Bændablaðið - 11.07.2000, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 11.07.2000, Blaðsíða 14
14 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur ll.júlí 2000 í*JGif*JtÁAí-*í l^W<wá*lC^»gáfcá><Í^«ÍiÉÍéi»&iat*-A-"■faifln»StAWuCiL; Þorkell Bjarnason fyrrverandi hrossaræktarráðunautur í hóp- reiðinni á Landsmóti hestamanna. Ungir sem aldnir tóku þátt í hóp- reiðinni sem þótti hin glæsileg- asta. Svipmyndir frá sýningunni BÚ2000 og Landsmóti hestamanna Þrír ráðherrar saman á hestbaki. F.v.: Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, Guðni Agústsson landbúnaðarráðherra og Páll Pétursson félagsmálaráðherra. Landbúnaðarsýningin Bú 2000 - Landbúnaður er lífsnauðsyn var haldin í Laugardalshöll í Reykjavík um síðustu helgi. Hátt í 100 sýnendur kynntu þar vöru sína og þjónustu fyrir fjölmörgum sýningargestum og þótti sýningin takast einkar vel. A opnunardegi sýningarinnar fluttu Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Ari Teitsson formaður Bœndasamtakanna ávörp. Þá fengu þrennir sýnendur sérstök verðlaun fyrir sitt framlag á sýningunni. Samband garðyrkjubænda fékk verðlaun fyrir fallegasta sýningarbásinn, besta kynningarefnið var valið bœklingurinn Heil og sœlfrá íslenskum mjólkuriðnaði og að lokumfékk Datec Island verðlaun fyrir athyglisverðustu nýjungina, sem var vökvaknútin rafstöð. í bás Bændasamtakanna var hægt að spjalla við starfsmenn þeirra um landbúnað almennt auk þess sem sérstakir starfsmenn fræddu gesti um hlunnindi, loðdýrarækt og vistun barna í sveitum. Þáfrœddu starfsmenn tölvudeildar sýningargesti um tölvuforrit bænda og sýndu m.a. nýja forritið fyrir kúabændur, Iskú. Unga kynslóðin kunni svo sannarlega að meta nýjan margmiðlunardisk um íslenskan landbúnað. F.v. er Jóhann Ólafur Halldórsson sem annaðist gerð disksins fyrir Bændasamtökin en svo koma þeir sem landið erfa - Hugi, Ketill og Heimir Haukssynir frá Seljatungu í Gaulverjabæjarhreppi.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.