Bændablaðið - 14.11.2000, Side 12

Bændablaðið - 14.11.2000, Side 12
12 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 14. nóvember 2000 ESB Ógn við íslenskan landbúnað Ég las grein í Bændablaðinu sem kom út 5. september með yfir- skriftinni „íslenskir bændur í al- þjóðlegu umhverfi" og var mjög brugðið við þá lesningu. Þar segir meðal annars frá því að við inn- göngu í ESB muni tekjur til bænda eftir mjólkurlítrann vera um 40 krónur. Þá falla einnig tollamúrar við inngöngu og ódýrar mjólkur- og aðrar landbúnaðarafurðir á mjög lágu verði frá evrópskum stóriðjum munu flæða á íslenskan markað. Þetta er ekki erfitt reikn- ingsdæmi um framtíð íslenskra bænda og væntanlega ein sú mesta ógn sem bændur standa frammi fyrir. Frá inngöngu Finnlands í ESB hefur bændum fækkað úr 80 þús. í 45 þús. á 5 árum. Hugsið ykkur að ef ísland gengi í ESB og þróunin yrði sú sama og í Finnlandi þá mundi um helmingur ykkar bænda sem þetta les vera flosnaðir upp frá búskap og ef til vill fluttir búferlum. Svo ekki sé talað um þær hverfandi líkur á að böm þeirra sem eftir yrðu í greininni þætti það vænleg- ur kostur að hefja búskap í þvílíku umhverfi. Ég held að þetta þurfi að taka mjög föstum tökum og það strax. I sömu blaðagrein kemur einnig fram að norskir bændur hafi sett sig upp á móti aðild að ESB og ástand landbúnaðar þar sé tiltölu- lega gott en á móti hafi þeir fengið rfldsstjómina og hluta þjóðarinnar upp á móti sér. Fyrir mér var ekki erfitt að Hér erum við enn svo heppin að ríkis- stjórnin er andvíg inngöngu þótt ein- hverjir evrópukvill- ar séu að hrjá „ gamla bœndaflokk- inn “ segir Guðbergur Egill Eyjólfsson. komast að niðurstöðu. Hvort viljið þið fara á hausinn eða hafa ríkisstjómina og hluta þjóðarinnar á móti ykkur? Hér emm við enn svo heppin að ríkisstjómin er and- víg inngöngu þótt einhverjir evrópukvillar séu að hijá „ gamla bændaflokkinn." Þetta snýr ekki eingöngu að bændum heldur er þetta gríðarleg ógn öllum þeim er starfa við vinnslu landbúnaðara- furða t.d. kjötvinnslu, mjólkur- vinnslu o.fl. Það yrði gríðarlegur samdráttur í þessum greinum og fjöldi manns myndi missa atvinn- una. Hvemig færi fyrir þeim fyrir- tækjum sem þjónusta land- búnaðinn, ætli starfsgrundvöllur margra þeirra myndi ekki bresta ef bændum fækkaði um helming? Mikil fækkun bænda myndi einnig hafa gríðarleg áhrif á búsetu í landinu. Hugsið ykkur að ef eins færi fyrir okkur og Finnum og helmingur bænda myndi hætta, hvemig yrði umhorfs í sveitum landsins? Væntanlega yrði byggð í sterkustu landbúnaðarhémðunum og hin svæðin leggðust í eyði. Það virðist oft vera háttur Is- lendinga að kvarta bara og kveina við nágrannann og þegar nágrann- inn er orðin leiður á kveinstöfun- um þá er bara þagað og menn sætta sig við orðinn hlut, sama hversu slæmur hann er. Slfkt ábyrgðarleysi má ekki viðgangast í svo mikilvægu málefni sem þessu og hér verða bændur að taka skýra afstöðu og það fyrr en seinna. Þau öfl í þjóðfélaginu sem aðhyllast aðild að Evrópusambandinu em ætíð að viðra skoðanir sínar og látta sífellt meira, það er komin tími til að við sem efumst um ágæti aðildar Islands látum meira í okkur heyra. Það væri gaman að vita hvaða augum þeir stjómmálamenn sem aðhyllast innlimun íslands í Evrópusambandið líta bændur. Em bændur bara bara eitthvað sem má fóma t.d. fyrir lægra verð á tómatsósu eða pakkasúpu? I lokin langar mig að spyrja hvort Bændasamtökin hafi tekið einhverja afstöðu til aðildar Islands að Evrópusambandinu eða standi í einhverri slflcri vinnu? Guðbergur Egill Eyjólfsson bóndi Hléskógum í Grýtubakkahreppi. iganga nautgnipa aO vetrarlagi Kúabúum á íslandi fækkar og þau stækka. Húsrými setur stækkun búanna oft skorður og bændur leita því nýrra leiða, ein þeirra er að láta hluta gripanna ganga úti hluta vetrar eða jafn- vel allan veturinn. Mikilvægt er að aðstæður grip- anna séu viðunandi frá dýravernd- ar-sjónarmiði. í reglugerð um aðbúnað nautgripa segir m.a.: „Gripir sem ganga úti skulu geta leitað skjóls fyrir óveðrum í gripahúsum eða sérstöku skýli sem hefur þrjá veggi hið minnsta, nema jafngilt náttúmlegt skjól sé til staðar. Héraðsdýralæknir tekur út slík skýli og getur bannað úti- göngu ef viðunandi skýli eru ekki til staðar. Umhverfi, hönnun og viðhald skýla og húsa skal vera þannig að gripir haldist hreinir. Ætíð skal vera til staðar rými inn- anhúss fyrir gripi sem þurfa sérstakrar umönnunar við.“ Útiganga hefur bœði kosti og galla: + Byggingarkostnaður lítill miðað við hefðbundnar einangraðar byggingar + Minni vinna + Eðlilegt atferli - Meira fóður - Erfiðari umhirða - Hentar ekki á öllum jörðum Útiganga nautgripa hentar ekki óvönu fólki, bóndinn verður að vera skepnuglöggur og geta metið holdafar og líðan gripanna rétt. Helstu atriði sem gœta þarf að við útigöngu: * Gott skjól * Næg fóðmn * Nægur undirburður * Vindhraði * Úrkoma * Óhreinindi á dýmm Forsendur fyrir vetrarútigöngu Veðurfar er takmarkandi þáttur fyrir útigöngu: Nautgripir þola þó nokkuð frost ef þeir geta leitað skjóls fyrir vindi. Dýrin verða að venjast kuldanum smá saman, því má ekki setja dýr út aftur að vetrar- lagi. Eðlilegur vetramndirbúningur dýranna er: * Aukinn feldur. Dýr með þykkan feld veijast betur kulda en þunnhærð dýr. * Aukin fitusöfnun. Mikill kostur er að dýrin safni fitunni undir húðina þar sem fitan einangrar vel. Holdagripir og t.d. íslensk hross hafa þessa fitudreifingu en mjólkurkúakyn safna fitu í kviðarhol þar sem hún hefur engin einangrandi áhrif. * Aukinn meltingarhraði. Dýrin * Mikið varmatap getur orðið með leiðni þegar dýrin liggja. Því er mjög mikilvægt að bælið sé þurrt og undirburðurinn ein- angrandi. * Kæling er varmatap frá dýri út í andrúmsloftið. Öll hreyfing á lofti eykur kælingu. * Uppgufun vatns krefst mikils varma. * Varmatap með geislun getur orðið töluvert, td á heiðskírum vetrarnóttum * Óhreinindi í feldi minnka ein- angrun Uppgufun Almennir bændafundir Bændasamtök íslands boða til almennra bændafunda. Á fundunum verður meðal annars fjallað um breytingar á starfsemi Bændasamtaka íslands og framtíðarsýn varðandi leiðbeiningaþjónustu, endurskoðun búnaðarsamnings, framkvæmd búvörusamninga, alþjóðasamninga (WTO og ESB), afkomu í landbúnaði og verðmyndun búvara. Að loknum framsögum verða frjálsar umræður. Fundirnir verða haldnir sem hér segir: Staður Dags. Tími Kjalarnes Þverholt 3 21.nóv 20.30 Borgarfjörður Hvanneyri 15.nóv 20.30 Snæfellsnes Breiðablik 17.nóv 14.00 Dalasýsla Dalabúð 16.nóv 20.30 A-Barðastr.s. Vonarland 16.nóv 13.30 V-Barð/Patrfj. Rabbabar 29.nóv 20.30 ísafjörður Hótel ísafjörður 27.nóv 12.00 Strandasýsla Sævangur 17.nóv 14.00 V-Húnavatnssýsla Ásbyrgi 17.nóv 20.30 A-Húnavatnssýsla Félagsh. Blönduósi 16.nóv 21.00 Skagafjörður Miðgarður 29.nóv 13.00 Eyjafjörður Hótel KEA 19.nóv 20.30 S-Þing Ýdalir 22.nóv 13.00 N-Þing Fjallalamb 26.nóv 20.00 Vopnafjörður Miklagarði 23.nóv 13.00 Egilsstaðir Valaskjálf 23.nóv 20.30 Breiðdalsvík Hótel Bláfell 24,nóv 13.00 A-Skaft Hrollaugsstaðir 21.nóv 13.30 V-Skaft Hótel Kirkjubæjarkl. 21.nóv 20.30 Rangárþing Hlíðarendi 22.nóv 13.00 Árnessýsla Þingborg 22.nóv 20.30 þurfa meira fóður til varma- framleiðslu. Fóðrun Reikna skal með 10-40% aukningu á fóðurþörf miðað við innifóðrun. Hæfilega gróft hey gefur magafylli og eykur varmaframleiðslu. Ekki er gott að gefa frosið fóður. Dýrin skulu hafa aðgang að steinefnum og tryggja verður aðgang að góðu drykkjarvatni. Best er að gefa úr gjafagrindum, tryggja verður að öll dýrin geti étið samtímis og taka þá með í reikninginn að háttsett dýr geta vamað lægra settum aðgang að fóðrinu. Fylgjast verður grannt með holdafari og líðan gripa á útigöngu. Varmatap dýranna Rok og rigning veldur mjög miklu varmatapi. Umhleypingar með rigningu, slyddu, vindi, mikl- um loftraka og snöggum skiptum milli frosts og þíðu fara mun verr með gripina en staðviðri með miklum frostum og þurru lofti. Því er mikilvægt að dýrin geti leitað sér skjóls fyrir öllum veðrum. Skjól Köld hús þar sem vindhraði fer ekki yfir 0.2 m/s duga ágætlega heilbrigðum gripum. Nýfæddir kálfar, soltin og veik dýr þurfa betri hús. Veljið skýlinu stað þar sem góður vatnshalli er frá því. Dyragætt á að vera nógu stór til að nokkur dýr geti gengið um samtímis, ella er hætta á að dýr ofarlega í goggun- arröðinni tefji umferð. Dyragætt ætti að snúa móti sólu nema þar sem sunnanátt er ríkjandi. Gjafa- grindur ættu ekki að vera of langt frá skýlinu, gerið ráð fyrir að flytja gjafagrindur nokkrum sinnum á vetri til að hlífa jörðinni. I skýlinu eiga að vera þurr og hlý bæli fyrir dýrin, annars nota þau ekki skýlið sem skyldi. Þurr hálmur er besti undirburðurinn, en meira þarf af honum en flestir átta sig á. I upphafi á að leggja þykka dýnu, 100-200 kg af hálmi/dýr. Blanda má allt að til helminga með þurru torfi, gott er að setja í botn- inn gamlan skít eða moð til að straks fari að hitna í dýnunni. Bæta síðan daglega á 2-3 kg hálmi/dýr. Ef ekki er kostur á að nota hálm verða að vera einangraðir pallar fyrir dýrin að liggja á, þessa palla verður að hreinsa reglulega. Einnig er góð reynsla af notkun vikurs. Munið að gera ráð fyrir skaf- renningnum sem fyllt getur óþe'tt hiís á örskammri stund! Skýli opin að framan og þétt að aftan safna í sig miklum snjó. Hæfilegt op í bakvegg minnkar snjóvandamálið. Nú þegar haustar má alltaf búast við hrakviðrum og því brýnt að nautgripir sem eiga að ganga úti fram eftir vetri hafi viðunandi skjól. Munið að þessi skýli eiga að vera með a.m.k. þrem veggjum, þaki og nægilegu rými fyrir alla gripi sem þeirra eiga að njóta. Útiganga nautgripa við ófull- nægjandi aðstæður skaðar bæði bóndann og ímynd íslensks land- búnaðar. Katrín Andrésdóttir, héraðsdýralœknir. Grein þessi birtist i Bbl. fyrir nokkru. Blaðinu urðu á mistök við frágang greinarínnar og er beðist velvirðingar á þvi.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.