Bændablaðið - 30.03.1999, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 30.03.1999, Blaðsíða 18
18 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 30. mars 1999 Vaxandi spennaí viðskiptum með greiðslumark í mjólk Gðð afkoma kjá ii og Mjólknrkúi Hðamanna Guðbjörn Arnason, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda Svo virðist sem spenna fari vaxandi í viðskiptum með greiðslumark í mjólk. Megin ástæðan er sú að eftirspum eftir greiðslumarki er mun meiri en framboð. Innvigtun mjólkur síð- ustu mánuði hefur farið langt fram úr áætlun og sýnt að mun fleiri bændur framleiða umfram fram- leiðsluheimildir nú en mörg und- anfarin ár. Það er alveg ljóst að innlendur markaður tekur engan veginn við því mjólkurmagni sem berst til af- urðastöðva á yfirstandandi verð- lagsári og því safnast upp birgðir. Að öllum líkindum verður ekkert svigrúm til að greiða bændum fyrir umframmjólk á verðlagsárinu 1999/2000. Hlutverk afurðastöðva Það er óhætt að fullyrða að nokkrar afurðastöðvar leika stórt hlutverk í verðmyndun á greiðslu- marki. Dæmi eru um að mjólkur- samlag kaupi greiðslumark á „markaðsverði" og endurselji bændum á samlagssvæðinu á 10 til 15% lægra verði og aðstoði þannig sína framleiðendur við kaupin. Þá lána afurðarstöðvar, kaupfélög og fjármálastofnanir bændum fyrir kaupum á greiðslumarki. Verð hœkkar Samkvæmt upplýsingum sem LK hefur haldið saman var algengt að menn greiddu um 125 kr. fyrir hvern lítra greiðslumarks á tíma- bilinu frá september 1998 og fram til áramóta. í janúar og febrúar fór verð hins vegar að hækka og má ætla að það hafi verið á bilinu 130 til 140 kr. Frá því um miðjan mars virðist sem spennan hafi farið verulega af stað og jafnvel hafa átt sér lítilsháttar viðskipti sem hljóð- uðu upp á 170 kr/ltr. Ljóst er að venjulegur búrekst- ur getur tæplega staðið undir þessu verði og margur bóndinn myndi sökkva sér í skuldir við kaup á greiðslumarki á svo háu verði. Bændur verða því að reikna dæm- ið til enda áður en lagt er af stað. Að vísu er alls ekki einfalt að finna út hvað má borga fyrir greiðslu- mark og hafa hag af fjárfesting- unni. Margt þarf að athuga svo sem skattalegt hagræði af því að kaupa greiðslumark, en menn geta lækkað tekjuskattsgreiðslur með niðurfærslu á framleiðsluheimild- um. Þá vegur framlegðarstigið þungt þegar menn meta greiðslu- getu búanna. Ætla má að fram- legðin liggi á bilinu frá 25 kr/ltr. og allt upp í 40 kr/ltr. Dœmi um kaup á greiðslumarki 1 eftirfarandi töflu er tekið ein- falt dæmi, um bónda sem kaupir greiðslumark á fyrri hluta þessa árs og ávöxtunarkrafan er áætluð 9%. Hér er ekki gert ráð fyrir skatta- legu hagræði af greiðslumarks- kaupunum, einnig er gengið út frá því að tekjur og gjöld haldist í hendur á tímabilinu (framlegðin breytist ekki). Lágmarksverð mjólkur er í dag 63,88 kr/ltr., breytilegur kostnaður er hér áætl- aður 29,10 kr/ltr. og framlegðin er því 34,78 kr/ltr. og fer sú upphæð á árinu 1999 til að borga niður greiðslumarkskaupin. Framlegð- ina verður síðan að framreikna með ákveðnum stuðli fyrir hvert ár frá árinu 2000 til þess að hægt sé að gera sér grein fyrir núvirði upp- hæðarinnar að teknu tilliti til ávöxtunarkröfunnar. Framlegö Uppsöfnuð Ár á núvirði framlegð kr/ltr kr/ltr 1999 34,78 34,78 2000 31,91 66,69 2001 29,27 95,96 2002 26,86 122,82 2003 24,64 147,46 2004 22,60 170,06 2005 20,74 190,80 Fjárfestingin skilar seint arði Eins og sjá má í töflunni tekur það bóndann sex ár að greiða upp kvótann ef hann borgar 170 kr. fyrir lítrann. Það yrði ekki fyrr en árið 2004 sem hann byrjar að fá laun fyrir vinnu sína vegna kaup- anna. Því er ljóst að nauðsynlegt er fyrir alla að athuga sinn gang vandlega áður en keypt er greiðslumark á þessu verði. Ein- hverjir munu komast að því að eins og ástandið er nú munu þeir ekki tapa þótt þeir staldri við og fresti kaupum á greiðslumarki ef sýnt er að fjárfestingin skili þeim seint arði. Að lokum í þeirri stöðu sem mjólkur- framleiðslan í landinu er nú er brýnt að kúabændur dragi úr fram- leiðslunni út þetta verðlagsár og leiti einnig allra leiða til að laga til í rekstrinum og lækka tilkostnað. Nú er vetrarálagið fallið niður og þó greitt verði fyrir próteinhluta umframmjólkur er engu að síður eftir að draga frá flutningskostnað og búnaðargjald. Eftir standa þá einungis um 21 kr/ltr. sem gera vart meira en að greiða annan breytilegan kostnað. Fjöldi mjólkurframleiðenda er nú tæplega 1.200 og hefur þeim fækkað jafnt og þétt undanfarin ár. Sú þróun mun halda áfram og hátt verð á greiðslumarki ýtir undir það að menn hætti framleiðslu. Það er því óhætt að fullyrða að þeir kúa- bændur sem hyggjast auka fram- leiðslu sína munu geta keypt greiðslumark í mjólk í framtíðinni og það verð sem hver og einn greiðir verður að ráðast af aðstæð- um í hans eigin búskap. Góð afkoma var hjá Mjólkur- samsölunni og Mjólkurbúi Flóa- manna á síðasta ári. Hjá Mjólkur- samsölunni var hagnaður ársins 115 milljónir króna og ávöxtun eigin fjár 3,5%. Hagnaður af reglulegri starfsemi var 270 millj- ónir króna en langtímakostnaður vegna hlutdeildar Kaupfélags Borgfirðinga í hagræðingu af úr- eldingu Ms. Borgfirðinga var af- skrifaður að fullu á árinu ásamt hlutafjáreign í Engjaás hf. ásamt viðskiptakröfum og ábyrgðum alls 90 millj. kr. Hjá Mjólkurbúi Flóa- manna var hagnaður ársins ársins 131,5 millj. kr. og arðsemi eigin fjár 7,9%. Hagnaður af reglulegri starfssemi varð 196 milljónir kr. en fyrirtækið afskrifaði 17 millj. kr. vegna Engjaáss hf. Bæði fyrirtækin hafa verið að bæta rekstur sinn jafnt og þétt á undanfömum árum í kjölfar hag- ræðingaraðgerða undanfarinna ára. Mjólkursamlögum á núverandi starfssvæði þessarra tveggja sam- laga hefur á 6 ámm fækkað úr fimm í tvö. Þetta ásamt endurbót- um innan fyrirtækjanna og aukn- um gæðum mjólkur sem berst til vinnslu, skilar sér til framleiðenda á formi arðgreiðslna pr. innveginn lítra. Mjólkursamsalan greiðir 2 kr/líter í arð til innleggjenda, eða 6,3% af verðmæti innveginnar mjólkur (3,69% í fyrra) auk þess sem lagðar eru 0,33 kr/líter í sér- eignasjóð félagsmanna. Mb. Flóa- manna greiðir 2,25 kr/líter eða 7,02% af innleggsviðskiptum, þar af em um 0,25 kr. lagðar í stofn- sjóð. I niðurstöðum úr uppgjöri búreikninga 1997 var meðalkúabú með um 98 þús lítra greiðslumark. Útborgaður arður frá þessum fyrir- tækjum skilar búi af þessari stærð 196 þús. kr tekjum (því til viðbótar kemur framlag í séreignasjóð eða stofnsjóð), sem er góð búbót hjá búi af þessari stærð. Þess má geta að bú af þessari stærð skilaði á því ári 1.715 þús kr. í launagreiðslu- getu. Miðað við að inni í þeirri tölu sé útborgaður arður, sem nemur 62 aurum í líter er tekju- aukningin ríflega 110 þúsund krónur, sem er 6,4% af heildar launagreiðslugetu ársins 1997. Bæði fyrirtækin eru með hátt hlutfall eigin fjár, Mjólkursamsal- an 87,2% og Mb. Flóamanna 82,2%. Þó eiginfjárhlutfall lækki lítillega milli ára er staða þessara fyrirtækja mjög sterk. Eigin fé vex í krónum talið, hjá Mjólkursam- sölunni um 125 milljónir króna og var í árslok 3.423 millj. króna, og hjá Mb. Flóamanna um tæpar 72 milljónir og var í árslok 1.742 milljónir króna. Bæði ráðstafa verulegum hluta hagnaðar í vara- sjóð og tillag Mb. Flóamanna milli áranna 1997 og 1998 í varasjóð hækkar, úr 9,3 milljónum í 13,2 milljónir. Að auld hafa verið teknar upp sérstakar greiðslur fyrir úrvalsmjólk, 25 aura á líter frá og með síðustu áramótum, á Sam- sölusvæðinu. Framleiðendur á starfssvæði Mjólkursamsölunnar ættu því að geta horft björtum augum til framtíðarinnar, með svo öflug fyrirtæki sem bakhjarla. Markaösmál Erna Bjarnadóttir BREVIGLERI jarðtætarar ♦ Fjölhraða gírkassi ♦ Vinnslubreidd frá 205- 300 cm ♦ Með og án jöfnunarvalsa ♦ Með bognum eða beinum hnífum Einnig mikið úrval annarra jarðvinnslutækja VÉLAR& WwNUSTAhf Járnhálsi 2, Reykjavík, sími 587-6500, fax 567 4274 Útibú á Akureyri, Óseyri 1a, sími 461 4040, mmmMmmmmmmmmmmmmmmmmMmmmmsmmmmmmmimmmmmmmzmmmmmmmmmarmmmmmsiismmmmmmffimmMmmmmtsiammmimmmB Framleiðsla og sala helstu búvara í febrúar 1999 Framleiðsla Afurð Mánuður Ársfjórð. Ár Prósentubreyting frá fyrra ári Mánuður Ársfjórð. Ár Hlutdeild 12 mán, Alifuglakjöt 200.695 638.830 2.767.585 31,7% 9.9% 29,7% 14,5% Hrossakjöt 63.024 230.239 814.865 25,2% 8,7% 3,2% 4,3% Kindakjöt 2.010 90.037 8.175.473 32,8% -26,2% 3,5% 42,7% Nautgripakjöt 277.929 838.266 3.454.544 6,5% 4,9% 1,1% 18,0% Svínakjöt 311.305 975.951 3.934.902 12,3% 5,5% 0,9% 20,6% Samtals kjöt 854.963 2.774.323 19.147.370 15,2% 5,1% 5,6% Mjólk 9.009.873 27.956.762 107.855.915 16,5% 12,3% 5,9% Egg 170.158 781.626 2.333.152 3,0% 46,5% 1,9% Sala Prósentubreyting frá fyrra ári Hlutdeild Afurð Mánuður Ársfjórð. Ár Mánuður Arsfjórð. Ar 12 mán, Alifuglakjöt 233.447 755.780 2.744.129 32,3% 32,9% 29,5% 15,5% Hrossakjöt 38.772 118.382 519.677 1,0% -15,5% -3,4% 2,9% Kindakjöt 536.721 1.470.928 6.975.773 -6,4% -3,7% 4,0% 39,4% Nautgripakjöt 305.480 812.905 3.537.028 14,4% 3,2% 3,9% 20,0% Svínakjöt 327.007 990.299 3.923.975 16,6% 3,8% 0,2% 22,2% Samtals kjöt 1.441.427 4.148.294 7,9% 4,3% 6,1% Mjólk á prótg. 7.894.785 24.613.060 102.682.093 -0,9% -0,5% 0,3% Mjólk á fitugr. 7.494.882 24.506.508 99.138.409 -2,2% -2,0% -0,4% Egg 159.659 708.586 1.975.683 11,7% 42,7% -4,8%

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.