Bændablaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 15

Bændablaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 28. mars 2000 BÆNDABLAÐIÐ 15 Dýrðarréttir úr bleikju Námskeiðið verður 6. aprfl á Hólum í Hjaltadal. Leiðbeinandi er Bryndís Bjamadóttir mat- ráðskona Hólaskóla. A nám- skeiðinu verður fjallað um vinnslu og matreiðslu bleikjunn- ar. Kennd verða handtök við flökun hennar og fjallað um meðferð og geymslu til að tryggja sem best gæði hennar í matargerð. Nemendur fá einnig að kynnast hinum margvíslegu matreiðslumöguleikum bleikj- unnar. Námskeiðinu lýkur með dýrðlegu hlaðborði þar sem námskeiðsþátttakendur snæða afrakstur dagsins. Hönnun og handverk: Frá hugmynd til vöru. Námskeiðið stendur yfir í 2 daga, 3.-4. aprfl að Hólum í Hjaltadal. Leiðbeinandi er Bryn- dís Björgvinsdóttir myndlista- maður og myndmenntakennari á Hólum í Hjaltadal. Á námskeið- inu verður lögð áhersla á hönnunarferlið og mikilvægi vandaðs undirbúnings. Rætt verður um hvemig nýta megi nánasta umhverfi í gerð minja- gripa. Vinnuferlinu verður fylgt frá hugmynd til fullbúinnar vöra, sölu og markaðssetningar hennar. I samráði við leiðbein- enda munu þátttakendur ákveða hvaða efni þeir þurfi að koma með á námskeiðsstað. Rekstur hrossabús VI hluti Markaðsmál, félagskerfi og kynbótadómar Námskeiðið stendur yftr í 3 daga, 31. mars til 2. aprfl að Hólum í Hjaltadal og er VI og síðasti hluti af námskeiðsflokki um rekstur hrossabús. Leiðbein- endur eru Víkingur Gunnarsson og Hulda Geirsdóttir. Á nám- skeiðinu verður fjallað um markaðs- og útflutningsmál hrossa, einnig um sögu og félagskerfi hrossaræktenda. Einnig verður farið í kynbóta- dóma bæði bóklega og verklega og að lokum verður und- irbúningi og útfærslu kynbóta- sýninga gerð skil. Landbœtur í úthaga Vistvœn landnýting með landgrœðslu Námskeiðið verður 11. aprfl að Hólum í Hjaltadal. Umsjón með námskeiðinu hefur Bjami Mar- onsson. Fjallað verður um sam- spil gróðurs og grasbíta og aðferðir til að skilja þær vís- bendingar sem ásýnd landsins gefur um ástand þess. Kynntar eru helstu aðferðir til landbóta og landnýtingaráætlanir fyrir bú- jarðir. \l$tvœn &. árangursríl UTSOLUSTAÐIR: ÖLL HELSTU MJOLKURBU LANDSINS jviimjiH ?yTiyígiT?1 Nálægt 80 nemendur stunda nú nám við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. Auk þeirra eru nokkur hundruð þátttakendur á endurmenntunarnámskeiðum skólans, sem eru mjög fjölbreytt. Af nemendum Landbúnaðarhá- skólans eru 16 í búvísindadeild á 2. námsári, en þar verður innritað í haust. Við bændadeild eru 25 nem- endur á 1. námsári og flestir þeirra í námsdvöl á kennslubúum þessa dagana, en nokkrir fara til námsdvalar í sumar. f sumar, sem endranær, má reikna með að nokkr- ir stúdentar bætist í hópinn. Næsta vetur verða því lfldega um 30 nem- endur í 2. bekk bændadeildar. Á 4. önn í búnaðamámi á Hvanneyri eru 15 nemendur. Auk grunngreina 4. annar eru eftirtaldar valgreinar kenndar fyrir hópinn: Nautgriparækt I og II, sauðfjárrækt I og II, hrossarækt II, rekstrarfræði, búsmíði og lífrænn landbúnaður. Nemendur í fjamámi eru 20 og búa þeir víðsvegar um landið, jafn- vel á næsta bæ! Þær námsgreinar sem kenndar eru í fjamámi á vorönn em: Áburðarfræði, beit- arfræði, bústjóm, líffæra-, lífeðlis- og fóðurfræði, lífrænn landbún- aður, nautgriparækt I, markaðs- fræði, sauðfjárrækt I og umhverf- isfræði. Unnið er að endurskipulagn- ingu námsins, með hliðsjón af nýjum lögum um Landbúnaðar- háskólann á Hvanneyri og samþykktum háskólaráðs og er verið að skipuleggja tvær nýjar námsbrautir í háskólanámi. Núna í haust verður hafin kennsla í landnýtingu á háskólastigi. Sú braut er sniðin að þörfum þeirra sem vilja starfa við landvörslu, landgræðslu, skógrækt og hvers konar umönnun lands. Einnig er verið að skipuleggja nám í um- hverfisskipulagi sem nemendur verða teknir inn í ekki seinna en haustið 2001. í því er farið í und- irstöðugreinar skipulagsfræða, vistfræði, búlandafræði og hönn- unar. Námsbraut í umhverfis- skipulagi tekur mið af þörfum þeirra sem vilja starfa við landvörslu, með skipu- lagshönnuðum eða landslagsarki- tektum eða starfa að rannsóknum að loknu námi. Af þessu má sjá að ýmislegt er að gerast við Landbúnaðarháskól- ann á Hvanneyri og starfsemin vex enn frekar með nýjum námsbraut- um í háskólanámi. Við heima- menn bindum miklar vonir við að sú endurskoðun og þróun sem verið er að gera á námsframboði Landbúnaðarháskólans muni efla hann sem kennslustofnun, ísl- enskri náttúra, landbúnaðinum og þjóðinni til heilla. Sverrir Heiðar og Ragnhildur H. Jónsdóttir, Hvanneyri. Sáðvörur Tegund Ráðgjjöf byggð á reynslu Starfsmenn MR búa að áratuga reynslu og þekkingu í innflutningi Vallarfoxgras og meðferð á sáðvörum. Við val á sáðvörum geta margar spumingar vaknað því aðstæður ráða hvaða fræ hentar á hverjum stað. Yrki Sáömagn Verö pr.kg Pöntun kg/ha í sekkjum* Mismunandi þarfir Tíi að bændur nái sem bestri nýtingu á sáðvörum miðlum við reynslu okkar og annarra t.d. um hver sé besti sáðtíminn, hvaða sáðmagn gefur besta uppskem og hver sé endurvöxtur mismunandi stofna. Grasfræblanda V/A 25 398,- Vallarfoxgras Adda 25 245,- Vallarfoxgras Vega 25 399,- Vallarsveifgras Fylking 15 545,- Vallarsveifgras Sobra 15 245,- Vallarsveifgras Primo 20 341,- Túnvingull Reptans 25 216,- Fjölært rýgresi Svea 35 199,- Sumarhafrar Sanna 200 65,- Vetrarhaffar Image 200 60,- Sumarrvgresi Barspectra 35 135,- Sumarrýgresi Andv 35 112,- Vetrarrýgresi EF 486 Dasas 35 112,- Vetrarrýgresi Barmultra 35 112,- Bygg 2 ja raða Filippa 200 44,- Bygg 2ja raða Gunilla 200 44,- Bygg 6ja raða Arve 200 55,- Sumarrepja Bingo 15 780,- Vetrarrepja Emerald 8 190,- Vetrarrepja Barcoli 8 155,- Fóðurmergkál Maris Kestrel 6 1.250,- Fóðumæpur Barkant 1,5 540,- Skrúðgarðablanda - S 399,- Verð án Vsk* Réttar sáðvörur tryggja góða rœkt Mjólkurfélag Reykjavíkur Korngarðar5 • 104 Reykjavík Símar: 5401100 <* Fax: 5401101 ■ pjagBHKj táÉÉÉÚL

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.