Bændablaðið - 27.02.2001, Síða 5

Bændablaðið - 27.02.2001, Síða 5
Þriðjudagur 27. febrúar 2001 BÆNDABLAÐIÐ 5 Úr myndasafni Þjóðminja- safnsins nr*T Gluggað í önnur blöð Jónas Bjamason, efnaverk- fræðingur, ritaði kjallaragrein í DV á dögunum og sagði þar m.a. „Þuríður Backman heldur því fram (Mbl. 19.1.), að díosín- mengun í fóðri og nautariða (BSE) séu tilkomnar vegna verksmiðjubúskapar. Það er að öllum líkindum alrangt. Díosín- mengun í Belgíu gerðist vegna glæpsamlegrar vanrækslu í iðnaði og hefur lítið með búskaparform að gera. Sauðfjár- riða, sem hugsanlega er ættmóð- ir annarra riðutegunda, hefur verið þekkt í 250 ár og finnst nú árlega hér en enginn veit með vissu hverjar smitleiðir eru. Vísindamenn telja aðal- smitleið BSE vera um kjöt- og beinamjöl, þ.e. með „kannibal- isma eða forfeðraáti“. Fram- leiðsla kjötmjöls var talin gott mál, ekki síst vegna þess að förgun úrgangs sláturhúsa skapar sjúkdómahættu. Nauta- riðan hefur sett allar heilbrigðis- stéttir út af laginu vegna þess að sýkillinn er hvorki baktería né veira sem unnt er að rækta og fylgjast með; almenningur hefur því fyllst skelfingu í tómarúminu en betri tímar virðast skammt undan.“ Hvað voru þingmenn að samþykkja? „.. þá ætla þeir að hirða meirihluta jarðarinnar, þar með talinn Skeiðarársand, út að sjó og við erum óskaplega ósátt og skiljum þetta ekki. Það kemur fram í kröfulýsingunni að Skaftafellsbóndi kaupir jörðina af konungi þann 16. maí 1836 og greiðir fyrir hana 537 ríkis- dali. Þama kemur í ljós að jörðin er keypt og greitt fyrir hana með peningum og samt á að taka hana,“ segir Anna María sem var eins og aðrir rnjög undrandi á yfirlýsingum þingmanna og að þeir skyldu ekki skilja betur hvað þeir voru að samþykkja á Alþingi." Þetta er úr frétt sem Júlía Imsland ritaði í DV 19. febrúar. Hún var að ræða við Önnu Maríu Ragnarsdóttur sem ásamt móður sinni er aðaleig- andi Skaftafells. Sómastaðir við Reyðarfjörð Sómastaðir við Reyðarfjörð. Húsið byggði Hans Beck við torfbæ sinn á Sómastöðum 1875 og er nú það eina sem eftir stendur af honum. Útveggir eru úr ótilhöggnu grágrýti sem bundið er saman með smiðjumó. Slíkt mun vera einstakt hér á landi. Þjóðminjasafn tók húsið í sína vörslu árið 1989. Srlmui' heliir orílú Skáldskapur Orðið skáldskapur er hið mesta ólíkindatól. Annars vegar merkir það hina göfugu orðsins list sem skáldin stunda og vart siær meiri Ijóma á önnur orð í íslenskri tungu en skáld sem iðka hina frjóu lífsnautn og aleflingu andans og enginn skyldi styggja. A hinn bóginn er skáldskapur tilhæfulaus tilbúningur, nánast svik og prettir og hver sá öllu trausti rúinn sem ber hann á borð. Halldór Laxness skilgreindi góðan skáldskap þannig að þar gilti það lögmál að segja sem minnst, en láta lesendur fylla í eyðurnar. Bestur er sá skáldskapur að orð séu svo margræð og hjúpuð leynd að enginn viti til fulls hvað þau merkja. Kynslóð eftir kynslóð getur þá notið hins heillandi leyndardóms. Þannig sagði til síns brúks Guðrún Ósvífursdóttir hin fleygu orð: „Þeim var ég verst er ég unni mest“. Og Hallgerður langbrók mælti ein kunnustu orð Njálssögu þegar hún spurði að Njáll hefði fengið húskarli sínum það verk að aka skarni á hóla: „Misvitur er Njáll“. Þau orð verða trauðla þýdd á aðra tungu þannig að dulúðin komist öll til skila. Enn er þess að geta að börn eru skáld á ákveðnu aldursskeiði og koma þá oft með afar ferskar og frjóar hugmyndir. Ungum börnum í skóla var sagt að yrkja Ijóð og einn drengur orti: Þegar ég er hestur í þykjustunni, þá borða ég gras í alvörunni. Franska skáldið Voltaire sagði að listin að vera leiðinlegur væri í því fólgin að segja allt. Þó er það svo að víðast hvar í þjóðfélaginu gildir það að segja allt, en hvorki meira né minna. Þannig samskipti eiga flugmenn og flugumferðarstjórar og á láði og legi gildir á sama hátt að umferðarreglur séu afdráttarlausar. Mestallt atvinnulíf fer eftir skýrum og afdráttarlausum reglum. Tölvur þola enga dulúð og bregðast snöggt við minnstu skekkju og neita að taka gilda kommu í stað punkts. Þessu afdráttarleysi gerði Strandamaðurinn, sem ferjaði Hermann Jónasson, þá forsætisráðherra, á báti sínum yfir Steingrímsfjörð, sér ekki grein fyrir. Á miðjum firði stöðvaðist bátsvélin og reyndist bensínlaus. Varð þá ferjumanni að orði: „Þær eru nákvæmar þessar vélar“. Nútíminn og tæknin gera æ meira að sínu þetta miskunnarlausa „allt eða ekkert“. f Biblíunni heitir það „að ræða þín skal vera já, já og nei, nei“,þ.e. afdráttarlaus, þó - Einu sinni ... fór hann.... að snúið hafi verið út úr fyrir Ólafi Jóhannessyni forsætisráðherra þegar hann notaði þau í þingræðu og þeim gefin þveröfug merking. Þessi leiðinlega nákvæmni er þó aðalsmerki allra stjórnsýslu, þ.e. Alþingis, framkvæmdavalds og dómstóla. Lýðræðislegt réttarríki nú á tímum hvílir á þessari leiðinlegu nákvæmni. Dulúð og margræðni er hins vegar krydd lífsins til spari í rökkrinu þegar menn hafa af sér reiðingnum velt. Missmíði á þessu, sem farið hefur eins og vírus um áðurnefndar valdastofnanir undanfarnar vikur, er blikkandi ljós um að nú verði að gera betur. Ekki er einu sinni hægt að kalla þá sem þar hafa komið að máli misvitra í munni Hallgerðar langbrókar því að líklega dáðist hún innra með sér að visku Njáls, eða það hefur mér alltaf fundist. Grímur •II163 uueq uuun>|ej)s irnes jeinv uuun6ueje jba epacj 6o ejepuÁiuso[| m uoseujefg 11163

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.