Bændablaðið - 28.11.2000, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 28.11.2000, Blaðsíða 6
« BÆNDABLACNÐ Þriðjudagur 28. nóvember 2000 Drífa Hjartardóttir alþingismaður og bóndi íslenskur landbúnaOur og EvröpusambandiO Skiptar skoðanir eru á því hvort Islendingar eigi að sækja um inngöngu í Evrópubandalagið. Enn sem komið er hefur eng- inn íslenskur stjómmálaflokkur á stefnuskrá sinni, að Island skuli gerast aðili að Evrópusambandinu. En öll umræða um þessi mál er nauðsynleg og gagnleg í þessu stóra og mikilvæga viðfangsefni. I umræðunni er stundum látið að því liggja, að íslendingar standi fyrir frammi fyrir mikilli vá í framtíðinni vegna þess að Evrópa geti þróast á þann veg, að okkur sé hætta búin af framvindu mála þar. Ráðamenn ríkja innan ESB hafa fullvissað íslenska ráðamenn um að Islendingar þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að verða af- skiptir eða lenda aftast í röðinni. Poul Nyrup Rasmussen, forsætis- ráðherra Dana, var ynntur eftir því á morgunverðafundi Dansk-ís- lenska verslunarráðsins, sem hald- inn var nú nýlega, hvort íslending- ar myndu lenda aftast í röðinni á eftir þeim löndum, sem þegar hafa hafa lýst áhuga á aðild. Sagði hann það fjarri því að þetta gæti átt við Islendinga. „Þótt til standi að fjölga aðildarríkjum ESBfelur það ekki í se'r áhœttu jyrir Isendinga, en þið verðið sjálfir að meta hversu hagkvœm aðild er, “ sagði Nyrup. Síðast liðið vor lagði ut- anríkisráðherra fram mjög ítarlega og góða skýrslu um stöðu íslands í Evrópusamstarfi. Skýrslan svarar með mjög tæmandi hætti spurningum um gildi EES-samningsins og kostum og göllum á aðild að ESB. Gagnvart EES-samningnum er niðurstaða skýrslunnar afar ljós. Samningurinn hefur nú verið í gildi í nær sjö ár og hefur hann svo sannnarlega reynst Islandi hagstæður. Það má segja að í stórum dráttum hefur EES-samn- ingurinn jafnvel reynst okkur betur en margir, og þeirra á meðal, stuðningsmenn hans væntu. EES-samningurinn er í fullu gildi, heldur áfram að þróast og fellur ekki úr gildi nema honum sé sagt upp með umsömdum hætti. Það er nauðsynlegt að vel sé fylgst með framkvæmd EES - samningsins og þess gætt að Is- lendingar standi við skuldbinding- ar sínar eða komi sjónarmiðum sfnum á framfæri, þar sem um hagsmuni þeirra er að ræða. Óhætt er að segja að þjóðin sé nær einhuga um ágæti EES-samn- ingsins. Með EES -samningnum varð allur aðgangur Islendinga að mörkuðum greiðari en áður var, mikil þátttaka hefur verið í ýmsum Evrópuverkefnum, ekki síst á sviði rannsókna og þróunar og hefur skilað umtalsverðu fjármagni og þekkingu í íslenskt samfélag. Allar leikreglur í atvinnulífinu eru nú skýrari en þær voru, sem hefur leitt til aukins frjálsræðis og nútímalegri stjómunarhátta. EES-samningurinn hefur hraðað þróun löggjafar á fjölmörgum sviðum, eflt neytenda- og umhverfisvemd, auðveldað aðlögun laga og reglugerða að breytingum á ýmsum sérsviðum. f mennta- og æskulýðsmálum hefur þátttaka í Leonardo-Socrates áætlunum gengið vel og margir notið góðs af. Breytingamar í íslensku sam- félagi hafa verið og eru meiri og örari en víðast annars staðar og staða okkar utan Evrópusambands- ins hefur ekki staðið í veginum fyrir því. Við höfum í dag svigrúm í samvinnu við þriðja ríki, sem ekki væri með sama hætti innan sam- bandsins. Við viljum geta átt viðskipti við önnur ríki án milligöngu báknsins í Bmssel, en það getur verið þungt í vöfum. Þegar á heildina er litið stendur íslenska þjóðin afar vel félagslega og efnahagslega sem dregur nokkuð úr væntingum sumra um veglegar greiðslur úr sjóðum ESB. Aðstæður eins og á íslandi þekkjast ekki annars staðar innan Evrópusambandsins. A íslandi fer saman efnahags- leg velmegun og lífsgæði sem eru meiri en að meðaltali innan Evrópusambandsins. Islenskur efnahagur byggir að mestu leyti á sjávarútvegi, atvinnu- grein sem telst til jaðaratvinnu- greina innan ESB og tilheyrir því samtryggingarkerfinu. Framlag íslands gæti líklega orðið rúmlega átta milljarðar króna á ári og er óvíst hversu stór hluti þess framlags kæmi til baka. Það færi trúlega eftir því hvemig þátttöku okkar yrði háttað í landbúnaði, sjávarútvegi og byggðasjóðum. Ljóst er að Island myndi greiða mun meira til sameiginlegra sjóða en það fengi til baka. Stækki ESB til austurs er ljóst að staða efnaðra ríkja innan ESB mundi versna þar sem þau ríki sem sótt hafa um aðild, standa flest ekki vel efnahagslega. Hvernig snýr aðild að ESB að landbúnaði og matvœlaiðnaði? I skýrslu utanríkisráðherra kemur fram að ESB-aðild myndi hafa veruleg áhrif á staifsumhverfi íslensks landbúnaðar. Ljóst er að við inngöngu í ESB myndi ísland þurfa að leggja niður landbúnaðarstefnu sína í núverandi mynd. Verðlag ESB á landbúnaðara- furðum yrði ráðstafað frá fyrsta degi og íslenskir bændur fengju aðgang að styrkjakerfi ESB. Samtímis yrði opnað fyrir inn- flutning frá aðildarríkjunum og íslenskir bændur gætu flutt út af- urðir óhindrað á innri markað. Það er ekki síst hinn frjálsi inn- flutningur frá ESB-svæðinu sem hefði miklar breytingar í för með sér. Hingað til hefur verulegur hluti opinbers stuðnings við landbúnað hér á landi verið fólginn í verndun gegn innflutningi á ódýrum af- urðum. Verð til framleiðenda er al- „ Við inngöngu í ESB yrðum við að lúta reglum ESB sem leiddi til þess meðal annars, að landbúnaðarvörur flytu hindrunarlaust yfir landamœri og það sama gilti um innfiutning lifandi dýra, “ segir Drífa Hjartardóttir. mennt lægra í ESB en hér á landi og fyrir vissar búgreinar er munur- inn verulegur. Bent hefur verið á alla styrkj- aflóruna innan ESB, en þó íslensk- ir bændur myndu fá óskertan aðgang að styrkjakerfi ESB er vafasamt að það myndi duga í heild til þess að vega upp á móti lægra afurðarverði og afnámi þeirra opinberu framlaga sem íslensk landbúnaðarframleiðsla nýtur í dag. Við Islendingar höfum dregið mjög verulega úr stuðningi við landbúnaðinn. Landbúnaðarstefna ESB hefur verið í endurskoðun með það að markmiði að gera Evrópusam- bandinu kleift að að taka á móti nýjum aðildarríkjum frá Mið- og Austur Evrópu. A síðasta ári var gert sam- komulag innan ESB, í því felst að dregið verði úr framleiðslustyrkj- um til landbúnaðar í áföngum til ársins 2006. Aætlað hefur verið að lækka áætlaða fjárhæð heildarframlags til landbúnaðar frá upphafi ársins 2000 - til loka 2006 úr 289,5 milljörðum evra í 283 milljarða evra á ári eða 3.200 milljarða ísl. kr. Hugmyndin er sú að framlög til landbúnaðar verði nokkuð stöðug eftir þetta eða um 40,5 milljarðar evra á ári. Tæpur helmingur allra útgjalda ESB er til landbúnaðarmála og á aukning útgjalda til þessa mála- flokks að heyra sögunni til. Undirrót þessara hugmynda um breytingar, sem settar hafa verið fram af framkvæmdastjórn- inni eru meðal annars tengdar þeirri staðreynd að á næstu árum má búast við að ríki Austur- Evrópu tínist inn í sambandið eitt af öðru. Þessar þjóðir eiga það flestar sameiginlegt að byggja mikið á landbúnaði sem er mun vanþróaðri en landbúnaðurinn innan sam- bandsins. Vegna þessa hefur verið talið nauðsynlegt að endurskipuleggja landbúnaðarstefnuna með tilliti til þess. Jafnframt hefur komið fram að Þjóðverjar, sem greiða hæsta fjárhæð allra aðildarríkjanna til sambandsins, eru ekki tilbúnir til þess að hækka fjárlög þess þrátt fyrir fjölgun aðildarríkja, heldur skuli spila áfram úr nánast óbreytt- um framlögum til landbúnaðar- mála. Framkvæmdastjómin hefur því haft uppi hugmyndir um að draga úr styrkjum til núverandi aðild- arríkja og leggja í sjóði lil seinni tíma þegar hinar vanþróaðri landbúnaðarþjóðir koma inn í sambandið. A Islandi er rekinn háþróaður landbúnaður og miklar kröfur eru gerðar til hans, hvað varðar hreinleika og heilbrigði. Sérstaða íslands Sérstaða íslands er all nokkur þegar við lítum til landbúnaðarins. A Islandi er dreifð byggð og erfið veðurskilyrði fyrir land- búnað. Sumarið er stutt og veturinn langur og vegna iegu landsins eru skilyrði til ræktunar erfiðari en annars staðar í Evrópu. Það er ljóst að ef við verðum aðilar að Evrópusambandinu þá verður núverandi landbúnaðar- stefna lögð niður og löguð að sam- eiginlegri landbúnaðarstefnu ESB. Hvað það myndi þýða fyrir af- komu greinarinnar er erfitt að geta sér til um, en landbúnaðurinn er undanþeginn EES- samningnum. Landbúnaðarstefna ESB er ekki hluti af EES. Um landbúnaðinn gildir aðeins takmarkaður hluti reglna ESB. Má þar nefna áburð og fóður- eftirlit. Hins vegar eru heilbrigðisregl- ur um matvæli og dýr að mestu leyti utan samningsins. Við inngöngu í ESB yrðum við að lúta reglum ESB sem leiddi til þess meðal annars, að landbún- aðarvörur flytu hindrunarlaust yfir landamæri og það sama gilti um innflutning lifandi dýra. Ef ísland gengi í ESB og ekki yrði samið um neinn sérstakan aðlögunartíma yrði um að ræða frjálst fiæði á öllum landbúnaðar- vörum strax frá fyrsta degi aðildar. Hægt væri að flytja inn lifandi búfénað frá hverju aðildarríki ESB og það sama gildir um erfðaefni; hægt væri að fara til hvaða lands sem er innan ESB og kaupa sér fósturvísa eða sæði fyrir hvaða húsdýr sem er. Eina skilyrðið er að erfðaefnið komi frá fyrirtækjum sem hafa leyfi til að stunda slík viðskipti. En hugsanlegar undanþágur frá reglu sambandsins um frjáls viðskipti með landbúnaðarafurðir milli aðildarríkjanna gætu byggst á sérstöðu Islands hvað varðar sjúkdómahættu. Ef slíkar undanþágur fengjust gætu þær takmarkað innflutning lifandi dýra, á hráu kjöti, kjötaf- urðum og vörum unnum úr geril- sneyddri mjólk frá vissum löndum innan ESB. Við aðild að ESB yrði ísland aðili að innri markaði ESB, sem þýðir að sömu reglur giltu hér um framleiðslu, umhverfi framleiðslu, samkeppnisskilyrði, aðbúnað og hollustuvernd og í öðrum aðild- arríkjum. Að því leiðir að allt sem lýtur að skilyrðum til framleiðslu verða að vera þær sömu. Okkur væri ekki stætt á því að að setja strangari reglur um holl- ustu og heilbrigði vara en ákveðn- ar eru innan Evrópusambandsins. Það mundi kosta margfalt eftir- lit ef fylgjast ætti með og forðast að til landsins bærust skaðvaldar í plöntum eða sjúkdómar í dýrum. Gera má ráð fyrir að sauð- fjárbúskap, mjólkurframleiðslu og jafnvel nautgriparækt myndi vegna þokkalega- betur en öðrum grein- um- fyrst og fremst vegna fremur greiðs aðgangs að stuðningi ESB. Ljóst er að svo til enginn stuðningur er fjármagnaður af ESB til svínakjöts-, kjúklinga- og eggja- framleiðslu. Matvælaiðnaðurinn myndi nokkuð örugglega eiga undir högg að sækja gagnvart fijálsum inn- flutningi og bændur hér á landi gætu þar með lent í miklum vandræðum með að afsetja afurðir sínar. Smáríki innan sambandsins hafa lagt traust sitt á framkvæmda- stjóm ESB og hafa af því áhyggjur að vald hennar fari dvínandi, með auknum áhrifum ráðherranefndar- innar. Smáu aðildarríkin ráða í raun ekki við umfang þeirra ákvarðana sem teknar em innan sambandsins. Astæðan er einföld, þau hafa ekki bolmagn til þess, því þau verða að forgangsraða í þeim málaflokkum þar sem hagsmunir þeirra liggja í að ná fram málum. Má þar nefna smáríkið Lúxem- borg sem er þó fjölmennara en ísland en ræður þó ekki við að mæta á alla fundi. Þegar þeir mæta ekki fer Belgía með samningsumboð þeirra. Þætti okkur Islendingum það vera boðlegt ef við afhentum Dönum samningsumboð Islands? Lokaorð Skýrsla utanríkisráðherra um stöðu íslands í Evrópsamstarfi er afar góð. Hún er mikill þekkingargrund- völlur og hún styrkir þá skoðun að skrefið sem tekið var með EES var rétt, á því hefur engin breyting orðið og það er ekkert sem knýr okkur til að gera breytingar í þeim efnum. Þegar á heildina er litið stendur íslenska þjóðin afar vel félagslega og efnahagslega, sem dregur nokkuð úr væntingum sumra um veglegar greiðslur úr sjóðum ESB. En er það svo eftirsóknarvert þegar á allt er litið og almennt er álitið að Island myndi greiða hærri fjárhæðir inn í þá sjóði en kæmu til baka eins og málin standa? Að mínu mati er það ekkert sem knýr okkur til að sækja um aðild að ESB eins og staðan er í dag.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.