Bændablaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 18
18 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 28. mars 2000 Fækkun hænda - Eyðing byggða Þeir Guðni Ágústsson, land- búnaðarráðherra og Páll Pétursson, félagsmálaráðherra mættu á al- mennan fund í Félagsheimilinu á Blönduósi miðvikudagskvöldið 12. febrúar. Var fundurinn fjöl- sóttur af bændum og áhugamönn- um um landbúnaðarmál úr Húna- vatnsþingi öllu og Skagafirði. í boðaðri dagskrá fundarins var varpað fram þremur spumingum, svohljóðandi: 1. Hvað er framundan í málefnum landsbyggðarinnar? 2. Hvemig verður afkoman tryggð í sauðljárbúskap? 3. Hver eru sóknarfæri landbúnaðarins á nýrri öld? Margt bar á góma og glögglega kom fram í máli ráðherranna að þeir óskuðu opinskárra viðbragða og svara fundarmanna við spum- ingunum, frekar en þeir hefðu ákveðinn boðskap að færa af hálfu stjómvalda. Má það teljast eðlilegt miðað við margrætt ástand í svo- nefndum „byggðamálum“ sem einkennast af flótta fólks utan af landi til „suðvesturhomsins“ sem allir vita um og tölulega er staðfest. Ekki verður sagt að ráðherram- ir færu nestaðir af úrlausnum við fundarlok þótt almenn þátttaka yrði í umræðunum. Ræðumönnum virtist ljós sú staðreynd að markaðurinn fyrir landbúnaðara- furðimar, mjólk og kjöt, er tak- markaður og þar með tekjumögu- leikar stéttarinnar í heild hnepptir í fjötra. Ágætur og áhugasamur sauðfjárbóndi, úr hópi fundar- manna, reið á vaðið með vel und- irbúnum málflutningi og boðaði að það þurfi að gefa verslun með sauðfjárframleiðsluréttinn frjálsan til þess að duglegustu bændumir geti aukið framleiðslu sína svo mikið að bú þeirra gefi nægan arð til sómasamlegrar lífsafkomu. Þetta var hans svar við spuming- unni um sauðfjárbússkapinn og stefnuna inn í nýja öld og í raun- inni túlkun á þeirri kenningu sem margir taka sér í munn um hagræðingu í framleiðslumálum landbúnaðarins. Þá er ekki minnst á afleiðingamar að fá stór bú hljóta að ryðja mörgum litlum búum út af sviðinu, sem yrði einn snarasti þátturinn í eyðingu byggðanna og brottnámi fólksins til annarra staða og úrræða. Þessi leið dæmir sig því sjálf sem eyðingarstefna, en ekki endurreisnarstefna, sem þó er verið að leita að. í þessum skoðanamun liggur djúpstæður ágreiningur inn- an stéttarinnar sjálfrar og hlýtur að veikja sókn hennar til viðunandi úrlausnar á vandamálunum. En hvað þá til ráða? Það ætti að hafa forgang að gera sem flestum bændum kleift að búa búum sínum og viðhalda, sem best verður viðkomið, því menn- ingarsamfélagi út um dreifðar byggðir landsins, til sjávar og sveita, sem þróast hefur með þjóðinni gegn um aldir. Allt annað er frumstæð og kaldræn auðshyggja þeirra manna sem sjá lítið annað en eigin hag. Gamal kunnugt ráð til þess að bjarga „litlu" bændunum, og raun- ar fleirum, átti að vera að finna eitthvað annað handa þeim til þess að drýgja tekjur sínar. Hvemig var ekki þegar allir áttu að fara að föndra, stunda loðdýrarækt, fisk- eldi og nú síðast ferðaþjónustu. Allir vita hvemig þetta hefur gengið og mistekist nema ef vera skyldi ferðaþjónustan. Vonandi er að hún kollsigli sig ekki með allt of hraðfara aðgerðum eins og fisk- eldið og loðdýraræktin, sem hvort tveggju ættu að vera lífvænlegar atvinnugreinar, eins og í nágrann- alöndunum, ef þær em þróaðar af forsjá og raunhyggju en ullu allt of mörgum einstaklingum og lána- stofnunum vemlegu eignatjóni.. í lok áramótahugvekju Ara Teitssonar, formanns Bændasam- takanna kemst hann að þeirri niðurstöðu að allt hafi bmgðist sem átti að verða til bjargar frá þeirri öfugþróun sem átt hefur sér stað á undanfömum ámm, og virðist óstöðvandi, og hann segir orðrétt: „En hvað er til ráða ef ætlunarverk mistekst? Við hljótum að íhuga og ræða hvað við gerðum rangt og hverju við þurfum að breyta í aðgerðum okkar, semja síðan nýja og vænlegri aðgerðaáætlun og framkvæma hana. Þetta ætti að vera forgangs- verkefni íslenskrar þjóðar á kom- andi ári.“ Vissulega er hægt að taka und- ir þessi tilvitnuðu orð leiðtoga íslenskra bænda, en jafn vissulega hefði mátt vænta þess að hann hefði eitthvað fram að færa um uppistöðu þeirrar „aðgerðaáætlun- ar“ er hann talar um að þurfi að gera og eigi að „vera forgangs- verkefni íslenskrar þjóðar á kom- andi ári“ en þess verður ekki vart. Raunhæfast væri reyndar að tala um með hvaða hætti mætti stöðva þessa umtöluðu öfugþróun, því það er í rauninni fmmskilyrði þess að henni verði síðan snúið við. Og nú er komið að því sem ég vék aðeins að á fundinum með þeim Guðna og Páli sem frá er sagt í upphafi þessarar greinar. Það er: Horfið verði alfarið frá þeim áróðri að stækka einhliða búin hvort sem þau saman standa af nautgripum eða sauðfé, eða því hvort tveggja, vegna þess að það er bein aðför að landsbyggðinni og því samfélagi og menningu sem hefir þróast með þjóðinni frá upp- hafi sögu hennar. Peningar em að vísu „afl þeirra hluta sem gera skal“ en blind hagræðing og auðshyggja í byggðamálunum horfir til landauðnar því hún felst í að hlynna að hinum fáu stóm en útrýma hinum mörgu smáu, eins og hér að framan var að vikið. Mannlegt samfélag og menning byggist á því að fólk sé til staðar er nýti gæði landsins og þau verðmæti sem felast í vel rækt- uðum og uppbyggðum býlum og þéttbýliskjömun sem til hafa orðið og þróast, fyrst og fremst, fyrir þjónustu við fólkið í hinum dreifðu byggðum til sjávar og sveita. Þetta er staðreynd sem ekki verður á móti mælt og hrökklist fólkið í burtu vegna rangrar stjómunar eða stjómleysis verður skaðinn fyrir einstaklinga og samfélagið ómæl- anlegur og óbætanlegur. Komið er að úrslitastund í framan greindum efnum og það er aðeins sjálft ríkisvaldið í höndum ríkisstjómar og Alþingis sem eitt hefur vald og getu til þess taka þama í taumana. Byggt sé á þeirri framtíðarsýn að Island sé hreint land og landbúnaðarvörur sem þar eru og verða framleiddar hafi yfir- burði til hollrar neyslu og hasli sér þess vegna völl í öðrum þjóðlöndum. Þetta er svo mikið alvörumál að takist það ekki verður íslenskur landbúnaður dauðadæmdur og aðeins stundaður af litlu broti þjóðarinnar í framtíðinni. Því verður vart trúað að það sé það sem forráðamenn þjóðarinnar óska. Hitt er trúlegra að þeir vilji frekar að þjóðin haldi jafnvægi og nytji landið allt með gögnum þess og gæðum, fjölbreytileika og fegurð. Og tillögur mínar eru þessar í stuttu og afmörkuðu máli: Komið verði í veg fyrir að bændum fækki nokkuð að ráði með stjómvaldsaðgerðum sem fel- ast í því að þeim verði greitt fyrir nokkurs konar verðmætagæslu á jörðum sínum, nægilegt lágmarks- fjármagn, til þess að þeir geti búið þar áfram og viðhaldið búsetuskil- yrðum er yrðu tiltæk um aukna framleiðslu er hennar yrði þörf vegna aukinna markaða. I þessu felst framtíðarsýn til gróandi þjóðlífs í stað þeirrar upplausnar og eyðileika sem verður ef fjöldi bænda hrökklast snauðir frá jörð- um sínum og með sáralitla mögu- leika til þess að geta fengið annað starf sér til lífsframfæris og verða þannig þar með dæmdir úr leik sem fullgildir þjóðfélagsþegnar, sjálfum sér til tjóns, angurs og armæðu, í nýju framandi samfélagi og milljóna kostnaði við nýtt land- nám þess samfélags er við þeim tekur. Sagt er að Reykjavíkurborg þyki, nú þegar, nóg um að leysa þann félagslega vanda og fjárfest- ingu. Af framansögðu má Ijóst vera að þessi leið, ef af verður, hefur yf- irburði um hagkvæmni og við- ráðanlegan kostnað, bæði fyrir bænduma sjálfa og fólkið í landinu yfirleitt þ.e. sjálfan nkissjóð, auk þess að vera mótvægi þeirra félagslegu vandamála sem svo mjög sækja á í Reykjavík og nágrenni hennar. Til þess að þetta megi takast er ekki nema eitt úrræði og það er að ráðamenn þjóðarinnar, hvar í flokki sem þeir standa, taki saman höndum og framkvæmi hana, eins og Ari Teitsson orðaði það í áður- nefndri áramótagrein sinni. Hér er um þjóðamauðsyn að ræða sem hafin ætti að vera yfir alla flokk- adrætti og kjördæmapot. Þörfin er gagnkvæm fyrir alla landshluta, hvaða skoðun sem fólkið hefir á þjóðmálunum að öðru leyti og muna ber að framkvæmdir hins opinbera koma ekki að gagni ef fólkið er farið á brott. Mætti um það fara mörgum orðum en staðar numið að sinni en þó áréttað að framangreind leið mundi í reynd forða frá ógnvekjandi verðmæta- sóun út um byggðir landsins og kosta samfélagið í heild smámuni móti öllum þeim kostnaði er hlýtur að verða afleiðing umtalaðrar byggðaröskunar er dæmið yrði endanlega gert upp. Blönduósi, janúar 2000. Grímur Gíslason. Göðar Mr og slætnar Samanburður á neyslu fslendinga og EU Kindakjöt Svínakjöt Nautakjöt Alifuglakjöt Heildarneysla □ ísland ■ EU Á íslandi hefur það verið list að miða alla skapaða hluti við höfðatölu og skoða stöðu Islend- inga, miðað við aðrar þjóðir, út frá þeim mælieiningum. Þannig hefur okkur oft tekist að bæta sjálfsálit verulega og reikna okkur til þess að við séum engir eftirbátar ann- arra. Telja verður að séreinkenni einstakra þjóða sé smátt og smátt að hverfa og neysla Evrópuþjóða að verða einsleitari og að við Islendingar fylgjum straumnum. Með þetta í huga réðst ég í það verkefni að bera saman kjötneyslu íslendinga miðað við nágranna- þjóðimar í Evrópu. Erfiðlega gekk að nálgast upplýsingar en tókst loks að fá uppgefnar neyslutölur þjóða sem byggja Evrópusam- bandið frá árinu 1997. Við saman- burð þessarra talna koma í ljós at- hygliverðar upplýsingar, bæði góðar fréttir og slæmar. Góðu fréttimar fyrir kjötfram- leiðendur hér innanlands em þær að enn eigum við langt í land með að neyta kjöts í jafnmiklu mæli og EU þjóðimar hvort sem er tekið mið af einstökum þjóðum eða meðaltali EU. Þannig var neysla á þeim kjöttegundum sem saman- burðurinn náði til liðlega 85 kg hjá Evrópuþjóðunum en 59 hér innan- lands á sama ári. (sjá meðf. graf) Það em ekki nema tvö ríki Evrópu- sambandsins þar sem við komumst uppundir svipaða heildameyslu. Þessar upplýsingar hljóta að örva þá aðila sem sjá um kjötsölu og framleiðslu að gera betur og auka innanlandsneyslu í námunda við þær þjóðir sem við viljum helst bera okkur saman við. Slæmu fréttimar em þær, að í þessum samanburðarlöndum er kindakjötsneysla mjög lítil eða um 3.7 kg á mann á ári þegar neysla okkar er liðlega 24 kg á mann og sýnist mér það vera heimsmet, í það minnsta Evrópumet. Þannig má búast við að kindakjötsneysla Islendinga minnki enn á komandi ámm í takt við einslit þjóða og að við verðum komin niður í 10 - 15 kg meðalneyslu kindakjöts innan fárra ára. Þ.e. að við vemm komin í hóp með Grikkjum sem em lang neyslumestir EU þjóða á þessu samanburðarári með tæplega 14 kg neyslu. Ljóst má vera að við sauðfjárbúskap hérlendis blasa áframhaldandi örðugleikar á næstu ámm og hætt við að lítið sé við því að gera nema að reyna að veija flóttann eftir bestu getu og lina þann sársauka sem þessar breyt- ingar hafa í för með sér. Á heimasíðu Landssamtaka sláturleyfishafa má finna frekari upplýsingar um þennan samanburð ásamt öðm athygliverðu efni er varða slátmn og kjötframleiðslu. Slóðin er: www.bondi.is undir Af- urðastöðvar og Landssamtök sláturleyfishafa. Pétur Hjaltason, Landssamtökum sláturleyfishafa.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.