Bændablaðið - 28.11.2000, Blaðsíða 15

Bændablaðið - 28.11.2000, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 28. nóvember 2000 BÆNDABLAÐIÐ 15 IsM 01ESB Landbúnaður mun fara hallloka jyrir innflutningi A undanförnum mánuðum hefur verið rætt um hugsanlega aðild íslands að Evrópusambandinu en hvernig snertir hugsanleg aðild bændur? Ari sagði það ekki fullkomniega ljóst en nefna mætti sem dæmi að beingreiðslur í sauðfé yrðu væntanlega svipaðar en búast mætti við að stuðningur við ull félli niður sem og vaxta- og geymslugjald í sauðfé. Aðild leiddi til samdráttar í tekjum bænda sem framleiða mjólk og nauta- kjöt. Verð á mjólkurlítra, svo dæmis sé tekið, í ESB löndunum er á bilinu 25-30 krónur. „Við ráðum ekki að framleiða mjólk á þessu verði,“ sagði Ari. „Sama á við um verð á svínum og kjúklingum. Þar mundum við lenda í vandræðum. Afnám tolla í grænmeti mundi leiða til erfiðleika og blómaframleiðendur mundu líka lenda í vandamálum.“ Þáttur afurðastöðva En það er ekki bara að framleiðsla landbúnaðarvara sé dýrari á Islandi en í ESB - löndunum vegna veðurfars, landkosta og legu landsins. Kostnaður við rekstur afurðastöðva er mun hærri á Islandi en á meginlandinu. Með öðrum orðum þá nægir ekki að íslenskur bóndi gæti framleitt sauðfé á svipuðu verði og starfsbróðir hans í Skotlandi - ef sláturkostnaður er hærri hér og vinnslukostnaður sömuleiðis. „Þetta leiddi til þess að íslenska kjötið yrði undir í baráttunni,“ sagði Ari og minnti á að það reyndist Finnum dýrkeypt hve vinnslan þar var vanþróuð þegar Finnland gekk í ESB. Þetta varð til þess að heildartekjur fínnskra bænda árið 1999 voru þriðjungi lægri en 1993. Ari sagðist óttast að íslenskra bænda biðu álíka erfíð ár ef ísland fengi inngöngu í ESB. Lœgra verð Ari sagði að íslenskir bændur yrðu að taka þátt í umræðunni en þótt landbúnaður væri mikilvægur tæki umræðan mið af ýmsu öðru. Fylgjendur aðildar hafa einkum lagt fram fjögur atriði sem þeir telja að vegi þungt. í fyrsta lagi hafa þeir nefnt lækkun búvöruverðs. Ari sagði líklegt að slíkt gæti gerst en landsmenn yrðu þá að svara spurningunni: „Er íslenska þjóðin reiðubúin til að fórna landbúnaðinum fyrir lægra landbúnaðarverð?“ Um leið yrði fólk að hafa í huga jákvæð áhrif landbúnaðarins á byggð í landinu og eins þá staðreynd að öryggi íslenskra matvæla væri annað og meira en flestar þjóðir búa við. Breyta hagstjórn? Mikið hefur verið rætt um að í ESB séu vextir lægri en hér - því beri íslandi að fara í bandalagið. Ari sagði að um leið þyrftu menn að spyrja sig hvers vegna vextir eru jafn háir og raun ber vitni á íslandi. „Svarið er að vaxtastig er afleiðing af hagstjórn. Gæti svarið ekki verið að vaxtastig sé óháð innöngu í banda- lagið. Þarf ekki að breyta hagstjórninni?“ Með sama hætti er talað um að það sé of dýrt að hafa íslensku krónuna sem sérstakan gjaldmiðil, betra væri að taka upp evr- una. „En það mundi svipta okkur þeim möguleika að vera með hagstjórn á ýmsum sviðum. Þess vegna eigum við að spyrja: Eigum við að sleppa þeim möguleika sem við höfum í gegnum eigin gengisskráningu og tengjast evrunni?“ Stuðningur ESB Ari sagði að fylgendur aðildar nefndu oft að stuðningur við dreifar byggðir væri meiri innan bandalagsins en hér á landi. „Þetta er rétt,“ sagði Ari, „en þetta eru ekki rök. Auðvitað get- um við kynnt okkur hvernig ESB stendur að landsbyggðar- stuðningi og tekið hann upp.“ í almennum umræðum sagði Sigurgeir Hreinsson það á mörkunum að skýrsla utanríkisráðherra um áhrif aðildar íslands að bandalaginu væri hlutlaus. Búseturröskun yrði staðreynd ef ísland gengi í ESB. Guðbergur Eyjólfsson í Hléskógum óskaði eftir að fá fram stefnu BÍ í Evrópumálum og hvort bændur hefðu ekki gefið á sér höggstað er þeir óskuðu eftir innflutningi á erfðaefni frá Noregi. Ari vísaði til fyrri ummæla um áhrif af inngöngu í ESB og taldi í því ljósi augljóst að BI legðist gegn inngöngu, umræðan væri hins vegar ekki einföld þó hún væri nauðsynleg. Varðandi innfíutning erfðaefnis benti Ari á að hér væri aðeins um tilraun að ræða og nær 10 ár væru í ákvörðun um næstu skref. Þau yrðu tekin í ljósi þeirra aðstæðna sem þá væri - en hverjar þær yrðu væri erfitt um að spá. Smásölufyrirtæki þrengja aó bændum Afurðasölufyrirlæki barnda í kjðli eru ekki samstæð Ari sagði að stöðugt fækkaði í hópi smásölufyrirtækja - en um leið stækkuðu þau og efldust. „Þeir sem versla með land- búnaðavörur ætla sér stærri hluta af verði landbúnaðarvara en þeir hafa haft,“ sagði Ari. „Þetta er vandamál fyrjr bænd- ur og spurning hvernig þeir eiga að bregðast við, en afurðasölu- samtök bænda í kjöti eru ekki samstæð.“ Sem dæmi um þróunina má nefna verð á svínakjöti frá því í janúar 1998 til október á þessu ári. „Við sjáum að verð á svínakjöti út úr verslun hefur nánast ekkert breyst í þrjú ár en á sama tíma hef- ur verð frá bónda lækkað um 20%. Kjör svínabænda hafa rýmað að sama skapi en neytendur hafa ekki notið lægra verðs. Smásalinn hefur hins vegar fengið mismuninn í sinn vasa,“ sagði Ari og hann bætti því við að þetta væri eitt alvarleg- asta viðfangsefni bænda. Verð- þróun í dilkakjöti er um margt áþekk. En hvemig er staðan í mjólkuriðnaðinum? Þróunin á þeim vettvangi er önnur, en ýmsir smásalar hafa haldið því fram að þeir tapi á að selja mjólkurvörur. Verð til framleiðenda hefur hækkað í takt við vísitölu neyslu- verðs en á sama tíma hefur nýmjólk í smásölu hækkað aðeins minna. „Bændur sem framleiða mjólk hafa fengið fyllilega þá breytingu sem hefur orðið í vísitölu. Vinnslan og smásalinn hafa fengið aðeins minna,“ sagði Ari. „Mjólkurframleiðendur eiga með'sér mjög sterk heildarsamtök og þannig hafa bændur náð að verjast þeirri þróun sem á sér stað í kjötinu, en í herbúðum verslunar- innar er engin ánægja með styrk mjólkurframleiðenda." Ari sagði að ef mjólkurfram- leiðendur ætluðu sér að halda núverandi stöðu yrðu þeir að standa saman en hart yrði að þeim sótt af smásölum. Hann sagði líka í almennum umræðum að sam- vinnufélagsformið væri það besta sem bændum stæði til boða. „Framleiðendasamvinnufélög eru kjaminn í afurðavinnslunni bæði í Noregi og Danmörku," sagði Ari aðspurður í almennum umræðum. „Hin leiðin er sú að bændur komi ekki nálægt þessum málum og treysti á samkeppnina. Þá verða þeir hins vegar varnarlausir þegar kaupendurnir fara að þjappa sér saman.“ Sigurgeir Hreinsson sagði í al- mennum umræðum að sameining í afurðasölugeiranum leiddi til sterkari stöðu þeirra fyrirtækja, en hættan gæti falist í því að bændur hefðu þá ekki lengur þann mögu- leika að velja á milli sláturhúsa og þrýsta verðinu þannig upp. Olíuverð I byrjun október lýstum Bændasamtökin, ásamt fleirum, áhyggjum af hækkunum á eldsneytisverði og var því komið á framfæri við olíusölufyrirtæki og stjórnvöld. Ari sagði að ekki væri um margar leiðir að ræða til að fá olíuverð lækkað. Innkaupsverð er stærsti hluti útsöluverðs á díselolíu og nánast engin önnur opinber gjöld lögð á hana en virðisaukaskattur. Ohagstæð þróun á heimsmarkaðsverði ásamt lækkandi gengi íslensku krónunnar leggst á eitt með að stuðla að því að útsöluverð er svo hátt sem raun ber vitni. Bás fyrir hundruð þásunda Þegar unnið var við gerð verðlagsgrundvallar fyrir kúabú var skoðaður byggingakostnaður átta nýlegra fjósa. í ljós kom að hann er frá 420 til 600 þúsund á bás. Eftir að þessar tölur eru skoðaðar má segja að það gangi ekki að hafa nytlágar kýr á svona básum - enda útilokað að reka fjárfestingu sem þessa með afkastalitlum gripum. Skattur og greiðslumark I almennum umræðum var rætt um skattlagn- ingu vegna sölu á greiðslumarki í sauðfé. Formaðurinn tók undir það með fyrirspyrjanda að skattlagningin væri of mikil, en sagði að selj- endur hefðu líka þann möguleika að fyrra sig skatti með nýrri fjárfest- ingu - t.d. í íbúðarhúsnæði. Þinglýsing fjárleysi kom lfka til umræðu en rökin , fyrir því voru þau að hið opinbera væri að aðstoða menn við að hætta til þess að skapa öðrum svigrúm. „Við sáum hins vegar ekki ástæðu til að hafna notum á beitilandi eða túnum. En þinglýsing var eina leiðin til að tryggja tjárlcysi," sagði Ari. Hœkkun á landbúnaðarvörum I almennum umræðum var rætt um hlutdeild landbúnaðarvara í neyslugrundvelli og þá staðreynd að landbúnaðarvörur vega þar um 6%. Haukur Steindórsson í Þríhyrni sagði að ef landbúnaðarvörur hækkuðu færu fjölmiðlar hamförum en ekki ef vörur á borð við gos- drykki hækkuðu. „Mér finnst að þjóðfélagið geri meira úr verðlagningu landbúnaðarvara en til- efni er til,“ sagði Hauk- ur. Eiga bœndur að tengjast verslun? Sigurgeir Hreinsson sagði í almennum umræðum að forsvars- menn KEA hefðu rætt um það við bændur að það skipti þá máli að hafa aðgang að stórri „keðju“ matvöruversl- ana, en eins og kunnugt er rekur KEA nokkrar verslanir í Reykjavík og víða á Norðurlandi eystra. „En í harðnandi samkeppni vaknar sú spurning hvort það geti verið varhugavert að vera tengdur einni teg- und verslana. Getur verið að aðrar stórar verslanakeðjur sniðgangi vörur frá þeim sem tengjast KEA,“ sagði Sigurgeir og minnti á að samstarf í mjólkuriðnaði er etv. ekki alveg sem sýnist. „... en þeir á 1. sölusvæði hafa neitað að dreifa jólaskyri frá KEA,“ sagði Sigurgeir. Ari sagði stórar af- urðastöðvaheildir gætu betur haldið uppi verði en ef þær væru ekki í eigu bænda væri ekki sjálfgefið að bændur nytu þess. „Aðvitað er það líka vandamál ef af- urðastöð á líka samásöluverslanir sem eru í samkeppni við verslanir sem af- urðastöðin vill líka skipta við.“ Dýralœknar og reglugerð Málefni dýralækna og nýrrar reglugerð kom til umræðu. Ljóst var að bændur voru síður en svo ánægðir með reglu- gerðina en á fundinum var upplýst að Guðni Agústsson, landbúnaðarráðherra, hefði málið til skoðunar. Guðbergur í Hléskógum viðraði þá skoðun hvort búnaðarsambönd gætu ekki ráðið til sín dýralækna. Ari sagði að umræddri reglugerð hefði verið mótmælt en Heilbrigðis- og tryggin- gamálaráðuneytið hefði engu að síður ýtt henni áfram. Launin of lág Þórður Þórðarson í Hvammi ræddi um verðlagsgrundvöllinn og laun bænda, en Þórði fannst þau lág og bar saman við laun málara sem ynni hefðbundinn dagvinnutíma. Þá benti Þórður á að það væri ekki greinilegt samhengi á rnilli bústærðar og nyt- ! ar.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.