Bændablaðið - 14.11.2000, Side 6

Bændablaðið - 14.11.2000, Side 6
6 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 14. nóvember 2000 ■ afborgun apríl 2001. Afhending í dag Sendum myndir af notuðum vélum á tölvupósti: skorri@ih.is Ingvar Helgason hf. Sœvarhöfða 2 Sími 525 8000 Véladeild Netfang: veladeild@ih.is Fyrstur kemur Vegna mikillar sölu á nýjum búvélum frá Ingvari Helgasyni hf. eigum við mikið úrval af notuðum búvélum OPIÐ: Mán.-fös. kl. 09-18 Endurbætt smákálfaaðstaOa í Hvanneyrarfjási Á dögunum var ráðist í end- urbætur á aðstöðu fyrir smákálfa í Hvanneyrarfjósi með stuðningi þróunarsjóðs nautgriparæktarinn- ar. Var það álit dr. Torfa Jóhann- essonar kennara og Höskuldar Gunnarssonar fjósameistara að nauðsynlegt væri að hlúa betur að ungviðinu í fjósinu. Því voru tekn- ir nokkrir básar inni í fjósi og breytti Höskuldur tveimur og tveimur þeirra í þriggja kálfa stíur fyrir hálm. Fylgst verður með hálmnotkuninni í stíunum og með vorinu verða birtar léiðbeiningar fyrir bændur um hálmþörf í slíkar stfur. Þessi athugun er liður í und- irbúingi hönnunar nýs fjós á Hvanneyri, sem nú stendur yfir. Kálfamir láta nú fara vel um sig í nýju stíunum en þeir verða þó væntanlega ekki orðnir að mjólkurkúm fyrr en hið nýja kennslu- og rannsóknafjós verður tekið í notkun. Þar þurfa að vera hraustar kýr og þarf að leggja drög að því að svo verði frá upphafi, því hvað kálfana varðar þá gildir svo sannarlega máltækið „lengi býr að fyrstu gerð!“ (SH) Guðni Ágústsson, landbúnaðar- ráðherra, lætur gamminn geysa. T.v. er Sveinbjörn Eyjólfsson, aðstoðarmaður ráðherra, og t.h. er Magnús B. Jónsson, rektor á Hvanneyri. RáOherrafundar með Hvanneyringum Á dögunum heimsótti Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra Landbúnaðarháskólann á Hvann- eyri, ásamt aðstoðarmanni sínum Sveinbimi Eyjólfssyni. Þar stóð ráðherra fyrir tveimur fundum, annars vegar með nemendum skólans en hinsvegar með starfs- fólki og öðmm staðarbúum. Þar flutti ráðherra framsögu um stöðu landbúnaðarins. Að loknum fyrir- spumum, sátu þeir fyrir svömm og ræddu við Hvanneyringa um málefni landbúnaðarins almennt, og framtíð fræðslu og rannsókna fyrir íslenskan landbúnað./SH.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.