Bændablaðið - 30.03.1999, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 30. mars 1999
BÆNDABLAÐIÐ
19
Guðmundur Bjarnason ávarpar fundargesti á aðalfundi Lánasjóðsins.
Ársfundur Lánasjóðs landbúnaðarins
Hagnaður af
rekstri sjöðsins
Leiiur Kr. Jóhannesson lætur af Mm om mánaOarmófln
Ársfundur Lánasjóðs landbún-
aðarins var haldinn 19. mars sl. á
Hótel Sögu. Lánasjóður landbún-
aðarins hefur nú starfað í rúmt eitt
ár, en hann tók til starfa 1. janúar
1998 og tók þá við öllum eignum,
réttindum, skuldum og skuldbind-
ingum Stofnlánadeildar landbún-
aðarins. í skýrslu framkvæmda-
stjóra sjóðsins, Leifs Kr. Jóhann-
essonar, kom fram m.a. að útlán
sjóðsins á sl. ári námu rúmum 1,6
milljörðum króna, en mest var lán-
að til framkvæmda og vélakaupa.
Hagnaður af rekstri sjóðsins á ár-
inu nam kr. 10,6 milljónir króna en
var árið áður kr. 98,7 milljónir.
Minni hagnaður skýrist fyrst og
fremst af minni tekjum af sjóða-
gjöldum, en með lögum um bún-
aðargjald drógust tekjur sjóðsins
af sjóðagjöldum verulega saman.
Þannig námu innheimt sjóðagjöld
árið 1997 kr. 352 milljónum en kr.
161 milljónum árið 1998. Þessu
tekjutapi hefur sjóðurinn mætt
með hækkun vaxta af útlánum, en
vegna sterkrar eiginfjárstöðu
sjóðsins og hagræðingar í rekstri
varð þessi vaxtahækkun ekki nema
1%, þ.e. hækkun úr 2 í 3% af al-
gengum lánum hjá sjóðnum
Starfsmenn sjóðsins eru 7 og
hefur svo verið um árabil. Með
lögum sem samþykkt voru á Al-
þingi skömmu fyrir ársfundinn var
ákveðið að aðsetur sjóðsins yrði í
framtíðinni á Selfossi og mun
skrifstofa hans flytjast þangað,
væntanlega á næsta ári.
Leifur Kr. Jóhannesson lætur
nú í lok mars af störfum sem fram-
kvæmdastjóri Lánasjóðs landbún-
aðarins en hann hefur gegnt því
um 15 ára skeið. Á fundinum voru
Leifi þökkuð farsæl störf í þágu
sjóðsins, en undir stjóm hans hefur
sjóðurinn styrkst og er eigið fé
hans skv. ársreikningi um 2,5
milljarðar um sl. áramót.
Baldur Grétarsson, Fellabæ.
Á loðdýrabúinu að Þrepi á
Austur-Héraði eru nú í sóttkví 66
refir sem loðdýrabændumir Karl
Jóhannson á Þrepi og Tómas Jó-
hannesson hjá Rándýri ehf. á
Grenivík, fluttu inn frá Finnlandi í
Janúar síðastliðnum. Karl hefur
lengi haft áhuga á að reyna finnska
refl til ræktunar hér á landi, þar
sem Finnum hefur tekist að rækta
stærri ref heldur en þekkist á hin-
um Norðurlöndunum. Þeir refir
sem algengastir em á íslenskum
búum í dag em upphaflega norskir
og voru fluttir frá Skotlandi þegar
loðdýraræktin hófst fyrir alvöru
hér á landi, en stofninn er talsvert
minni en sá finnski.
Ein skýringin á stærð finnska
refastofnsins er sú, að eitt sinn er
mikil niðursveifla varð í finnskri
refarækt og búin lögðust af í stór-
um stíl, þá tóku finnskir loðdýra-
bændur til lífs refastofn, sem vom
sérvaldar tófur að stærð og feld-
gæðum. Frá þessum tófum var
síðan ræktað þegar skinnafram-
leiðsla varð arðbær á ný.
Af þeim 66 refum sem komu
að Þrepi í janúar síðastliðnum, em
33 blárefalæður, 20 blárefahögnar,
3 silfurrefalæður, 5 silfurrefahögn-
ar og 5 högnar af skuggaref eða
„shadow“. Að sögn bónda er ekki
að sjá annað en þeir spjari sig vel í
nýju heimkynnunum.
Karl skoðaði loðdýrarækt hjá
Finnum fyrir fjórum ámm og hefur
lengi unnið að því að fá tilskilin
leyfi fyrir innflutningi á refum frá
Finnlandi til að rækta á búi sínu. Að
uppfylltum ströngum skilyrðum
sem heilbrigðisyfirvöld setja í svona
tilfellum, hefur Karl fengið bú sitt
samþykkt sem sóttvamarbú, og
koma refimir einnig af völdum bú-
um í Finnlandi.
Sem dæmi um stærðarmuninn
á finnska refnum og þeim sem ís-
lendingar hafa til ræktunar, þá er
finnskur refahögni um 16 - 18 kíló,
meðan sá íslenski er 10 - 12 kg. Á
sama hátt em finnsku læðumar 12
- 14 kg, en þær íslensku 8 - 10 kg.
Á mörkuðum fer 80 - 90% af
finnsku skinnunum í tvo efstu
flokkanna af fimm stærðarflokk-
um, meðan 70 - 80% af íslensku
skinnunum fer í þriðja efsta flokk-
inn. Auk þess eru feldgæðin mun
meiri á þeim finnska sem felst í
þykkri feldi en þelið er þar sérlega
mikið og gott.
Töluverður munur er á aðstöðu
finnskra refabænda og íslenskra
segir Karl, þar em staðviðri ríkjandi
og hreyfir sjaldan vind. Húsin em
opin eða nánast bara þökin yfir búr-
unum. Frostið getur verið milli 30
og 40 stig langtímum saman, en
refimir þrífast vel þótt ekki sé
skjólið mikið. Karl vonast til að
ekki spillist feldgæðin þótt hér þurfi
dýrin að vera í lokuðum húsum og
telur lognið og frostið þar ytra
hugsanlegan
áhiifavald um
gæði feldsins.
Ef allt
gengur vel, býst
Karl við að
mega láta frá
sér lífdýr að ári,
en hann væntir
að hér muni
stigið skref til
að verða sam-
keppnisfærari á
heimsmarkaðn-
um og vonar að
aðrir starfs-
bræður hér-
lendis geti notið
góðs af þessu
framtaki sem
Islenskt refaskinn í samanburði
við finnskt. Myndir: Hrafnkell
Lárusson.
fyrst.
Einn refanna sem nú dvelja í einangrun.
Finnskb* nefir í
sófflvf il Nóraöi
Eyfirskir mjólkurframleiðendur á ársfundi
Nýlt stúrfynirtæki í mjólkurúrvinnslu
verfii í meirihlutaeigu framleifienda
leiðendum við sameiningu mjólk-
uriðnaðar á Norður- og Austur-
landi. í umræðum um málið bentu
menn á að hagræðing í þessa veru
geti snúið beint að kjömm fram-
leiðenda og leggja verði alla
áherslu á að ljúka málinu sem
fyrst. Bændur hafa ekki efni á að
bíða," sagði einn fundarmanna.
I máli Jóhannesar Geirs Sigur-
Með einróma samþykkt ályktunar á ársfundi búgreinaráðs BSE í
nautgriparækt, sem haldinn var í fyrri viku, Iétu eyfírskir mjólkur-
bændur frá sér fara skýr skilaboð um þann vilja þeirra að nýtt stór-
fyrirtæki í mjólkurúrvinnslu á Norðurlandi, sem nú er í burðarliðn-
um, skuli verða í meirihlutaeigu framleiðendasamvinnufélags mjólk-
urframleiðenda. Eyfirskir bændur hafa lengi gert tilkall til eignar
sinnar í mjólkursamlagi KEA í Ijósi sögulegra og viðskiptalegra stað-
reynda og nú þegar yfirstandandi eru viðræður þriggja kaupfélaga á
Norðurlandi um sameiningu mjólkurvinnslustöðvanna í eitt fyrir-
tæki kemur ekki á óvart að bændur hnykkja á kröfum sínum um
eignaraðild að nýju mjólkurvinnslufyrirtæki. En jafnframt er Ijóst
að eyfirskir bændur eru þess áfram að sameining mjólkuriðnaðar á
öllu Norður- og Austurlandi geti gengið eftir sem fyrst.
Fyrir tillögu á ársfundi Bú- inga, Kaufélag Eyfirðinga og
greinaráðs BSE mælti Sigurgeir
Hreinsson, formaður Búnaðarsam-
bands Eyjafjarðar, en hann er jafn-
framt í viðræðuhópi BSE um af-
urðastöðvamálin. Sigurgeir segir
að það sé álit mjólkurframleið-
enda að mjólkuriðnaðurinn skuli
vera að meirihluta í félagslegri
eigu og undir stjóm bænda. Mikil-
vægi beinnar aðildar bænda sé
augljóst þar sem t.d. falli heild-
söluverð niður frá miðju ári 2001,
samkvæmt búvörusamningi, og þá
verði bændur að geta varið kjör
sín og rétt. Það geti þeir best með
beinum yfirráðum yfir mjólkur-
iðnaðinum.
Kaupfélag Austur-Húnvetn-
Kaupfélag Þingeyinga ræða nú um
sameiningu afurðastöðva sinna í
mjólkuriðnaði og Sigurgeir bendir
á að það sé ríkur vilji bænda á
svæðunum að leggja áherslu á
eignarhaldið í tengslum við við-
ræðumar og hugsanlega aðkomu
bænda að nýju fyrirtæki.
„Við höfum í viðræðum við
KEA farið fram á að eignast meiri-
hlutann í nýju fyrirtæki og það
hafa komið fram hugmyndir um að
gerðir verði viðskiptasamningar
um að við legðum ákveðið magn
mjólkur inn í vinnsluna en á móti
eignist okkar félag hlut í fyrirtæk-
inu. Við teljum það einnig mikil-
vægt að framleiðendafélag bænda
Frá fundi eyfiskra mjólkurbænda
eignist líka hlut á sögulegum for-
sendum. Utfærslan liggur því ekki
fyrir en ég skil vel að eignarhaldið
sé mál sem taka þarf tíma í að
komast til botns í,“ segir Sigurgeir.
Ekki var að heyra andmæla-
raddir hjá eyfirskum mjólkurfram-
geirssonar, stjómarformanns KEA,
á fundi eyfirsku mjólkurframleið-
endanna kom fram að niðurstöðu
sé að vænta í viðræðum kaupfélag-
anna þriggja innan fárra vikna.
„Við höfum frá upphafi umfjöllun-
ar um afurðamálin sagt að fyrir-
tæki í þeim geira hafi sérstöðu
vegna sterkrar aðkomu framleið-
endanna, bæði á sögulegum og
viðskiptalegum forsendum. Við
þurfum að hafa í huga í þessu
sambandi að mjólkuriðnaðurinn er
að fara inn í mun harðara
viðskiptalegt umhverfi og ég tel
mikilvægt að við lögum okkur að
þeim reglum sem gilda úti í þess-
um harða markaðsbúskap. Þess
vegna hefur það verið okkar tillaga
að stofnað verði hlutafélag um
mjólkuriðnaðinn til að takast á við
þetta umhverfi," sagði Jóhannes
Geir.
Sigurgeir bendir á að mjólkur-
framleiðendur í Austur-Húna-
vatnssýslu horfi mjög til þess
hvemig eyfirskir starfsbræður
þeirra taki nú á eignarhaldsmálun-
um og hvaða árangri þeir nái í við-
ræðum um þann þátt við KEA.
„Verði um að ræða sameiningu af-
urðastöðva á öllu Norðurlandi,
sem og Austurlandi, þá telja bænd-
ur það koma vel til greina að
stofna eitt framleiðendafélag fyrir
allt svæðið eða félög í hverju hér-
aði. Staðreyndin er sú að það
horfa líka fleiri til þess að ná sam-
starfi við Húnvetninga og til dæm-
is er ekki langt frá þeim og vestur
í Búðardal. Gangi það eftir að
Húnvetningar komi til samstarfs
við okkur hér á austanverðu Norð-
urlandi þá eru mun meiri líkur til
að innan skamms tíma muni verða
til tvö álíka stór mjólkuriðnaðar-
fyrirtæki á landinu, þ.e. annað á
Suður- og Vesturlandi og hitt á
Norður- og Austurlandi,“ sagði
Sigurgeir Hreinsson.