Bændablaðið - 28.11.2000, Blaðsíða 17

Bændablaðið - 28.11.2000, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 28. nóvember 2000 BÆNDABLAÐIÐ 17 Nautakjötsráð ! Flestir hafa orðið varir við vandamál síðustu missera í tengslum við slátrun nautgripa. Nokkuð er að rætast úr í stöðunni og hefur sala á naut- akjöti aukist heldur síðustu mánuðj miðað við sama tíma í fyrra. I tengslum við fjölbreytt starf LK varðandi naut- akjötsmálin hefur stjóm LK skipað þrjá bændur í s.k. naut- akjötsráð, en það eru Ólafur Eggertsson, Þorvaldseyri, Snorri Ö. Hilmarsson, Sogni og Aðalsteinn Hallgrímsson, Garði. Þetta ráð mun vinna, ásamt framkvæmdastjóra LK, að ýmsum málefnum er lúta að nautakjöti; s.s framleiðslu-, markaðs- og sölumálum. Þeim bændum sem hafa áhuga á að koma hugmyndum eða athuga- semdum á framfæri í tengslum við ofangreind efni, er bent á að senda skriflegt erindi til skrif- stofu LK; Landssamband kúabænda, b.t. Nautakjötsráðs, Bændahöllinni v/Hagatorg, 107 Reykjavík. Einnig má senda tölvupóst á lk@naut.is. Affósturvísum Nú hefur verið gengið frá sam- komulagi við GENO, ræktunar- samband Norðmanna um NRF, varðandi öflun á fósturvísum. Valdar verða 10 kýr og fimm naut úr hópi dýra sem uppfylla kröfur GENO um nautsmæðra- og nautsfeðradóma, sem fósturvfsamir verða fengnir frá. Kröfum GENO til viðbótar hef- ur Fagráð í nautgriparækt lagt eftirfarandi áherslur á vægi ein- stakra eiginleika þegar frekara val á gripum fer fram: lág tíðni júgurbólgu vegi 30%, prótein- magn vegi 30%, júgur og spen- ar vegi 25%, frjósemi 10% og skap 5%. Að auki skulu allir gripir vera án erfðavísisins sem stýrir myndun á próteingerðinni Beta-Kasein A2 í mjólk, helst kollóttir, með góða kjöteigin- leika og vera yfir meðaltali kynbótamats í próteinhlutfalli. Mjólkurframleiðslan Undanfama mánuði hefur gengið vel með sölu á mjólkurafurðumog í fyrsta skipti í langan tíma hefur ekki verið samdráttur í sölu á drykkjarmjólk. Þá hefur verið mikill stígandi í sölu á öðrum vöruflokkum og ber af stöðug söluaukning á skyri (rúm 28% síðustu 12 mánuði). Þá hefur einnig verið góð sala á ostum og rjóma. Eina afurðin sem virðist vera að slaka á í sölu er jógúrt, en rúmlega 6% sölu- samdráttur hefur verið síðustu 12 mánuði. Ein af ástæðum þessa sölusamdráttar er vafalítið stóraukinn innflutn- ingur á jógúrti, en frá síðustu áramótum hafa verið flutt inn til landsins 331 tonn, sem gera 12,6% af heildarsölu á jógúrti hérlendis á árinu. Skrifstofa LK Að gefnu tilefni er þeim sem þurfa á aðstoð LK að halda bent á að hafa samband í síma 896- 1995, senda tölvupóst á: lk@naut.is, eða senda bréf: Landssamband kúabænda, Bændahöllinni v/Hagatorg, 107 Reykjavík. Útlit er fyrir að verð á tilbúnum áburði til bænda muni hækka á næstu vikum og mánuðum. Áburðarverð hefur verið á uppleið undanfarið, enda hefur dregið nokkuð úr framleiðslu og offramboð verið á áburði á erlendum mörkuðum síðastliðin ár. Tekið skal þó fram að verðið er mis- munandi eftir löndum enda er ekkert eig- inlegt heimsmarkaðsverð á áburði. Áburðarverksmiðjan í Gufunesi hefur sett fram verðskrá fyrir sínar áburðartegundir og er hún birt hér í blaðinu. Samkvæmt henni verður raunhækkun á áburði frá verk- smiðjunni um 2%. Hins vegar verða þeir með nýjung í framleiðslunni; Qölkoma áburð sem verður 20% ódýrari en annar áburður eins og nánar er greint frá hér að neðan. „Samkeppnisstaða okkar var mjög erfið í fyrra þar sem mikið offramboð var á áburði erlendis og verð því mjög lágt. Einnig var gengisþróunin óhagstæð. Nú hafa aðstæður hins vegar breyst, áburðarverð erlendis hefur hækkað og erlendir gjaldmiðlar hafa styrkst gagnvart íslensku krónunni,“ segir Haraldur Haraldsson stjómarformaður Áburðar- verksmiðjunnar. Um horfur í sölumálum segir Haraldur aftur á móti að hann vonist til að salan aukist vegna þess að samkeppnisstaða fyrirtækisins hafi batnað. „Ég tel að innfluttur áburður muni eiga í vök að verjast vegna þessara aðstæðna þannig að við erum bjartsýnir á góða sölu hjá okkur.“ Þess má geta að verðskráin sem birt er hér í blaðinu mun aðeins gilda á meðan ódýrt hráefni er ennþá til staðar. Haraldur segir að ný verðskrá verði gefin út í janúar. „Við getum ekki ábyrgst að þetta verð haldist og í raun má reikna með töluverðri hækkun. Hversu mikil hún verður vit- um við ekki ennþá því það er mjög erfitt að gefa upp verð þegar svona mikil óvissa er á erlendum mörkuðum." Áburðarsalan ísafold hefur flutt inn áburð um nokkurt skeið. Þar var fyrir svömm Stefán Símonarson og hann sagði að ekki væri búið að ákveða hvaða verð muni gilda í vor, einfaldlega vegna þess að verðupplýsingar væru ekki komnar frá byrgj- um þeirra erlendis. Hann vonaðist þó til að þessar upplýsingar bærust fyrir jól. „Það er hins vegar útlit fyrir nokkra hækkun, bæði vegna minnkandi framboðs og óhagstæðs gengis erlendra gjaldmiðla. Ég get hins vegar ekki sagt til um hversu mikil sú hækkun verður.“ Stefán vill hins vegar meina að ekki sé lengur offramboð á erlendum mörkuðu. „Er- lend fyrirtæki hafa í auknum mæli verið að loka verksmiðjum til að draga úr framleiðslu. Ég held því að framboð og eftirspurn sé í nokkru jafnvægi eins og staðan er í dag.“ Aðrir aðilar sem stunda innflutning eru sammála um að innfluttur tilbúinn áburður muni hækka í verði en óvissa ríkir um hversu mikil hækkunin verður. Fæst fyrirtækin hafa fengið upplýsingar um verð frá byrgjum sínum en stefnt er að því hjá þeim flestum að gefa út verðskrá í desember. Ástæðumar fyrir verðhækkunum á inn- fluttum áburði em margvíslegar. M.a. helgast þær af því að verið er að reyna að draga úr framleiðslu en mikið offramboð var á áburði erlendis á síðasta ára venga þess að markaðir í Kína lokuðust skyndilega. Nokkur áburðar- fyrirtæki hafa því tekið til bragðs að loka verksmiðjum til að draga úr framleiðslu. Hráefni í áburð og olía hefur einnig hækkað í verði og gengisþróun hefur verið óhagstæð. Samkvæmt þessum upplýsingum mega bændur því búast við verðhækkunum á áburði. Of snemmt er hins vegar að segja til um hversu mikil hækkunin verður en í des- ember eða janúar ættu línur væntanlega að skýrast um það. Rlýr áburður frð Áburðarverksmiðjunni í vor verður á boðstólum hjá Áburðar- verksmiðjunni í Gufunesi ný gerð af blönduðum áburði fyrir utan tegundirnar Græðir og Móði. Þessi áburður er ekki ein- skorna eins og þessar tegundir, heldur er hann blanda af fernskonar kornum. Köfnunarefni, fosfór og kalí eru hvert í sínu korni og svo eru önnur efni, s.s. kalk og brennisteinn, í því fjórða. Nýju tegund- irnar munu bera nöfnin Fjölgræðir 6, 7 og 9 og Fjólmóði 1 og hafa sömu eiginleikana og samsvarandi Græðir og Móði. Þessi áburður verður a.m.k. 20% ódýrari en samsvarandi áburður á markaðnum. Samkvæmt upplýsingum frá verksmiðjunni á þessi nýi áburður að vera með sömu áburðareiginleika og Græðisteg- undirnar að öðru leyti en því að dreifieigin- leikinn kann að vera annar. Bútæknideild RALA hefur verið fengin til að kanna þann þátt og verða niðurstöður væntanlega tilbúnar innan tíðar. Hráefnin eru þau sömu og áður en í stað þess að bræða öll efnin saman í eitt kom, er hvert hráefni komað fyrir sig og komunum svo blandað saman í þeim hlutföllum sem við á hverju sinni. Samkvæmt sömu heimildum er köfnunarefnið (N) í áburðinum á forminu ammoníumnítrat eins og í Græði en er innflutt og ekki framleitt í Gufunesi. Uppleysanleiki á fosfór og kadmíuminnihald er nákvæmlega sá sami, þ.e. 94% af fosfórnum er vatnsuppleysanlegur og kadmín er innan við 2 mg með hverju kg fosfórs. Fosfórinn kemur frá Kólaskaga. Marggildar áburðartegundir, eins og þrígildar NPK áburðartegundir, geta ýmist verið þannig samsettar að í hverju korni áburðarins sé að finna öll þau næringarefni sem í honum eru eða að hvert kom áburðarins hafi aðeins eitt næringarefni. í fyrra tilvikinu ráðast hlutföll næringarefna í áburðinum í lramleiðslunni og ekki síðar í framleiðsluferl- inu en við komun áburðarins. í seinna tilvik- inu ráðast hlutföllin af því hve mörgum kom- um af hverri tegund er blandað saman eftir að hinni eiginlegu framleiðslu er lokið. íslenskir bændur kannast við báðar teg- undir af marggildum áburði. Þær áburðarblöndur sem hafa verið framleiddar í Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi undir vöm- heitinu Græðir em af fyrmefndu gerðinni, þ.e. öll næringarefnin em saman í hveiju komi. Síðarnefnda gerðin hefur hins vegar verið flutt inn hin síðari ár bæði af áburðarsölunni Isafold og öðrum og ýmsir bændur hafa reynt þann áburð. Eins má segja að íslenskir bændur hafi framleitt slíkan áburð sjálfir þeg- ar þeir áður fyrr keyptu Kjama, þrífosfat og klórsúrt kalí og blönduðu sjálfir í dreifara sína. í rauninni er ómögulegt að segja að önnur áburðargerðin sé betri en hin því það eru ýmsir aðrir eiginleikar áburðarins sem ráða mestu um gæðin. Eitt er þó hægt að fullyrða að menn verða að vanda dreifingu ein- kornaáburðar betur, þegar hvert efni er í sínu komi heldur en á áburði eins og Græði þar sem öll efnin eru saman í hverju korni. Þetta á fyrst og fremst við þegar notaðir eru kast- eða þyrildreifarar. Ef áburðinum er komið á túnið á annan máta (sálddreifarar, niðurfelldur) ræður eðlisþyngd engu um jafna dreifingu. Það væri því æskilegt að taka upp aðra tækni í áburðardreifingu en kastdreifara þegar notaðar eru blöndur mismunandi korna við dreifinguna. Ekki er ólíklegt að slíkum áburðartegund- um á markaði fjölgi á næstunni þar sem sú gerð er yfirleitt ódýrari í framleiðslu en hin, þar sem öll komin em eins og með öll næring- arefnin innanborðs. Er ekki óalgengt að þar geti munað töluverðu svo að fjölkorna áburður geti verið a.m.k. 10% ódýrari en ein- koma. Ég hef ekki enn fregnað af nýjum áburðartegundum hjá öðmm innflytjendum en vera má að þeir verði með nýjar gerðir og verður þá væntanlega hægt að skýra frá því hér í Bændablaðinu síðar. Óttar Geirsson jarðrœktarráðunautur BÍ

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.