Bændablaðið - 11.07.2000, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 11.07.2000, Blaðsíða 8
8 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur ll.júlí 2000 Húsdýragarðurinn fagnar tíu ára afmæli sínu í ár: „Við viljum dæia i krakkana sem mestum fróðleik" Húsdýragarðurinn hóf starfsemi sína 19. maí 1990 og fagnar því 10 ára afmæli sínu í ár. Hann hefur notið gríðarlegra vinsælda og fær nú um 200 þúsund gesti á ári. Meðal veigamikilla þátta í starfi hans er að taka á móti grunnskólabörnum í heimsókn og fræða þau um dýrin í sveit- inni. Garðurinn starfrækir sérstaka fræðsludeild og meðal starfsmanna hennar er Sigrún Gréta Helgadóttir. Sigrún Gréta segir að stigvax- andi aðsókn hafi endurspeglast í aukinni starfsemi fræðsludeildar- innar. Núna er sérstök fræðsla fyrir 3. bekk., 6. bekk og 9. og 10. bekk. „Við erum alltaf að taka á móti fleiri grunnskólabömum, og nú tökum við á móti um 8.000 börnum yfir veturinn," segir hún. Meðal þess sem hefur notið hvað mestra vinsælda eru svo- kallaðir vinnumorgnar sem eru fyrir 6. bekk grunnskólanna. Þá mæta krakkamir kl. 7:45 á morgn- ana og em í garðinum til hádegis. Morguninn nota krakkamir til að vinna ýmis verk með dýmnum, t.d. moka skít, kemba og hleypa dýrunum út. Krökkunum er skipt í hópa og vinnur hver hópur með mismunandi dýrum og fræðist um þau jafnhliða vinnunni. Síðan fræða krakkamir hina hópana um þau dýr sem þeir unnu með. Það sem hefur þó háð garðin- um í starfi þeirra em húsnæðis- vandræði. Fræðslan í vinnumorgn- unum hefur t.d. þurft að fara fram í húsi sem er í eigu Borgargarða. „Við eigum lítið húsnæði hér inn- an garðsins fyrir fræðsluna og höfum þurft að fá húsnæði lánað annars staðar eða þá að nota kaffihúsið þar sem kaffisala er. Það er því frekar takmarkað fræðslustaif sem við getum unnið og við hefðum viljað gera miklu meira.“ Önnur fræðsla fer þannig fram að í kennslu 3. bekkjar er einkum lögð áhersla á skynfæri dýranna og til þess era m.a. notaðar afurðir frá dýmnum á borð við skinn, beina- grind o.fl. auk þess sem þau fræðast um kanínur og naggrísi. Krakkar í 9. og 10. bekk fræðast hins vegar um villt spendýr, þ.e. refi, minka, hreindýr og seli. Sigrún Gréta er sannfærð um að garðurinn gegni mikilvægu hlutverki í að fræða borgarbömin um sveitina. „Sum bamanna sem koma í garðinn hafa jafnvel aldrei nokkum tíman komið í sveit og virðast ekki fara í sveit ef þau eiga enga ættingja þar. Krakkamir vita í raun ótrúlega lítið um dýrin þannig að við reynum að dæla í þau sem mestum fróðleik. Sem betur fer er dýrafræðslan nú komin inn í kennsluskrá gmnnskólanna og áherslan hefur aukist á að fræða bömin um dýrin. Kennarar em einnig að gera meira af því að fara með börnin út fyrir skólalóðina og það er mjög jákvætt." Að sögn Sigrúnar Grétu eru ýmsar áætlanir uppi um að bæta og auka þennan þátt í starfsemi Húsdýragarðsins. „Það er m.a. ætlunin að koma upp nýju fræðsluhúsnæði og gera ýmsar aðrar breytingar en það er lítið hægt að gera fyrr en við fáum fjármuni í þetta. Það hefur hins vegar orðið mjög mikil þróun í fræðslunni hér síðustu ár og til marks um það er þessi fræðslu- kassi sem er á hjólum og inn í hon- um em hlutir sem tengjast dýmn- um. Við eigum alveg öragglega eftir að bæta og auka fræðsluna, það er aðeins spuming hvenær það gerist.“ Fjfilbreyttar og hagnýtar rannsóknir stundafiar við Hólasknla - Rannsóknir hala meóal annars shilað tveimur kynbœtlum bleiftjustotnum sem notaðir eru í fleutum eldisstöóvum landsins Starfsemi Hólaskóla hefur verið að eflast og þróast á und- anförnum árum og í síðasta Bændablaði var fjallað um rekstur skólans og nýja námskrá sem þar hefur tekið gildi. Nú er röðin komin að rannsóknarstarfinu sem unnið er á Hólum en það er meira og fjölbreyttara en margan grun- ar. Ur þessum norðlenska fjalladal liggja þræðir vítt um heim og Hólaskóli aflar sér í vaxandi mæli styrkja til rannsókna úr sjóðum Evrópu- sambandsins. Á liðnum vetri lagði Gísli S. Einarsson alþingismaður fyrir- spum fyrir landbúnaðarráðherra um vísindarannsóknir á Hólum og fékk ítarlegt svar. Þar kemur meðal annars fram að á þeim ára- tug sem er að líða hefur skólinn aflað fjár til rannsókna og þróunar- starfs að upphæð tæplega 160 milljónir króna en við það má bæta töluverðum fjárhæðum sem skól- inn leggur sjálfur fram í formi aðstöðu og vinnu kennara og ann- ars starfsfólks. Af þessum 160 milljónum hafa 35 milljónir komið úr erlendum sjóðum, langmest frá Evrópusambandinu. Bleikja, lúða og barri Fiskeldi og vatnalíffræði eru þau viðfangsefni sem taka til sín mest fjármagn og em umfangsmest. Unnið hefur verið að sextán verk- efnum sem stuðlað hafa að því að auka þekkingu manna á fiskeldi. Stærstu verkefnin hafa beinst að kynbótum á eldisbleikju en sú fisk- tegund er víða orðin alldrjúg búbót hjá bændum. Framleiðslan í fyrra nam um 800 tonnum. Einnig hefur verið unnið að gmnnrannsóknum á lífríki íslenskra vatna. Stundum heyrast efasemdar- raddir um hvort tilteknar rann- sóknir skili áþreifanlegum árangri en þær eiga ekki við um þessar rannsóknir. Kynbótarannsóknimar hafa skilað tveimur eldisstofnum bleikju með bættum eiginleikum, t.d. meiri vexti. Þessir stofnar em notaðir í flestum eldisstöðvum landsins og hefur markaðssetning þeirra gengið mjög vel. Önnur verkefni snúa að eldistækni, vatnsnýtingu, fóðri, atferli og áhrifum umhverfisþátta á vöxt og kynþroska bleikjunnar. Einnig hefur verið unnið að rannsóknum á öðmm tegundum eldisfiska í samstarfi við stofnanir og fyrirtæki sem sinna eldi þeirra. Þar má nefna rannsóknir á vand- amálum í fósturþroska lúðu í sam- starfi við Fiskeldi Eyjafjarðar og á þróun aðferða við eldi á hlýsjávar- fiskinum barra í endumýtingar- kerfum en það er unnið í samstarfi við Máka í Skagafirði sem er að gera tilraunir með barraeldi í fisk- eldisstöð sinni, þar sem áður var Miklilax í Fljótum. Þróun end- umýtingarkerfa er lykilatriði í vistvænu fiskeldi. Fleiri innlendir og erlendir aðilar taka þátt í þessu samstarfi. Bæði þessi verkefni njóta stuðnings Evrópusambands- ins enda um brautryðjendastarf að ræða í báðum fyrirtækjunum. Rannsóknir á hrossum Hólaskóli er miðstöð landbún- aðarráðuneytisins í rannsóknum og þróunarstarfi sem varðar íslenska hestinn. Á Hólum er embætti dýralæknis hrossasjúkdóma og í samvinnu við það hefur verið unnið að rannsóknum á sumarex- emi hrossa og álagssjúkdómnum spatti sem hrellir þarfasta þjóninn. Þessar rannsóknir hafa skilað mik- ilvægum upplýsingum um eðli og arfgengi þessara sjúkdóma. Einnig hefur verið þróuð aðferð við fósturvísaflutninga sem stendur hrossaræktendum til boða. Unnið hefur verið að rannsóknum á fijósemi, fóðmn og þjálfunarlíf- eðlisfræði hrossa og nú em hafnar rannsóknir á ýmsum þáttum sem snerta atferli og tamningu hrossa. Em öll þessi verkefni unnin í samráði við atvinnugreinina, auk þess sem samstarf er haft við inn- Íendar og erlendar rannsóknar- stofnanir og fyrirtæki. í uppbygg- ingu eru spennandi þróunarverk- efni í samstarfi við Hestamiðstöð íslands, meðal annars átaksverk- efni um rekstur hrossabúa og verk- efni tengd hestatengdri ferðaþjón- ustu. Ferðamál og byggðafrœði Hólaskóli er einnig miðstöð landbúnaðarráðuneytisins í ferða- málum í dreifbýli. Kennsla á því sviði er nýlega hafin á Hólum og verið er að byggja upp margvíslegt rannsóknar- og þróunarstarf með áherslu á menningu og náttúm landsins í anda sjálfbærrar þróun- ar. Náið samstarf er við atvinnu- greinina. Helstu verkefnin snúa að gæðamálum í ferðaþjónustu og em unnin í samvinnu við Ferða- þjónustu bænda. Eins og fram kom að ofan er verið að heíja verkefni varðandi hestatengda ferða- þjónustu. Þá em í bígerð rannsóknir og þróunarverkefni varðandi menn- ingartengd ferðaþjónustu í dreif- býli. Eins og fram kom í viðtali við Skúla Skúlason skólameistara í síðasta Bændablaði er samhliða unnið að því að efla kennslu og rannsóknir á sviði byggðafræða, meðal annars í samvinnu við Byggðastofnun. Ráðinn hefur ver- ið sagnfræðingur í samstarfi við Byggðasafn og Héraðsskjalasafn Skagfirðinga til að leiða þá upp- byggingu en þessi fræði em að flestu leyti nýjung hér á landi, í það minnsta í því samhengi sem Hólamenn sjá þau. Byggðafræði snúast um menningu, búsetu og lífsgæði á landsbyggðinni og hafa það að markmiði að búa til forystu í atvinnumálum dreifbýlisins. Samstarf við háskóla Eins og áður segir er Hólaskóli á samstarfi við ýmsar stofnanir hér á landi sem erlendis. Meðal þeirra eru Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri, Háskóli Islands og Háskólinn á Akureyri, en námið á Hólum er að hluta til metið inn í B.S. nám við tvo fyrmefndu skólana. Auk þess hafa ellefu nem- endur í M.Sc. námi við Háskóla íslands eða erlenda háskóla unnið að rannsóknarverkefnum við Hóla- skóla undir leiðsögn starfsmanna skólans. Hefur það samstarf verið afar þýðingarmikið fyrir þróun háskólakennslu og rannsókna við Hólaskóla. Þáutaftendun f Fegurri sveitum 2000 Breiðdalshreppur Skorradalshreppur Vopnafjarðarhreppur Rangárvallahreppur Grundarfjörður Skútustaðahreppur Skeggjastaðahreppur Hríseyjarhreppur Grýtubakkahreppur Bárðdælahreppur Vesturbyggð Reykdælahreppur Eyjafjarðarsveit Svínavatnshreppur Borgarbyggð Árborg Borgarfjarðarsveit Hornafjörður Broddaneshreppur . Kirkjubólshreppur Kolbeinsstaðahreppur Húnaþing vestra Norður-Hérað Hvítársíðuhreppur Bandalag skáta Biskupsstofa Bændablaðið Bændasamtök íslands Dagur Tíminn DV Ferðafélag íslands Ferðaþjónusta bænda Flugmálastjórn Fura ehf Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar Hollustuvernd Hringrás Kiwanishreyfingin Kvenfélagasamband íslands Landbúnaðarráðuneytið Landvernd Landgræðslan Landssamband hestamanna Landssíminn Landsvirkjun Lionshreyfingin Málningaverksmiðjan Harpa Málning ehf Málningaverksmiðjan Sjöfn Málningaverksmiðja Slippfélagsins Morgunblaðið Olís Olíufélagið Esso Náttúruvernd ríkisins Samband íslenskra sveitarfélaga Skessuhorn Skipulagsstofnun Skógræktarfélag íslands Skógrækt ríkisins Slysavarnafélagið Landsbjörg Umhverfisráðuneytið UMFÍ Vegagerð ríkisins

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.