Bændablaðið - 11.07.2000, Blaðsíða 5

Bændablaðið - 11.07.2000, Blaðsíða 5
Þriðjudagur ll.júlí 2000 BÆNDABLAÐIÐ 5 Býpslæknipiiw smr Auður Arnþórsdóttir, dýralæknir, Nokkrir dýralæknar hafa fallist á að svara spurningum bænda um ýmislegt er varðar heilbrigði búsmala. Þeir bændur sem vilja koma spurningum á framfæri eru beðnir um að hafa samband við blaðið en einnig geta þeir sent fax eða tölvupóst. Faxnúmer og netfang er að finna á bls. 4. Kýrnar mínar eru mjög marg- ar snemmbornar og ég fer að gelda þcer í ágúst. Hvernig er best að standa að því? Sumir mœla með notkun lyfja, aðrir alls ekki. Sumir vilja nota lyf viku fyrir burð, aðrir mœlast gegn því. Sumir vilja láta meðhöndla viðkvœmar kýr fyrir burð, aðrir um burð. Er nema von að ég verði háif ruglaður áþessu öllu? Ég vel að svara þessu með því að fara yfir nokkur atriði sem eru mikilvæg m.t.t. júgurheilbrigðis þegar kýr eru geldar upp og á geldstöðutímabilinu. Geldstaðan er mikilvægur hvíldartími fyrir kúna. Þær frumur í júgrinu sem framleiða mjólkina hverfa á geldstöðunni en nýjar fara að myndast fyrir burð og þeim heldur áfram að fjölga á fyrsta mánuði mjaltaskeiðsins. Líkaminn fær tíma til að jafna sig eftir álag síðasta mjaltaskeiðs og safnar forða fyrir það næsta. Geídstaðan ætti að vera um 60 dagar. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á að fái júgrið þennan tíma til að jafna sig eftir mjalta- skeiðið og undirbúa það næsta, verði mótstaða þess gegn sýking- um öflugri, mjólkurframleiðsla meiri og frumutala lægri. Lengri geldstaða minnkar heildamyt kúnna á mjaltaskeiðinu auk þess sem hætta er á að kýmar verði of feitar fyrir burð, sem aftur eykur líkur á burðarerfiðleikum, efna- skiptasjúkdómum, o.fl. f lok mjaltaskeiðsins þarf að draga úr mjólkurframleiðslu kúnna með því að gefa þeim orkuminna fóður. Með réttri stjómun á fóðmn ættu þær að mjólka það lítið þegar kemur að því að gelda þær upp að óhætt sé að hætta að mjólka án frekari undirbúnings. Á sumrin getur verið nauðsynlegt að taka þær inn í eina til tvær vikur til að minnka nytina. Fylgjast þarf með júgrinu í viku til tíu daga eftir að hætt er að mjólka. Ef bólgu verður vart þarf að athuga mjólkina og ganga úr skugga um hvort um sýkingu sé að ræða. Júgrið er sérstaklega viðkvæmt fyrir sýking- um á fyrstu viku geldstöðutíma- bilsins og síðustu tvær vikumar fyrir burð. Góð regla er að taka spenasýni úr þeim kúm sem hafa fengið sýkingu á mjaltaskeiðinu, hafa óeðlilega háa fmmutölu í lok mjaltaskeiðsins eða önnur ein- kenni sem geta bent til sýkingar. Greinist sýklar í sýninu þarf að ráðfæra sig við dýralækni um aðgerðir. Ákvörðun um meðhöndlun byggist á því hvaða sýklar hafa greinst, næmi þeirra fyrir lyfjum, sjúkdómssögu kýrinnar o.fl. Ef ákveðið er að meðhöndla með sýklalyfjum er það gert áður en kýrin er geld upp. Geldstöðulyf em aðallega notuð sem forvöm gegn sýkingum á geldstöðutímabilinu en geta líka í sumum tilfellum læknað dulda júgurbólgu. Við notkun á geldstöðulyfjum er mikilvægt að hafa í huga að langvarandi áreiti sýklalyfja eykur hættu á myndun ónæmis gegn lyíjunum. Sýklalyf á aldrei að nota „út í loftið“ eða „bara til vonar og vara.“ Það skilar sjaldnast árangri, er sóun á peningum og býður heim hættu á ónæmismyndun. Fylgjast þarf með júgri kúnna á geldstöðunni. Síðustu tvær vikum- ar fyrir burð þarf að taka á því á hveijum degi og ganga úr skugga um að það sé í lagi. Gott er að bera júgursmyrsl á það um leið. Ef vart verður við bólgubreytingar þarf að taka sýni og tæma viðkomandi júgurhluta ef mjólk er kominn í hann. Síðan þarf að ráðfæra sig við dýralækni um meðhöndlun. Ef kýmar fara „að leka“ fyrir burð eykst sýkingarhætta og til að draga úr henni er nauðsynlegt að byija að mjólka þær. Um og eftir burð er mest hætta á að kýmar smitist af júgurbólgusýklum. Júgrið er viðkvæmt og spenaopið oft nokkuð vítt vegna þrýstings í júgrinu og slappleika í hringvöðvanum sem lokar því. Sýklamir eiga því greiðari leið inn. Kýmar em oft þreyttar eftir burðinn og liggja því meira auk þess sem sumar fá doða eða aðkenningu að doða. Það er því sérstaklega mikilvægt að þær liggi á þurrum og hreinum stað og einn- ig er mikilvægt að fjarlægja hildir og óhreinindi af þeim eftir burðinn. Ef mikið er um júgurbólgusmit í fjósinu er æskil- egt að nota sótthreinsandi spenaúða til að vemda júgur kúnna gegn smiti. Ég vona að þetta svar komi að einhverju gagni en auki ekki aðeins á ringulreiðina. Hvanneyri 23.júní 2000, Auður Lilja Arnþórsdóttir, dýralœknir júgursjúkdóma. MÉIÉf Verkfallsfundir Verkfall bifreiðastjórafélagsins Sleipnis virðist engan enda ætla að taka þegar þessar línur eru skrifaðar. Verkfallið hefur staðið yfir í rúman mánuð og þrátt fyrir sátta- fundi í tugi klukkustunda, fréttabann og lögbannskröfur er enn lítið útlit fyrir að deilan leysist. Ekki er ætlunin hér að fara að ieysa deilur um launakjör enda er Grímur maður seinþreyttur til vandræða og lítið gefinn fyrir langt karp, hvað þá ef það stendur vikum saman. En Grími finnst ótrúlegt hversu margvíslegar afleiðingar þetta verkfall hefur haft. Þegar hefur verið rakið að ferðamönnum út á land hafi fækkað og ferðaþjónustan hafi orðið fyrir miklu tjóni, og slíkt var nokkuð sem menn gátu búist við. En ýmislegt annað hefur gerst. Leigubílsstjórar hafa dregist inn í átökin vegna þess að akstur flugrútunnar til Kefiavíkurflugvallar liggur niðri og hafa menn jafnvel ekki hikað við að keyra á mann og annan til að hafa sínu fram. Verk- fallsverðir hafa verið duglegir við að stöðva verkfallsbrjóta eða meinta verkfallsbrjóta og hafa jafnvel slagsmál brotist út þegar verst hef- ur látið. Rútufyrirtækin krefjast lögbanns og stefna Sleipni sem aft- ur stefnir fyrirtækjunum og allt virðist þetta enda í einum stórum rembihnút. En einn þekktasti og feit- asti leikari landsins er þó ánægður því hann neyðist til þess að hreyfa MED SEINNI BOLLANUM sig fyrst hann getur ekki tekið strætó. Öll þessi átök hafa valdið Grími miklum heilabrotum og hann hefur velt því mikið fyrir sér hvað eigi að gera til að menn geti náð sátt. Ekki hefur hann fundið lausnina frekar en ríkissáttasemjari. En eitt er víst; miðað við hvernig átökin eru í þessu verkfalli gæti Grímur aldrei hugsað sér að fara í verkfall. Ekki af því að hann óttast að það sé keyrt á hann og ekki er það heldur að því að hann vill ekki berjast fyrir bættum kjörum ef honum finnst þau of bág. Nei...ástæðan fyrir því að Grímur vill forðast verkföll eins og heita eldinn er fyrst og fremst sú að það að sitja á fundum klukkustund- um saman án þess að neitt komi út úr því er meira en hann getur þolað. Og þó að Grímur muni ekki þurfa að sitja þessa fundi sjálfur óskar hann engum svo ills að þurfa að standa í slíku. Það þarf heldur vart að taka það fram að af sömu ástæðum gæti Grímur aldrei nokkurn tímann orðið ríkissáttasemjari. Grímur Hrn ob hvenær? í myndasafni Bændasamtaka íslands leynast margar perlur sem segja mikla sögu. En margar myndanna eru án nokkurra skýringa og nú á að kanna hvort lesendur geti aðstoðaðar okkur. Hér kemur mynd sem við vildum gjarnan vita meira um. Vinsamlega hafið samband við Jónas Jónsson, Matthías Eggertsson eða Áskel Þórisson í síma 563 0300. Þessi mynd kom í síðasta blaði en við höfum ekki fengið nákvæmar upplýsingar um hvar myndin var tekin. Þó er talið líklegt að myndin sýni bæ í Skaftafellssýslu. Nánari upplýsingar eru vel þegnar. ískynúi.__________________ Varaðu þig stúlka Guðmundur bóndi á Lundum í Borgarfirði var oft skrýtinn og hnyttinn í tilsvörum. Það var um sláttinn, að Guðmundur gekk um kvöld, til að kasta af sér vatni, út í hlaðvarpann, eins og títt er í sveit. Þetta var stðla sumars og dimmt orðið. Kaupakona hafði farið út á undan Guðmundi og kom nú hlaupandi beint ífangið á honum. Þá segir Guðmundur: -Varaðu þig, stúlka. Hlauptu ekki vina beint á voðann. Hann er skynsamur Guðmundur Daníelsson í Svignaskarði var sjálfstœðismaður mikill, og áhugasamur í stjórnmálum sem öðru, en hann átti það til að vera fljótfœr. Það var eitt sinn fyrir alþingis- kosningar, að flokksbróðir hans bað hann að „agitera" ínágranna sínum, sem var framsóknarmaður. En þá segir Guðmundur: -Það þýðir ekkert. Hann er svo skynsamur. (Borgfirsk blanda, safnað hefur Bragi Þórðarson).

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.