Bændablaðið - 30.03.1999, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 30.03.1999, Blaðsíða 16
16 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 30. mars 1999 Nýlega bárust sorglegar fréttir af störfum einnar af nefndum landbún- aðarráðuneytisins. Þessi tiltekna nefnd hefur um skeið fjallað um lausagöngu búfjár. Eftir nákvæma skoðun á málinu komst hún að þeirri niðurstöðu, að ekki væri tímabært að setja þá almennu reglu, að lausa- ganga búQár verði bönnuð. Niður- staðan er skelfileg, ef hún markar stefnu stjómvalda, því ffamtíð dreif- býlisins er í veði. Skipan beitarmáli þarf að komast upp úr því fari hnignunar, sem viðgengist hefur allt frá hinum myrku miðöldum. Siðferðisbrestur. Undanfarin ár hafa mörg van- þróuð ríki reynt að lokka til sín fleiri erlenda ferðamenn. Em bundnar vonir við, að fleiri ferðamenn auki hagsæld. Reynt er að gera ferða- mönnum dvölina sem bærilegasta, t.d. með því að vemdaþá sérstaklega fyrir glæpamönnum. I júlí sl. fórst frönsk kona í Öræfasveitinni, þegar fé stökk fyrir bíl, sem hún var farþegi í. Ekki er við fénaðinn að sakast, þótt hann virði ekki umferðareglur, held- ur þá menn, sem bera ábyrgð á því, að sauðfé valsar um landið að vild? Þetta em þeir sömu menn og bera ábyrgð á því, ? ð lausaganga búfjár er hin almenna regla. Þeirra er ábyrgðin á bflslysum, sem af hljótast, hverrar þjóðar sem fómarlambið er. Þessir ágætu menn virðast ekki hafa átt í vandræðum með samvisku sína, þótt hver íslendingurinn á fætur öðmm falli í valinn eða hljóti varanleg ör- kuml. Að erlendur ferðamaður skuli láta h'fið vegna vanþróaðrar beitar- menningar á íslandi kallar hins vegar á aðgerðir. Líklega hefúr viðkom- andi nefnd þurft að hraða störfum sínum vegna slyssins. Ef marka má fréttir ríkisútvarpsins ber nefhdar- álitið þess merki, að máhð hafi ekki verið gaumgæft nægjanlega. í stuttu máli komst nefndin að þeirri niður- stöðu, að nánast engu sé hægt að breyta, allavega ekki hægt að inn- leiða þá almennu reglu, að búfjáreig- endur beri ábyrgð á fé sínu. Hins vegar er til málamynda lagt til, að Vegagerðin verði skylduð til að girða meðfram vegum og kostnaðurinn við girðingamar reiknaður inn í vega- ffamkvæmdimar. Þeir sem ekið hafa fyrir Hvalfjörðinn að sumarlagi vita, að Kjósar-megin er oftast slangur af fé í vegköntum, öfugu megin girð- ingar, þrátt fyrir það að búið sé að girða meðfram veginum. Mun svo verða, þar til fjáreigendumir verða ábyrgir gerða fjár síns. Sumir telja sauðfjárbúskap svo þjóðlega iðju, að í nafni þjóðrækni megi í engu skerða rétt sauðíjáreig- enda til að beita vegkanta og jafhvel mða lönd nágranna sinna, ef þeim býður svo við að horfa. Að vísu er mönnum heimilt að setja upp girðingar til vamar gróðri á land- areign sinni, en komist sauðfé inn- fyrir og valdi þar tjóni, er nánast ógerlegt fyrir tjónþola að ná rétti sínum, enda réttur hans í raun eng- inn. Fjáreigandinn ber enga ábyrgð á fé sínu. Lögin segja að vísu eitt og annað, en ákvæðin em loðin, slegið er úr og í, og áhugi ffam- kvæmdavaldsins á að ffamfylgja hinum loðnu lögum oftast afar tak- markaður, enda dómstólum vorkunn að dæma eftir loðnum lögunum. Hið sama á við, þegar saufé hleypur fyrir bfl á þjóðvegi 1. Fjár- eigandinn ber í því tilviki ekki ábyrgð á fé sínu, og þarf bifreiðar- stjórinn ekki aðeins að bera það tjón, sem kann að hafa orðið á bfl hans, heldur einnig að selja bóndanum sjálfdæmi um bætur honum til handa vegna fjárskaðans - jafhvel þótt girt hafi verið beggja vegna vegarins á kostnað skattgreiðenda, og þar með væntanlega einnig á kostnað við- komandi bflstjóra! Er hægt að breyta einhveiju hér um? Ég held, að eigi slfkt að takast, þurfi m.a. að skoða nánar, hvort hún sé þjóðlegri sú skoðun, sem heldur ffam ffelsi sauðfjárins og helsi ræktunarmannsins heldur en hitt sjónarmiðið, að menn eigi að girða fé sitt af og bera ábyrgð á gerðum þess, ef það sleppur út. Skv. síðamefndu skoðuninni yrði ábyrgð fjáieigenda svipuð og ábyrgð foreldra í dag, ef böm þeirra valda tjóni á eigum annarra. Eða væri kannski þjóðlegra, að foreldrar bæru ekki ábyrgð á bömum sínum í slflcum tilvikum? Vom það kannski bamahatarar, sem settu þessar kvaðir á foreldra? Er hún virkilega þjóðleg sú skoðun, sem ver óbreytt ástand með kjafti og klóm, þótt hún sé í eðh sínu í jafn hróplegri mótsögn við heilbrigða skynsemi og afstaða Indveija til nautpenings? legu leyti af sauðfé eða verið vist- ráðnir hjá sauðljárbónda. Þegar al- þingi var endurvakið höfðu aðeins embættismenn, innlendir kaupmenn og sauðfjárbændur kosningarétt. Þetta hefur verið að breytast. Á þessari öld hefur kosningaréttur orðið almennur og er svo komið nú í aldarlok, að fáir tengjast orðið sauðfjárbúskap ljölskyldu- eða vistarböndum. Hvað búfjárbeit varðar em lög og ffamkvæmd þeirra hins vegar ennþá miðuð við 19. öldina. Sögulegur misskilningur. Ef komast á að því, hvað er þjóð- legt og hvað ekki, er besta ráðið að leita í sögu fyrri alda. Hefur nú- verandi skipan verið við lýði óshtið frá því að land byggðist? I Egils sögu segir frá deilum milli Þorsteins Egils- sonar og Steinars nágranna hans, er bjó að Ánabrekku. Steinar virti ekki landamerki, en hélt nautum sínum til haga í landi Borgar. Þor- steinn vó tvo þræla Steinars á jafnmörg- um ámm, en Steinar hafði skipað þeim að þver- Lögleysa. Ég hef nú fjallað lítillega um sið- ferðilega og sögu- lega hlið beitar- mála. En málið hefur líka aðra hhð, sem kaha mætti hina lög- ffæðilegu. Langt er um liðið, síðan komið var á bú- að kippa málum þessum í liðinn, áður en dómstólamir þvinga fram lagabreytingu. Varla er það skoðun meirihluta alþingismanna, að í þessu efni megi engu breyta? Halda þing- menn dreifbýliskjördæma t.d., að þeir yrðu atkvæðalausir, ef þeir stuðluðu að því, að landeigendur án sauðfjárkvóta næðu rétti sínum? Þá er ég hræddur um að þeir hafi ekki kannað hug kúabænda, svínabænda, kartöflubænda, garðyrkjubænda, skógarbænda, sumarbústaðaeigenda o.s.frv. Vita þeir ekki, að flestir kjós- endur þeirra em garðeigendur í þétt- býh? Vita þeir ekki, að kosningarétt- ur er orðinn almennur? Setja þarf ný lög um búfjárbeit og fella úr gildi hin eldri, sem í sam- einingu mynda þvflíka lagamyglu að auðvelt er að þæfa og afflytja hvert mál, þá sjaldan framkvæmdavaldið hefur séð sóma sinn í að sinna rétt- lætinu á þessu sviði. í nýjum lögum þarf að kveða skýrt á um málin. Þar þarf að koma á þeirri meginreglu, að búfjáreigendur beri fulla ábyrgð á fé sínu. Menn þurfa að fá aðlögunar- ti'ma, t.d. 4-5 ár, til að girða féð af. Jafnffamt þarf samfélagið að styðja bændur til þeirra þörfu verka, enda mun heildarkostnaður við girðingar minnka til lengri tíma Utið, verði korrtið á slflai réttarbót. Halda þarf opnum þeim möguleika, að í undantekningartilvikum geti sveitar- félög leyft lausagöngu, ef sauðfjár- rækt er stunduð á flestum jörðum í sveitarfélaginu og mun dýrara að girða búsmalann af en að afgirða vegi, ræktunarlönd o.s.frv. skallast við aðfinnslum Þorsteins vegna beitarinnar. Þorsteinn var ólflct föður sínum skapstilltur og taUnn réttsýnn. Þá var ti'ðarandinn sá, að Steinar var talinn yfirgangsmaður- inn. Þar sem Egill og Önundur sjóni, faðir Steinars voru fomvinir, ákváðu þeir að ganga á milli. Taldi Önundur son sinn á að selja Agli sjálfdæmi í máUnu. EgiU dæmdi Steinar brott- rækan af búi sínu. Var EgiU óþjóð- Iegur, úr því að hann tók afstöðu gegn yfirgangi hirðingjans? Vissulega má finna í fjarlægum löndum eldri dæmi um átök hirð- ingja og ræktunarmanna. I Gamla testamentinu segir t.d. frá því, hvemig yfirgangur ísraelsmanna hófst í Palesti'nu, með því að þeir (hirðingjamir) sáu ofsjónum yfir landkostum í Kananslandi, þar sem smjör draup af hveiju strái og gerðu innrás með búfé sitt. Þröngsýni talsmanna óbreytts ástands í beitarmálum er því ekki sér- íslenskt sögulegt fyrirbrigði, þótt hún sé fáheyrð á tuttugustu öld, heldur kafli í langri alþjóðlegri sögu - sögu baráttu milli hins gamla og hins nýja, milli menningar og villimennsku. Alkunna er, að menningu íslendinga tók mjög að hnigna á Sturlungaöld eða í kjölfar hennar, þótt steininn hafi fyrst tekið úr við siðaskiptin. Viðhorf valdhafa til búfjárbeitar era sögulegur vitnisburður um þessa hnignun og dænti um, hve erfitt getur verið að príla upp aftur, ef menn falla til botns. Allar götur frá siðaskiptunum hafa langflestir Islendingar tilheyrt bændafjölskyldu, sem hfði að vem- marki í kindakjötsffamleiðslu. Fyrst hét það fullvirðisréttur, en í dag beingreiðslur. Lagasetningar um beingreiðslur byggjast á því, að meirihluti alþingis telur, að ekki sé hægt að lifa af sauðfjárbúskap, án opinbers stuðnings. Nær öllum fjár- stuðningi rflcisvaldsins við sauðfjár- bændur hefur verið beint inn á braut beingreiðslna. Þeir sem ekki njóta bein- greiðslna, geta í reynd ekki nýtt sér sameiginleg beitilönd í atvinnuskyni. Samt eiga þessir kvótalausu bændur að greiða þjónustugjald (fjallskila- gjald) af auðlindinni. Sambærilegt væri, að kvótalausar útgerðir væm látnar greiða niður veiðarfæra- kostnað sægreifanna. Getur því verið, að tilkoma búmarks í kinda- kjötsframleiðslu hafi leitt til úr- eldingar beitar- og fjallskilakerfisins, þ.m.t. ýmissa eldri laga? Myndi ekki Hæstiréttur dæma innheimtu fjall- skilagjalda af kvótalausum landeig- endum ólögmæta innheimtu í dag? Líta má svo á að þátttaka fjár- lausra landeigenda í kostnaði við smölun afféttarlanda sé niðurgreiðsla á kostnaði hinna, sem nýta afféttinn. Slflct væri e.t.v. siðferðilega veijandi, ef máhð væri þannig vaxið, að án þessarar nýtingar yrði auðlindin, þ.e. gróðurmoldin og það sem í henni vex, ónýtt, þ.e. gengi úr sér, og yrði ekki nothæft fyrir komandi kynslóðir bænda. Sínum augum h'tur hver á silffið, og eflaust em þeir til, þótt þeim fari óðum fækkandi, sem h'ta svo á, að gróðurlendi gengi úr sér, án hinnar árvissu sumarbeitar. Alþingi þyrfti að sjá sóma sinn í Hafa verður í huga, að búfjáreig- andinn hefur ntiklu fleiri möguleika til að stjóma beitinni en hinir, sem heyja eilífa vamarbaráttu gegn ágengum túnrohum, skógarrollum, vegafé o.s.frv. Fjáreigandanum er t.d. í lófa lagið, að farga því fé að hausti, sem sækir út fyrir girðingar hans. I dag er hinum yfirgangssamari úr hópi sauðfjárbænda tamt að setja á gimbrar einntitt undan þeim ám, sem sækja inn á gróðurvinjar í landi granna þeirra og meðffam þjóð- vegum. Hagræn rök. Vaxandi vonir em bundnar við komrækt. Til að ná betri afkomu í komræktinni er nauðsynlegt að ríða net skjólbelta um komræktarhémðin. Til að hægt sé að rækta skjólbeltanet með viðráðanlegum kostnaði, þarf að koma á vörsluskyldu búfjár í við- komandi hémðum. Sauðfé hefur fækkað mjög síðustu tuttugu árin. Ýmislegt bendir til þess, að markaður fyrir kindakjöt muni ekki vaxa aftur í bráð, hvað sem síðar verður. Jafnvel em horfur á að neysluvenjur landsmanna haldi áffam að breytast: Fisk- og grænmetisát aukist, en heildameysla á kjöti ntinnki, jafnframt því sem svína- og fuglakjöt haldi áffam að vinna markaðshlut af kindakjöti. Kannski verður kindakjöt aðeins til hátíðabrigða að öðmm tuttugu ámm hðnum. Þótt óprúttnir sölumenn hafi haldið því ffam öðm hveiju í nær hálfa öld, að h'tið mál sé að vinna markað í útlöndum - að hann sé að koma, bólar ekki á slflcu í raunveru- leikanum. Um leið og þetta gerist, er mikið talað um skógrækt og meira að segja bent á hana sem leið til að binda koltvísýring. Er jafnvel talað um, að slíkt gæti orðið álitleg bú- grein. Guð láti gott á vita. Vonandi þurfa menn ekki að flytjast brott úr sveitunum, þótt enn þyrfti að draga úr sauðfjárbúskap. Hví ekki að stórauka skógrækt, binda þar með koltvísýring og byggja í leiðinni upp auðlind, sem í framtíðinni mun skapa mikla vinnu, bæði í dreif- og þéttbýli við skógarhögg og - iðnað? Hvers vegna að halda áfram að ívilna framleiðslu á kindakjöti á kostnað annarra bú- greina? Margt bendir til þess, að við stöndum í dag á þeim tímamótum, að skógrækt geti orðið allumsvifa- mikil atvinnugrein í dreifbýli á næstu ámm og jafnvel um langa framtíð. Ef hitt gerist á sama tíma að sala á kindakjöti dregst enn saman, em horfur á að huga þurfi að breytingum á ytri skilyrðum þessara búgreina. Einkum er mikil- vægt, að beitartilhögun verði breytt, sauðfé girt innan beitar- hólfa, en skóginum leyft að flæða frjálsum um landið. Sjálfsáning er nefnilega ódýrasta skógræktin og hennar gæti notið við ótrúlega víða, vegna trjágarða og -reita af ýmsum stærðum og gerðum, auk skjólbelta, sem finnast víðs vegar um hinar dreifðu byggðir. Ekki má heldur gleyma villtu birkiskógun- um, sem gætu farið að breiðast út. En afnám lausagöngu búfjár er algjör forsenda slíkrar gróður- byltingar. Og vissulega yrði skóg- urinn til enn meiri landslagsbóta en ella, ef skógarreitimir mörkuðust ekki í jafnríkum mæli og nú af beinum girðingum, Iflct og ferkantaðar eyjar í hafi auðnarinn- ar. Slík menningarbylting myndi jafnframt gagnast öllum bú- greinum og þegar til lengdar lætur gera sauðfjárræktina hag- kvæmari. Undirritaður er einn af þeim vaxandi fjölda bænda, sem lifir af öðm en sauðfjárbúskap. Engu að síður er mér sem landeiganda gert að taka þátt í kostnaði við smölun afréttarlanda hreppsins. Ekki nóg með það: Ef aðkomufé gengur á landi mínu, innan eða utan vamar- girðinga, ber mér að kosta smölun á því sama landi, þótt ég eigi þar ekki eina einustu kind og gera "skil" á fé, sem þar hefur gengið! Ég eftirlæt lesendum að finna sam- lflcingu úr sjávarútvegi. Ef menn kjósa að skilja angur mitt sem sauðfjárhatur, þá þeir um það. Ég skil hins vegar sjálfan mig þannig, að ég vilji réttlæti og að í því hljóti m.a. að felast, að sauðfjáreigendur beri sjálfir ábyrgð á fé sínu, en ekki allir aðrir en þeir. Hættum að leita fyrir- mynda á öld siðaskipta - öld úr- kynjunar, erlendrar áþjánar og mannfyrirlitningar. Lítum frekar til sögualdar. Hættum að íþyngja ræktunarmönnum - segjum skilið við úrkynjaða búskaparhætti. Fólk úr fjötrum - land úr tötmm! íslandi allt! Vilmundarstöðum, á góu í lok 20. aldar, Sigvaldi Ásgeirsson, Vilmundarstöðum, Reykholtsdal KÁLFAELDI einstaklings - ungkálfastíur harðstíur fyrir eldri kálfa jötu-skágrindur fyrir kálfa læsanlegar jötugrindur f. kálfa legubásamilligerði fyrir kálfa básadýnur fyrir kálfa brynningarskálar fyrir kálfa Vélaval - Varmahlíð HF Sími: 453 8888 Fax: 453 8828

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.