaltaskeið dætra
nautanna og
eru þær upp-
lýsingar að
sjálfsögðu
sóttar í
skýrsluhaldið sem bændur um
land allt eru ábyrgir fyrir. Fjöldi
reyndra nauta er misjafn eftir
árum. Á síðasta ári voru 20
reynd naut á spjaldinu en þau
verða 24 þetta árið og hafa aldrei
verið fleiri. Frjótæknar hafa
möguleika á að nefna þau naut
sem þeir vilja öðrum fremur en
ekki er alltaf hægt að verða við
þeim óskum.
í þriðja lagi hafa frjótæknar
þau óreynd naut sem eru í sæðis-
töku á hverjum tíma. Mismun-
andi er hversu mörg þau eru en
sjaldan eru þau færri en 5. Allt
eru það úrvals vel ættuð ungnaut
sem allsstaðar ættu að verða til
kynbóta.
Reyndar er til fjórði flokkur-
inn en það er sæði úr reyndum
nautum sem ekki eru á nauta-
spjaldi en hægt er að panta sér-
staklega. Þau naut hafa þá hlotið
notkunareinkunn en er ekki hald-
ið fram sérstaklega. Dæmi um
þessi naut eru Kraftur 90004 og
Gyrðir 91016 en sá síðarnefndi
kemur reyndar inn á nautaspjald
nú þó hann hafi ekki verið þar í
fyrra. Þessi naut þurfa bændur
að panta með góðum fyrirvara til
að hægt sé að sinna þeim pönt-
unum.
I tveimur greinum sem birt-
ast munu síðar verður reynt að
gera grein fyrir dreifingu sæðis
úr reyndum nautum og óreynd-
um og hvernig rétt er að haga
vali á nautum.
ÖRVERUM
plógur
♦ Brotplógur
♦ Akurplógur
♦ Vendiplógur
♦ Vökvaútsláttur eða
brotboltaöryggi
♦ Hægæða plógur á
góðu verði
Einniq mikið
úrval annarra
jarðvinnslutækja
VÉLARs
W®NUSTAhf
Járnhálsi 2, Reykjavík,
sími 587-6500, fax 567 4274
Útibú á Akureyri, Óseyri 1a,
sími 461 4040,
Nautgriparækt