Bændablaðið - 28.11.2000, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 28.11.2000, Blaðsíða 16
16 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 28. nóvember 2000 Verö ð mjölk tíl bænda 1999 HeimildrlDF Bulletin no. 355 Verð í evrum umreiknað í íslenskar kr. á genginu 72,84. 7000 6000 5000 4000 3000 2000 1000 0 Kr/kg mjólkur “f"" i ^ ^ , ,—1 r ■ruTílftíÍn.n. . . .; . .... s c- 7T —l Q)% 3' Q) “D Z >* > 9; 2- c3 S) s S 05 gy. Q5 OD 3 CL CÚ co c CO c 0 3 CQ O' c < Q5 —1 5; CD , Q5 U3 S- tt Q) Q3 3 oT Q- 3 Q. 51' co s 1- i T1 TT X —» Q3 C/) o_ 7? Q5 oT ZD Q5 3 Q- Q5 3 Q- Q_ m c CA) co w > 3 o> o g>_ oT T1 O œ 7; (/) X œ c__ 3’ Q) < Q) —1 0 <. Q) oT 3 3 B TT O' 3 Q) CL Q) CD_ •n CD CQ cn' c/> TD Q) 3 CL o-- Ox Q) C Bráöahjrgöalölur lyrir saptember 2000 Framleiðsla sep-00 jul-00 sep-00 sep-99 sep-00 Breyting frá fyrra tímabili, % Hlutdeild % 2000 september '99 3 mán. 12 mán. m.v. 12 mán. Alifuglakjöt 182,482 660,577 3,074,785 -29.9 -23.2 3.6 13.3% Hrossakjöl 68,672 214,623 1,065,236 -16.9 -5.0 3.1 4.6% Kindakjöt* 3,228,174 3,420,947 10,610,987 152.7 129.5 28.8 45.9% Nautgripakjöt 330,931 926,143 3,674,566 8.5 3.7 -0.5 15.9% Svínakjöt 387,199 1,189,924 4,698,270 16.9 6.7 4.6 20.3% Samtals kjöt 4,197,458 6,412,214 23,123,844 86.0 39.8 13.2 Innvegin mjólk 7,510,436 22,961,760 103,769,537 -2.4 -6.3 -4.1 Sala innanlands Alifuglakjöt 239,909 758,593 3,099,035 6.0 -2.0 2.3 16.0% Hrossakjöt 62,001 165,830 643,577 23.1 26.8 20.6 3.3% Kindakjöt 505,638 2,021,537 7,193,152 0.1 12.8 5.3 37.2% Nautgripakjöt 319,819 920,319 3,668,280 0.1 2.3 0.4 19.0% Svínakjöt 379,785 1,183,444 4,709,625 3.6 7.3 5.3 24.4% Samtals kjöt 1,507,152 5,049,723 19,313,669 2.0 7.5 4.3 Umreiknuð mjólk Umr. m.v. fitu 7,524,518 24,356,611 98,275,992 -4.5 -2.2 -0.4 Umr. m.v. prótein 8,773,690 26,645,886 105,624,740 0.4 0.9 2.6 Framlelðsla og sala mjólkur í október okt '99 Innvegin mjólk 7,858,077 22,566,766 104,036,430 3.5 -3.1 -3.3 Sala umr. m.v. fitu 7,832,262 23,872,735 98,416,485 1.8 0.6 0.1 Sala umr. m.v. prótein9,007,662 26,833,283 105998651 4.3 3.9 3.08 * Kindakjöt lagt inn samkv. útflutningsskyldu sem flutt skal á erlenda markaði er meðtalið í framangreindri framleiðslu. ** Sala mjólkur og mjólkuafurða umreiknuð á fitugrunni með leiðréttum stuðlum Samtaka afurðast.í mjólkuriðnaði frá því í september 1998. Sala á búvörum í september var með besta móti eins og meðfylgjandi tafla sýnir. Heildarsala á kjöti jókst um 4,3% miðað við næstu 12 mánuði á undan. Minnstar breytingar eru í nautakjöti en aðrar kjötgreinar sækja á. Sala mjólkur á próteingrunni m.v. síðustu 12 mánuði er 106 milljónir lítra. Þetta er góð staða þegar litið er til þess að búið er að flytja inn 313 tonn af jógúrt (lok ágúst) sem var óþekkt á markaði hér fyrir einu ári síðan. Þegar litið er á tölur um framleiðslu kjöts verður að hafa í huga að nokkrir sláturleyfishafar skiluðu upplýsingum um framleiðslu í september samhliða októberskýrslum á síðasta ári. Yfirsýn yfir framleiðslu dilkakjöts í haust fæst því ekki fyrr en október skýrslur liggja fyrir. Það eru að koma nesflr Ferðaþjónusta bænda og Hólaskóli stóðu fyrir námskeiði fyrir ferðaþjónustubændur 16. nóvem- ber síðastliðinn. Námskeiðið sem bar yfirskriftina „Það eru að koma gestir" var haldið í Reykjavík og fór fram í tengslum við vígslu nýs skrifstofuhúsnæðis FB sem nú hefur flutt starfssemi sína í Síðumúla 13 eftir áralanga dvöl í Hafnarstræti 1. Greinilegt var að dagskrá námskeiðsins höfðaði til ferðaþjónustubænda en það var mjög vel sótt og 50 manns víðsvegar af landinu lögðu leið sína til borgarinnar þennan dag. Efnistökin spönnuðu yfir breytt svið, allt frá veraldarvefnum til vínsmökkunar. Einar Skúli Hafberg frá HSC hótellausnum reið á vaðið með kynningu á bókunarvef fyrir gist- istaði som fyrirtaki huns hefur- unnið að. Þetta kerfi getur hvort heldur unnið sem sér eining sem geymir allar nauðsynlegar upplýsingar fyrir viðkomandi bæ eða tengst miðlægum gagnagrunni hjá skrifstofu FB, aljt eftir stærð og umfangi rekstursins. Kerfið er fyrst og fremst til einföldunar á bókunarferlinum og eykur þar skilvirkni og vinnusparnað en að auki býður það upp á fjölbreytt hagræði við aðra þætti bókhalds- ins. Sævar Skaftason framkvæmdastjóri GB kynnti nýjar áherslur hjá Ferðaþjónustu bænda varðandi heimasíður bænda á Vefnum (farmholidays.is og sveit.is), tölvupóst og hugmyndir af sameiginlegu innkaupakerfi fyr- ir bændur. Sævar Skaftason framkvæmdastjóri FB og Gunnar Rögnvaldsson frá Hólaskóla kynntu uamutarf-Hólaskéla-eg---- Ferðaþjónustu bænda um flokkun bændagistingar og úttekt á bæjum innan vébanda FB. Gerðu þeir grein fyrir stöðu mála og horfum á frekara samstarfi. Lýstu þeir ánægju sinni yfir heimsóknunum og hvöttu bændur til samstöðu, en þannig megi enn auka sérstöðu þá og virðingu sem ferðaþjónusta bænda nýtur. Eftir hádegishlé flutti Laufey Sigurðardóttir næringarfræðingur frá Snertli ehf. mjög fróðlegt er- indi um hreinlæti, byggt á svokölluðu Gámes kerfi og hvern- ig það getur hjálpað til við að tryggja öryggi og gæði matvæla, en Gámes er virkt eftirlit þeirra sem meðhöndla og selja matvæli. Laufey hóf mál sitt á því að fara nokkrum orðum um þráhyggju þeirra sem sífellt halda að allt sé betra sem liggur utan laga og reglugerða. Síðan benti hún á að flestar ástæður fyrir sýkingu í matvælum mætti rekja til vanþekkingar og sóðalegrar um- gengni við meðferð hráefnis og matvæla. Hún fór í gengum þau atriði sem hafa ber í huga til að tryggja hámarks gæði matvöru allt frá birgjum á borð. „Kaffi er sú vara er gengur næst olíu sem verslunarvara á heimsvísu" sagði Aðalheiður Héðinsdóttir frá Kaffitári í erindi sínu um kaffi og kaffimenningu en þar fræddi hún viðstadda um þau margvíslegu ferli sem kaffið fer í gegnum allt frá plantekrum Suður Ameríku og Afríku til kaffibolla Islendinga. Kaffi er kaffi ef það er blautt og heitt ei1 stundum sugt;-en- eftir klukkustundar spjall varð viðstöddum ljóst að slíkt er tölu- verð einföldun á sannleikanum. Að mati Aðalheiðar er óvíða meiri framlegð en í kaffisölu og því hrein móðgun við viðskiptavinina að bjóða þeim annað en „gott“ kaffi sem þá kallar á gott hráefni og góð tæki til framleiðslu. Var hún með nokkrar tegundir af kaffi og fengu þátttakendur að smakka og spyrja ráða í lokin. „Matur er mannsins megin“ sagði Bryndís Bjarnadóttir frá Hólaskóla er hún rakti sögu íslenskrar matarmenningar í gegn- um tíðina og varpaði fram þeirri spurningu hvort við værum að gefa erlendum ferðamönnum rétta mynd af neysluvenjum okkar með hákarlssmökkun og harðfiski þeg- ar hin venjubundni matur saman- stendur af kjötbollum og fiski. Vakti hún máls á því að ýmislegt væri þjóðlegt og gott þó það væri ekki endilega lýsandi um hefðbundinn hversdagsmat. Víða erlendis væri matarmenning þjóða eftirsótt sem söluvara og benti í því samhengi á Norsk gaardsmad sem eru samtök þeirra bænda er framleiða og selja eigin vöru í Noregi. Spurði hún að lokum hvort ekki væri hugmynd að virkja hina stórgóðu matargerðarlist íslenskra sveitabæja og bjóða upp á skipulagðar ferðir um landið með íslenskan sveitamat sem meg- inþema og draga t.d. fram sérstöðu einstakra landshluta m.t.t. hráefn- isvals. Voru allmiklar umræður um þetta efni og töldu sumir að yú -þegar-væri vfstrað-sKkunrferðum þó ekki væri með skipulögðum hætti og sjálfsagt væri að gefa þessu frekari gaum. Var nú komið að lokaatriði dagskrárinnar sem var vínkynning og vínsmökkun á vegum Austur- bakka. Jón Páll Haraldsson kynnti þau margvíslegu tilbrigði sem borðvín hafa og hvað það er sem áhrif hefur á gæði vína, s.s. aldur og hitastig. Hann fór nokkrum orðum um hvaða vín hentaði með tilteknum mat og þá ekki síst hin- um hefðbundna íslenska mat sem í boði er á ferðaþjónustubæjum. Hér fór greinilega maður með gríðar- lega þekkingu á faginu og urðu líflegar umræður um guðaveigam- ar meðal gesta. í lok námskeiðsins tók Sævar Skaptason til máls og þakkaði fyr- ir vel heppnaðan dag og sagði að ljóst væri á þátttökunni að slíkar samkomur væru nauðsynlegar til fræðslu en ekki síst til þess að hitt- ast og þjappa sér saman um þá vaxandi grein sem ferðaþjónusta í dreifbýli er. Bauð hann því næst gestum að ganga yfir á skrifstofu FB og sam- fagna starfsfólki í þeim glæsilegu húsakynnum sem samtökin eru nú komin í. Var á námskeiðsgestum að heyra að þeir væru ánægðir með daginn og að margt áhugavert hefði borið á góma en greinin þurfi einmitt á stöðugum ábend- ingum að halda til að halda vöku sinni, og auka hlut sinn í þjónustu við ferðamenn sem um landið fara. /GR

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.