Bændablaðið - 30.03.1999, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 30.03.1999, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 30. mars 1999 BÆNDABLAÐIÐ 7 Efling útflutnings á fullunnum matvælum: „íslenskir matreiOslu- menn eru li heimsmælikvarOa" Nýlega var lögð fyrir Alþingi þingsályktunartillaga þess efnis að iðnaðar- og viðskiptaráð- herra verði falið að skipa starfs- hóp sem geri tillögur um hvernig stjórnvöld geti stutt íslenska matreiðslumenn í þeirri viðleitni að auka útflutning á þekkingu þeirra og matargerðarlist og um leið auka útílutning á íslenskum Iandbúnaðarafurðum. Gissur Guðmundsson, skóla- stjóri Matreiðsluskólans okkar og gjaldkeri Klúbbs matreiðslu- meistara segir í fylgiskjali með þingsályktunartillögunni að gera þurfi skrá yfir allar vörur sem eru fullunnar á Islandi, fyrirtækin sem framleiða þau og einnig þær vörur sem hægt er að fullvinna í neyt- endapakkningar hér heima. Ut frá því þurfi að meta hvaða fyrirtæki geta byrjað að fullvinna vörur. Þessi fyrirtæki kalli síðan saman hóp sem sæi um markaðssetningu á vörunum. Gissur leggur til að matreiðslumeistarar verði fengnir til að fara út með vörur sínar og kynna þær t.d. í hótelum og veit- ingahúsakeðjum og einnig að haldnir verði íslenskir dagar í er- lendum borgum. Fyrirtækin geri síðan bækling á hverju ári þar sem kynntar verða nýjungar og hugmyndir um matreiðsluaðferðir. Gissur segir að fólk frá skólanum hafi verið mikið erlendis, t.d. í keppnum, og hafi þannig heyrt um kröfur frá fínni veitingastöðum sem eru tilbúnir til að borga gott verð fyrir vöruna ef hún er fullunnin. „Ég tel það góðan kost fyrir þá sem eru að framleiða vöruna að nýta fag- mennina til að fara með hana til út- landa frekar en að vera að senda einhverja ófaglærða. Sá sem er að kynna vöruna þarf ekki aðeins að þekkja tegundina sem slíka heldur einnig hvemig á að koma henni á matseðilinn og með hverju hún á að vera,“ segir hann. Gissur segir kröfumar verða sífellt meiri en að íslenskir mat- reiðslumenn geti auðveldlega staðið undir þeim. „íslenskir mat- reiðslumenn eru á heimsmæli- kvarða. Því til stuðnings get ég bent á keppni sem við vorum í í janúar þar sem ísland lenti í 5. sæti Samningurinn um gjöf Flúðasveppa á rotmassa undirritaður. Ragnar Kristjánsson sveppabóndi og Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri takast í hendur og Helgi Bjarnason hjá Landsvirkjun fylgist með. RúOasveppir gela rotmassa fll landgrædsluátahs Flúðasveppir, Landsvirkjun og Landgræðslan undirrituðu föstu- daginn 19. mars samning þess efn- is að Flúðasveppir gefi sem svari eins og hálfs árs magns af rot- massa til uppgræðsluverkefna sem Landsvirkjun og Landgræðslu- sjóður standa að. Þetta em u.þ.b. 3.900 rúmmetrar af rotmassa. Landsvirkjun mun sjá um flutning rotmassans og framkvæmd við uppgræðslu á virkjunarsvæði Þjórsár-Tungnaár en Landgræðsl- an verður fagaðili að verkinu. Flúðasveppir gefa þennan massa í tilefni af því að 19. mars vom liðin 15 ár síðan fyrstu sveppimir frá Flúðum komu á markað. Þessi rotmassi fellur til við ræktun sveppa. Þetta lífræna efni er einkar frjósamt og ríkt af örver- um og jarðvegsbakteríum, auk þess sem hann er auðveldur til dreifingar. Ragnar Kristjánsson, sveppa- bóndi, sagði á blaðamannafundi þegar samningurinn var undirrit- aður að sveppamassinn hefði einn- ig þann eiginleika að halda vel í sér raka sem væri mjög jákvætt fyrir uppgræðsluefni. „Gerðar hafa verið uppgræðslutilraunir í 400 m hæð yfir sjávarmáli með mjög góðum árangri. Farið var með nokkur bílhlöss af massanum inn á Hrunamannaafrétt að nýju vatni sem það var myndað fyrir nokkr- um ámm af áhugamönnum um náttúm og útivist. Massanum var dreift þar og árangurinn hreint stórkostlegur, þ.e. fagurgrænir blettir það sem áður var aðeins sandur og möl,“ sagði hann. Ragnar sagði einnig að land- græðsla og græn umhverfisstefna hafi verið sérstakt áhugamál stjómenda Flúðasveppa. „Það er því kærkomið að komast í sam- starf við jafn öfluga aðila og Landsvirkjun og Landgræðslu ríkisins til að geta sinnt þessu sér- staka áhugamáli okkar og geta fylgst með framvinu mála á fag- legan hátt.“ af 22 þjóðum. Þama tóku allar stærstu þjóðir heims þátt,“segir hann og bendir einnig á að allar Norðurlandaþjóðimar sem tóku þátt hafi verið í sjö efstu sætunum. Norðmenn sigruðu þá, íslendingar lentu í 5. sæti, Finnar í 6. og Danir í 7. sæti. Svíar fengu ekki að keppa þar sem þeir unnu keppnina síðast. Þetta telur Gissur merki um að matur á Norðurlöndum sé á heimsmælikvarða. Gissur segir Norðurlanda- þjóðimar hafa unnið nokkuð mikið saman, einkum í gegnum sam- eiginleg samtök matreiðslumanna á Norðurlöndum. „Markmiðið er að læra meira af hvor öðmm það sem við emm að gera því þjóðimar hafa verið að ná langt í keppnum hver fyrir sig.“ Gissur bendir á að t.d. sé töluvert flutt út af lambakjöti sem er algerlega óunnið. "Við emm aldrei að flytja út vömr sem em al- veg unnar og nánast tilbúnar á pönnuna. Þetta er markaður sem við þyrftum að huga að því ég held að við fengjum gott verð fyrir þessa vöm." DRAMINSKI á ' íslandi /Júgurbólgunemi /Fangskynjari fyrir ær ✓ Gangmálagreinir fyrir kýr, hryssur og tíkur. Nýtist einnig sem fangskynjari. /Bakfitumælirfyrirsvín. (lífs og liðin) /pH. mælirfyrir jarðveg og vökva. (einfaldur í notkun.) /Rakamælir fyrir hey og hálm. /Kornrakamælir. s Músa- og rottufæla. / Vermir fyrir nautasæði. v Hitamælir (með 150 cm löngum skynjara) Nauðsyn ehf er söluaðili fyrir DRAMNISKI á íslandi en það fyrirtæki sérhæfir sig í framleiðslu á rafeindavörum fyrir landbúnað. Nánari upplýsingar: Sími/fax: 451 3543, 854 7716 Emil: naudsyn@centrum.is Nauðsyn ehf. Lyngási 510 - Hólmavík V_________________________/ STJÓRNUN AFURÐASTÖÐVA NÁMSKEIÐ FYRIR KJÖRNA TRÚNAÐARMENN BÆNDA í STJÓRNUM AFURÐASTÖÐVA OG ANNAÐ ÁHUGAFÓLK Námskeiðsstaður: Hvanneyri Tími: 15.-16. apríl 1999 - 2 dagar - 20 kennslustundir Fimmtudagur 15. apríl 09:30-12:00 REKSTUR FYRIRTÆKJA ♦ Rekstur fyrirtækja og greining ársreikninga. ♦ Fyrirlesari: Kristján Jóhannsson, forstöðumaður Viðskiptafræðistofnunar Háskóla íslands 12:00-13:00 MATARHLÉ (mötuneyti Bændaskólans á Hvanneyri) 13:00-14:30 REKSTUR FYRIRTÆKJA - frh. 14:40-16:00 HLUTVERK, SKYLDUR OG ÁBYRGÐ STJÓRNARMANNA FYRIRTÆKJA 16:00-16:30 16:30-18:00 18:30 20:00-21:30 ♦ Rekstrarform fyrirtækja ♦ Hlutverk, skyldur og ábyrgð kjörinna stjórnarmanna Fyrirlesari: Jóhannes Sigurðsson hrl. KAFFIHLÉ HLUTVERK, SKYLDUR OG ÁBYRGÐ STJÓRNARMANNA FYRIRTÆKJA - frh. KVÖLDMATUR KVÖLDFUNDUR UM VALIÐ MÁLEFNI Föstudagur 16. apríi 08:00-10:50 GÆÐASTJÓRNUN OG INNRA EFTIRLIT ♦ Hvað eru gæði ? ♦ Skyldur matvælafyrirtækja skv. reglugerðum (522/1994). ♦ Gæðastjórnun Ábyrgð stjórnenda, gæðakerfi, staðlar, vottun, viðskiptavinir, starfsfólk. Fyrirlesari: Guðrún Hallgrímsdóttir, Iðntæknistofnun íslands 11:00-12:00 MARKAÐSMÁL MARKAÐSFRÆÐI - ALMENNT Fyrirlesari: Ásmundur Þórðarson, Samvinnuháskólanum á Bifröst 12:00-13:00 MATARHLÉ 13:00-15:00 MARKAÐSMÁL BÚGREINA OG FYRIRTÆKJA Þátttakendur velja að fylgjast með ákveðnum búgreinum. ÞRÓUN INNANLANDSMARKAÐAR FYRIR KJÖT OG MJÓLK Fyrirlesari: Erna Bjarnadóttir, Framleiðsluráði landbúnaðarins MARKAÐSMÁL GARÐYRKJUNNAR Fyrirlesari: Unnsteinn Eggertsson, Sambandi garðyrkjubænda Að auki er fyrirhuguð umfjöllun um sjónarmið fyrirtækja. 15:00-15:40 UMRÆÐUR 15:50 KAFFI OG NÁMSKEIÐSSLIT Námskeiðið er án þátttökugjalds (kostnaður er greiddur af Framleiðsluráði landbúnaðarins) en þátttakendur greiða fyrir uppihald á staðnum. Sjá má umfjöllun um námskeiðið á forsíðu Bændablaðsins þ. 16. apríl s.l. Nánari upplýsingar hjá endurmenntunarstjóra Bændaskólans á Hvanneyri í síma 437 0000. Bændaskólinn á Hvanneyri - Endurmenntun -

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.