Bændablaðið - 30.03.1999, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 30.03.1999, Blaðsíða 8
8 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 30. mars 1999 Sturtuvagnar og stálgrindahús frá WECKMAN hús. Margar geröir, Einnig stálklæöningar hagstætt verö ^ ^ H. HAUKSSON HF. SUÐURLANDSBRAUT 48 Pl I Sími 588 1130 - Fax: 588 1131 Heimasími 567 1880 Greiðslumark Kaupfélag Eyfirðinga óskar eftir að kaupa greiðslumark í mjólk. Þeir sem hafa áhuga á að selja er bent á að hafa samband við Þorstein Guðbjörnsson í síma 460-3331 milli kl. 9.30 og 16.00 alla virka daga. Kaupfélag Eyfirðinga Istöltmot Hvanneyringa Hvanneyringar héldu þann 3. mars ístöltmót á Vatnshamra- vatni í afar góðu veðri og frost- stillu. Alls tóku 26 keppendur þátt í mótinu. Engar einkunnir voru gefnar heldur voru riðnir LELY pinnatætarar ♦ Aflúttak 540/1000 ♦ Fjölhraða gírkassi ♦ Vinnslubreidd frá 300 cm ♦ Aflþörf frá 50 hö. ♦ Sjálfvirkt klippipinna- öryggi á drifskafti ♦ Pinnatætari í hæsta gæðaflokki Einnia mikið úrval annarra jarðvinnslutækja VÉLARs ÞJÖNUSTAhp Járnhálsi 2, Reykjavík, sími 587-6500, fax 567 4274 Útibú á Akureyri, Óseyri 1a, sími 461 4040, milliriðlar og úrslit og einföld röðun þriggja dómara látin ráða. Þorvaldur Kristjánsson, nemandi í búvísindadeild I, sigraði á þessu móti. Annar var Óðinn Örn Jóhannsson nemandi í sömu deild og í þriðja sæti varð hin góðkunna hrossarækt- arkona Sigurborg Jónsdóttir á Bereksstöðum. Félagsstarf hestamanna hef- ur verið afar blómlegt á Hvann- eyri í vetur og hefur áhuginn verið mikill, bæði í bændadeild og búvísindadeild. Svo mikill hefur áhuginn verið að hesthús- ið á Hvanneyri er svo til fullt. Næsti stórviðburður í hesta- mennskunni á Hvanneyri, og reyndar hápunktur vetrarins, er hin árlega Skeifukeppni þar sem nemendur í 2. bekk bændadeild- ar leiða sama tryppin sem þeir hafa verið að temja undir leið- sögn Svanhildar Hall. Keppnin fer fram 22. apríl. FRAMTÍÐARFJÓSIN PRADO .......stálgrindarhús SPINDER ..millígerði, stíur og jötugrindur DEB0ER .........básadýnur SUEVIA .....brynningartæki MALGAR flórsköfur og mykjutankar Vélaval - Varmahlíð HF Sími: 453 8888 Fax: 453 8828 Ný gerl al minkagildrn Húnbogi Valsson á Akureyri er nú með í sölu nýja gerð af minkagildru, „Syningfella," sem framleidd er í Noregi. Framhlið gildrunnar, botninn og rörið er úr polyethylen en þetta efni þolir allt að 50 gráðu frost án þess að verða fyrir áhrifum. Netkassinn og lokið úr ryðfríu stáli. Þannig þolir þessi gildra mun betur veðrun en gildrur úr tré. Annar kostur við þessa gildru er að rörið sem minkurinn þarf að skríða í gegnum er 20 cm langt og við tekur gat, 7 cm í þvermál, sem minkurinn stingur höfðinu í gegnum. Þetta gerir það að verkum að nánast óhugsandi er fyrir önnur dýr en mink að lenda í gildrunni. Höggið sem dýrið fær á sig er öflugt og snöggt og dýrið er því aflífað á mannúðlegan hátt. Byrjað var að nota þessar gildrur hér á landi í nóvember og hafa þær þegar borið árangur. Hægt er að nota hana án rörsins en þá aðeins á stöðum þar sem ekki eru kettir, hundar eða böm. Nánari upplýsingar veitir Húnbogi Valsson í síma 462-2229 eða 855-2329. Styrkjakerfi ESB og íslands islenska kerfið eiÉldara Sex nemendur við Samvinnuhá- skólann á Bifröst hafa samið rit- gerð sem ber titilinn Sauðfjár- rækt í evrópsku umhverfi. Þar er leicast við að svara spurning- unni: „Hver væri staða íslenskra sauðfjárbænda, með tilliti til beingreiðslna og afurðaverðs, ef ísland væri aðili að ESB?“ Nemendurnir hafa nú unnið grein upp úr verkefninu og birt- ist hún í Frey innan skamms. Höfundar þessa verkefnis eru; Asa S. Haraldsdóttir, Bemhard Þór Bemhardsson, Guðmundur Ólafs- son, Hafsteinn Jóh. Hannesson, Jakob H. Kristjánsson og Jóhannes Jónsson. Fram kemur í greininni í Frey að nærri lætur að helmingur heild- arstyrkja sem veittir em árlega af fjárlögum ESB fari til framleið- enda landbúnaðarafurða. Einnig fer nálega þriðjungur að auki til svæða sem byggja afkomu sína á landbúnaði í formi byggðastyrkja. Hlutur sauðfjárbænda af heildar- styrkveitingum úr landbúnaðar- sjóðum ESB var áætlaður 5% fyrir árið 1997. Árlegir styrkir em greiddir til allra sauðfjárbænda eftir fjárfjölda og að auki sérstakar uppbótargreiðslur til þeirra sem búa á harðbýlum svæðum. Ekki er ólíklegt að skýrsla sem þessi komi til með að vekja fleiri spumingar hjá þeim sem hana lesa en hún svarar. Skýrsluhöfundar telja forsendur skýrslunnar raun- hæfar en engu að síður er ljóst að hinar raunvemlegu forsendur verða ekki kunnar fyrr en að loknum aðildarviðræðum ef af verður. Byggðastefna er samtvinnuð landbúnaðarmálum bæði á íslandi og í ESB. Hins vegar er greinilega lagt meira upp úr því innan ESB að bæta bændum upp þann aðstöðum- un sem hlýst af erfiðum búskapar- skilyrðum ásamt því að jafna lífs- kjör þeirra við það sem almennt gerist. Einnig er lagt meira upp úr því að auðvelda nýliðun og kyn- slóðaskipti. Einn helsti munurinn á styrkja- kerfi Islands og ESB er sá að það evrópska er fjölþættara og býður upp á mun fleiri styrki til dæmis með hinum ýmsu áætlunum. Af því leiðir að framkvæmd þess verður mjög flókin. Hið íslenska er mun einfaldara að uppbyggingu bæði hvað varðar fjölda styrkja og framkvæmd. Beinir framleiðslustyrkir á Is- landi eru hærri en til bænda á harð- býlum svæðum Skotlands. Taka ber tillit til þess að ísland liggur mun norðar en Skotland og má leiða líkur að því að íslenskir bændur fengju hærri styrki en þeir skosku. Má í því sambandi benda á að bændur innan ESB sem búsettir eru norðan 62. breiddargráðu (Finnland og Svíþjóð) fá hærri styrki vegna erfiðra búskaparskil- yrða. í skýrslunni hefur lítið tillit verið tekið til þeirra tækifæra og ógnana gagnvart sauðfjárbændum sem felast í ESB aðild Islands. Líklegt er að samkeppni á kjöt- markaði innanlands muni aukast en þar sem verð á mörkuðum ESB er hærra en hérlendis er óvíst að hún komi til með að hafa slæm áhrif á sauðfjárbúskapinn hér. Á móti kemur að aukin tækifæri skapast til útflutnings með aðgangi að hinum sameiginlega markaði ESB. Má þar nefna sem dæmi ferskar og/eða unnar kjötvörur og lífrænar afurðir. Ákveðinn gmndvallarmunur er á útfærslu framleiðslustyrkja á Is- landi og í ESB. Á Islandi er styrkur greiddur á framleitt magn en í ESB er hann greiddur eftir fjölda áa. Það má velta upp þeirri spum- ingu hvaða áhrif þessar aðferðir hvor um sig hafa á hagkvæmni greinarinnar. Einnig má velta því upp hvort æskilegt sé að hafa svo flókna útfærslu á kerfinu og raun ber vitni innan ESB. Það er ljóst að bæði miklir fjármunir og mannafli fara í framkvæmd og eftirlit með slíku kerfi.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.